Morgunblaðið - 31.10.1981, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 31.10.1981, Blaðsíða 40
Síminn á afgreiöslunni er 83033 Sími á ritstjórn og skrifstofu: 10100 LAUGARDAGUR 31. OKTOBER 1981 MEÐ TONN I TAKINU Krafllvfiinfjakapparnir Skúli Óskarsson og Jón Páll Sigmarsson gerðu sér lítid fyrir í gær og lyftu heilum Skoda-bfl með fjórum í og lætur nærri að bfllinn með fólkinu hafi vegið um eitt tonn. Þcir félagar haida utan um helgina til Indlands á heimsmeistaramótið í kraftlyftingum. Opinber fyrirtæki: 8-9% hækkun - vildu 12-26% Gjaldskrárnefnd hefur fundad undanfarna daga um hækk- unarbeiðnir opinberra fyrirtækja. Nidurstada nefndarinnar hefur nú verið staðfest í viðkomandi ráðuneytum, en hækk- anirnar eru á bilinu 8—9%, en fyrirtækin höfðu sótt um hækkanir á bilinu 12—26%. Hitaveita Reykjavíkur sótti um 12% hækkun, en fær 8% hækkun. Rafmagnsveita Reykjavíkur sótti um 22% hækkun að viðbættum helmingi þess, sem Landsvirkjun fengi, því heildsöluverð Landsvirkjun- ar þýðir hækkun hjá Raf- magnsveitunni um helming upp- hæðarinnar. Rafmagnsveitan fékk 9% hækkun, en sótti um 26% miðað við það, að Lands- virkjun fékk 8% hækkun, en Svar Gunnars til Geirs á landsfundi: Leggjum ekki fram tillögur hér og nú f frölmiðlum VIÐRÆÐIJR hafa farið fram í trúnaði, en nú gerist það í ræðu formanns við setningu landsfundarins, að hann færir viðræðurnar inn í fjölmiðla og vill, að hér og nú leggjum við fram tillögur til sátta. Kr þeim mönnum sjálfrátt, sem vilja að sáttaumleitanir innan Sjálfstæðisflokksins fari fram í sjónvarpi og útvarpi? sagði Gunnar Thoroddsen, forsætisráðherra, í ræðu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í gær, þegar hann varði myndun ríkisstjórnarinnar, stefnu hennar og gerðir og svaraði þeim orðum Geirs Hallgrímssonar í setningarræðu landsfundarins, að sjálfstæðismenn biðu eftir svari stjórnarsinna á fundinum um það, hvað þeir vildu á sig lcggja til sátta í flokknum. — Við viljum leita allra leiða, sagði Gunnar Thoroddsen, en viðræður sem þessar eru erfiðar og viðkvæmar og það þarf bæði skilning og hugmyndaflug til að finna þær leiðir. Hins vegar væri það stjórnviska í nýju ljósi, ef heppilegast væri að gera það frammi fyrir fjölmiðlum. Gunnar Thoroddsen sagðist vænta þess, að sem víðtækust Reknetabátarnir hætta síldveiðum um hádegi í dag SILDVEIÐAR í rek- og lagnet hafa verið stöðvaðar frá og með hádegi í dag, 31. október, sam- kvæmt ákvörðun Sjávarútvegs- ráðuncytisins, en um hádegi í gær var búið að landa 16.000 leslum af um 18.000 lesta kvóta reknetabáta. Alls fengu rösklega 60 bátar leyfi til veiða með reknet á þessu hausti og er það svipaður fjöldi og sl. ár. Að sögn Jóns B. Jónassonar, skrifstofustjóra í sjávarútvegs- ráðuneytinu, þá lýkur veiðitíma reknetabáta á svipuðum tíma og í fyrra, en þá luku þeir við kvótann þann 26. október. Jón B. Jónasson sagði í gær, að nótabátar ættu enn eftir um 15.000 lestir af sínum kvóta og færu veiðar þeirra eftir því hve mikið yrði tekið í frystingu. Eins og málin standa, er ekki útlit fyrir að frystihús muni taka á móti miklu magni af síld til frystingar og er því hætt við, að einhverjir nótabátanna muni jafnvel hætta við að fara til síldveiða. samstaða tækist um stjórnmála- ályktun landsfundarins, um stefnu Sjálfstæðisflokksins, „stefnan blívur en stjórnir koma og fara,“ sagði forsætisráðherra. Hann sagði, að það væri „barna- skapur og blekking" að ímynda sér, að vandi Sjálfstæðisflokks- ins einskorðaðist við núverandi ríkisstjórn, rætur vandans na*ðu lengra og lægju dýpra en svo, þar kæmu til menn, málefni og vinnubrögð. Taldi Gunnar Thoroddsen höfuðmáli skipta, að nýr formaður tæki ’við forystu í Sjálfstæðisflokknum, hann hefði sjálfur lýst því yfir, að hann yrði ekki í endurkjöri sem varafor- maður og hefðu menn átt að geta komið sér saman um nýja menn í þessi tvö embætti. Ólafur G. Einarsson, formað- ur þingflokks sjálfstæðismanna, svaraði ræðu forsætisráðherra síðar á fundinum. Skýrði hann viðhorf sín til sáttaumleitana og sagði, að stjórn þingflokksins hefði lagt á það höfuðáherslu, að ekki væri unnt að tala um sam- stöðu og sættir nema menn væru á einu máli um afstöðu til ríkis- stjórnar, þegar svo væri komið, myndi flokkurinn ganga einhuga fram til kosninga og annarra verka, þessu hefðu stjórnarsinn- ar ekki getað tekið. A hinn bóg- inn taldi Ólafur G. Einarsson það af og frá, að þingmenn hefðu umboð til að semja um for- mennsku og varaformennsku í flokknum. Kjör þeirra manna væri í höndum landsfundar, og eins víst væri, að hann hefði ris- ið upp öndverður gegn hverju slíku samkomulagi. Sjá frásögn af rædu Gunnars Thoroddsen á bls. 16 og 17. hafði sótt um 25%. hækkun. Strætisvagnar Reykjavíkur, SVR, sóttu um liðlega 15% hækkun á fargjöldum, en fengu staðfesta 8,5% hækkun. Þá sóttu supdstaðir í Reykjavík um 15% hækkun, en fengu staðfesta 8% hækkun. Sótt hafði verið um 15% hækkun á dagvistarheimiluin, en staðfest var 10% hækkun- Heilsdagsgjald fyrir barn ein- stæðra námsmanna hækkar úr 650 krónum í 715 krónur og heilsdagsgjald fyrir barn giftra eða í sambúð, sem er 30% hærra hækkar úr 850 krónum í 950 krónur. Fyrir 4 tíma leikskóla hækkar gjaldið úr 400 krónum í 440 krónur og fyrir 5 tíma hækkar gjaldið úr 500 krónur í 550 krónur. Hækkun dagvist- argjalda frá því í nóvember á sl. ári er liðlega 43%. Póstur og sími sótti um 20% hækkun á gjaldskrám sínum, en fékk 9%. Nýja gjaldskráin tekur gildi fyrir símaþjónustana 1. nóvember nk. og 1. desember nk. fyrir póstþjónustuna. 5 skip með 3600 lestir FIMM Indnu.skip tilkynntu Loðnu- nefnd um afla frá því í fyrrakvöld til hádegis í gær. Skipin sem fengu veidi voru nær landi en áður hefur verið á þessari vertíð, eða um 75 sjómílum norður af Siglufirði. Þar kom Bjarni Olafsson að mjög stórri torfu, og fékk skipið 1500 tonn í einu kasti, en gat aðeins tekið 1100 tonn. Þá fékk Grindvíkingur 1100 tonn í kasti um 15 mílum suðaustur af svæðinu þar sem Bjarni Ólafsson var. Nokkur skip önnur náðu að kasta á þessu svæði og fengu dágóð- an afla. Hins vegar var aðalloðnu- flotinn á leiðinni á miðin norðar í hafinu, þegar skipin byrjuðu að kasta á fyrrnefndum slóðurn og var ekki kominn til baka fyrr en í birt- ingu, en þá hafði loðnan stungið sér. Skipin, sem h»r<)u lilkynnl um afla uni hádej;i í ga*r eru þessi: Urindvíkin(;ur 1100 (onn, Dagf- ari 510, VíkurlK'rc 500, 11únaröst 400 oj; Hjarni Ólafsson 1100. Pálmi Jónsson á landsfundi í gær: Stjórnmálayfirlýsingin gengur veru- lega til móts við sjónarmið okkar Mikið fráhvarf frá leiftursóknarstefnu PÁLMI Jónsson, landhúnaðarráð- herra, sagði á landsfundi Sjálfstæð- isflokksins í gær, að drög þau að stjórnmálaályktun, sem liggja fyrir landsfundinum gangi verulega til móts við þau sjónarmið, sem hann hefði haldið fram um stefnu Sjálf- stæðisflokksins. Pálmi Jónsson sagði í ræðu sinni, að deila mætti um orðalag og ýmislegt annað en drög þessi væru mikið fráhvarf frá leifursóknarstefnu flokksins, fyrir síðustu kosningar. Ráðherrann sagði, að með þessum orðum ætti hann að sjálfsögðu við stjórnmála- ályktunina sjálfa en ekki ályktun þá, sem sérstaklega fjallar um afstöð- una til ríkisstjórnarinnar. Pálmi Jónsson sagði að ágrein- ingur hefði verið um stefnu flokksins, en vonandi bæri þessi landsfundur gæfu til að ganga þannig frá stjórnmálayfirlýsing- unni, að samkomulag ríkti um hana. Pálmi Jónsson sagði, að ágreiningur ríkti um forystu flokksins. Hvort sem breytingar yrðu á henni nú eða ekki, hlyti framvindan að verða sú, að afl myndaðist í flokknum, sem sækti styrk sinn bæði til stjórnarsinna og stjórnarandstöðu og veitti flokknum nýja forystu. Eftir það, eða bezt væri samhliða því, kæmi spurningin um ríkisstjórnina. Það er hægt að hugsa sér ýmsar leiðir til þess að ná flokknum saman, sagði Pálmi Jónsson. Og það verð- ur að gerast eigi síðar en að loknu þessu stjórnartímabili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.