Morgunblaðið - 31.10.1981, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 31.10.1981, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1981 Minning: Siguröur Stefán Frímanns- son rafvirkjameistari Fæddur 14. ágúst 1949 Dáinn 23. október 1981 Siggi bróðir er dáinn. ískaldur raunveruleikinn blasir við. Það er sárt að sætta sig við þá staðreynd, að ástkær bróðir sé sofnaður svefninum langa. Ungur og hraustur athafnamaður er numinn á brott í blóma lífs síns, rétt eins og klippt hafi verið á þráð. Á slíkum stundum fer ekki hjá því, að hugleitt sé meira en ella, hver sé tilgangur lífsins. Ýmsar spurningar vakna, en minna verð- ur um svör. Sigga hlýtur að bíða mikilvægara ætlunarverk ann- arstaðar. 4. október sl. skeði slysið. Brot- lending á Hellu. í tæpar þrjár vik- ur biðum við milli vonar og ótta. Aðfaranótt föstudagsins 23. október sl. var Siggi allur. Hann komst aldrei til meðvitundar eftir slysið. Okkur eru ofarlega í huga þakkir til lækna og hjúkrunar- fólks gjörgæsludeildar Borgar- spítalans. Flugáhugann fékk Siggi þegar hann var að vinna í Vestmanna; eyjum eftir eldgosið þar 1973. í sumar lét hann síðan verða af því að kaupa flugvél í félagi með vini sínum. I þessu, eins og öllu sem Siggi tók sér fyrir hendur, var áhuginn svo mikill að engan tíma mátti missa. Það er napurlegt, en Siggi sagðist finna einhverja innri ró þegar hann svifi um loftin blá. Það sem einkenndi Sigga öðru fremur var bjartsýni og ótrúleg atorka. Ekki þurfti annað en nefna góða hluti við Sigga, þá voru þeir framkvæmdir. Ef ekki sam- dægurs þá strax næsta dag. Hann átti auðvelt með að gera flókin mál einföld. Hlutir, sem virtust óframkvæmanlegir, voru fram- kvæmdir án hiks. En til þess þurfti útsjónarsemi, sem Sigga skorti svo sannarlega ekki. Elskulegan bróður er óumræði- lega sárt að missa, en við vitum að hann vakir yfir okkur og verndar eins og ávallt. Minningin um góð- an dreng vermir. Við þökkum samfylgdina. Megi góður Guð hugga og styrkja Ragnheiði, Frímann litla og foreldra okkar á þessum ör- lagaríku tímamótum. Sveinn, Ásdís og Halldór. í dag verður til moldar borinn frá Lágafellskirkju, mágur minn Sigurður Stefán Frímannsson, Blómsturvöllum í Mosfellsveit. Sigurður heitinn var 32ja ára er hann lést, fæddur hinn 14. ágúst árið 1949. Foreldrar hans eru hjónin Unnur Sveinsdóttir og Frí- mann Stefánsson, búsett á Blómsturvöllum í Mosfellssveit. Sigurður ólst upp í foreldrahúsum ásamt þremur eftirlifandi systkin- um sínum, Sveini, Ásdísi og Hall- dóri Vigni. Að loknu námi í barna- og gagn- fræðaskóla leitaði hugur Sigurðar til framandi staða, og hann réði sig á millilandaskip, og var í sigl- ingum í tvö ár. Þá steig hann á land á ný, og skömmu síðar hóf hann nám í rafvirkjun hjá Ingólfi Pálssyni rafvirkjameistara í Hveragerði. Hjá Ingólfi lágu leiðir okkar Sigurðar fyrst saman, báðir í námi í rafvirkjun, og síðar áttu tengsl okkar enn eftir að styrkj- ast, bæði vegna reksturs á sameig- inlegu fyrirtæki, og síðar er við tengdumst fjölskylduböndum. í Hveragerði kynntist Sigurður eft- irlifandi konu sinni, Ragnheiði Halldórsdóttur, og þar stofnuðu þau sitt fyrsta heimili, en síðar fluttu þau á æskuslóðir hans í Mosfellssveit, þar sem þau byggðu sér hús í landi foreldra hans að Blómsturvöllum. Þetta hús átti að verða framtíðarheimili hinnar ungu fjölskyldu, og þar fæddist þeim sonurinn Frímann, sem nú verður svo ungur fyrir því að missa föður sinn. Með okkur Sigurði tókst þegar í upphafi náin vinátta, sem ekki bar skugga á síðan. I vinnu var hann sérstaklega duglegur og ósérhlíf- inn, og mikill afkastamaður að Minning: Fædd 10. desember 1884 Dáinn 21. október 1981 Soffía Jóhannesdóttir, kaup- kona frá ísafirði, andaðist hinn 21. október sl. hér í Reykavík. Hún var fædd á Isafirði 10. des- ember 1884 og skorti því rúman mánuð á að ná 97 ára aldri. Móðir Soffíu var Sigríður Bjarnadóttir, fædd á Akureyri 18. október 1856, dóttir Bjarna Jóns- sonar, timburmeistara, og konu hans Soffíu Jónsdóttur. Voru þau hjón hin merkustu og meðal góð- borgara Akureyrar á þeim tíma. Faðir hennar var Jóhannes Guðmundsson, Guðmundssonar hreppstjóra á Eyri í Mjóafirði, verzlunarmaður, sem árum saman vann við verzlun Lárusar Snorra- sonar á ísafirði. Að Jóhannesi stóðu merkar bændaættir í Djúp- inu og faðir hans, Guðmundur á Eyri, var auk hreppstjórastarfsins settur sýslumaður um skeið í Isa- fjarðarsýslu. Soffía var næstelst sex systkina, sem öll eru látin á undan henni en þau voru Jóhannes, Svava, Fann- ey, gift Jóni Sveinssyni, bæjar- stjóra á Akureyri, Ágúst, fram- kvæmdastjóri, kvæntur Sóleyju Þorsteinsdóttur, og Brynhildur. Um sextán ára aldur fór Soffía á kvennaskóla, sem þá var starf- ræktur á Akureyri og var tveggja ára skóli. Móðuramma hennar, Soffía Jónsdóttir, var þá búsett á Akur- eyri og átti þar smábýli á lóðinni nr. 72 við Aðalstræti og bjó Soffía þar hjá ömmu sinni þessa skóla- tíð. hverju sem hann gekk. Utan vinnu var hann fjörhár og fjörmikill vin- ur og félagi, og margra skemmti- legra og ógleymanlegra stunda er að minnast, bæði í margmenni og á kyrrlátari stundum. Margs er að minnast frá liðnum samveru- stundum fyrr og síðar. Greiðvikni var eitt aðalsmerki Sigurðar, og jafnvel þótt hann ætti illmögulegt með að verða við óskum vina sinna eða samstarfsmanna, reyndi hann jafnan að leysa hvers manns vanda. Eins og ég áður gat um hófust kynni okkar er við vorum báðir við nám, síðan rákum við um hríð sameiginlegt fyrirtæki, og síðan í vor hef ég starfað við fyrir- tæki það er hann byggði upp í Mosfellssveit á undanförnum ár- um af miklum dugnaði. Ekki urðu þessi síðustu samskipti okkar til að spilla fyrir, jafn gott var að vinna hjá Sigurði og fyrir hann, eins og með honum áður, og að öllum störfum gekk hann sem jafningi með starfsmönnum sín- um. Utan vinnunnar voru kynni okkar Sigurðar þó mest og best, og með fjölskyldum okkar traust vin- átta. Það var alltaf gott að heim- sækja Sigga og Ragnheiði, og ekki var síður ánægjulegt er þau litu inn til okkar. Börn okkar voru einnig alla tíð og verða áfram vin- ir og leikfélagar, og oft gladdi Sig- urður þau með óvæntum hætti; það var farið í ökuferð eða veiði- túra án nokkurs sérstaks tilefnis, og alltaf höfðu þau frá nógu að segja er Siggi frændi hafði skilað þeim heilu og höldnu heim á ný. Mér mun aldrei líða úr minni, er Ragnheiður kom til okkar og sagð- ist vera á leið á sjúkrahús, þar sem Sigurður lægi illa slasaður. Það var erfitt að trúa slíkum sorg- artíðindum, svo stutt sem var síð- an við höfðum hitt hann kátan og hressan. Enn þungbærari varð svo biðin eftir því, sem ekki varð um- flúið, þó fram til hins síðasta væri beðið milli vonar og ótta. Fjöl- skylda mín vottar Ragnheiði og Frímanni litla dýpstu samúð. Sigurður er borfinn sjónum okkar, en eftir lifir minningin um góðan dreng. Jónas Björnsson Kvennaskólinn var þá til húsa úti á Oddeyri og varð Soffía því að ganga drjúgan spöl á degi hverj- um til og frá skóla. Ekki var það þó í frásögur færandi nema í snjóum. Gat þá gönguferðin orðið mjög torsótt vegna þess, að námsmeyjar klæddust allar peysufötum en slíkur búningur reyndist ekki hentugur í norð- lenzkri ófærð. Soffíu sóttist námið ágætlega og lauk þvi með miklum sóma. Um það bil sem námi hennar lauk bauðst henni starf við Edin- borgarverzlun á ísafirði. Tók hún því tilboði og starfaði þar um all- langt skeið. Þótt Soffía væri einungis átján ára er hún hóf störf hjá Edinborg voru henni strax falin vandasöm " ábyrgðarstörf svo sem gjaldkera- störf og skipaafgreiðsla. Mátti það heita einsdæmi, að ungri stúlku væri sýnt slíkt traust ekki sízt á þeim tímum, þegar veldi karla var í algleymingi. Árið 1918 urðu þau þáttaskil í lífi Soffíu, að hún fer að spila uppá eigin spýtur og stofnar verzlun undir nafninu Soffíubúð á ísafirði. Rak hún þessa verzlun ein í nokk- ur ár en síðar í félagsskap með frænda sínum, Axel Ketilssyni. Nokkru síðar færðu þau Soffía og Axel enn út kvíarnar og stofnuðu Soffíubúð í Reykjavík og fengu henni stað í nýbyggðu húsi Jóns Þorlákssonar, Austurstræti 14. Ráku þau síðan sameiginlega báð- ar þessar verzlanir allt til ársins 1934, en skipta þá reitum þannig, að Soffía hélt áfram búðinni á ísa- Eftir sviplegt fráfall frænda okkar, Sigurðar Stefáns Frí- mannssonar, þá getum við lítið annað en sent okkar bænir út í tómið, endurkast af þeim geislum hlýhugar og vináttu, sem hann varpaði að okkur gegnum árin. Það er svo erfitt að skilja af hverju hann, sem elskaði lífið svo heitt, skyldi kvaddur burt svo fljótt. Hann var svo fallegur og stormandi af lífsþrótti, sem leiddi út frá sér eins og rafmagnið, sem hann fékkst við af svo mikilli leikni. Framtakssemi og dugnaður ein- kenndu lífshlaup hans allt frá barnsaldri og jafnframt umhyggja og stolt fyrir sínum nánustu. hann skilur við okkur með ljúfa minn- ingu í hugum okkar um góðan dreng og einlægan frænda. Sem lítinn þakklætisvott viljum við senda honum bæn um góða ferð á framandi slóðir. Litla syni hans, eiginkonu, foreldrum og systkinum vottum við okkar dýpstu samúð. Dóra, Eyvi, Lassi, Logi, Jónas, Sigga. Ég finn mig knúinn til þess að minnast vinar míns, Sigurðar Frí- mannssonar á Blómsturvöllum í Mosfellssveit. Nokkur fátækleg þakkarorð, nokkrar steinvölur í vörðu þá sem hlaðist hefur upp, sem minnisvarði um drenglyndi þessa vinar míns. Veit reyndar, að Sigurði yrði ekkert um þetta pár mitt gefið, en ég tek mér þó bessa- leyfi til þess. Menn kynnast nú ýmsum um ævina, og fer nú svo um flest kynni, að þau líða hjá og skilja ekkert eftir. Þá eignast maður marga kunningja, en sárafáa vini. Sigurður var einn þeirra, sem varð vinur manns í raun. Vinátta okkar hófst nær strax er við kynntumst fyrir tæpum 5 árum, er ég fluttist í Mosfellssveit. Hann var meistari á húsinu sem ég keypti. Ég þurfti að fá smá banka- lán, og kynntist þá þeim undarleg- asta bankamanni sem ég hef kynnst, bæði fyrr og síðar. Sigurður rétti mér hjálparhönd firði, en Axel búðinni í Reykjavík. Búðina á ísafirði rak Soffía til ársins 1946 er hún flutti til Akur- eyrar og búðin var lögð niður. Ýmislegt fleira fékkst Soffía við á sínum árum á ísafirði, m.a. var hún bókavörður þar um nokkurt skeið. Mest kvað þó að afskiptum hennar af útgerðarmálum en þau munu hafa hafizt með því, að hún lagði stund á mótórbátaútgerð í félagi með öðrum en árið 1938 átti hún frumkvæði að því að stofna félag til þess að kaupa og gera út togarann Skutul, sem þá var í eigu Landsbankans og lá í ísafjarðar- höfn. Bauð hún Isafjarðarkaup- stað að gerast félagi að útgerðinni og leggja fram hlutafé á móti sér til þess að koma félaginu á lagg- irnar og var það samþykkt. Soffía var þannig aðaleigandi ásamt ísa- fjarðarkaupstað, en Ágúst bróðir hennar gerðist framkvæmdastjóri félagsins. Það er skemmst frá því að segja, að allur sá atvinnurekstur, sem Soffía hafði með höndum, dafnaði vel og skilaði góðum arði og sýnir það, að sá sem þar hélt um stjórn- völinn hafði til að bera hina dýr- mætu hæfileika góðs stjórnanda, þar á meðal forsjálni dug og áræði. Þess var getið hér að framan, að Soffía flutti frá ísafirði til Akur- eyrar árið 1946 ásamt systrum sínum Svövu og Brynhildi. Þetta sama ár andaðist Sigríður Bjarna- dóttir, móðir þeirra. Settust þær systur að í húsi, sem Soffía hafði byggt á árunum 1933—’34 á lóð- inni Aðalstræti 72, þar sem áður stóð bær ömmu þeirra, Soffíu Jónsdóttur. Þesgar Soffía fluttist til Akur- eyrar ætlaði hún að setjast í helg- an stein og sinna hugðarefnum sínum með lestri góðra bóka og kynna sér ættfræði m.a. En margt fer öðruvísi en ætlað er. Frændi hennar, Axel Ketilsson, hafði lát- ist árið 1941 og nú var málum svo + Eiginmaöur minn og faðir okkar, ÞORKELL SIGURGEIRSSON frá Laufási, Hellissandi, Hátúni 10 A, andaöist aö Borgarspitalanum 28. október. Jaröarförin auglýst s,öar Sigurást Friögeírsdóttir og börn. Maöurinn minn og faöir okkar, ÞÓRDURSTEFÁNSSON, verkstjóri, Hávallagötu 11, andaöist í Landakotsspitala 28. október. Hilma Stefánsson, Leila Stefánsson, Frank Stefánsson. + Faöir minn, ÓLI F. ÁSMUNDSSON múrarameistari, andaöist 30. október í Landspitalanum. Fyrir hönd okkar bræðranna. Ásmundur Ólason. + Faðir minn og móöurbróöir, KRISTINN GUOMUNDSSON, málarameistari, Langholtsvegi 34, lést fimmtudaginn 29. október. Brynhíldur Krístinsdóttír, Álfhildur Ingimarsdóttir. Soffía Jóhannes- dóttir kaupkona Maöurinn minn. + JÓN KALDAL, Ijósmyndari, er látinn. Guórún Kaldal. + Elskuleg eiginkona mín, móðir, dóttir, systir, tengdamóöir og amma, HALLDÓRA INGA INGIMARSDÓTTIR, Heiöarbraut 14, Hnífsdal, veröur jarösungin frá Hnífsdalskapellu mánudaginn 2. nóvember kl. 2.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfólag Is- lands. Halldór Pálsson, Kristín Kristjánsdóttir, Ingímar Halldórsson, Páll Halldórsson, Sigriöur Halldórsdóttír, Guörún Halldórsdóttir, Dagmar Halldórsdóttir, Sigríöur Guömundsdóttir, Ingimar Finnbjörnsson, Hulda Valdimarsdóttir, Guómundur Ingimarsson, Hrefna Ingimarsdóttir, Elías Ingimarsson, Margrét Ingimarsdóttir, tengdabörn, barnabörn og aörir vandamenn. i f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.