Morgunblaðið - 31.10.1981, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 31.10.1981, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1981 39 immmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm Týr sigraði örugglega TÝR sigraði UMFA örugglega í íþróttahúsinu í Vestmannaeyjum í gærkvöldi meó 25 mörkum gegn 18 í Islandsmótinu í handknattleik. Leikur liðanna var mjög harður og frísklega leikinn af háðum liðum. Framan af fyrri hálfleik var jafnræði með liðunum en er líða tók á hálf- leikinn seig Týr framúr. I’jálfari þeirra, Stefán Halldórsson, átti mjög góðan leik og skoraði sjö mörk í fyrri hálfleik. En Týr hafði yfír • 14—9, í hálfleik. í síðari hálfleik var Stefán tek- inn úr umferð, en þá kom Sigurlás og tók við. Síðan voru þeir báðir eltir en allt kom fyrir ekki. Sigur Týs var öruggur. Bestu menn í liði Týs voru Jón r; 25:18 Bragi markvörður, Stefán og Sig- urlás. Hjá UMFA léku þeir Stein- ar, Guðjón og Jón Ágústsson markvörður best. Jón varði fjöld- an allan af skotum, þar á meðal tvö víti. Mörk Týs: Stefán 9, 3 v, Sigurlás 6, Egill 4, Benedikt 3, Gylfi 2, Magnús 1. Mörk UMFA: Sigurjón 10 6v, Guðjón 3, Magnús 2, Ágúst 1, Steinar 1, Björn 1. hkj/þr Fram og KR leika í úrvalsdeildinni HELGIN er frekar róleg hjá körfu- knattleiksmönnum, aðeins einn leik- ur fer fram í úrvalsdeildinni í körfu- knattleik, en það er mjög þýð- ingarmikill leikur. Fram og KR leika f llagaskóla kl. 20.00. Vonandi hefst leikurinn á réttum tíma að þessu sinni. En það er orðinn Ijótur blettur á framkvæmd íslandsmótsins í körfuknattleik, úrvalsdeild, hversu margir leikir hefjast langt á eftir auglýstum tíma. Leikir helgarinnar eru þessir: Egilsstaðir, laugard. 31. okt. kl. 14.00, 2. d. ÍME - Hörður Keflavík, laugard. 31. okt. kl. 14.00, 5. fl. ÍBK - KRB Borgarnes, sunnud. 1. nóv. kl. 14.00. 1. d. UMFS - ÍBK 2. kv. Reykjask. — ÍBK Hagaskóli, sunnud. 1. nóv. kl. 14.00 1. kv. ÍR - UMFN 2. d. Bræður — Vík. 4. fl. KR - Valur kl. 20.00 Ú Fram — KR 2. fl. Valur — Haukar Staöaní 1. deild Aðeins fjögur lið leika í 1. deild- inni í körfuboltanum í vetur og er nú staðan þessi: Keflavík 2 2 0 178:140 4 Skallagr. 2 1 1 192:191 2 Haukar 2 1 1 187:206 2 Grindavík 2 0 4 144:164 0 Stjarnan fékk skell í fyrsta heimaleiknum • Stefán llalldórsson skoraði 9 mörk og átti góðan leik. Staðan var 2-2 eftir 5 mínútur UMFN sigraði lið ÍR með 70 stigum gegn 58 í úrvalsdeildinni í gær- kvöldi. Leikur liðanna var mjög slakur. Til marks um hversu slök hittni liðanna var, var staðan 2—2 eftir að fimm mínútur voru liðnar af fyrri hálfleik. ÍR skoraði sína körfu eftir 4 mínútur og 40 sek. Staðan í hálfleik var 37—33. l’að hefur ein- kennt leiki úrvalsdeildarinnar að undanfórnu hversu fá stig eru skor uð. I»að er slakt hjá liði í úrvalsdeild að ná ekki að skora 60 stig í leik. Bestu menn UMFN voru þeir Jón Viðar og Júlíus. Danny skor- aði mikið að venju. Hjá ÍR voru þeir Benedikt og Jón Jörundsson skástir í annars slöku liði. Stig UMFN: Danny Shouse 30, Gunnar Þorvarðarson 6, Jónas 6, Júlíus 9, Jón Viðar 10, Valur 4, Brynjar 5. Stig ÍR: Stanley 27, Kristinn Jörundsson 6, Jón Jörundsson 12, Hjörtur Oddsson 6, Ragnar Torfa- son 4, Benedikt Ingþórsson 8. Vigdís/þr. STJARNAN tapaði sínum fyrstu stigum f 2. deildar keppninni í gærkvöldi, er liðið tók á móti UBK í þrönga salnurn í Ásgarði. UBK hafði bæði stigin heim með sér, stórsigur liðsins 23—16, eftir að staðan í hálf- leik hafði verið 11—8 fyrir Kópa- vogsliðið. Heimir Guðmundsson var öðrum fremur maðurinn á bak við sigur UBK, hann varði með kjafti og klóm, hvert skotið af öðru, sýndi snilldartakta, en naut dyggilegrar aðstoðar heimaliðsins, sem skaut hann í stuð eins og sagt er. Gangur leiksins var í stuttu máli sá, að liðin skiptust á foryst- unni upp í 6—6, en þá sagði UBK skilið við keppinautinn. Munurinn jókst smám saman og náði liðið mest 8 marka forystu, 21—13. Lokatölur síðan 23—16 eins og áð- ur sagði. Lið UBK lék þennan leik ekki betur en þokkalega, Heimir mark- vörður var meira en hálft liðið að þessu sinni. Hann varði langt yfir 20 skot. Hann var besti maður liðsins ásamt Stefáni Magnússyni. sem var vörn Stjörnunar stór- hættulegur. Olafur Björnsson var einnig mjög góður. Lið Stjörnunnar virtist þrátt fyrir stórtap ekki lakara lið en UBK, en einhver einkennileg streita hrjáði leikmenn liðsins og óðagotið í sókninni verður lengi í minnum haft. Varnarleikurinn oft ágætur, einkum framan af og markvarslan þokkaleg, þar sem Höskuldur Ragnarsson varði tvö víti. Flestir leikmanna Stjörnunn- ar léku undir getu að þessu sinni, helst að Magnúsarnir tveir og Eyj- ólfur reyndu að malda í móinn. Mörk Stjörnunnar: Viðar Sím- onarson 5, 3 víti, Magnús Teitsson 3, Eyjólfur Bragason og Eggert ís- dal 2 hvor, Magnús Andrésson, Gunnar Einarsson, Guðmundur Oskarsson og Gunnlaugur Jónsson eitt hver. Mörk UBK: Stefán Magnússon 8, Ólafur Björnsson 5, Kristján Halldórsson 3, Brynjar Björnsson 3, 2 víti, Kristján Þ. Gunnarsson 2 og Björn Jónsson 2 mörk. —gg. Willoughby áfram hjá KA KNATTSPYRNUDEILD KA hefur endurráðið Skotann Alex Will- oughby, sem var með liðið síðasta keppnistímabil. KA stóð sig vel í 1. deild undir hans stjórn í sumar, átti um tíma vissa möguleika á Is- landsmeistaratitlinum, en hafnaði loks í miðri deild. VVilloughby mun maúa til leiks í byrjun mars og ætla KA-menn þá að hefja æfingar af miklum krafti. Hátíð hjá Haukum • Handknattleiksdeild Hauka gengst fyrir handknattleikshátíð í íþróttahúsinu við Strandgötu í dag kl. 15.00. Tveir leikir verða á dagskrá. Meistaraflokkur Hauka leikur gegn Val og landsliðið leikur gegn unglingalandsliðinu. Milli þessara leikja fer fram knattspyrnu- leikur á milli þekktra kappa. mTTm h iri\ im «i '411 ’.i IULUJ*LaJLJJJ.*LL \ Egg ................. Majones 400 qr....... Kaffi ............... Cheerios 7 oz........ Ritz kex ............ ORA fiskbollur 1/1 dós Epli, rauð Del, pr. kg. . Emmesís ............. Tómatar per. kg...... Hvítkál per kg....... Okkar verð Leyft verð 43.50 48.30 10.45 11.60 12.50 12.90 11.00 12.25 11.30 12.45 14.60 16.20 12.60 14.00 14.30 16.20 37.25 41.40 14.90 16.55 Dilkaskrokkrar, nidursagaöir og pakkaðir Vínarpylsur (afsláttarverð) .... 49.20 pr. kg. Vacumpcikkað saltkjöt .......... 45.45 pr. kg. Úrbeinaður hangiframpartur .... 76.76 pr. kg. Kjúklingar ..................... 63.30 pr.kg. Svínakótilettur ................ 121.30 pr.kg. Dilkaslög ...................... ll.OOpr. kg. 203 FRYSTI0G KÆLISKAPAR Á MJÖG HAGS1ÆÐU VERÐI örlítið útlitsgallaöir frysti- og ísskápar frá Electrolux. (lakkskemmdir). Afsláttur allt að 2.600 kr. Til sýnis og sölu í dag, þú velur þér þinn skáp. ★Mikill afsláttur: 1.890 kr. *Mjög mikill afsláttur: 2.660 kr. * Auk þess staðgreiðsluafsláttur. Frönsk BABYBOTTE bamaskómir í stæröunum 18-24. Verð frá 166 kr Franskur spariklæðnaður bama fyrir jólin. Góð bamanáttföt. HÚSGÖGN Húsgögn í bama- og unglingaherbergi, svefnbekkir. veggeiningar, skrifborð og stólar. Nýjar gerðir sófasetta og einstaklingsrúm á góðu verði. Ný komið 82 modelin af GAGGENAU blástursofnum, sem em alveg frábærir til baksturs og steikingar. Vörumarkaðurinn hf. ÁRMÚLAIa 0 JÖNSSON AUOL TEIKNisTOf A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.