Morgunblaðið - 31.10.1981, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.10.1981, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1981 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1981 21 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 85 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 5 kr. eintakiö. Askorun Geirs Hallgrímssonar Að enjrum stjórnmálamanni hefur verið jafn grimmi- lega sótt úr öllum áttum undanfarin ár og Geir Hall- grímssyni. Jafnvel foringjum í andstæðingaflokkum hans hefur þótt nóg um og viðhaft þau orð, að hann hafi verið rægður. Fyrir stjórnmálamenn, sem í þessari stöðu lenda, er aðeins ein útgönguleið, vilji þeir ekki láta undan þrýst- ingnum og gefast upp, það er að gera upp við andstæðinga sína með því að lýsa eigin viðhorfum af einlægni og festu. Mörgum sjálfstæðismanninum hefur þótt Geir Hall- grímsson sýna of mikið langlundargeð að þessu leyti, hann hafi ekki lagt spilin á borðið og sagt: Hér stend ég. Fyrir formann Sjálfstæðisflokksins er landsfundur flokksins hinn rétti vettvangur til að gera þetta og eftir ræðu þá, sem Geir Hallgrímsson flutti í upphafi hans, getur enginn kvartað undan því, að hann viti ekki um afstöðu formannsins. í ræðunni svaraði hann þessari spurningu: „Hvers vegna gef ég kost á mér á ný til for- mennsku í Sjálfstæðisflokknum?“ með þessum orðum: „Ef hins vegar þessi landsfundur lýsir fylgi Sjálfstæðis- flokksins við núverandi ríkisstjórn, þá mun ég ekki gefa kost á mér til endurkjörs, því að það er skylda formanns að framkvæma vilja landsfundar. Ef vandi okkar væri einungis sá, að hann yrði leystur með því að formaður Sjálfstæðisflokksins segði af sér, þá gæfi ég ekki kost endurkjörs í anda þeirra sanninda, að enginn maður er Sjálfstæðisflokknum og hugsjónum hans meira virði. En ef Sjálfstæðisflokkurinn á að vera sú kjölfesta, sem þjóðin þarf á að halda, þá má hvorki flokkur, formaður hans, forystumenn og flokksmenn hrekjast fyrir veðri og vindi og láta undan hótunum. Andstæðingar okkar skulu vita það, að formaður Sjálfstæðisflokksins er ekki valinn til að bogna og brotna þegar á móti blæs og segja af sér eftir áskorun þeirra. Andstæðingar okkar skulu vita, að formaður flokksins er ekki valinn til að sniðganga lýðræðislega ákveðnar skipulagsreglur flokksins og meirihlutaákvarðanir og þar með vilja og ákvörðunarvald hins almenna flokksmanns." Skýrmæltari gat Geir Hallgrímsson ekki verið um þetta mál. Hann talaði ekki heldur neina tæpitungu, þeg- ar hann beindi máli sínu til þeirra, sem eru talsmenn núverandi ríkisstjórnar innan Sjálfstæðisflokksins. Landsfundarmönnum er ljóst, að hvorki ágreinjngur um stefnu Sjálfstæðisflokksins né hugmyndir um skipu- lagsbreytingar standa í vegi fyrir því, að Geir Hall- grímsson nái sáttum við stjórnarsinna í flokknum. Skil- greining hans á ágreiningnum miðar réttilega að því, að einangra hann við stefnu ríkisstjórnarinnar og störf. Hins vegar bíða bæði sjálfstæðismenn og þjóðin öll eftir að kynnast svari stjórnarsinna við þessari spurningu Geirs Hallgrímssonar: „Hvað eruð þið tilbúnir til að gera til þess að sameina megi alla sjálfstæðismenn á þessum landsfunui?" Mikilvægt er, að á landsfundi sjálfstæðismanna verði ekki sú upplausn, sem andstæðingar flokksins hafa spáð og beðið eftir. Kæmi til hennar væri ekki aðeins líf flokks- ins í húfi heldur einnig allt heilbrigt stjórnmálastarf í landinu. Besta vopnið gegn upplausninni er, að sjálfstæð- ismenn og þjóðin öll viti um afstöðu forystumanna sinna og geti á grundvelli hennar gert upp hug sinn. Geir Hall- grímsson hefur gert hreint fyrir sínum dyrum, með ein- arðlegum hætti hefur hann skotið vanda Sjálfstæðis- flokksins til þeirra, sem eru upphafsmenn hans. Hann talaði fyrir munn allra sjálfstæðismanna, þegar hann sagði við stjórnarsinna: „Við bíðum eftir svari ykkar hér á þessum landsfundi." Rekstrarstöðvunin hjá Hraðfrystihúsi Keflavíkur hf. Svo sem fram hefur komið í fréttum stöðvaðist rekstur Hraðfrystihúss Keflavíkur hf. föstudag- inn 23. þ.m. en við fyrirtækið störfuðu tæplega 150 manns. Atvinnuleysi var nokkurt fyrir í Keflavík og lítur því ekki vel út með atvinnu fyrir þetta fólk enda mun það flest vera komið á atvinnuleysisstyrk. Nokkur vinna er ennþá hjá Hraðfrystihúsinu við skreiðarverkun og viðhald og heldur nokkur hluti starfsfólksins óskertri atvinnu við þessi verkefni. Blaðam. og Ijósm. Mbl. heimsóttu Hraðfrystihús Keflavíkur hf. sl. miðvikudag og ræddu við starfsfólkið þar um ástandið og horfurnar í atvinnumálunum. Rætt vid starfsfólk Hradfrystihússins Böðvar Pálsson: Sárt og bagalegt fyrir fólk að missa vinnuna — MAÐUR vonar ennþá að rætist úr þessu fljótlega og stjórnvöld geri ráðstaCanir til að koma fótum undir fiskvinnsluna í landinu,“ sagði Böðvar Pálsson, einn starfsmanna hraðfrystihúss Kefla- víkur hf. Ég held, að fólk hafi al- mennt trú á því að þetta stopp verði ekki langt og fæstir sem sagt hefur verið upp eru farnir að gera ráð- stafanir til að leita sér atvinnu ann- ars staðar. Nei, það hafa ekki orðið neinar deilur út af uppsögnum hér, það ég veit, en það er auðvitað sárt og bagalegt fyrir fólk að missa vinnuna, því atvinnuleysisbæt- urnar ná auðvitað hvergi nærri að bæta upp þær tekjur sem það hafði. Kjörin eru ekki almennt svo góð að fólk hafi neina vara- sjóði til að grípa til þegar það missir atvinnuna. Sennilega kemur stöðvunin sér verst fyrir einhleypar konur — hér í Kefla- vík er mjög lítið um atvinnu fyrir konur og þær hafa ekkert annað af að lifa en atvinnuleysistrygg- ingar ef vinna í fiski bregst. Karlmenn hafa hins vegar margir fengið vinnu í ýmiskonar viðhaldi og svo er nokkur vinna eftir i skreiðinni ennþá — en konur treysta sér almennt ekki í þá vinnu. Það er ekki annað hægt að segja en stjórn fyrirtækisins hafi gert allt sem í hennar valdi hefur staðið til að sem flestir starfs- menn fyrirtækisins hefðu vinnu sem lengst — þegar báðir togar- arnir eru stopp og enginn fiskur berst að landi, segir sig sjálft, að það verður að segja fiskvinnslu- fólkinu upp. Hins vegar finnst mér að stjórnin ætti að halda fundi með starfsfólkinu þegar stöðvun er fyrirsjáanleg og gefa því innsýn inn í það hvernig þróun mála er háttað. Fregnir um yfirvofandi stöðvun síast ein- hvern veginn að ofan og ein- hvernveginn hefur maður það á tilfinningunni að jafnvel stjórn- endur fyrirtækisins viti ekki með miklum fyrirvara hversu lengi er hægt að halda fram. Eg er sann- færður um að það kæmi betur út, ef sambandið væri meira á milli — þá þyrfti starfsfólkið ekki að vera í sífelldri óvissu um afkomu sína og ætti betra með að taka uppsögn ef það fengi að vita að stöðvun vofði yfir með nokkrum fyrirvara. Heldurðu að þessi stöðvun komi til með að vara lengi enn? Nei, ég er eins og ég sagði bjartsýnn á að úr rætist. Það er ómögulegt annað en stjórnvöld geri einhverjar ráðstafanir til að gera fiskvinnslufyrirtækjunum í landinu, og þar með þessu fyrir- tæki, fært að starfa. Það vinnur margt fólk við Hraðfrystihús Keflavíkur og mörg heimili eiga afkomu sína undir því að vinna verði hér áfram, því eins og stendur er atvinnuástand al- mennt mjög slæmt hér í Kefla- vík, sagði Böðvar. Böövar Valdimarsson: Fólk tekur þessu eins og hverju öðru hundsbiti — MÉR hefur ekki verið sagt upp enn og ég vona, að ekki komi til þess. Það hefur verið ýmis tilfall- andi vinna — sendiferðir og annað í sambandi við viðhaldsstarfsemina hérna — og svo hefur maður gripið tækifærið til að lappa uppá bílinn í þeirri von, að einhverntíma verði hafist handa á ný. Slíkt viðhald vill farast fyrir þegar vinna er í fullum gangi, sagði Böðvar Valdimarsson, vörubílstjóri hjá Hraðfrystistöð Keflavíkur. Það kæmi sér náttúrlega bölv- anlega að missa vinnuna, því eins og segir sig sjálft, eru atvinnu- leysisbætur aldrei nema brot af því kaupi sem maður hefur — og svo kann maður auðvitað betur við að vinna fyrir því kaupi sem maður fær. Ég tel mig því góðan að halda 10 tíma vinnu þó að með því móti hafi maður ekki nema hluta þeirra tekna sem maður' hefur venjulega — þar sem auð- vitað er ekki um nætur- eða helgidagavinnu að ræða meðan þetta ástand varir. Fólk tekur því náttúrlega eins og hverju öðru hundsbiti þegar því er sagt upp, því það er í fæst- um tilfellum að annarri atvinnu að hverfa. Astandið er bágborið í atvinnumálum hér í Keflavík og það getur tekið töluverðan tíma að komast í aðra atvinnu. Það væri mikil þörf á að örva at- vinnulífið hér í bænum og gera það fjölbreyttara — og manni finnst óneitanlega að bæjaryfir- völd hafi ekki staðið nógu vel í stykkinu að því leyti. Kom starfsfólkinu það al- mennt á óvart, þegar rekstrar- stöðvun varð hér í fyrirtækinu? — Það vissu náttúrlega allir hvað togurunum leið — þegar enginn fiskur berst á land, sjá náttúrlega allir að hverju fer. Þegar ástandið er svona ótryggt finnst manni hins vegar að stjórnendur fyrirtækis þyrftu að gefa starfsfólkinu meiri innsýn inn í þá erfiðleika sem að steðja — það kæmi þá ekki eins illa við menn þegar þeim er sagt upp. Það er hins vegar greinilegt, að eitthvað verður að gera til að koma fyrirtækinu aftur í rekst- ur. Hið opinbera hugsar ekki nógu mikið um þessi mál og hef- ur drepið niður allan sjávarútveg með aðgerðaleysi sínu. Mér finnst kominn tími til að stjórn- völd geri eitthvað til að greiða úr fyrir fiskvinnslunni og maður á reyndar von á því, að þau geri eitthvað áður en langt líður. Það dregst vonandi ekki lengi enn, að rekstrargrundvöllur fiskvinnslu- fyrirtækja komist í eðlilegt horf, því þetta er sá atvinnuvegur sem þjóðin hefur framfæri sitt af, og því hagsmunir margra í veði, sagði Böðvar. Elín Ingólfsdóttir: Fæstir hafa möguleika á að komast í aðra vinnu — ÉG HELD, að stjórnvöld hljóti að fást til að veita einhverja úr lausn áður en langt líður — ástand- ið er óneitanlega hrikalegt, eins og það er og mjög erfitt fyrir ekki stærra bæjarfélag þegar 150 manns verða atvinnulausir ofaná það at- vinnnleyst sem fyrir var, sagði Elín Ingólfsdóttir, bónusskráningar- kona hja Hraðfrystihúsi Keflavík- ur, en hún hefur starfað hjá fyrir tækinu í 7 ár. Flestöllu starfsfólki fyrirtækisins hefur verið sagt upp — ennþá er nokkra vinnu að fá í skrciðarverkuninni en ef hún væri ekki, væri hreinlega ekkert að gera hjá fyrirtækinu. Ég trúi varla að þessi stöðvun komi til með að vara lengi. Stjórnvöld verða að gera ráðstaf- anir til að togararnir komist út sem fyrst svo vinna geti hafist hér á ný. Það fólk sem hefur misst atvinnu sína hjá fyrirtæk- inu, hefur fæst möguleika á að komast í aðra vinnu. Sérstaklega er erfitt fyrir konur að verða sér úti um vinnu hérna í Keflavík — 40 konur voru atvinnulausar áð- ur en uppsagnir hófust hjá Hraðfrystihúsinu, þannig að það lítur ekki glæsilega út með at- vinnu ef Hraðfrystihúsið fer ekki aftur í gang bráðlega. Þetta kem- ur sér auðvitað mjög illa — kon- ur væru varla að stunda vinnu úti allan daginn, ef þær hefðu ekki þörf fyrir það. Kjör verka- fólks eru ekki betri en það nú til dags, að bæði hjónin verða að vinna úti til þess að endar náist saman hjá venjulegri fjölskyldu. Hér í Keflavík þyrfti að stefna að því að byggja upp fjölbreyttara atvinnulíf í framtíðinni — eins og er er það alltof fábreytt. Fólk hefur yfirleitt tekið þess- um uppsögnum með jafnaðar- geði, enda gerir það sér ljóst, að fyrirtækið átti ekki annars kost. Fyrir mitt leyti er ég hissa á því hversu mikilli atvinnu þeim hef- ur tekist að halda hjá fyrirtæk- inu þennan tíma sem Bergvík hefur verið í slipp. Af hálfu fyrirtækisins hefur greinilega verið gert allt sem unnt var til að fólkið hefði vinnu sem allra lengst. En uppsagnir eru náttúr- lega aldrei skemmtilegar og sér- staklega bitna þær illa á kven- fólkinu. Karlmenn sleppa yfir- leitt mikið betur og halda sumir óskertri 10 tíma vinnu. Mörgum kvennanna er hægt að segja upp án nokkurs fyrirvara, en þær sem hafa kauptryggingu hafa viku uppsagnarfrest. Þetta er í rauninni engin trygging og getur meira að segja orðið þeim til tjóns — ef fyrirsjáanlegt er að vinna standi stutt er að sjálf- sögðu tilhneiging til að kalla til þær konur sem ekki hafa kaup- tryggingu. Þessir kauptrygg- ingarsamningar verða éndur- skoðaðir við næstu samninga og veitir ekki af. Mér sýnist mikil þörf á að auka atvinnuöryggi þeirra sem að fiskvinnslu starfa — það er óeðlilegt hversu at- vinnuöryggi þeirra er lítið miðað við aðra starfshópa, þó auðvitað verði aldrei með öllu komist hjá sveiflum í þessari atvinnugrein, sagði Elín. Friörik ívarsson: Starfsfólkið veit of lítið um rekstur fyrirtækisins — ÞAÐ ER ekki annað hægt að segja en ástandið sé orðið slæmt þegar rekstur hefur stöðvast hjá fyrirtæki, sem þó er tiltölulega vel rekið eins og þetta. Ástæðan er auðvitað fyrst og fremst sú, hvað frystiiðnaður gengur illa, en þar sem við erum með togaraútgerð, er óhjákvæmilegt að verka mikinn hluta aflans í frystingu, þó reynt hafi verið að verka sem mest í skreið að undanförnu. Hvenær þetta fer aftur í gang hérna er nátt- úrlega undir því komið hvað ríkis- stjórnin ætlar að gera varðandi fiskiðnaðinn í landinu, nema mark- aðshorfur breytist til stórra muna, sagði Friðrik ívarsson, vörubíl- stjóri hjá Hraðfrystihúsi Kcflavík- ur. Ég tel hiklaust, að starfsfólkið viti of lítið um rekstur fyrirtæk- isins — samspil milli starfsfólks- ins og þeirra sem stjórna er ekki nærri nógu mikið — t.d. veit maður ekkert um það enn í dag hvenær vænta má að rekstur verði hafinn á ný. Ég held að vísu enn 10 tíma vinnu, en ef fyrirtækið fer ekki í gang fljótlega, hlýtur að koma að því að öllum sem hér starfa verð- ur sagt upp. Það segir sig sjálft, að uppsagnir koma sér alltaf illa fyrir menn og í mörgum tilfellum getur slíkt valdið mönnum óbæt- anlegu tjóni — hugsaðu þér t.d. mann sem er að byggja og missir atvinnuna. Atvinnuástand er fremur slæmt hér í Keflavík, enda hefur atvinnuuppbyggingu ekki verið sinnt sem skyldi. Það er að vísu alltaf einhver von hjá körlum að komast að í saltfiski en hjá kven- fólki getur orðið mjög erfitt með vinnu þegar gengur illa hjá frystihúsunum. Hið bágborna at- vinnuástand hér held ég að stafi ekki síst af þeirri vinnu sem er að hafa á Keflavíkurflugvelli. Vegna þess að vinna býðst hjá varnarliðinu, hefur alltof lítið verið gert til að byggja upp at- vinnuvegina í Keflavík og ekki nærri nógu mikið verið hlúð að þeim fyrirtækjum, sem hér hafa viljað setjast að. Þá bætist það einnig við að staðsetning sumra nágrannabæjanna er hag- stæðari uppá fiskimiðin og veit §g til þess að eitt fiskvinnslufyr- irtæki að minnsta kosti hefur flutt sig héðan til Sandgerðis af þeim sökum, sagði Friðrik. Jóhann Jónasson: Stjórnvöld ekki nógu áhugasöm um fyrirtæki í fiskiðnaði — MAÐUR veit náttúrlega aldrei hvað skeður, en ég býst við að það verði grundvöllur til að hefja rekst- ur hráðlega aftur. Það er þó auðvit- að bundið því skilyrði að stjórnvöld hafi í frammi einhverjar aðgerðir til að koma rekstrargrundvclli und- ir starfsemina,“ sagði Jóhann Jón- asson, tækjamaður hjá Hraðfrysti- húsi Keflavfkur. Ég hef enn 10 tíma vinnu við viðhald á ýmsum tækjum og vélum hér í húsinu, en ef ekki rætist úr, rekur auðvitað að því að manni verður sagt upp eins og öðrum. Það er ekki hægt að neita því, að manni finnst oft að stjórnvöld beri fyrirtæki í fiskiðnaði síður fyrir brjósti en annars konar fyrirtæki, eins og t.d. Flugleiðir. Sama er að segja um fjölmiðla — það hefur furðu lítið verið fjallað um ástandið hér í Hraðfrystihúsi Keflavíkur í fjölmiðlum, blöðin hafa að vísu gefið því nokkurn gaum, en ég hef ekki orðið var við að sjónvarp eða útvarp hafi gert ástandinu hér nein viðhlít- andi skil. Gerði starfsfólkið hér sér al- mennt ljóst, að rekstrarstöðvun stæði fyrir dyrum eða komu upp- sagnirnar á óvart? — Það sáu auðvitað flestir að hverju fór, en menn vonuðu auð- vitað í lengstu lög að ekki þyrfti að koma til algjörrar stöðvunar. Mér finnst að það ætti að upp- lýsa starfsfólk um það sem er að gerast þegar svona erfiðleikar eru á ferðinni — það versta við svona uppsagnir er að enginn veit nákvæmlega hvenær þær koma og það er auðvitað mjög óþægilegt í alla staði fyrir starfsfólkið. Það er sama sagan með öll fiskvinnslufyrirtækin hér í Keflavík, starfsemi þeirra hefur dregist mikið saman og rekstr- arstöðvun blasir við. Atvinnu- ástandið hér í bænum er þess utan fremur slæmt, þannig að fólk hefur ekki að öðru að hverfa þegar atvinnan hér bregst. Núna er þetta t.d. búið að vara lengi, miklir erfiðleikar hafa ver- ið í rekstri fyrirtækisins, sér- staklega hvað varðar útgerðina. Það hafa orðið bilanir í öðrum togaranum sem leiddu til þess að hann varð að vera í slipp og það segir sig sjálft, að þegar lítill afli berst á land, dregst reksturinn hér að sama skapi saman. Hér þyrfti að vera starfsmannafélag, en hér eru hinir ýmsu starfshóp- ar hver í sínu verkalýðsfélaginu og hafa þannig lítið samband sín á milli. Éf við hefðum hins vegar starfsmannafélag, væri hægt að koma á samvinnu milli stjórnar fyrirtækisins og starfsmannanna og þannig hægt að skapa sam- heldni og móta stefnu sem allir aðilar gætu sætt sig við, sagði Jóhann. Jóhanna Þorsteinsdóttir: Uppsagnirnar hafa komið illa við marga — KONUR eru fremur hikandi vid að gefa sig að þessari vinnu hér í skrciðinni — þær setja fyrir sig kuldann hérna og svo þykir hún ekki þrifaleg. I>ó hefur allt verið gert af hálfu fyrirtækisins til að draga úr kuldanum hérna og búa sem best að okkur, og má segja að vinnuaðstaðan hérna sé nokkuð þokkaleg. Ég hef fulla vinnu á mcðan skreiðarvinnan endist og mér líkar þessi vinna ágætlega, sagði Jóhanna Þorsteinsdóttir. Flestir held ég að reikni með að starfsemin hefjist fljótlega aftur hjá fyrirtækinu. Ég held, að ríkisstjórnin hljóti fljótlega að grípa til einhverra ráðstafana til að bjarga fiskiðnaðinum í landinu. Þessar uppsagnir hafa komið illa við marga og hætt við að fjárhagurinn verði þröngur hjá mörgum ef það dregst mikið að Hraðfrystihúsið fari í gang aftur. Fólk er yfirleitt búið að ráðstafa miklu af launum sínum fyrirfram og er því illa statt ef það missir vinnuna — það þarf allavega að hafa dagvinnuna, þó ekki þyki það glæsilegt að þurfa að lifa af henni einni. Það kemur sér oft mjög illa fyrir starfsfólk í fiskvinnslu hversu atvinnuöryggið er lítið í þessu starfi. Hér í Keflavík er eiginlega ekki um aðra vinnu að ræða fyrir kvenfólk og þegar hún bregst er það atvinnulaust. Það er sjálfsagt mjög erfitt að koma í veg fyrir að svona stopp verði — manni dettur helzt í hug að betra skipulag mætti hafa á fiskveið- unum en verið hefur, en líklega verður þó aldrei hægt að útiloka svona sveiflur með öllu, sagði Jó- hanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.