Morgunblaðið - 31.10.1981, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 31.10.1981, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1981 27 Bókhaldstækni hf. tekur upp ráðningarþjónustu BOKHALDSTÆKNI hf. hefur nýverið hafið starfsrækslu sérstakrar ráðnint>arþjónustu, en undanfarið hefur fyrirtæk- ið aflað sér talsverðrar reynslu á því sviði með ráðningum á starfsmönnum til hinna ýmsu viðskiptavina fyrirtækisins. Bergur Björnsson, sem ásamt lllfari Steindórssyni, er í for truflar stjórnendur fyrirtækja því óhjákvæmilega og tekur tíma þeirra frá öðrum og ef til vill mikilvægari verkefnum. Sérhæft starfsfólk ráðningarþjón- ustunnar getur leyst slík störf á mun skemmri tíma, auk þess sem reynsla við mannaráðningar getur oft skipt sköpum þegar nýtt fólk er ráðið til starfa. Taki fyrirtækið okkar að sér að auglýsa eftir starfsmanni að ósk vinnuveitenda, sér það um að auglýsa starfið í samráði við viðkomandi at- vinnurekanda, og síðan verða valdir þrír til fimm þeirra umsækjenda er helzt koma til greina, og fara þeir á fund vinnuveitandans. Að því loknu er ráðið í starfið, eftir að ráðningar- þjónustan og viðkomandi atvinnu- rekandi hafa borið saman bækur sín- ar, en auglýst að nýju takist af ein- hverjum ástæðum ekki að finna rétta starfsmanninn úr hópi þegar kom- inna umsækjenda. í flestum tilvikum ætti að takast að ráða nýjan starfs- mann með þessum hætti, án þess að störf stjórnenda fyrirtækja raskist svo nokkru nemi. Gjald það er Ráðningarþjónusta Bókhaldstækni hf. mun taka fyrir ráðningu í hvert starf verður krónur 2.500,- fyrir ráðningu starfsmanns er hefur krónur 8.000.- í föst mánaðar- laun, og síðan hlutfallslega hærra. Greiðsla gjalds verður þannig skipt, að greitt er staðfestingargjald, krón- ur 500, sem ekki er endurkræft, en síðari hluti greiðist eftir að af ráðn- ingu hefur orðið, sagði Bergur Björnsson, að síðustu. Eins og áður sagði munu hann og Clfar Steindórsson verða forsvars- menn þessarar nýju þjónustu fyrir- tækisins. svari fyrir hina nýju þjónustu fyrirtækisins, sagði í samtali við Mbl., að fyrirtækið hafi starfað frá árinu 1964, cinkum á sviði bókfærslu, fjárhalds- og eignaumsýslu og undanfarin misseri einnig að mannaráðningum hafi viðskiptavinir farið fram á slíka þjónustu. Úlfar Steindórsson á skrifstofu Bókhaldstækni. Þá sögðu þeir félagar: Við höfum nú ákveðið að auka þennan þátt í starfsemi fyrirtækisins, en þar liggja þær ástæður að baki, að sífellt fleiri atvinnurekendur óska eftir því, að ráða starfsfólk í gegnum þriðja aðila. Oft verður vinnuveitandi fyrir óþægilegum þrýstingi vina og vanda- manna, eigenda og starfsmanna, þeg- ar störf eru auglýst undir fullu nafni fyrirtækisins. Auglýsingar, þar sem óskað er eft- ir tilboðum, hafa einnig margvíslega ókosti í för með sér, og almennt er álitið að slíkar auglýsingar gefi ekki eins góða raun og þegar þeir er áhuga kynnu að hafa geta snúið sér til einhvers ákveðins aðila er starfið auglýsir. Ástæður þess að fólk svarar ekki nafnlausum atvinnuauglýsing- um geta til dæmis verið þær að erfitt er að sannreyna, að um fullan trúnað sé að ræða, og einnig liggur það orð á að meirihluti umsækjenda fái ekki svar við umsóknum sínum. Ákveði vinnuveitandi þrátt fyrir ofangreinda ókosti, að auglýsa undir nafni fyrirtækis síns, eftir nýjum starfsmönnum, fylgja því oft marg- háttuð óþægindi og röskun á dagleg- um störfum. Umsækjendur eru oft mjög margir, og því fleiri sem starfið er mikilvægara. Langan tíma tekur því að ræða við alla umsækjendur eða að fara yfir umsóknir þeirra, áð- ur en unnt er að velja úr lítinn hóp þeirra sem helzt eru taldir koma til greina. Sá tími er í þessa vinnu fer, Framleiðni f iðnaði á Norðurlöndunum: Jókst alls staðar nema á íslandi FRAMLEIÐNI í iðnaði á Norðurlönd- unum hefur verið nokkuð breylileg undanfarin ár. í ritinu „Statisti.sk Överstikt", sem unnið er af samtökum vinnuveitenda á Norðurlöndum, segir, að framleiðni í iðnaði á fslandi hafi verið rokkandi frá árinu 1976, en þá var 2% aukning frá árinu áður. Árið 1977 kom mikill kippur á framleiðnina og hún jókst um H%, árið á eftir 1978 minnkaði framleiðni hins vegar um 2% og árið 1979 stóð hún í stað. í fyrra minnkaði framleiðni svo ennþá og þá um \%. Á síðasta ári jókst framleiðni í iðnaði á öllum hinum Norðurlönd- unum. í Danmörku jókst framleiðn- in í fyrra urri 1%, en hún hafði auk- izt stöðugt frá árinu 1976, þegar hún jókst um 5%, síðan um 6% árið 1977, 4% árið 1978 og 1% árið 1979. I Finnlandi jókst framleiðni í iðn- aði árið 1976 um 2%, um 6% árið 1977, um 8% árið 1978, um 6% árið 1979 og lok3 um 3% á síðasta ári. í Noregi varð 1% aukning árið 1976. Framleiðnin minnkaði um 2% árið 1977, minnkaði um 1% árið 1978 og jókst síðan um 4% árið 1979 og um 2% í fyrra. í Svíþjóð jókst framleiðni í iðnaði um 1% árið 1976, minnkaði um 1% árið 1977, jókst um 4% árið 1978, um 8% árið 1979 og loks um 3% árið 1980. I sambandi við þessar tölur er rétt að taka fram, að fiskiðnaður er ekki inni í tölunum hvað Island varðar. Arnarflug í nýtt húsnæði LjÓMmynd MbL Kmilía. Arnardug flutti nýverid í nýtt og glæsilegt húsnædi ad Lágmúla 7, en felagið hafði búið við þröngan kost á Skeggjagötu 1. Á myndinni má sjá þá Gunnar I’orvaldsson, framkvæmdastjóra Arnarflugs, t.h. og Hauk Björnsson, stjórnarformann félagsins, ásamt starfsfólki og gestum. Námskeið Heimilis- iðnaðarskólans Myndlist Bragi Ásgeirsson Á vestri göngum Kjarvals- staða getur að líta fjölbreytta kynningu á starfsemi Heimilis- iðnaðarskólans að Laufásvegi 2. Skólinn var stofnaður fyrir að- eins tveimur árum upp úr nám- skeiðarekstri Heimilisiðnaðarfé- lags Islands. Hann er öðrum fremur skóli þjóðlegra handíða og skipuleggur markvisst nám í undirstöðuþekkingu á því sviði, svo sem hægustu handtökum, vönduðu efni og, eftir því sem tök eru á, þáttum úr sögu hverr- ar námsgreinar. Þessu fylgir að sjálfsögðu, að leitast er við að opna augu nemenda fyrir sam- ræmi lita og forms og gildi góðr- ar hönnunar í allri framleiðslu. Svo virðist sem stofnun skólan hafi orðið til að bæta úr brýnni þörf því að aðsókn að honum hefur verið ótrúlega mikil og sem dæmi um fjölbreytnina skal þess gegtið, að fjöldi námskeiða í hinum ýmsu greinum eru 23. Væri of langt mál að telja upp öll námskeiðin hér en geta má þess, að á sýningunni liggur fyrir greinargóð námsskrá með upplýsingum um hvert námskeið fyrir sig ásmat kennurum þeirra. Hér kemur fram meiri áhugi á þessum atriðum en nokkurn óraði og sannar það, að þeim fjölgar sem gera sér það ljóst hve íslendingar eiga margt gott í malnum, sem aðrar þjóðir eiga ekki og að eftirhermuiðnað- urinn hefur ekki með öllu gleypt þjóðina. Hér er og ekki um neinn faraidur að ræða líkt og hjól- reiða- og myndbandadelluna, heldur varanlegan áhuga á þjóð- legum verðmætum er fylgt hefur þjóðinni um aldir. Hér er e.t.v. kominn vísir að Handíðaskóla íslands þar sem Myndlista- og handíðaskóli íslands hefur ekki haft tök á því að rækta þennan þátt sem skyldi og er nú nær hreinræktaður Myndlista- og listiðnaðarskóli. Hér er um stómerkilega starfsemi að ræða sem rétt er að vekja sérstaka athygli á og ætti að verða mörgum til lærdóms og umhugsunar. Miðað við allar aðstæður er sýningunni ágætlega komið fyrir, kynnir vel starfsemina og munirnir eru hinir vönduðustu. Bragi Ásgeirsson Kennarafélag Reykja- víkur stofnsett ÞANN 17. október síðastliðinn var stofnað Kennarafélag Reykjavíkur. Þar með er lokið sameiningu félaga í svæðasamböndum innan Kennara- sambands íslands. Stéttarfélögin sem hér sameinuð- ust voru Stéttarfélag grunnskóla- kennara í Reykjavík og Félag gagn- fræðaskólakennara í Reykjavík. Þessi félög áttu sér bæði merka sögu. Stéttarfélag grunnskólakenn- ara var stofnað árið 1931 og var því eitt hinna eldri stéttarfélaga í land- inu. Félag gagnfræðaskólakennara var heldur yngra, stofnað 1955. Þó samvinna þessara félaga væri ekki mikil framan af, þá hafa þau starfað náið saman undanfar- in ár. Með tilkomu grunnskólalag- anna var það bil sem áöur var milli barna- og gagnfræðaskóla að engu orðið, og grunnskólinn orð- inn ein heild. Á síðastliðnu ári samþykktu aðalfundir beggja fé- laganna að þau skyldu lögð niður og stofnað eitt félag. Þá var einnig kosin 6 manna nefnd sem undir- búa skyldi sameininguna og semja drög að lögum fyrir hið nýja félag. Mikil vinna var lögð í að sam- ræma sjónarmið beggja aðila og allt kapp lagt á að gera lögin sem best úr garði. Á stofnfundinum var kosin stjórn félagsins, sem þegar hefur skipt með sér verkum. Stjórnina skipa: Ragna Ólafsdóttir, formað- ur, Jóhannes Pétursson, varafor- niaður, Magnús Gunnlaugsson, gjaldkeri og Svanhildur Kaaber, ritari. Meðstjórnendur: Gísli Bald- vinsson, Lárus Ingólfsson og Sig- ríður Hjálmarsdóttir. í varastjórn voru kosin: Margrét Eiríksdóttir, Ragnar Þorsteinsson, Tómas Ein- arsson og Ingibjörg Bragadóttir. Aðeins 2 erlend skip við veiðar Tvö rússnesk rannsókna- skip í íslenzku lögsögunni HÉR VIÐ land eru nú aðeins tvö erlend veiðiskip og eru það belg- ískir togarar. Síðasti færeyski línuveiðarinn fór úr landhelginni á mánudag, en Fære.vingar eru nú búnir með þorskkvóta sinn og eiga aðeins lítilræði eftir af kvóta fyrir aðrar bolfisktegundir. Þá voru hér við land í gær tvö.rússnesk rann- sóknaskip og voru þau bæði úti af Vesturlandi og hafa tilskilin le.vfi til rannsókna innan íslenzku lög- sögunnar að sögn Landhelgisgæzl- unnar. EF ÞAÐ ER FRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU 3» AIKJLYSINGA- SÍMINN ER: 22480

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.