Morgunblaðið - 01.11.1981, Side 20

Morgunblaðið - 01.11.1981, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1981 „Það var mínn söngur“ Rætt við Philip Catherine um lífið og tónlistina I»að hefur naumast farið framhjá mörgum að fyrir stuttu voru hér á ferð fulltrúar alþjóðlegrar framlínu jazzleikara, danski bassaleikarinn Niels-Henning 0rsted Federsen og belgíski gítarleikarinn Philip Catherine. Þetta var í fimmta sinn sem NH0P kemur hingað til lands og hafa birst mörg viðtöl við hann í blöðum á liðnum árum sem Vernharður Linnet hefur tekið, hvert öðru fróðlegra. Philip Catherine hefur hins vegar aðeins komið hingað til lands einu sinni áður og minnist undirrritaður þess ekki að hafa séð við hann viðtöl í fjölmiðlum. Því var það að mér þótti vel við hæfi að freista þess að ná tali af honum, en bíða bara spenntur eftir næsta kafla í samtalsbók þeirra Venna og NH0P. Einnig kom þar til, að mig langaði til að kynnast þeim manni þótt ekki væri nema lítillega, sem hafði haft hvað mest áhrif á mig tónlistarlega með hrífandi gítarleik á mörgum hljómplötum og tónleikum hér 1978. Þetta tókst, þökk sé Philip og forystu Jazzvakningar. Ég hitti tvimenningana frægu fyrst á blaðamannafundi sem haldinn var daginn fyrir fyrri hljómleikana. Lengi vel hélt ég mig við dönskuna og Niels-Henn- ing, en vék síðan máli mínu að Catherine og innan skamms flutt- um við okkur um set og vorum komnir í hrókasamræður um gagn og nauðsynjar gítarleikara eftir örskamma stund. Ég hafði eftir næsta litlar fortölur fengist til að ljá kappanum magnara minn og spunnust samræður okkar upp- haflega út frá honum, en brátt vorum við teknir til við fræðilega úttekt á gíturum, mögnurum og ýmsu viðbiti þar að lútandi. Reyndist Catherine hinn viðræðu- besti, en ég vissi að lítill tími yrði til spjalls þessa daga sem þeir fé- lagar dveldu hér. Fyrir milligöngu Jazzvakningarmanna var ákveðið að leita að tíma fyrir viðtal og á æfingunni fyrir hljómleikana í Háskólabíói daginn eftir, var ákveðið að skraf okkar skyldi fram fara næsta dag kl. 4. Það fór nú ekki alveg eins og ætlað var. Skömmu fyrir fjögur á fimmtudeginum, rétt um það bil sem ég var búinn að jafna mig eftir áhyggjurnar af því að magn- arinn spryngi í loft upp á sviði Háskólabíós, hringdi Vernharður og sagði að fresta þyrfti viðtalinu til kvölds, milli klukkan 8 og 9, en um tíu áttu tvímenningarnir að leika á ný. Mér leist illa á þessa áætlun, en þegar til kom stóðst hún með ágætum. Þegar mig bar að garði á Hótel Sögu sátu listamennirnir til borðs með stjórn Jazzvakningar á Grill- inu og þótti mér allillt að verða að raska matarró hópsins. Settist þó niður hjá þeim, ýtti burt diskum og öðrum næringaramboðum og byrjaði að yfirheyra Philip, sem lét sig ekkert muna um að segja ævisögu sína á milli rétta. Hann og Niels voru hrókar alls fagnaðar við borðið og hafði Philip í frammi ýmsa strákslega tilburði á hinum virðulega matstað, sem ekki verða raktir hér en vöktu mikla kátinu við borðið. Ég get þó ekki stillt mig um að segja frá því að þegar hann spurði Niels hvort hann mætti ekki fá bita af þeim rétti sem hann hafði pantað og Niels neitaði af grínagtugum föðurleg- um myndugleik, hótaði Philip að leika lagið My Little Anna í Des- dúr um kvöldið, en ekki varð nú af því. Ég spurði Philip fyrst um æsku og uppvöxt svo sem alsiða er. „Ilvarflaði ekki að mér að spila“ „Ég er fæddur í London. Móðir mín er ensk og faðir hennar lék á fyrstu fiðlu í Lundúnasinfóníunni. Ég sá hann reyndar aldrei. Það var víst öll ættin í tónlist. Systkini móður minnar og hún sjálf eru öll áhugatónlistarmenn. Hvað sjálfan mig varðar, þá man ég það, að þegar ég var sjö ára áttum við pí- anó. Það var ákveðið að fá kenn- ara til að kenna mér á hljóðfærið, en af einhverjum undarlegum ástæðum, þá faldi ég mig alltaf þegar hann kom og neitaði alfarið að læra nokkurn skapaðan hlut á þetta verkfæri. Ég hlustaði mikið á plötur. Það var handsnúinn grammófónn heima, með trekt og öllu saman og ég hlustaði mikið á Chopin, einn í herberginu mínu. Tónlist hans snerti mig mikið tilfinningalega, ég var víst viðkvæmur sem barn. Ég hlýddi líka á plötur með rússn- eskum söngvum, sem ég veit ekki hverjir voru, en sumir þeirra voru fallegir. En ég spilaði ekkert. Það hvarflaði ekki einu sinni að mér. Þegar ég var fjórtan ára var. ég mjög heillaður af frönskum vísna- söngvara, George Brassens, sem söng falieg lög og ljóð og lék með á gítar. Þetta varð til þess að ég keypti gítar. Svo ég gæti reynt að spila þessi lög hans. Ég fór með foreldrum mínum í tvær búðir í Brússel til að leita að hljóðfæri.“ „Aldrei heyrt minnst á jazz“ „Ég vissi ekkert um gítarleik þá. Þekkti ekki gítar. Gítar var í mín- um huga eitthvert dularfullt fyrir- bæri. I fyrri búðinni sem við fór- um í voru einkum seldir klassískir konsertgítarar og afgreiðslumað- urinn var ekki ólíkur Segovia í út- liti. Hann fór að tala um alls kon- ar hluti í sambandi við gítara, sem ég skildi hvorki upp né niður í þá og þetta endaði með að við fórum í aðra búð, sem var ekki eins hátíð- leg og þar keyptum við fyrsta gít- arinn minn. — Nei, ég á hann ekki lengur. Heima hjá foreldrum mín- um í Brússel eru hins vegar leifar af gítar númer tvö. — Nema hvað. Ég fór til kennara til að læra að spila lögin hans Brassens og hann kenndi mér að stilla hljóðfærið og nokkur þvergrip. Það var hörmu- lega erfitt, strengirnir voru svo harðir og fingur mínir svo mjúkir, en ég lærði nokkur lög á meðan ég var að spila þau fyrir kennarann, impróviseraði hann á annan gítar. Þannig kynntist ég því fyrirbæri og brátt fór ég að impróvisera sjálfur heima. Það var mér mjög eðlilegt að leika af fingrum fram, enda þótt ég hefði aldrei heyrt minnst á jazz. Það var skrýtið. Kennarinn minn benti mér á Django Rein- hardt og hann hafði geysileg áhrif á mig. Allt sem Django gerði var gott og sumt hrein snilld. Mér fannst hann stórkostlegur. Það var víst u.þ.b. ári síðar en þetta var, að ég heyrði í hljóm- sveit sem var að æfa í íbúð við götu í Brússel. Þeir voru að æfa lög sem höfðu verið flutt af Jazz I 6 cyl. vél sjáifskiptur, irik HT '• .V;r j,- - r^-V“ .~rr '-*• —'/-• -V fjorhjoladrif, með quadra trac 6 cyl. vél, sjálfskiptur gólfi, aflstyri, afltiemlar "va ’M^ ttxusinnréttíng Nefnd end- urskoðar sjómanna- og sigl- ingalögin NÝLEGA skipaði Samgönguráðu- neytið nefnd (il að endurskoða gildandi siglinga- og sjómannalög, og er ncfndinni ætlað að hraða störfum sem mest. I frétt frá nefndinni segir að reikna megi með að lagt verði til að leitast verði við að færa sigl- ingalögin í sama horf og er á hinum Norðurlöndunum og hvað varði sjómannalögin verði sér- stök áhersla lögð á réttindi og skyldur sjómanna og útvegs- manna í veikinda- og slysatil- fellum svo og líf- og öryggis- tryggingu sjómanna. Formaður nefndarinnar er dr. Páll Sigurðsson og aðrir nefnd- armenn eru: Emil Páll Jónsson, tilnefndur af Sjómannasam- bandi íslands, Ingólfur Stef- ánsson framkvæmdastjóri, til- nefndur af F'armanna- og fiski- mannasambandi íslands, Jónas HaraJdsson lögfræðingur, til- nefndur af Landssambandi ísl. útvegsmanna, og Þórhallur Helgason framkvæmdastjóri, tilnefndur af Félagi ísl. botn- vörpuskipaeigenda.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.