Morgunblaðið - 01.11.1981, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.11.1981, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1981 25 I>órðiir Sigurðsson, varðstjóri, á fangaklefaganginum. Borgarnes: Sýsluhús- ið vígt Borgarncsi, 20. október. Á FÖSTUDAGINN var nýja sýslu- húsið í Borgarnesi vígt og formlega afhent sýslumannsembæUinu til notkunar. Hóf sem haldið var í þessu til- efni og boðið var til fjölda gesta, m.a. öllum oddvitum og hrepp- stjórnum lögsagnarumdæmisins, hófst á því að Rúnar Guðjónsson sýslumaður lýsti byggingu hússins, aðdraganda hennar og byggingar- sögu. Friðjón Þórðarson dóms- málaráðherra tók til máls og af- henti húsið formlega embættinu til notkunar. Asgeir Pétursson bæj- arfógeti í Kópavogi, fyrrverandi sýslumaður Borgfirðinga, tók og til máls ásamt Guðmundi Ingimund- arsyni oddvita Borgarneshrepps. HBj Nýja sýsluhúsið í Borgarnesi. Gamla lögreglustöðin. Kúnar Guðmundsson, sýslumaður, í skrifstofu sinni. Ljósm.: Kristján hættu, sem af því stafar, að ríkis- valdið taki þegnana í sína vörslu með lymskulegri áróðurstækni nútímans. Þessi hætta hefur ekki minnkað heldur aukist síðan, eitt öflugasta vopnið til andófs gegn yfirgangssemi ríkisins er að koma í veg fyrir, að það sitji eitt að yfir- ráðum yfir öflugustu tækjunum til áróðurs. Slík einokun leiðir að sjálfsögðu til mjög brenglaðs mats bæði á áröðurstækinu og efni því, sem það á að flytja. Fyndist mönnum eðlilegt, að starfsmanna- félag ríkisfjölmiðlanna gengi fram fyrir skjöldu til að halda utan um einokunina? Nei, að sjálfsögðu ekki, enda yrði slík afstaða einok- uninni ekki til framdráttar. Skynsamlegasta leið ríkisfjölmiðl- anna til að vernda einokunina er auðvitað sú að misnota hana ekki, leyfa öllum sjónarmiðum að njóta sín og draga ekki taum eins eða neins. Krafan um einhliða kjarnorku- afvopnun í Vestur-Evrópu hefur hljómað hátt víða um lönd undan- farið og vikan 18. til 25. otkóber var sérstök baráttuvika í þágu þessarar kröfu. Það var engin til- viljun, að alla þá viku var því haldið á loft í fjölmiðlum, sérstak- lega þó þeim, sem vilja ekki st.vggja um of einhliða afvopnun- arsinna, ummælum Ronald Reag- ans, Bandaríkjaforseta, frá föstu- deginum 16. október í viðtali við bandaríska utanbæjarritstjóra, þegar hann var spurður, hvort hann teldi, að uniit væri að halda kjarnorkuvopnaátökum innan ein- hverra marka eða þau yrðu óhjákvæmilega að heimsátökum. Forsetinn sagði: „Ég veit það satt að segja ekki. Aldrei hefur verið til vopn, sem einhver hefur ekki reynt að verj- ast. En svo gæti farið — og eina vörnin væri, þið skjótið ykkar og við skjótum okkar. Og fyndist enn ekki nein lausn, get ég séð fyrir mér, að á vígvellinum yrði beitt kjarnorkuvopnum gegn árásar- sveitum, án þess að annað hvort risaveldanna ýtti á hnappinn." Eins og áður sagði ræddi forset- inn við blaðamennina á föstudegi, en það var ekki fyrr en á mánu- degi, sem blöð utan Bandaríkj- anna tóku við sér og alla afvopn- unarvikuna var um það rætt, hvort Bandaríkjaforseti hefði virkilega átt við það, að Banda- ríkjamenn ætluðu að heyja tak- markað kjarnorkustríð í Evrópu. Úr samhengi Hin lauslega þýðing á umdeild- um orðum Bandaríkjaforseta sýn- ir, að þau eru næsta samhengis- laus og greinilega ekki mælt af þeirri alvöru, sem vænt hefði mátt, ef forsetinn hefði verið að tilkynna gjörbreytta stefnu í kjarnorkumálum. Hefði hann not- að blaðamannafund með utanbæj- arritstjórum í Bandaríkjunum til að tilkynna Evrópumönnum, að Bandaríkjamenn stefndu að því að heyja takmarkað kjarnorkustríð í Evrópu? Þeir, sem halda að stjórn veraldarinnar sé eitt allsherjar samsæri, líta auðvitað þannig á, að forseti Bandaríkjanna geti ekki valið betri vettvang en einmitt einhvern slíkan til að afhjúpa samsæri sitt. Þegar áróðursstríðið hófst í af- vopnunarvikunni, var strax sagt af hálfu bandarískra stjórnvalda, að orð forsetans yrði að túlka í samhengi við þá varnarstefnu Atl- antshafsbandalagsins, að með sveigjanlegum viðbrögðum skuli brugðist við innrás inn í banda- lagsríkin. Þessi stefna var form- lega samþykkt í NATO 1967 og síðan hefur engin launung hvílt yfir því, að með stigmögnuðum varnaraðgerðum ætla NATO-ríkin að verja lönd sín og frelsi þjóða sinna. Ráðist Sovétmenn með skriðdrekum vestur yfir landa- mæri Austur-Þýskalands og Tékkóslóvakíu, verður þeirri árás ekki svarað með því að skjóta eld- flaugum á Moskvu. Það verður reynt að hemja sókn innrásarliðs- ins sem næst þess eigin landi og gripið til þeirra ráða í þeim til- gangi, sem bestum árangri skila í von um að innrásaraðilinn dragi sig í hlé. Séu orð Reagans skoðuð í þessu samhengi, má skilja þau á þann veg, að heimsstyrjöld verði ef til vill ekki forðað nema innrás- araðili í Vestur-Evrópu geri sér Ijósa þá staðfestu Vesturlanda, að þau muni verja sig með öllu afli sínu. Án afls verjast menn ekki og grundvallarskoðun þeirra, sem Atlantshafsbandalagið styðja, er sú, að sameiginlegt afl bandalags- þjóðanna fæli hugsanlegan árás- araðila frá illum áformum sínum. Einhliða afvopnunarsinnar halda hinu gagnstæða fram og því færir stefna þeirra Norðurálfubúa og heiminn allan nær styrjöld, en styrkir ekki friðinn, eins og Carr- ington lávarður, utanríkisráð- herra Breta, benti á í rökföstum fyrirlestri, sem birtist að hluta hér í blaðinu í vikunni. Óbreytt stefna En það voru ekki aðeins einhliða afvopnunarsinnarnir, sem nýttu sér samhengislaus ummæli Reag- ans til hins ýtrasta, sjálfur Brezhnev kvaddi sér hljóðs í Prövdu til að lýsa friðarást sinni og samstöðu með þeim, sem vilja helst engar varnir á Vesturlönd- um. Á leið sinni til fundar um málefni þróunarlandanna í Can- cun í Mexíkó svaraði Ronald Reag- an fyrir sig, og í hans nafni var birt í samhengi lýsing á stefnu Bandaríkjastjórnar í kjarnorku- málum. Þar segir meðal annars: „Stefna Bandaríkjanna, sem miðar að því að koma í veg fyrir átök í Evrópu, hefur ekki breyst í meira en 20 ár. Stefna okkar er hin sama og áður og byggist á sveigjanlegum viðbrögðum: Að viðhalda þeim herstyrk, sem er nauðsynlegur til að fæla Var- sjárbandalagið frá árás — hvort heldur með kjarnorkuvopnum eða venjulegum vopnum — og halda þessum herstyrk í lágmarki. Það hefur verið skoðun allra forseta Bandaríkjanna á kjarn- orkutímum, að beiting kjarnorku- vopna gæti haft hinar hörmu- legustu afleiðingar. í kjarnorku- styrjöld myndi aílt mannkyn tapa. Málum er í raun þannig háttað, að hinn hroðalegi eyðingarmáttur kjarnorkuvopnanna og sú áhætta, sem tekin yrði með því að beita þeim, fælir menn helst frá því að grípa til þess örþrifaráðs. Það er helber blekking að gefa til kynna, að Bandaríkin létu sér það jafnvel til hugar koma, að heyja kjarnorkustríð á kostnað Evrópu. Þungamiðjan í kjarn- orkuvopnastefnu Bandaríkjanna er einmitt sú, að engum árásarað- ila komi til hugar, að beiting kjarnorkuvopna yrði einskorðuð við Evrópu. Aðeins sameiginleg skuldbinding Evrópubúa og Bandaríkjamanna um að standa saman í varnarmálum tryggir frið. Við lítum því á allar hernaðar- legar hótanir í garð Evrópu sem hótanir við Bandaríkin. í Evrópu eru 375 þúsund bandarískir her- menn og þeir eru lifandi staðfest- ing á þeirri óbifanlegu skuldbind- ingu Bandaríkjanna að leggja sitt af mörkum til að tryggja frið og öryfCRÍ í Evrópu." Saga Cooks Hinn heimsfrægi blaðamaður, Alistair Cook, hefur um langan aldur flutt Bretum og raunar heiminum öllum fyrir tilstilli breska útvarpsins fréttir frá Bandaríkjunum. I vikulegum þætti sínum, Bréf frá Ameríku, um síðustu helgi í BBC drap Cook á uppnámið vegna yfirlýsingar Reagans fyrir rúmum hálfum mánuði og sagði þessa sögu af því tilefni: í kringum 1950 var ég á blaða- mannafundi með Harry Truman forseta í Hvíta húsinu. Þá var hann spurður, hvort hann ætlaði að beita kjarnorkuvopnum í Kóreu. Forsetinn svaraði án þess að láta sér bregða, og ég sá engan stríðsglampa í augum hans, að auðvitað myndu Bandaríkjamenn grípa til þeirra vopna, sem þeir teldu nauðsynleg miðað við stöð- una hverju sinni. Við blaðamenn- irnir skrifuðum þetta yfirvegaðir niður og fljótlega lauk fundinum í ró og spekt. En næsta dag ætlaði alit um koll að keyra, því að þá var bv: ^lpgið yfir þvera forsíðu eins dagblaðanna, að Truman íhugaði að kasta kjarnorkusprengju á Kóreu. Við blaðamennirnir á fundinum, sem ekki höfðum fund- ið þennan punkt í svari forsetans, urðum skömmustulegir í undrun okkar. Málið þróaðist síðan stig af stigi og svo fór að lokum, að Att- lee, forsætisráðherra Breta, taldi sig knúinn að fara sérstaklega frá London til Washington í því skyni að fá Truman ofan af áformum sínum. Sögu sinni lauk Cook með því að segja, að líklega hefði þó Truman sjálfur orðið mest undr- andi yfir látunum út af ummælum hans, sem allir töldu saklaus, þeg- ar þau voru sögð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.