Morgunblaðið - 01.11.1981, Side 21

Morgunblaðið - 01.11.1981, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1981 (Ljósm Mbl. Guöjón.) Philip Catherine á hljómleikunum í Háskólabíói á dögunum. Messengers. Ég var allt of feiminn til að fara að banka upp á, en hlustaði bara fyrir utan. Svo fann ég plötuna með þessum lögum, þar sem þeir léku, Hank Mobley, Hor- ace Siiver, Donald Byrd, Doug Watkins og Art Blakey. Eftir þetta fór ég að hlusta á Errol Garner, Charlit Parker og síðar Miles Davis og John Coltrane." „Með Focus um Bretland“ „Nei, ég spilaði aldrei rokk, ég er ekki rokkmúsíkant. Ég heyrði aldrei blús, til dæmis. Eiginlega ekki fyrr en ég fór í þriggja vikna hljómleikaferðalag með Buddy Guy árið ’75. Þegar við Niels vor- um að taka upp plötuna Double Bass með Sam Jones og Billy Higgins í Hollandi um svipað leyti, þá höfðu þeir í hljómsveit- inni Focus samband við mig og vildu fá mig. Ég hafði tíu tíma til að ákveða mig og það varð úr að ég dreif mig með þeim, þótt ég vissi varla hvað rokk væri. Ég fór í sex vikna hljómleikaferðalag með þeim um Bretland. Við spiluðum næstum því á hverju kvöldi, en ég hætti í miðjum klíðum. Mér fannst ég ekki vera á réttum stað á réttum tíma. Ég held ég gæti gert þetta mun betur núna. Ég hef aldrei viljað tilheyra neinni ákveðinni tónlistarstefnu. Leitast við að frelsa mig í tónlist, ekki binda mig á bás. Varðandi jazzinn, þá finnst mér að eftir að Coltrane dó, hafi lítið sem ekkert gerst þar, nema hvað hann hefur verið stældur og endurtekinn. Mér finnst eina raunverulega fram- úrstefnuhljómsveitin v'era Weath- er Report. Ég hlusta á Bítlana, Hendrix, Paul Simon, Stevie Wonder, ég hrífst af fallegum sönglögum. Ég ber mikla virðingu fyrir Manfred Eicher og ECM, fyrir- tæki hans, þar eru margir góðir tónlistarmenn, mottóið þeirra er líka gott. Tónlist sem er næstum þögn. Af uppáhöldum mínum má nefna t.d. Herbie Hancock, Keith Jarrett og Jan Garbarek. Svo líka mér vel tónsmíðarnar hans John McLaughlin." „Skapari fallegra laglína“ „Það er til geysilega mikið af frábærum gítarleikurum núna, en margir þeirra eru aðeins gítarleik- arar, en engir tónlistarmenn. Það finnst mér lítið gaman. Ég hugsa til dæmis ekki um Django fyrst og fremst sem góðan gítarleikara, heldur fremur sem skapara fal- legra laglína. Það er líka það sem ég er alltaf að reyna í sólóum mín- um, að búa til laglínu sem er að springa af orku og frelsi. En það gerist nú ekki á hverjum degi. Ég hlusta ekki mjög mikið á tónlist. Sennilega ættu tónlistar- menn alltaf að vera að hlusta á tónlist, en ég geri það sem sagt ekki. Og þegar ég set plötu á fón- inn, þá eru það ennþá söngvararn- ir sem heilla mig. Kannski er það vegna þess að ég hef aldrei sungið. Fyrr á árum tók ég þátt í margri keppni, þar sem allir voru að syngja lög og spila á gítar, ég söng aldrei neitt, en komst þó oftar en einu sinni í fyrsta sætið. Það var með því að spila Nuages eftir Django. Það var minn söngur.“ Áhöldin Philip Catherine notar ýmsar gerðir gítara og mögnunarút- búnaðar, en á tónleikunum í lláskólabíói lék hann á West- bury-rafgítar og Ovation- hljómgítar. Hann notaði Ro- land RE-501 ekkó/chorus-tæki og volume pedal og Fender magnara. Þegar hér var komið sögu var talinu vikið að öðru og Catherine fór að segja okkur sem sátum við borðið „sannar sögur úr bransan- um“ sem ekki má prenta af því einhver gæti orðið sár ef hann tæki sig til og lærði íslensku. Klukkan var langt gengin tíu þeg- ar ég yfirgaf Grillið, en eftir tón- leikana um kvöldið hitti ég Philip aftur og var hann þá næsta óhress með eigin frammistöðu, eins og ég hef lýst annars staðar. Hann hafði lítið sem ekkert sofið, sagði hann, og var hreinlega að leka niður úr þreytu fyrir hlé, en náði að festa blund andartak áður en síðari hlutinn hófst. Héðan var ferðinni heitið ásamt Niels til Bergen, en síðan lá leið hans til Ítalíu og ann- arra staða þar sem jazz er í háveg- um hafður. Það síðasta sem hann sagði áður en við kvöddumst var: „Verst að ég skyldi ekki komast til Grænlands. Það er svo stutt héðan. Það væri gaman að hafa komið þangað. Kannski seinna. Svo, þegar maður er orðinn gam- all, getur maður bent á þetta stóra norðlæga land á kortinu og_sagt: Ég hef komið þangað. Það væri gaman. Kannski seinna." Svo fór hann til Bergen. — SIB Það er ekki að ástæðulausu sem flestir japönsku risarnir hafa valið Beta kerfið svo sem FISHER, NEC, SONY, TOSHIBA og SANYO. VBS 9000 er „Luxus" gerðin frá FISHEF 5.500.000 myndsegulbönd með Beta kerfi eru í notkun í heiminum í dag og áætlað er að 2.800.000 tæki verði fram- leidd á þessu ári. Beta kerfið á 30-45% af Evrópumarkaðinum. í Hollandi eru 45% af tækjum með Beta kerfi og í Þýskalandi 35%. FISHER MYNDSEGULBANDSTÆKI BETA KERFI OFullkomin þráðlaus fjarstýring. 10 - Functlon Infrared Remote Control. OBelndrifið - Dtrect Drive. O Snertirofar - Soft Touch Controls. OSjálfvirk fínstilling við upptöku. Recording/Dubbing Lock System. O Sjálfspólun til baka. Auto Rewtnd System. O Hægt er að horfa á meðan hrað- spólað er áfram - CUE. OFullkominn „Timer" fyrir upptöku. O Notar allt að 4 tíma spólur. Eftirtaldir Vldeoklúbbar bjóða myndir og þætti í mtklu úrvali fyrir Beta kerfið: VIDEOMIÐSTÖÐIN, Laugavegi 27 VIDEOSPÓLAN, Holtsgötu 1 KVIKMYNDAMARKAÐURINN, Skólavörðustig 19 VIDEOKING, Hafnargötu 48, Keflavík Útborgun á VBS 9000 kr. 5.500 og eftirstöðvar á 7-8 mánuðum. Útborgun á VBS 7000 kr. 4000 og eftirstöðvar á 6-7 mánuðum. VBS 7000 er „standard" gerðin frá FISHER VERÐ • VBS 9000 STAÐGR.: VERÐ A SPÓLCM 17.950 * 17.000 60 mín. 150 130 mín. 275 195 mín. 385 VERÐ - VBS 7000 STAÐGR.: ÍZ53T k 12.300 240 mín. 415 •

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.