Morgunblaðið - 01.11.1981, Síða 26

Morgunblaðið - 01.11.1981, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1981 Kvikmyndir Ólafur M. Jóhannesson Handrit og leikstjórn: Ágúst Guömundsson. Kvikmyndun: Sigurður Sverrir Páisson. Hljóö: Oddur Gústafsson. Tónlist: Áskell Másson. Leikmynd: Jón Þórisson. í íslendingasögunum er nær ætíö beitt þeirri tegund frásagn- ar sem lýsir inn í sálarlíf sögu- persóna utanfrá ekki ósvipaö og til dæmis læknar lýsa sjúkdóms- einkennum. Er eins og höfundur komi hvergi nærri þessari lýs- ingu með sínar eigin tilfinningar né leggi beint mat á þaö sem gerist í sálarskoti fremur en læknirinn stynur undan kvölum sjúklingsins. Þó eiga höfundar þessara fornu sagna þaö til aö leggja háðskar setningar í munn söguhetja svona eins og til aö sýna yfirburði hetjunnar og Ijá viöbrögöum hennar vissrar tví- ræöni. Lesandann grunar aö bak viö háöiö búi ef til vill einhver kvika og því sé beitt í vörn. Ekki sæmi aö hetjan afhjúpi tilfinn- ingar sínar á neinn hátt. Þannig er í hita Njálsbardaga, þegar Skarphéðinn sér sæng sína upp reidda, þessi orö lögö honum í munn eftir aö Gunnar Lambason spyr hann, hvort hann gráti eigi. „Eigi er þat,“ segir Skarphéöinn, „en hitt er satt, aö súrnar í aug- um“. Viö vitum eigi hvort Skarphéöinn grætur í raun og veru eöa fellir tár undan reykj- arkófinu. Lesandanum er látið eftir aö túlka viðbrögð hans. Hérna er aö finna stórstæöni íslendingasagna, þær loga allar af spurn og lesandanum er látið eftir að lesa í viöbrögö hinna stórbrotnu persóna og magna upp i huga sér þau feikn sem eiga sér stað bak viö fálætis- hjúpinn. Á hinn bóginn svarar kvikmyndin þeim spurningum sem hér rista svo djúpt og sviptir þar meö sögurnar innsta kjarna sínum. Hún hlýtur aö gera þaö vegna þess aö þaö sem gefiö er í skyn í textanum um tilfinningar persónanna er ekki hægt annað en sýna í kvikmynd. Tökum dæmi: Hvernig er hægt aö kvikmynda fyrrgreint atriði úr Njálsbrennu án þess aö taka af- stööu til viðbragða Skarphéö- ins? Á aö láta hann gráta eöa ekki? Það er aö vísu hægt að setja grímu á andlit hans en kæmumst viö þannig næst text- anum. Er þaö nokkur lausn? Höfundur Útlagans þeirrar myndar sem nú hefir verið gerö eftir Gísla sögu Súrssonar velja þá leiö aö hinum vandmeðfarna texta að magna andrúmsloft hans; fyrst og fremst meö því aö sýna áhrif seiösins. Einnig er nokkur áhersla lögö á drauma Gísla sem tengjast seiönum og þeirri örlagahyggju sem býr aö baki atburðarásarinnar. Hvað varöar túlkun á viöbrögöum persóna þá heldur Ágúst Guð- mundsson leikstjóri nokkuö að sér höndum og lætur textann tala. Kann þetta aö virðast fram- andi þeim sem ekki þekkja frá- sagnarhátt sögunnar og vilja aö leikendur sýni sterkari tilfinn- ingaviöbrögö. Kunna slíkir áhorfendur að túlka viðbrögö sem dæmi um veika leikstjórn. Að mínu mati heföu sterkari til- finningaviðbrögö persóna sýnt að leikstjórinn kynni ekki meö- ferö hins forna texta. Er ég ekki frá því aö hann hefði átt aö aga leikendur meir og koma enn frekar í veg fyrir aö þeir sýndu tilfinningar. Þannig er greinilegt að hann leggur það mat á sam- skipti þeirra bræöra Þorkels Súrssonar og Gísla Súrssonar aö þau hafi fyrst og fremst ein- Ingjaldsfíflið sem getið er um í greininni. maður oftast hverju orði af hin- um listilega texta og er sérlega notalegt aö hlýöa á Ragnheiði Steindórsdóttur sem fer mjúkum höndum um hlutverk Auöar konu Gísla. Tinna Gunn- laugsdóttir er einnig sérlega skýrmælt og andlit hennar líkast lifandi grímu japanskrar geisu en slíkt svipbrigöaleysi samræmist einmitt þeirri hugmynd um túlk- un textans sem greint er frá í upphafi þessarar greinar. Karl Ágúst Úlfsson er skínandi í Ingjaldsfíflinu og birti ég aö gamni mynd af honum til aö sýna múnderinguna. Þráinn Karlsson grípur til full sterkra svipbrigöa í hlutverki Þorkels bróöur Gísla eins og Helgi Skúlason í hlutverki Eyjólfs hins gráa. Skrifast þessi leikmáti á kostnað leikstjórans. Vígamenn Eyjólfs voru hins vegar hæfilega fálátir. Kenndi maöur þar ýmsa kunningja og gat eigi annaö en brosað í miðjum orrustunum sem annars voru þær ágætustu sem sést hafa í íslenskri kvik- mynd. Sérstaklega voru banasár Gísla sannfærandi. Sama má segja um leikmynd og búninga- hönnun Jóns Þórissonar. Hvort tveggja vel gert. Þá er bara eftir aö minnast á kvikmyndun Siguröar Sverris sem var ansi fagmannleg en átti stundum í vök aö verjast fyrir full ákafri klippingu. Er raunar klipp- ing Útlagans sér kapituli því hún lyftir myndinni, sérstaklega í fyrri hlutanum, á nokkuö hressilegt plan ólíkt því sem flestar skand- inavískar menningarmyndir standa á. Er gleöilegt til þess aö vita aö íslenskir kvikmyndagerö- armenn skuli loksins hafa áttaö sig á því að menn fara á bíó til að skemmta sér en ekki glenna skolta í menningargeispa. Þorgrímur mágur Gísla heygður í skipi en viö það tækifæri kastar Gísli Súrsson steini míklum í skipið og mælir: „Eigi kann ég skip aö festa ef þetta tekur veður upp.“ Gfsla saga WMI W sonar kennst af hatri. Auövitaö gætir biturleika i þeirra samskiptum þar sem Þorkell lifir í vellysting- um praktuglega en Gísli hrekst um skógarmaöur. Þaö er hins vegar ekki leikstjóra Útlagans aö leggja mat á gagnkvæmar til- finningar þessara tveggja per- sóna, sögumaður ætlar lesand- anum þaö viðfangsefni. Um hitt get ég verið sammála Ágústi aö þau Auöur og Gísli hafi elskað hvort annaö heitt, á slíku er eng- inn vafi og finnst staður í textan- um. En var Gísli slík hetja sem hann er sýndur af Arnari Jóns- syni? Vó Gísli ekki sofandi mann og fórnar hann ekki með köldu blóö lífi Þóröar hins huglausa — sem í hans augum viröist aöeins nytsamur sakleysingi — og bjargar þannig eigin skinni? Ekki veit ég þaö enda gefur höfundur engin skýr svör fremur en fyrri daginn. Virðist Ijóst aö Gísla er ætlaö aö vera breyskur í öllum sínum yfirnáttúrulega hetjuskap. Ég sagði áöan að Arnar Jónsson hefði sýnt Gísla sem hetju. Þaö er rétt og fer Arnari þetta hlutverk svo vel úr hendi aö aðdáun vekur. Hefur hann fullkomna stjórn á hverri hreyf- Gísli Súrsson ásamt Þórði hinum huglausa. ingu og hverju oröi og svo skýrmæltur aö maöur nær flestu sem hann segir, nema á einum staö þar sem hljóðneminn lendir óþarflega nálægt gárugu vatnsboröi. Því miöur er ekki hægt að segja um aöra leikara aö þar hafi hvert orö komist til skila. Glötuðust t.d. nokkur orö úr munni Sveinbjarnar Matthí- assonar, sem leikur höfuðóvin Gísla, Börk. Kemur hér glöggt fram hve ríkir yfirburðir atvinnu- leikarans eru hvaö varöar texta- meöferö. Þó kom mér á óvart textameðferð Jóns Sigurbjörns- sonar. Hvaö um þaö þá nær

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.