Morgunblaðið - 01.11.1981, Side 42

Morgunblaðið - 01.11.1981, Side 42
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1981 42 Akvörðunin um að senda þúsundir hermanna til afskekktra, pólskra þorpa og bæja er KreinileKasti votturinn til þessa um vaxandi hlutverk hersins í Póllandi. Alvarlegur skortur er á mat- vælum og eldsneyti á lands- byfítíðinni og óttazt að kom- andi vetur verði eins harður o« veturinn 1978—79, þegar þúsundir hermanna voru kall- aðir út til að halda uppi sam- tjöngum til bæja, sem einangr- uðust vegna snjóa, sjá um matvælaflutninfía og bjarga mannslífum. Herinn á að Kejína svipuðu hlutverki nú, þótt því hafi verið lýst yfir að hann eitíi einnifí að aðstoða við að „halda uppi löKum of{ rejílu ofí hamla tjenn staðbundnum deilum". Áhrif hersins hafa aukizt samtímis auknum áhrifum verkalýðshreyfinKarinnar Samstöðu, sem nú er skipuð 9,5 milljónum félajfsmanna, og stöðuKt fleiri hershöfðinjrjar og ofurstar hafa tekið við embættum hjá ríkisstjórninni. Jaruzelski hershöfðinjíi, hinn nýi leiðtofíi kommúnista- flokksins ofí forsætisráðherra síðustu átta mánuði, hefur verið landvarnaráðherra í þrettán ár. Val hans í stöðu flokksleiðtofía ber vott um þann vilja flokksmanna að finna forystumann er fieti saineinað flokksforystuna í þeirri gafínsókn, sem nú virð- ist Kreinilega hafin gegn Sam- stöðu. Val Jaruzelskis virðist einnig bera vott um að flokksmenn vilji nota það álit, sem hann virðist greinilega njóta ennþá, Jirátt fyrir harða gagnrýni Samstöðu á ríkis- stjórnina. Nú fara hershöfðingjar með námamál, stjórnunarmál og innanríkismál í ríkisstjórn- inni og hershöfðingjar gegna mikilvægum hlutverkum í samgönguráðuneytinu. Hers- höfðingi úr flughernum, Jozef Kowalski, hefur verið forstjóri pólska flugfélagsins Lot síðan í júlí, þrátt fyrir kröfu starfsmanna úr Samstöðu um borgaralegan forstjóra og verkföll til að leggja áherzlu á þá kröfu. Annar hershöfðingi stjórnar kolaiðnaðinum. Hermenn á verði Auk þess hefur herlögregla hjálpað lögreglu í marga mán- uði og gætt mikilvægra bygg- inga eins og forsætisráðuneyt- isins og fjarskiptamiðstöðva. Einnig stjórna herlögreglu- menn stundum umferð í Varsjá og fara í eftirlitsferðir um borgina. Hermenn eru á verði á götum og markaðstorg- um á völdum svæðum og hafa hjálpað til við uppskerustörf. Hermenn vinna í námum og herinn aðstoðar við að útrýma spákaupmennsku og hjálpar til við birgðaflutninga. Herinn hefur þannig orðið æ meira áberandi að undan- förnu í PóIIandi. Eina vikuna til dæmis komu einkennis- klæddir yfirmenn úr hernum fram í fréttatíma sjónvarpsins þrjú kvöld í röð til að útskýra þýðingu nýrra ráðstafana og fyrirhugaðar aðgerðir. Jaruz- elski hefur með þessu skipað menn, sem hann treystir og getur unnið með, í lykilstöður. Hann veit líka að Pólverjar hafa lengi borið virðingu fyrir hernum, sem hefur sloppið við ásakanir um dugleysi og spill- ingu er flokkurinn hefur sætt, jafnvel af hálfu eigin leiðtoga. „Fólk er ekki hrætt við þessa hermenn," sagði talsmaður Samstöðu í Zyrardow, þar sem þúsundir kvenna hafa verið í verkfalli. I kosningunum á aukaþingi kommúnistaflokksins í júlí fékk Jaruzelski fleiri atkvæði en nokkur annar forystumað- ur og það er til marks um vinsældir herforingja í Pól- landi. En þeir verða að sýna að þeir séu traustsins verðir og þeir hafa lítinn tíma til stefnu, kannski aðeins sex mánuði, kannski tólf mánuði. Biðraðir reiðra Pólverja munu lengjast á þeim langa og harða vetri, sem nú fer í hönd, vöruskort- urinn mun aukast á næstu mánuðum og Jaruzelski verður að sanna fyrir Pólverjum að einhver stjórni Póllandi og bágbornum efnahag landsins. Olíklegt er að miskunnarlaus þrýstingur Moskvu-stjórnar- innar minnki og Rússar vilja í það minnsta sönnun fyrir því að flokkurinn efli „forystu- hlutverk“ sitt. Wojciech Jaruzelski hers- höfðingi er fyrsti atvinnuher- maðurinn, sem tekur við póli- tískri stjórn í kommúnistaríki og kannski sá síðasti. Hann hefur verið landvarnaráðherra Póllands síðan 1968 og heimil- aði þátttöku pólsku hersveit- anna i innrásinni í Tékkóslóv- akíu. Þar sem hann hefur ver- ið landvarnaráðherra og mik- ilvægur tengiliður Varsjár- bandalagsins hefur legið til hans „heit lína“ frá Kreml í að minnsta kosti 13 ár. Því nýtur Jaruzelski vafalít- ið trausts Kremlverja, að minnsta kosti í bili, enda hef- ur Rússum orðið eins mikið ágengt í Póllandi og þeir hafa getað búizt við án þess að gera raunverulega innrás. Frá upp- hafi hefur Rússum verið lang- mest umhugað um að tryggja öryggi sitt, þótt þeir hafi auð- vitað haft miklar áhyggjur af innanlandsþróuninni í Pól- landi og dvínandi áhrifum flokksins. Rússar hafa ráðizt af hörku gegn hægrimönnum í Samstöðu, en alltaf talið fyrst Jaruzelski hersföfðingi og fremst að þróunin í Pól- landi væri óviðunandi „undir- rót alþjóðaspennu". Frá þeirra bæjardyrum séð er enginn betur hæfur til að reyna að draga úr þessari spennu en traustverðugur herforingi. í kalda koli Efnahagslífið í Póllandi hef- ur ekki verið eins slæmt síðan í lok stríðsins og vonleysi þjóðarinnar hefur ekki verið eins mikið og nú. Iðnaðar- framleiðsla minnkaði um 30 af hundraði á sumum sviðum í fyrra og hefur haldið áfram að minnka á þessu ári. Kola- framleiðsla hefur dregizt sam- an um 20 af hundraði það sem af er þessu ári, svo að það er engin furða þótt landsmenn óttist kaldan vetur — illa hit- aðar skrifstofur og íbúðir og tíðar rafmagnsbilanir. Listinn yfir þær vörur, sem eru ófáanlegar vegna skorts eða skömmtunar, lengist með viku hverri. Pólverjar eru vanir biðröðum, en nú er svo komið að hálf þjóðin virðist hætt að vinna og stendur í biðröð í von um að geta keypt allt frá kjöti og sykri til benzíns og tann- krems. Glundroðinn stafar að miklu leyti af lélegu dreif- ingarkerfi. Margar sögur eru sagðar um vörur, sem eru framleiddar í bænum A og sendar 300 km til bæjarins B, sem er alkunnur fyrir fram- leiðslu á nákvæmlega sömu vörutegund. Framleiðsla hefur stöðvazt í mörgum verksmiðj- um, sem framleiða mikilvægar vörutegundir fyrir innlendan eða erlendan markað, vegna stöðugra verkfallsaðgerða eða skorts á nauðsynlegum vara- hlutum eða hráefni (allt að helmingur atvinnufyrirtækja hefur stöðvazt af þessum sök- um). Jaruzelski ávarpar fund midstjórnarinnar í Varsjá. Varsjár-flugvöllur og fleiri flugvellir hafa verið lokaðir. Vörumagnið, sem er flutt um Gdansk, stærstu höfnina við Eystrasalt, hefur minnkað svo mikið að um það hefur verið rætt í alvöru að loka þessari miklu höfn fyrir fullt og allt. Góð og örugg stjórn flugvalla og hafna er nauðsynleg til að halda uppi sambandi við Varsjárbandalagið og mark- aðsbandalagið Comecon. Skip- un hershöfðingja í stöðu flokksleiðtoga kann að hafa aukið áhrif Varsjárbandalags- ins að dómi Rússa, en þeir vilja einnig auka áhrif Comec- on. Pólverjar hafa útvegað öðr- um aðildarþjóðum banda- lagsins talsvert magn af kol- um og öðrum hráefnum og auk þess tilbúnar vörur og vélar og eru háðir innflutningi á álíka nauðsynlegum vörutegundum frá aðildarríkjunum. Vegna ástandsins hafa nokkur Com- econ-ríki ekki sent Pólverjum vörur, þar sem þau hafa ekki fengið vörur frá þeim. Öll Austur-Evrópuríkin krefjast harðrar efnahagsstjórnar í Póllandi. Spurningin er að hve miklu leyti Jaruzelski mun beita hernum nú þegar hann er tek- inn við stjórninni. Með því að senda hermenn til þorpa og bæja og með því að lengja herskyldutíma um tvo mánuði hefur hann færzt skrefi nær því að lýsa yfir neyðarástandi og herlögum. Pólverjar hafa fjölmennasta og bezt búna her Austur-Evrópu að hinum sov- ézka undanskildum. Hann er skipaður rúmlega 200.000 mönnum og þrír fjórðu þeirra gegna herskyldu. Yfirleitt hafa Pólverjar sætt sig við aukin áhrif hersins til þessa, en eftir á að koma í ljós hvort þeir sætta sig við ennþá meiri umsvif hersins á næstunni. Reiði fólks út af vöruskorti og hungri getur hæglega leitt til uppþota og óeirða. Líklega hefur hernum verið gerð grein fyrir þessari hættu, en mjög mikið mun reyna á aga her- manna og yfirmanna þeirra á næstu mánuðum. Lausnin væri sú að koma í veg fyrir meiri vöruskort, en það er hægara sagt en gert. Jaruz- elski hershöfðingi verður eins hjálparlaus og fyrirrennarar hans nema því aðeins að hann geti tryggt sér samstarf þjóð- arinnar og stuðning erlendis frá til að stöðva þróunina til gjaldþrots og glundroða. Þótt Jaruzelski vilji endur- vekja áhrifavald flokksins er lítið sem hann getur gert. Ef hann bannar verkföll mun Samstaða hundsa slíkt bann, ef hann riftir Gdansk-samn- ingnum mun Samstaða berj- ast. Hann verður að virða til- veru frjálsra verkalýðsfélaga og verkfallsrétt í samræmi við samninginn, um annað er ekki að ræða. Þannig gæti hann samið við Samstöðu um hóf- stillingu í kjaramálum, lengri vinnutíma, umbætur í verð- lagsmálum og betri stjórn fyrirtækja. Þar með mundu völd Lech Walesa aukast og virðing flokksins vaxa. Lítið svigrúm Jaruzelski hershöfðingi hef- ur eins lítið svigrúm og Stan- islaw Kania, fyrirrennari hans, en harðlínumennirnir í flokknum og Rússar styðja hann. Verkalýðshreyfingin veitti Jaruzelski nokkurn frest þegar hann varð forsætisráð- herra áður en hún greip aftur til verkfallsaðgerða. En nú eru margir Pólverjar orðnir þreyttir á baráttuaðferðum Samstöðu og þessir Pólverjar og Rússar standa með honum. Jaruzelski nýtur virðingar Samstöðu og flestra Pólverja, þar á meðal hermanna, þar sem hann hefur lýst því opin- berlega yfir að ef til verkfalla eða svipaðra mótmæla komi muni hann ekki siga hernum á pólska samlanda. Flokkurinn tók mikla áhættu þegar hann dró herinn inn í stjórnmálin: ef hernum mistekst veikist þessi síðasti máttarstólpi sósí- alistaríkisins, ef herinn nær árangri eykst virðing Jaruz- elskis. Ef hernum vérður beitt og bardagar brjótast út á göt- um úti láta Rússar líklega verða af hótunum sínum um íhlutun í Póllandi. (AP, Guardian, Economist.) Siöasta tækifæri pólska kerfísins Jaruzelski ásamt fyrirrennara sínum í stödu flokksleidtoga, Stanislaw Kania.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.