Morgunblaðið - 01.11.1981, Side 45

Morgunblaðið - 01.11.1981, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1981 45 Hilmar Garðars í Gamla bíói: „Vid óskum þeim til hamingju med þetta“ EINS og fram hefur komið í Mbl. hefur íslenska óperan fest kaup á Gamla bíói fyrir starfsemi sína og var kaupverdið 8,5 milljónir króna. Hyggst íslenska óperan reka húsið áfram sem kvikmyndahús jafnhliða eigin starfscmi. Mbl. hafði samband við llilmar Garðars, einn af eigend- um Gamla bíós, og spurði hann álits á þessum breytingum á högum húss- ins. Hilmar sagði, að fráfarandi eig- endur hússins væru mjög ánægðir með, að það héldi áfram að vera menningarstofnun og að framtíð- arverkefni hússins væri einkar verðugt. Hann sagði, að húsinu yrði ekki breytt og það væri fyrri eigendum mikils virði. Þá gat Hilmar þess að hinir nýju eigend- ur tækju við húsinu nú í byrjun nóvember. „Við óskum þeim til hamingju með þetta," sagði hann að lokum. Allra sálna messa í Dóm- kirkjunni Gamla bíó heldur nafninu: Mikil stækkun á leiksviði og nýr ljósabúnaður í AÐALFUNDIJR íslensku óperunnar hefur samþykkt kaupsamning Oper unnar á Gamla bíói og mun óperan halda rekstri bíósins áfram eins og verið hefur undir nafninu Gamla bíó. Hins vegar hafa þegar verið ákveðnar ýmsar breytingar á húsinu og verður fyrst ráðist í vcrulega stækkun sviðs- ins þannig að það verður jafn djúpt og svið Seala óperunnar heimsfrægu í Milano og aðeins einum metra mjórra en svið Þjóðleikhússins. Þá er verið að festa kaup á mjög fullkomnum ljósabúnaði fyrir nýja sviðið og verður hann settur upp fyrir fyrstu frumsýningu íslensku óperunnar í eigin húsnæði, á ný- ársdag, þegar Sigaunabaróninn verður frumsýndur. Vegna stækk- unar sviðs Gamla bíós verða þrjár fremstu sætaraðirnar fjarlægðar og einnig verða innréttuð bún- ingsherbergi undir sviðinu en þar er mjög rúmgott. Hljómsveitar- gryfja verður fyrir framan sviðið en aðeins til hliðar. Islenzka óperan kaupir Gamla bíó með öllu tilheyrandi og einnig kvikmyndaumboðunum og verður það rekið jöfnum höndum sem kvikmynda- og óperuhús, en fram- kvæmdastjóri hefur verið ráðinn Árni Reynisson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Náttúruverndarráðs. Á aðalfundinum var stjórn ís- lenzku óperunnar öll endurkjörin og ríkti mikill einhugur og áhugi á fundinum. Formaður stjórnar er Garðar Cortes, gjaldkeri er Þor- steinn Júlíusson, ritari Þorsteinn Gylfason og meðstjórnendur eru Ásrún Davíðsdóttir og Ólöf Kol- brún Harðardóttir. Þcssa helgi -í Kómaval í DAG, fyrsta sunnudag í nóvember, verður í Dómkirkjunni, samkvæmt gamalli hefð minnst allra sálna messu, sem er minningardagur lát- inna. Verða messurnar helgaðar því efni ásamt fyrirbæn. Sr. Hjalti Guðmundsson messar kl. 11, en sr. Þórir Stephensen verður með messuna kl. 2. Stólvers verður Lit- anei e. Schubert. Frá Dómkirkjunni. Dómkirkjan. Léttmjólk- inni er mjög vel tekið SALA léttmjólkurinnar hefur gengið vel að það sem af er, en aðcins hefur verið dreift ákveð- nu magni hennar í verzlanir, svo ekki er enn hægt að segja til um eftirspurnina. Að sögn Guðlaugs Björg- vinssonar, framkvæmdastjóra Mjólkursamsölunnar, voru framleiddir um 12.000 lítrar á þriðjudag og miðvikudag og á fimmtudag og föstudag voru framleiddir 14.000 lítrar. Eru það um 12% af mjólkurmagn- inu, en það segir lítið um eftir- spurnina því að undatekn- ingarlítið hefur léttmjólkin selzt upp. Það yrði þá leiðrétt í næstu viku og þá færi eftir- spurnin að koma í ljós. Sýnum nú um helgina glæsilegt úrval skreytinga í hinum ævaforna japanska skreytistíl, IKEBANA. Sjáið einfaldleikann í sérstæðum skreytingum unnum eftir fomum austrænum hefðum. Sýnikennsla - kynning í dag kl. 2-6. Gffe Balslev og Guðrún Sigurðardóttir kynna gerð IKEBANA skreytinga. í tengslum við IKEBANA kynninguna sýnir Glit nýja línu af IKEBANA keramikvörum eftir Adrienne Crowe. Skreytíngaverkstæðið - þurrblómaskreytingar Sjáið þurrblómaskreytingarnar í Blómaval, ótal mismunandi tegundir skreytinga úr ólíkum blómum. Birgit Weber sýnii gerð þeirra í dag kl. 2-6. Falleg blóm gleðja alla. Komið í Blómaval. Opiðtíl kl. 21. Gróðurhúsinu við Sigtún:Símar36770-86340

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.