Morgunblaðið - 01.11.1981, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.11.1981, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1981 29 2. GREIN í biltúrnum til Famagusta komum viö til Ayia Napa Beach og hr. Saavas synti mörg hundruð metra til hafs eftir að hafa gert leikfimisæfingar á ströndinni. Gömul kona leggur af staö í leit að nýju heimili. Hún fær ekki að lifa ævikvöldið heima. Frá miöborg Nikosia. Nafnið Kýpur — kopar eða tré Ég hafði haldið að nafn eyjar- innar væri dregið af trjátegund- inni kypros, og um það atriði munu eins og fleira vera deildar mein- ingar. Nú orðið hallast flestir að því að Kýpur dragi nafn af kopar, en talið er að koparvinnsla hafi byrjað hér fyrst allra staða í ver- öldinni. Og er stunduð enn. Trjá- gróður er líka mikill, ræktanlegt land um helmingur eyjarinnar og skóglendi þekur um 670 fermílur eða 18,7% af yfirborðinu. Veðrátta á Kýpur er fjarska mild og nota- leg, sumrin heit og þurr, og frá því í júní og fram í september rignir ekki. Síðan getur veðrátta verið breytileg næstu fjóra fimm mán- uði, að snögg veðraskil verða. Þeg- ar ég var á Kýpur síðustu viku september eða svo, var hiti í Larn- aca um 32—34 stig og hafgola gerði þann hita Ijómandi hæfi- legan. Uppi í Nikosia var hiti snöggtum meiri og alveg logn. Larnaca er skemmtilegur lítill bær. Hann er ekki jafn sóttur af ferðamönnum, eins og bærinn Limassol sem er vestar og tók nánast við þegar hlið Famagusta lokuðust eftir innrásina. Mér fannst Kýpur vera um margt þægilegasta land í ferðalegu tilliti og flest þar á boðstólum, sem glatt getur ferðamenn í leyfum sínum. Ég var á hóteli sem heitir Sun Hall, er sagt vera fjögurra stjörnu en rís ekki undir því þótt starfs- fólkið væri allt ósköp alúðlegt. Með ströndinni var fjöldinn allur af litlum veitingastöðum og þar var gaman að rölta um og velja sér nýjan stað á hverju kvöldi og borða rétti sem svipar mjög til þess sem maður etur í Grikklandi. Það var líka gaman að eigra um þröngar göturnar í Larnaca eða bara sitja síðdegis undir sólhlíf- inni á ströndinni og sötra bjór eða annan svaladrykk. Kýpurbúar sem ég hitti voru glaðsinna og enska er alls staðar töluð sem eðlilegt er, fólkið er hlýlegt og gestrisið en eins og margsinnis hefur verið vikið að, truflaði mig dálítið þessi djúpa heiftartilfinning, sem borin er i brjósti til Kýpur-Tyrkja. Ad hlaupa um Nikosiu með konsúlnum ... Einn daginn fór ég sem sagt frá Larnaca til Nikosiu að hitta kons- úlinn, hr. Saavas Johannidis. Hann ætlaði að vera leiðsögumað- ur minn á fund forseta þingsins, Georges Ladas og til erkibiskups- ins og auk þess vildi hann sýna mér nokkur gagnmerk söfn. Ég get ekki ímyndað mér að hr. Johannidis eigi marga sína líka. Mér skildist að hann sé kominn að áttræðu, hann hleypur um eins og unglingur, klifrar fjöll og gerir leikfimisæfingar á hverjum degi; hann trúði mér fyrir því að hann hefði ekki að ráði verið við kven- mann kenndur sína mörgu daga, en hins vegar fyndist honum gam- an að dansa ... Við lögðum upp frá upplýs- ingamálaráðuneytinu, hr. Saavas ætlaði nú með mig á fyrsta safnið og arkaði af stað . . . og þessi dag- ur í Nikosia verður mér ekki minnisstæður vegna þess að ég sá þar söfn og talaði við merka menn — heldur fyrst og fremst fyrir þessar göngur okkar hr. Saavasar. Það var sama hvað ég reyndi — ég hafði ekki roð við honum. Steikj- andi sólin var komin hátt á himin- inn og konsúllinn fullvissaði mig um að þetta væri ekki steinsnar. Eftir tuttugu mínútur stundi ég því upp hvort við ættum ekki að- eins að tylla okkur og fá okkur hressingu. Þá vildi svo vel til að við vorum stödd hjá vinalegri kökubúð og drifum okkur inn. Konsúllinn pantaði te og margar kökur og trúði mér fyrir því að eiginlega borðaði hann aldrei kök- ur, nema við sérstök tilefni. Flest- ar þessar kökur enduðu vafðar innan í servíettur hjá mér, meðan konsúllinn brá sér frá, ég hafði ekki lyst á þessu dísæta brauði, sem fram var borið og sízt teinu, ég hefði sannarlega kosið að fá mér bjór. Svo lögðum við af stað aftur og eftir svona tuttugu mín- útna hraðgöngu komum við loks á þjóðminjasafnið. Þar voru merki- legir gripir og gersemar, án efa afar athyglisverðir munir, en ég mátti hins vegar hafa mig alla við að halda í við konsúlinn, sem fór eins og byssubrenndur gegnum salina. Þegar við komum út aftur sparn ég við fótum og vildi fá mér hress- ingu. „Tilvalið,“ sagði Johannidis, „hérna rétt hjá er búð þar sem gerður er bezti gulrótarsafi í allri Nikosiu ...“ Mér hefur aldrei hugnazt gulrótarsafi, svo að hann dróst á að ég fengi appelsínusafa og var það með betri drykkjum. Þegar hér var komið sögu fór ég síðan að hitta Georges Ladas, þingforseta, og segir frá því í loka- grein um Kýpur. Konsúllinn beið mín á meðan rétt hjá á skemmti- legum útiveitingastað og þegar ég kom aftur var hann svo ánægður með hvað ég var ánægð að hann pantaði bjór og egg og beikon handa okkur báðum. Að vísu trúði hann mér fyrir því að hann borðaði helzt ekki egg út af kólestrólinu nema í undantekn- ingartilvikum og drykki auðvitað alls ekki bjór. Því má skjóta inn í í leiðinni að Kýpurbjórinn er ákaf- lega góður drykkur, léttur bjór og heitir KEO. Það má þessi ágæti og elskulegi maður eiga að hann gaf okkur góðan tíma til að borða og síðan var lagt af stað á næsta safn og svo koll af kolli ... Þegar við höfð- um þrætt öll helztu söfn í Nikosiu, og viðtalinu við erkibiskupinn var lokið stakk ég upp á að við fyndum að þessu sinni ekki bjórstofu, heldur apótek, ég væri komin með blöðrur á fæturna ... „Þar fór í verra," sagði hr. Saavas, „en það er apótek hérna rétt hjá.“ Um það bil hálftíma síðar fundum við ap- ótek og ég lét plástra á mér fæt- urna. Skömmu síðar kvöddumst við með virktum. „Afleitt að þú skyld- ir verða svona slæm í fótunum,“ sagði hann, „það er náttúrulega hitinn. Ég sem hefði gjarnan vilj- að að við færum út að dansa í kvöld ...“ Texti: JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.