Morgunblaðið - 01.11.1981, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.11.1981, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1981 „ Upp upp mín sál“ Ræða herra Péturs Sigurgeirs- sonar, biskups á minningardegi um séra Hallgrím Pétursson í Hallgrímskirkju 27. október 1981 Á minningardegi um séra Hall- grím Pétursson, leiðum við hug- ann að því, á hve sérstæðan hátt hann hefur verið íslendingum andlegur og trúarlegur leiðtogi aldirnar þrjár, sem iiðnar eru frá því að hann var uppi. Við nemum staðar í hljóðri þökk fyrir sálm- ana hans, og blessum þær helgu minningar, sem um hann lifa. í dag eru liðin 307 ár frá því að Hallgrímur dó. Þó er hann okkur eins og samferðamaður, förunaut- ur, með í för frá degi til dags. Allri alþýðu manna var hann eins og hluti daglegs lífs, skáldskapur hans jafn nauðsynlegur og vatn og brauð. Það hafa Passíusálmarnir verið kynslóðum í þessu landi. Eitt af skáldum okkar, Hannes Pétursson, reynir að setja sig í spor Hallgríms um það er Hall- grímur lauk sálmunum. Ó loksihs, — og hann hann leggur s'eint til hliðar hinn létta fjöðurstaf og hlaðar þögull í verki sínu, veit að nú er allt sem vildi hann öðrum segja, fólgið þar fullskapað, heilt og hreinna en jarðarvatn. Rís svo á fætur, finnur svíða á ný hin fúlu kaun, sem aldrei hatna en dýpka og breiðast út: sem hefði andlit hans og hendurnar til yztu fingurgóma, ei annað hlutverk átt að rækja á jörð en innib.vrgja geyma þetta verk, og mætti nú opnast eins og bresti skurn utan af hinum fullþroskaða blóma. í trúverki Hallgríms fann fólk af öllum stéttum og stöðum trú- arhitann og bænarkraftinn sem það var í knýjandi þörf fyrir að eignast. Með því að lesa versin í bænarhug og lifa sig inn í anda þeirra, fann það og fékk þennan hug og trúarstyrk. Þegar Hannes gekk að leiði Hailgríms í Saurbæ, kvað hann: Með hik mitt og efa hálfvolgu skoðun hugsjónaslitur óljósu boðun kem eg til þín að lágu leiði. Hér lyftist önd þín í vonbjart heiði. Þú namst þau orð sem englarnir sungu. Þú ortir á máli sem brann á tungu. Óttinn fangstaðar á þér missti. Alnánd: þú gekkst við hliðina á Kristi. Eftir þeirri mælistiku, sem menn vega og meta líf sitt, átti líf Hallgríms að mistakast. Bráðger, óstýrlátur unglingur og hrakfalla- bálkur var aftur og aftur að glopra út hendi sinni farsæld, sem hann virtist vera búinn að hreppa. Að hjónabandi sínu stóð hann með einkar óvenjulegum hætti, og mik- ið hugarangur mun það hafa vaid- ið honum, og Guðríði eiginkonu hans. Lengi átti hann við sára fá- tækt að stríða, og harm á harm ofan við aðkomu dauðans í fjöl- skyldunni. Svo kom húsbruninn, og þau sárindi, sem honum fyigdi. Loks lá það fyrir Hallgrími að fá hinn kvalafulla sjúkdóm, holds- veikina, sem þjáði hann til dauða. En þó fór það svo, að „aldrei hefur nokkur maður verið fyrir ofan mold í þessu landi," — eins og dr. Jón Þorkelsson tekur til orða,“ er náð hefur svo til huga og hjarta allra landsmanna, jafnt sem Hallgrímur Pétursson. Ástæðan til þeirrar ástsemi og lýðhylli liggur í því, hvernig Hall- grímur brást við hverju sinni, er hið fallvalta heimslán yfirgaf hann, lífsspekin, sem varð til í hjarta hans „djúp og tær í hverju helstríði og harmi“. Við erum þar minnt á orð Biblíunnar: „Tak öllu, sem að höndum ber, og ver þol- inmóður í þjáningum og eymd ...“ Þannig var eldskírnin, sem skírði gullið í hjarta Hallgríms, og í því prófi fékk hann hæstu og bestu einkunn, (sem nokkur maður hef- ur fengið). Með skáldgáfu sinni kom hann lífsreynslu sinni svo skínandi vel til skila, að hann smaug inn í vitund þjóðarinnar, meir en nokkuð skáld annað hefur gert. Til eru ummæli eftir Hallgrím, sem minna á staðfestu hans og fúsleik til að bera það, sem lífið lagði honum á herðar. Mælt er, að vinur hans hafi spurt hann á Al- þingi, þá er Hallgrímur var mjög sjúkur orðinn og gisti í tjaldi þessa vinar, hvort hann gæti ei beðið Guð svo heitt, að hann létti af honum þeirri þungu og viður- styggilegu sýki. Hallgrímur svar- aði: „Það skaltu vita, að get eg það ef eg vil, en eg vil það ekki gjöra, því að eg veit ekki hversu Guði er það þægilegt, og vil eg því heldur líða, hvað Guði þóknast á mig leggja, því að það mun verða mér fyrir bestu.“ Sumir segja þetta þjóðsögu um Hallgrím en hvað um það. Jafnvel , þó svo væri hefur sagan gildi og lýsir Hallgrími, eins og við höfum lært að þekkja hann í verkum hans. Sverrir Kristjánsson sagn- fræðingur lýsir þessu þannig: „Með allri virðingu fyrir hinni hvössu gagnrýni, sem er aðall sagnfræðinnar, virðist þjóðsagan stundum vera dómskyggnari í mati sínu en sagan sjálf." I lífi Hallgríms fer trúin og lífsreynslan í einn og sama farveg, og trúin er að sama skapi vakandi og sterk og reynslan er mikil. Að þeirri almennu lífsreynslu vék einn af forsetum Bandaríkjanna, er hann tók við embætti sínu. Hann sagðist vilja vera forseti allra, jafnt hinna trúðu sem trú- lausu, — óg bætti við: „Ef nokkur er trúlaus, eftir allt það, sem við erum búin að reyna." En þjóðin hans hafði þá gengið í gegnum mikla reynslutíma. Öldin, sem Hallgrímur lifði á, var á margan hátt reynslumikil, erfið og hættufull, svo að aðrir eins tímar hafa vart komið yfir íslensku þjóðina, og svo er hitt, að hver kynslóð fær sína erfiðleika, sínar þrautir — sama er að segja um hvern mann, og maðurinn verður reyndar ekki að manni, fyrr en hann fær eitthvað að reyna og á sig leggja. „Að bera eitthvað þungt það er að vera“, kvað skáldið frá Fagraskógi. Hall- grímur er á öllum tímum maður- inn, sem þjóðin má síst án vera í trúarlegu, uppeldislegu og þraut- góðu tilliti. Hann gefur hverju barni heilræðin, bænaversin, — hann styður öldunginn á grafar- bakkanum, veitir honum nábjarg- ir, og syngur að heita má hvern Islending í dauðann. Hann flytur syrgjendum huggun. Hallgrímur var innilega sann- færður um það, sem Orðskviðirnir mæla: „Drottinn agar þann sem hann elskar, og lætur þann kenna til, sem hann hefur mætur á.“ Þversögnin virðist mikil, en hvernig lærum við nokkuð, án þess að finna til? Hvar gróa fegurstu blómin? Á minningardegi Hallgríms er- um við í hinni rismiklu kirkju, sem kennd er við nafnið hans. Þessi hái helgidómur er verðugt tákn um þann stóra anda og mikla guðsmann, sem Hallgrímur var. Um leið og kirkjan er þessa safn- aðar, er hún öllum landslýð leiðar- merki til þeirra trúarlegu verð- mæta, sem passíusálmaskáldið gaf þjóðinni. Við höfum e.t.v. ekki gefið því gaum sem skyldi, hvað kirkju- byggingar, bæði þessi og aðrar í smíðum, — segja okkur um það, sem að baki býr. Því að þetta eru ekki bara steinar, heldur lifandi steinar. Hver kirkjan eftir aðra hefur undanfarið verið að rísa af grunni svo myndarlega sem raun ber vitni. Um þetta skrifaði merkur fræðimaður íslenskur, Árni Óla, í Lesbók Morgunblaðsins 1965. Greinina nefnir hann: Kirkjur með sundum. Hann gerir kirkjusmíði í höfuðborginni og nágrenni góð skil, og ber saman við fyrri aldir. Við þann samanburð kemst Árni Óla að eftirfarandi ályktun: „Nú er ekki að efast um, að ný trúar- vakningaralda er að fara yfir landið. Vegna fórnfýsi og áhuga manna á því að reisa nýjar kirkjur er ekki of djarft að álykta, að ný trúarvakning sé að hefjast í land- inu, og að hún muni verða engu minni en trúarvakninginá 12. öld.“ Hver ný kirkja er nýtt og gleði- legt tímanna tákn, og bygging Hallgrímskirkju er líkt og sam- nefnari, þeirra stórmerkja, sem hafa gerst og blasa við augum okkar. Guðshúsin eru okkur nauð- synleg líkt og það, sem þau standa fyrir og safna okkur saman um. Síðast í fyrradag sá eg það vera að gerast í Þorlákshöfn, sem ber því órækt vitni, hvað fólk vill á sig leggja, og því er dýrmætt. Bygging Þorlákskirkju er langt komin. Hún er nærri fokheld. Eg varð nærri orðlaus við að heyra það, að söfnuðurinn skuldaði ekkert og smíðin svo langt komin. Fórnfýsi og trúaráhugi er hér að verki. Lifandi trú er auðkenni lifandi sálar þaðan er hvatning þeirrar vakningar, sem fræðimaðurinn minntist á, hvort hún er á 12. öld eða þeirri 20. Sá hvati kemur vel fram í hverri gjöf og fórn, — og það minnir mig á gjöf til Hall- grímskirkju, er eg heyrði sagt frá, er eg var hér á þessum degi fyrir tveimur árum. Millilandaskip var að koma úr hafi heim til landsins. Þegar nær dró Reykjavík kom skipstjórinn auga á turn Hall- grímskirkju. Og það vakti slíka gleði í hjarta hans, að við heim- komuna færði hann kirkjunni gjöf sína. — Hvað boðar, hvað segir turninn á Hallgrímskirkju? Hvað lesum við út úr þessu tákni, sem ber efst við himin af öllu því sem hátt gnæfir í borginni. Út úr turn- inum er sem eg heyri og lesi upp- hafsstefið í orðum Passíusálm- anna: „Upp, — upp mín sál!“ Hlutverk Hallgríms Pétursson fyrir þjóðina, okkur hvert og eitt, er þetta í sem stystu máli: llpp, upp mín sál. Bænheyrsluna gefur Guð. Enginn hefur getað sagt þetta mikla stóra bænarákall í svo fáum smáum orðum. Þannig ber Hallgrímsturn hæst við him- inn í vitund þjóðarinnar. Þökk sé Hallgrími, dýrð sé Guði, — í Jesú nafni. Amen Ályktun þingflokks sjálfstædis- manna um áætlunarbeiðni Arnarflugs I>ingflokkur Sjálfstæðis- flokksins gerði eftirfarandi ályktun vegna umsóknar Árnarflugs um regluhundið áætlunarflug til nokkurra staða í Evrópu: „Þingflokkur sjálfstaeð- ismanna hefur rætt ítarlega beiðni Arnarflugs hf. til sam- gönguráðuneytisins um áætl- unarflug til tiltekinna borga í V-Þýskalandi, Frakklandi og Sviss. Þingmenn hafa fengið í hendur greinargerðir frá Arn- arflugi hf., og stjórnarformað- ur og framkvæmdastjóri fé- lagsins hafa komið á fund þing- flokksins og gert grein fyrir máli sínu. Þá hafa þingmenn kynnt sér gögn, sem málið varða, frá Flugráði. Þingflokkurinn er hlynntur samkeppni í flugrekstri sem á öðrum sviðum atvinnurekstrar. Þetta mál verður þó ekki af- greitt með þá hugsjón eina að leiðarljósi. Líta verður til sér- stakra atriða, sem taka verður tillit til. I því sambandi minnir þing- flokkurinn á þær forsendur, sem til grundvallar lágu sam- einingu flugfélaganna, Flugfé- lags Islands hf. og Loftleiða hf., með lagasetningu á Alþingi 1973. Eins og málum er nú háttað í flugrekstri telur þing- flokkurinn það með öllu óeðli- legt ef samgönguráðherra hyggst nú breyta um stefnu frá því sem Alþingi markaði hinu nýja félagi, Flugleiðum hf., árið 1973, og gildir þar einu þótt ein- stakir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins hafi ekki verið tals- menn sameiningar félaganna. Raunar hefur samgönguráð- herra áður brugðist þeim fyrir- heitum, sem Flugleiðum hf. voru gefin með því að veita Is- cargo hf. heimild til áætlunar- flugs til Amsterdam fyrr á þessu ári. í öðru lagi bendir þingflokk- urinn á þá þversögn, sem í því felst, að veita Flugleiðum hf. verulega fárhagsaðstoð úr rík- issjóði, samtímis því að tiltölu- lega þröngur markaður félags- ins yrði skertur með útgáfu heimilda til áætlunarflugs til annarra flugfélaga. Með hliðsjón af þessu telur þingflokkurinn ekki tímabært að samgönguráðherra verði við umræddri ósk Arnarflugs hf., en félaginu verði hins vegar gert kleift að auka umsvif sín án þess að stefnt verði til beinnar samkeppni við starf- andi flugfélög í landinu. Þingflokkurinn lýsir jafn- framt yfir stuðningi sínum við aðgerðir stjórnvalda til stuðn- ings Flugleiðum hf. í þeim erf- iðleikum, sem félagið á nú við að etja.“ Héraðsskól- inn í Reyk- holti 50 ára lléraösskólinn í Kvykholti í Korgarrirði á 50 ára víjj.sluafmadi hinn 7. nóvvmber nk. I því tilvfni vvróur vfnt til hátíóarsamkomu aó Kvykholti svm hvfst mvð hvlgi- stund í Kvykhollskirkju kl. 15.00 o)! vvróur fram haldið í íþróttahúsi skólans. Að samkomu lokinni vvró- ur gvstum boðió til kaffidrykkju í skólahúsinu. Allir, sem veriö hafa nemend- ur skólans, eru velkomnir á þessa samkomu svo og allir aðrir vel- unnarar skólans, sem vilja heim- sækja hann og taka þátt í Mannfagnaöi í tilefni þessa áfanga í starfi hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.