Morgunblaðið - 01.11.1981, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 01.11.1981, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1981 Sparifjársöfnun tengd rétti til lán i • i tij Sparnaöur þinn eftir Mánaöarleg innborgun hámarksupphæö Sparnaöur i lok tímabils Landsbankinn lánar þér Ráðstöfunarfé þitt * Mánaöarleg endurgreiösla Þú endurgreiöir Landsbankanum 6 mánuði 2,500,00 15,000,00 15.000,00 31.262,50 2.776,60 6 mánuðum 12 mánuði 2,500,00 30,000,00 30.000,00 65.075.00 3.028,90 12 mánuöum 18 mánuði 2.500,00 45.000,00 67.500,00 124 536,75 3.719,60 27 mánuöum 24 mánuöi 2.500,00 60 000,00 120.000,00 201.328,50 4 822,60 48 mánuöum Vertu vtóbúinn * f tölum þessum er relknaö með 34 % vöxtum af innlögöu fé, 37 % vöxtum af lánuöu fé, svo og kostnaöi vegna lántöku. Tölur þessar geta breytzt miöaö viö hvenær sparnaöur hefst. Vaxtakjör sparnaöar og láns eru háð vaxtaákvöröun Seölabanka íslands á hverjum tíma. Frímerki til að minnast 1000 ára kristniboðs PÓST- ng simamálastjnrnin mun gela út nytt frímerki þann 10. nóvember nk. og á því er minnst 1000 ára kristniboðs á íslandi, en árió 1981 er helgað kristniboði á íslandi. Frímerkið ber mynd af róðukrossi frá kirkjunni að Álftamýri við Arn- arfjörð. Hann er nú á Þjóðminja- safninu og mun að líkindum vera frá miðöldum. Krossinn er skorinn úr rekavið, eintrjáningi og eru greinar nýttar sem armar krossins. Róðukrossmerkið verður 2 kr. að verðgildi. LANDSBANKENN SparUán-tryggiiíg í framtíð 39. iðnþing Landssambands iðnaðarmanna: Frá vinstri: vSigmar Árnason blaðafulltrúi iðnþingsins, Þórleifur Jónsson framkvæmdastjóri Landssambandsins og Sigurður Kristinsson forseti Landssambands iðnaðarmanna. Svört atvinnustarf- semi ofarlega á baugi Leggir þú ákveöna upphæð mánaöar- lega inn á sparilánareikning í Landsbankanum, öölast þú rétt á spariláni, sem nemur allt að tvöfaldri sparnaðarupphæð þinni. Lántakan er einföld og fljótleg. Engin fasteignaveð.Engir ábyrgðarmenn. Aðeins gagnkvæmt traust. Sparilánabæklingurinn bíðurþín í næstu afgreiðslu Landsbankans. Iðnþing ísiendinga, það 39unda í röðinni, verður haldið í Reykjavík 4. til 6. nóv. nk. Iðnþing eru haldin annað hvert ár og fara þau með æðsta vald í málefnum Landssam- bands iðnaðarmanna, jafnframt því sem þar er mörkuð sú meginstefna, sem Landssambandið starfar eftir næstu tvö árin. Þingfulltrúar frá fé- lögum og félagasamböndum innan Landssambands iðnaðarmanna verða að þessu sinni 170. Skiptast þeir þannig, að frá fjórtán félögum innan Meistara- sambands byggingamanna eiga 62 fulltrúar seturétt. Frá Sambandi málm- og skipasmiðja koma 37 fulltrúar frá fjórum félögum. Þingfulltrúar húsgagna- og inn- réttingaiðnaðarins eru 8 frá tveim félögum. Frá fjórum félögum í rafiðnaði eru 14 fulltrúar. Frá öðr- um iðngreinafélögum og fyrir- tækjum eru fulltrúar 30 frá þret- tán félögum og fyrirtækjum. Þá verða þingfulltrúar átta iðnaðar- mannafélaga 19 að tölu. Auk þess- ara 170 þingfulltrúa eiga rétt á fundarsetu með tillögurétti og málfrelsi fulltrúar frá iðnfræðslu- skólum, iðnráðum ásamt fleiri að- ilum, innlendum og erlendum. Áætlaður fjöldi iðnþingsfulltrúa verður því samtals rúmlega 200 að þessu sinni, en að meðtöldum gest- um er við því að búast, að við setn- ingarathöfn Iðnþings verði um eða yfir 350 manns. Landssamband iðnaðarmanna var stofnað árið 1932 og lætur það sig skipta öll þau mál, er iðnrekst- ur varðar, en tekur þó ekki þátt í kjarasamningum. Þau mál sjá að- iidarfélögin um sjálf. Eftir venjuleg aðalfundarstörf verður á málaskrá inntökubeiðni nýrra félaga og hefur eitt félag sótt um inngöngu en það er Félag einingahúsaframleiðenda. Þá verða á dagskrá málefni undir- búningsnefnda Iðnþings og skipað verður í nefndir en ályktanir nefndanna móta stefnu Lands- sambandsins fyrir næstu tvö ár. Meðal mála sem verða á dagskrá eru iðnaðarstefna og iðnþróun, ný- iðnaður, útflutnings- og mark- aðsmál, íslensk innkaupastefna, efnahagsmál og ásamt mörgu öðru svört atvinnustarfsemi. Það kom fram á blaðamanna- fundi sem forráðamenn iðnþings- ins héldu að svokölluð svört atvinnustarfsemi færi æ vaxandi og væri orðin stórt þjóðfélagslegt vandamál sem snerti jafnt neyt- endur sem og allra handa fyrir- tæki. Þessi málaflokkur var einnig á dagskrá á síðasta iðnþingi. Kom fram á blaðamannafundinum að jafnframt því að vera gersamlega ólögleg snarbrenglaði svört at- vinnustarfsemi alla samkeppni í landinu. Hvaö framtíöin ber í skauti sér er okkur huliö. Eitter þó víst, fyrirhyggja er nauðsynleg. Ef þú hefur varasjóö til ráðstöfunar, þá átt þú auðveldara með aö greiða óvænt útgjöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.