Morgunblaðið - 01.11.1981, Síða 39

Morgunblaðið - 01.11.1981, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1981 39 Sigurður kaus að starfa í hinum þögla meirihluta, sem myndar stofn hverrar þjóðar. Þau afrek sem þar eru unnin eru sjaldan skráð eða þeim á loft haldið. Samt ráða störf þessa fólks því hvort þjóðin lifir eða ekki. Sigurður var ekki aðeins góður sjómaður heldur og afburða smið- ur og hafði alhliða smíðaréttindi. Systkinin frá Nikulásarhúsum voru listhneigð, en engin efni voru til að kosta þau til náms, enda þótti það í þann tíð ekki í askana látið. Það var raunar tilviljun að það yngsta þeirra, Nína, lagði út á Íistabrautina og varð þekkt lista- kona. Þegar Sigurður fór til Eyja árið 1923 til að setjast þar að, fór hann á undan konu sinni til að byggja þeim hús í hinum nýjum heim- kynnum. Húsið nefndu þau Hall- ormsstað. Hann sótti síðan konu sína, ungan son og dóttur til lands. í Eyjum fæddust þeim tveir synir, Sigurður, sem þau misstu 5 ára gamlan og Þórarinn, sem nú býr í Vestmannaeyjum og er skipaeft- irlitsmaður þar; giftur Perlu Björnsdóttur. Hin systkinin eru búsett í Reykjavík. Torfhildur, sem er gift Óskari Friðbjarnarsyni, lögreglumanni og Björn, húsasmíðameistari, gift- ur Jóhönnu Ingimundardóttur. Farþeganum, sem áður var minnst á, er enn minnisstæð þjóð- hátíðin, sem hann fór forðum að sækja. Gestkvæmt var í tjaldi fjölskyldunnar á Hallormsstað og var Sigurður hrókur alls fagnaðar. Hann hafði mikla og hljómfagra bassarödd og söng m.a. í Vest- mannakórnum og kirkjukórnum um langan aldur. Fór ekki milli mála að hér var mjög vinsælt fólk á ferð og mun svo hafa verið alla tíð. Það var langt um liðið frá því hjónin að Hallormsstað höfðu tek- ið sig upp og hafið landnám í Vestmannaeyjum þar til sú nótt kom, sem öllum er í fersku minni og nú verður getið. Börnin voru uppkomin og höfðu byrjað sinn eigin búskap og farn- ast vel. Þau höfðu vissulega haft barnalán. Þau hugðust njóta æfi- kvöldsins í friði og ró eftir eril- samt lífsstarf. Þau höfðu ekki hugsað sér að flytja úr Eyjum. Eyjarnar voru nú heimabyggð þeirra, er þau elskuðu og hér vildu þau njóta hinstu hvílu. En örlögin höfðu ákveðið þetta á annan veg. Hina ógnþrungnu nótt, þegar björgin klofnuðu og jörðin brann í Heimaey urðu þau, eins og aðrir að yfirgefa heimili sitt i skyndi og allt er þeim var kært á þessari eyju. Fara til lands ásamt öllum hinum. Þeim var tekið ástríkum örmum í landi, en það gat ekki bætt miss- inn. Það hafði verið skorið á þráð- inn er batt þau við heimili sitt og hina fögru byggð. Frú Guðbjörg lifði ekki lengi eftir þetta og ekki einu sinni óskin um að bera beinin í heimahögum gat ræst. Kirkjugarðurinn í Vestmanna- eyjum var hulinn þykku öskulagi. Hún hlaut legstað í Hábæjar- kirkjugarði í Þykkvabæ. Sigurður hvílir þar nú við hiið konu sinnar. Einn fegursta sólardag sumars- ins í ágústmánuði síðastliðnum var hann þar til moldu borinn. I Þykkvabæ er ein víðsýnasta og fegursta fjallasýn á íslandi auk þess að Vestmannaeyjar ber við himininn út við sjóndeildarhring- inn. Þennan dýrlega dag skartaði náttúran sínu fegurstu og Eyjarn- ar blöstu við hafsbrún í allri sinni dýrð. Það var eins og átthagarnir, bæði á landi og í Eyjum væru að skarta sínu fegursta í kveðjuskyni við þessi heiðurshjón og sýna á ótvíræðan hátt að þar sem góðir menn fari eru Guðs vegir. Þessar línur, þótt síðbúnar séu, eiga að votta virðingu og þakklæti fyrir ógleymanleg kynni. Færa fjölskyldu þeirra hluttekningu og þjóðinni óskir um að sem flestir þegnar þessa lands megi lifa og starfa með sama hugarfari — þá mun vel fara. Páll Finnbogasnn. t Innilegt þakklæti til altra þeirra sem sýndu okkur samúö og vinar- hug viö andlát og utför, HELGA ÞORGILSSONAR, Háholti 15, Keflavík. Þór Helgaaon, Cornelia Ingólfadóttir. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug vegna andláts og útfarar mannsins míns, INGIBERGS RUNÓLFSSONAR, Víöimel 19. Fyrir hönd vandamanna. Katrín Helgadóttir. t Vegna andláts og útfarar SÓLBORGAR GUORÍOAR BOGADÓTTUR, fyrrverandi yfirhjúkrunarkonu, þökkum við auösýnda samúð og vinarhug. Ingjaldur Bogason og aðrir vandamenn. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför systur okkar, TÓMASÍNU SKÚLADÓTTUR. Svava Skúladóttir, Dómhildur Skúladóttir. NYKOMIÐ Ótrúlega hagstætt verð 4* tl KM 'Xí I & :ra tedesca 1 p. cm. h 205 x 75 x 40 tr allemand á 1 nnrte húsgögn Langholtsvegi 111 Reykjavík Símar 27010 — 37144

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.