Morgunblaðið - 16.01.1982, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.01.1982, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1982 FV «! f « ii fíltööur á morgun Guðspjall dagsins: Jóh. 2: Brúðkaupið í Kana. IXJMKIRKJAN: Kl. 11 messa. Sr. Hjalti Guðmundsson. Kl. 2 messa. Sr. Þórir Stephensen. Vænst er þátttöku fermingar- barna og aðstandenda þeirra. Dómkórinn syngur, organleikari Marteinn H. Friðriksson. ÁRBÆJARPRESTAKALL: Barnasamkoma í safnaðarheim- ili Árhæjarsóknar kl. 10.30 árd. Guðsþjónusta í safnaðarheimil- inu kl. 2. Sr. Guðmundur Þor- steinsson. ÁSPRESTAKALL: Messa að Norðurbrún 1 kl. 2. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BREIÐHOLTSPRESTAKALL: Barnasakoma kl. 11 árd. Messa kl. 14 í Breiðholtsskóla. Sr. Lár- us Halldórsson. BÚSTAf)AKIRKJA:Barna- samkoma kl. 11 árd. Guðsþjón- usta kl. 1. Mánud. 18. jan.: Æskulýðsfundur kl. 20.30. Mið- vikud. 20. jan.: Félagsstarf aldr- aðra kl. 14—17. Sr. Olafur Skúla- son. DIGRANESPRESTAKALL: Barnasamkoma í safnaðarheim- ilinu við Bjarnhólastíg kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 2. Sr. Þorbergur Kristjáns- son. ELLIHEIMILIÐ GRIJND: Messa kl. 2. Sr. Jón Kr. ísfeld fyrrv. prófastur messar. Félag Fyrr- verandi sóknarpresta FELLA (X; HÓLAPRESTAKALL: Laugard.: Barnasamkoma í Hólabrekkuskóla kl. 2 e.h. Sunnud.: Barnasamkoma í Fella- skóla kl.ll f.h. Guðsþjónusta í safnaðarheimilinu að Keilufelli 1 Kl. 2 e.h. Sr. Hreinn Hjartar- son. G RENSÁSKIRK J A: Barnasam- koma kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Almenn samkoma nk. fimmtu- dagskvöld kl. 20.30. Sr. Halldór S. Gröndal. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Messa fyrir heyrnarlausa og að- standendur þeirra kl. 14. Sr. My- ako Þórðarson. Þriðjud. 19. jan. kl. 10.30: Fyrirbænaguðsþjón- usta, beðið fyrir sjúkum. Kirkju- skóli barnanna er á laugardög- um kl. 2 í gömlu kirkjunni. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Karl Sigurbjörnsson. HÁTEIGSKIRKJ.A: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Sr. Tómas Sveinsson. Messa kl. 2. Sr. Arngrímur Jónsson. KÁRSNESPRESTAKALL: Barna- samkoma í Kársnesskóla kl. 11 árd. Guðsþjónusta í Kópavogs- kirkju kl. 11 árd. Sr. Árni Páls- son. LANGHOLTSKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 2. Prestur sr. Pjetur Maack. Organleikari Jón Stef- ánsson. Sóknarnefndin. LAUGARNESKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Messa kl. 14. Altarisganga. Þriðjud. 19. jan.: Bænaguðsþjónusta kl. 18. Æsku- lýðsfundur kl. 20.30. Sóknar- prestur. NESKIRKJA: Laugard. 16. jan.: Samverustund aldraðra kl. 3. Ragnar Hinriksson sýnir nvyndir frá Öræfum íslands o.fl. Sunnud. 17. jan.: Barnasamkoma kl. 10.30. Guðsþjónusta kl. 2. Kirkjukaffi. Þriðjud. 19. jan.: Æskulýðsfundur kl. 20.00. Mið- vikud. 20. jan.: Fyrirbænamessa kl. 18.15. Sr. Frank M. Hall- dórsson. SELJASÓKN: Barnaguðsþjón- usta í Ölduselsskóla kl. 10.30. Barnaguðsþjónusta að Selja- braut 54 kl. 10.30. Guðsþjónusta í Ölduselsskóla kl. 14. Sóknar- prestur. SELTJARNARNESSÓKN:Barna- samkoma í Félagsheimilinu kl.ll árd. Sr. Frank M. Halldórsson. FRÍKIRKJAN í Reykjavík:Messa kl. 2. Organleikari Sigurður ís- ólfsson. Prestur sr. Kristján Róbertsson. KIRKJA ÓHÁÐA safnaðarins: Messa kl. 14. Sr. Árelíus Níels- son prédikar. Safnaðarstjórn. FÍLADELFÍUKIRKJAN: Sunnu- dagaskóli kl. 10.30. Safnaðar- guðsþjónusta kl. 14. Ræðumaður Daniel Glad. Samkoma á vegum Samhjálpar kl. 20. Stjórnandi Óli Ágústsson. Fórn tekin til Samhjálpar. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- dagaskóli kl. 10 árd. Bæn kl. 20 og hjálpræðissamkoma kl. 20.30. Kaft. Daniel Óskarsson talar. DÓMKIRKJA KRISTS Konungs Landakoti: Lágmessa kl. 8.30 árd. Hámessa kl. 10.30 árd. Lágmessa kl. 2 síðd. Alla rúmhelga daga er lágmessa kl. 6 síðd., nema laug- ardaga þá kl. 2 síðd. FELLAHELLIR: Kaþólsk messa kl. 11 árd. KFUM & KFUK Amtmannsstíg 2b: Samkoma á vegum Kristni- boðssambandsins kl. 20.30. Bene- dikt Arnkelsson guðfræðingur talar. Tekið verður á móti gjöf- um til kristniboðsins. KIRKJA JESU Krists hinna siðari daga heilögu, Skóiavörðust. 46: Sakramentissamkoma kl. 14. Sunnudagaskóli kl.15. BESSASTAÐAKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 14. Sr. Bragi Frið- riksson. KAPELLA St. Jósefssystra í Garðabæ: Hámessa kl. 2 síðd. VÍÐISTAÐASÓKN: Barnaguðs- þjónusta kl. 11 árd. Almenn guðsþjónusta kl. 14. Sr. Sigurður H. Guðmundsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Fjölskylduguðsþjónusta kl. 2 siðd. „Ungt fólk með hlutverk" aðstoðar. Sóknarprestur. FRÍKIRKJAN Hafnarf.: Barna- tími kl. 10.30. Guðsþjónusta kl. 14. Fundur fermingarbarna í Víðistaðaskóla í dag, laugardag kl. 14. Safnaðarstjórn. KAPELLAN St. Jósefsspítala: Messa kl. 10 árd. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8.30 árd. Rúmhelga daga messa kl. 8 árd. INNRI NJARÐVÍKURKIRKJA.: Barnaguðsþjónusta kl. 11 árd. sóknarprestur. STOKKSEYRARKIRKJA: Messa kl. 11 árd. Sóknarprestur. EYRARBAKKAKIRKJA: Messa kl.14. Sóknarprestur. HEILSUHÆLI NLFÍ: Messa kl. 10.45. Sr. Tómas Guiðmundsson. IX)RLÁKSHÖFN: Messa í skól- anum kl. 14. Fundur með for- eldrum fermingarbarna eftir messu. Sr. Tómas Guðmundsson. ÞINGVALLAKIRKJA: Barna- messa kl. 14. Sóknarprestur. AKRANESKIRKJA.: Barnasam- koma kl. 10.30. Messa kl. 14. Sr. Björn Jónsson. Lars Emil Johansen, iðnaðar og atvinnumálaráðherra Grænlendinga, með íslenzku fulltrúunum, sem eru: Sigurjón Ásbjörnsson, Rafn A. Sigurðsson, Magnús Oddsson, Agnar Olsen, Guðmundur Magnússon og Andrés Svanbjörnsson. Fulltrúar nokkurra íslenzkra fyrir tækja ræddu við grænlensk stjórn- völd um nánari samvinnu þjóðanna DAGANA II. og 12. janúar voru full- trúar nokkurra íslenzkra fyrirtækja staddir í Nuuk (Godthaab) á Græn- landi og ræddu við grænlenzku lands- stjórnina og fulltrúa hinna ýmsu hags- munasamtaka í Nuuk. Þeir sem fóru þessa ferð, voru Andrés Svanbjörnsson fram- kvæmdastjóri Virkis h.f., Agnar Olsen deildarverkfræðingur hjá Landsvirkjun, Magnús Oddsson markaðsfulltrúi Arnarflugs, Guð- mundur Magnússon flugrekstrar- stjóri Arnarflugs, Rafn A. Sigurðs- son markaðsstjóri Sölustofnunar lagmetis og Sigurjón Ásbjörnsson ráðgjafi, sem jafnframt var farar- stjóri, en Sigurjón er mjög kunnugur málum á Grænlandi. Islenzk stjórnvöld og heimastjórn- in á Grænlandi hafa á sl. ári átt viðræður um nánari samskipti þjóð- anna á sviði sjávarútvegs, orkumála, iðnaðarmála, samgöngu- og ferða- mála o.fl. og í framhaldi af því höfðu hinir íslenzku aðilar frumkvæði að þessari heimsókn. Islenzku fulltrúarnir áttu mjög vinsamlegar viðræður við Lars Emil Johansen landsstjórnarmann og Emil Abelsen forstöðumann At- vinnumálastofnunarinnar á Græn- landi. Ennfremur ræddu þeir við stjórnendur Grönlandske Tekniske Organisation, Godthaab Fiskeind- ustri, Grönlandsfly a/s og Godthaab Turistforening o.fl. Rætt var m.a. um ráðgjöf við byggingu orkuvera, jarðhitarann- sóknir og fiskvinnslu. Þess jná geta að öll orka á Grænlandi er nú fengin úr innfluttri olíu, en í undirbúningi eru nú áform um nýtingu innlendra orkugjafa, en þar gæti reynsla okkar á þessum sviðum orðið þeim að gagni. I viðræðunum um fiskveiðar og fiskvinnslu kom fram áhugi á nán- ara samstarfi við Islendinga m.a. á sviði rækjuvinnslu og um markaðs- samstarf á erlendum mörkuðum. Á undanförnum árum hafa Arnar- flug og Grönlandsfly a/s átt gott samstarf, sem áformað er að efla m.a. með reglubundnu flugi milli landanna, en eitt af skilyrðum fyrir auknu samstarfi þjóðanna er, að samgöngur verði efldar. Fram kom, að grundvöllur er fyrir auknum ferðamannastraumi milli landanna. í iðnaðarmálaum var einkum rætt um áframhaldandi samstarf við ís- lendinga varðandi ráðgjöf og við- skipti í tengslum við núverandi þróunaráætlun í ullarvinnslu og nýt- ingu, en fyrsta skrefið til slíks sam- starfs var stigið undir forystu Iðn- aðardeildar Sambands íslenzkra Samvinnufélaga á Akureyri á síðast- liðnum vetri. Var við þetta tækifæri gengið frá sölu á einu tonni af ís- lenzkum hespulopa til Grænlands, sem hluta af væntanlegum frekari lopaviðskiptum. Lars Emil Johansen lagði mikla áherzlu á að hægt yrði að koma á samstarfi við íslendinga og rómaði frumkvæði það, sem tekið hefði verið með þessari heimsókn. í lok heimsóknarinnar var haldin sameiginlegur blaðamannafundur með heimastjórhinni og hinum ís- lenzku fulltrúum. Sex landa fundur um verndun laxins Utanríkisráóuneytið hefur í nafni ríkisstjórnar íslands boðað til al- þjóðlegs fundar hér á landi um lax- veiðar. Hefst fundurinn á mánudag og stendur í eina viku og mun ætlun- in að reyna að komast að samkomu- lagi um verndun laxins á Norður Atlantshafi. Sex ríki munu taka þátt í fund- unum auk fulltrúa frá Efnahags- bandalaginu, það eru Kanada, Sví- þjóð, Danmörk fyrir hönd Fær- eyja, Island, Bandaríkin og Noreg- ur. Fyrirkomulag fundanna er ekki endanlega ákveðið, en það verður að lokinni setningu á mánudag. Sex verkalýðsfélög í Skagafirði: Virkja á Blöndu eftir tilhögun I Morgunblaðinu hefur borizt eftir farandi ályktun sameiginlegs fundar stjórna, Verkakvennafélagsins Öld- unnar, Sauðárkróki, Verkalýðsfé- lagsins Ársæls, Hofsósi, Verka- mannafélagsins Fram, Sauðárkróki, Iðnsveinafélags Skagafjarðar og Vörubílstjórafélags Skagafjarðar: „Fundurinn lýsir áhyggjum sín- um yfir því hve dráttur hefir orðið á endanlegri ákvörðun stjórnvalda um virkjun Blöndu. Bendir fund- urinn á lágar tekjur íbúa Norður- lands vestra og að ýmsir þættir atvinnulífsins eru veikir og tækni- leg þróun þess hægfara, miðað við það sem annarsstaðar gerist. Er því ljóst að stórframkvæmd sem virkjun Blöndu muni verða veik- burða atvinnulífi svæðisins mikill styrkur. Jafnhliða virkjunarfram- kvæmdum þarf að hefja öfiugt átak til uppbyggingar atvinnulífs- ins og fyrirtækja sem m.a. byggja sína tilveru á raforku. Fundurinn telur, að miðað við þær upplýsingar sem fyrir liggja um virkjunartilhögun við Blöndu, beri að fara eftir svokallaðri til- högun I, að fengnu skynsamlegu samkomulagi við landeigendur um bætur vegna þess lands sem fer undir vatn í fyrirhuguðu miðlun- arlóni. Fundurinn telur rangt að tala um eyðileggingu á því landi Sem undir miðlunarlónið fer, heldur verði um að ræða aðra nýtingu þess, sem komi íbúum kjördæmis- ins og þjóðarheildinni ekki síður að notum. Fundurinn harmar þær deilur sem uppi eru um virkjunartilhög- un og telur, að náist ekki sam- komulag eigi stjórnvöld að tryggja með nauðsynlegum aðgerðum, að andstaða einhvers hluta lendeig- enda komi ekki í veg fyrir fram- kvæmdir." Flugslys: Leiðrétting í frásögn Morgunblaðsins af flug- slysinu í Washington í gær er birtur listi yfir mestu flugslys í sögunni. List- inn er byggður á fréttaskeyti AP- fréttastofunnar. þar er sagt að a.m.k. 199 hafi farist er IX -8 þota frá Flug- leiðum hrapaði við ('olombo á Sri Lanka í nóvember 1978. Að sögn Skúla Jóns Sigurðssonar hjá Loftferðaeftirlitinu eru upplýs- ingar í skeytinu ekki réttar, í slysinu hafi farist 183, þar af átta menn úr áhöfn. Þotan hefði verið í eigu Loft- leiða, ekki Flugleiða, hefði ekki hrapað, heldur farist í aðflugi. Miðað við tölur Skúla er slysið á Colombo þá níunda mesta flugslysið frá upp- hafi, en ekki hið sjöunda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.