Morgunblaðið - 16.01.1982, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1982
Hvor vinnur - þrjósk-
an eða skynsemin?
eftir Þorstein Ö.
Stephensen
Síðdegisblaðið DV flytur þá
fregn á baksíðu fimmtudaginn 7.
jan. sl. að byggingaframkvaemdir
muni brátt hefjast hjá Seðlabank-
anum. Fyrirhuguð sex hæða bygg-
ing á að rísa á lóð sænska frysti-
hússins, sem nú hefur verið fjar-
lægt.
Kannske er það farið að fyrnast
fyrir sumum, sem gerðist í sam-
bandi við fyrirhugaða bankabygg-
ingu sumarið 1973.
Einhver kann að segja að písl-
arganga Seðlabankans í bygg-
ingamálum sé nú orðin svo iöng og
ströng að ekki sé á það bætandi.
Aðrir kunna að segja sem svo að
undirbúningi undir byggingu
bankahúss á frystihúslóðinni
norðan Arnarhóls sé svo langt
komið að ekki tjái um það að fást.
Ég er þessu ekki sammála. Það
er aldrei of seint að vara við því að
óheillaspor séu stigin, sem enn er
hægt að koma í veg fyrir.
Og þeir sem ferðinni ráða í
þessu máli geta ekki borið því við
að ekki hafi heyrst raddir frá al-
menningi sem vara við því að
bankahúsið verði byggt á þessum
stað. Þ. 27. nóv. sl. skrifar maður
að nafni Sigurjón Sigurðsson
skorinorða grein í Morgunblaðið,
og ber greinin þessa fyrirsögn:
„Myrkraverk Seðlabankans á Arn-
arhóli er menningarhneyksli sem
verður að stöðva."
Ég er sannfærður um að grein
Sigurjóns er eins og töluð út úr
hjarta alls þorra Reykvíkinga.
Greinin er skrifuð af mikilli al-
vöru og ósv'kinni tilfinningu fyrir
þeim verðmæ'um sem hér á að
fórna á altari ofmetnaðar og pen-
ingavalds.
Ég hafði þó nokkur afskipti af
mótmælum borgaranna á sínum
tíma. Þessvegna langar mig til að
rifja enn einu sinni upp það sem
þá gerðist.
Sumarið 1973, einu ári áður en
Islendingar minntust 1100 ára
byggðar í landinu, voru í fyrsta
sinn almenn mótmæli fram borin
útaf þessari staðsetningu bank-
ans. Reyndar risu þau fyrst og
fremst út af byrjunarframkvæmd-
um við grunn hússins. Þegar menn
sáu að stórvirkar vélar í þjónustu
bankans voru teknar að háma í sig
Arnarhólinn, urðu menn fyrst
furðu lostnir, en snerust fljótlega
til alvarlegra mótmæla. 12 eða 13
starfsmanna- og menningarfélög í
Reykjavík urðu ásátt um það, með
forgöngu Starfsmannafélags
Ríkisútvarpsins, að efna til borg-
arafundar á Arnarhóli. Þetta var
fjölmennur fundur og merkilegur.
Þar var samþykkt að safna undir-
skriftum Reykvíkinga undir mót-
mælaályktun fundarins, og minnir
mig að 8 til 10 þús. manns hafi
skrifað undir. (Þessar undirskrift-
ir voru síðan bundnar inn í regx-
inband, 3 bindi og eru nú geymdar
á skjalasafni Reykjavíkurborgar.)
Þessi fundur var mjög einhuga.
En auk þess bárust fundinum
ávörp þriggja höfuðskálda þjóðar-
innar: Gunnars Gunnarssonar,
Halldórs Laxness og Tómasar
Guðmundssonar.
Nú þegar enn er vegið í sama
knérunn og ákveðið að hefjast
handa um bygginguna næstu
daga, eftir að hafa mutrað bákn-
inu ofurlítið neðar í lóðina, finnst
mér rétt að rifja upp fáein af
alvöruþrungnum orðum þessara
þriggja merkismanna. (Þeim sem
vilja kynna sér þau í heild skal
bent á að þau voru prentuð i
Morgunblaðinu þ. 11. sept. 1973,
daginn eftir fundinn á Arnarhóli.)
Gunnar Gunnarsson líkir fyrir-
hugaðri bankabyggingu við Þor-
geirsbola. A einum stað í ávarpinu
segir hann: Mammon er að visu
mikið goð en ekki að því skapi geð-
þekkt“. Og síðar í ávarpinu segir
hann:
„Erlendar bankabyggingar mér
kunnar skera sig yfirleitt úr um
traustleik og tildursleysi, einnig
hvað lóðir og legu snertir. En
um það er Seðlabankinn íslenski
á annari línu. Það virðist vart
einleikið með hvílíkum fyrir-
gangi hann er sér úti um áber-
andi staðsetningu og íburðar-
mikil húsakynni."
HaUdór Laxness var staddur er-
lendis, en hafði fregnir af málinu
og sendi fundinum svohljóðandi
skeyti:
„Tek þátt í mótmælum lands-
manna gegn ábyrgðarlausri hé-
gómadýrð, með sóun á almanna-
fé til að reisa afkáralegt mont-
hús yfir fjárhagsvanmátt og
verðbólgu, skerða stolt höfuð-
borgarinnar og byrgja náttúru-
fegurð höfuðstaðarins."
Tómas Guðmundsson sagði að
hér væri að gerast ömurlegt slys.
Þetta friðsama góðskáld segir að
það sé illt ef ekki verði hægt að
afstýra því og ljúka málinu með
vinsemd og virðuleik. Síðan segir
hann:
„En verði allt að einu ekki kom-
ist hjá nokkrum æsingum, þá
ætti það að verða mönnum
huggun, að það er þó alltaf
skára að skömminni til að æsa
sig upp í þágu góðs málefnis."
Og mörg fleiri voru orð þessara
þriggja skálda.
Þetta dugði. Einhuga borgara-
fundur og mótmælaundirskriftir,
að viðhættum snuprum og varnað-
arorðum skáldanna varð til þess
að stjórnarmenn bankans og borg-
arstjórn gerði heyrinkunnugt að
málið yrði tekið til endurskoðun-
ar.
Menn drógu andann léltar. Við
áttum þá, eftir allt saman, heima í
lýðræðisþjóðfélagi. Nú var lengi
hljótt um þetta. En svo hélt borg-
in fyrir nokkrum árum sýningu á
Kjarvalsstöðum með skipulags-
uppdráttum og líkönum ýmissa
bygginga sem rísa áttu á óbyggð-
um svæðum í borginni. Ég fór á
þessa sýningu en varð engu nær
um það hvað fyrirhugað væri að
gera á frystihússlóðinni. Mig fór
að gruna að hér væru einhverjir
maðkar í mysunni. Til vonar og
vara flutti ég erindi um daginn og
veginn í útvarpið þar sem ég vakti
athygli á þessari vöntun borgar-
skipulagsins, og rifjaði stuttlega
upp það sem gerðist 1973.
Rökemdir okkar sem mótmælt-
um það sumar voru einkum: Arn-
arhéllinn er ósnertanlegur. Hann
er helgur blettuf. Þegar sænski
kumbaldinn er farinn verður af
Arnarhóli slíkt útsýni að ekkert
getur við það jafnast. Útsýnið yfir
sundin og Eyjarnar, og að baki
þess hin dásamlega fjallasýn: Esj-
an, Skarðsheiði, Akrafjal! og þeg-
ar best lætur einnig Fagraskóg-
arfjall. Á Arnarhóli og nágrenni
hans á að vera útsýnis- og útivist-
arstaður allra Reykvíkinga, við
eigum að fegra hann og prýða eins
Þorsteinn ö. Stephensen.
„Þetta er eins og að glíma
við draug í myrkri, þrjósk-
an beinhörð, engin
smekkvísi eða tilfinning
fyrir því hvað vel má
fara.“
og við getum, m.a. reisa þar lista-
verk eftir listamenn okkar, allt af
smekkvísi og ást á þessum bletti.
Ja, hvað skal segja, þetta er eins
og að glíma við draug í myrkri,
þrjóskan beinhörð, engin smekk-
vísi eða tilfinning fyrir því hvað
vel má fara. Hugsun okkur þessa
heljarbyggingu á þessum stað.
Hún breiðir sig ekki aðeins fyrir
útsýnið, heldur raskar hún öllum
hlutföllum í gamla bænum, en
margir hafa upp á síðkastið viljað
keppa þar að vissu samræmi og
gömlum blæ. Hún verður óbærileg
viðurstygg, hún eyðileggur gamla
bæinn.
Afstaða bankastjórnar og
bankaráðs er bg verður hverjum
manni óskiljanleg. Það er á allra
vitorði að Jóhannes Nordal er
óumdeildur forustumaður stjórn-
ar Seðlabankans. Hlýtur það ekki
að verða um alla tíð ofraun
mannlegri skynsemi að skilja
hvernig á því stendur að þessi
gáfumaður, sem safnað hefur á
sínar hendur meiri metorðum og
völdum en líklega nokkur annar
maður í landinu, skuli ennþá,
kominn fast að sextugu, ríða svo
aumum keppihesti að vilja fyrir
hvern mun sjá bankann sinn rísa
við Arnarhól.
En má ég snúa mér að borgar-
stjórninni með nokkrum orðum.
Ef endilega á að byggja á þessari
lóð, því í ósköpunum geymir ekki
borgin sjálf sér þennan stað. Mér
finnst í raun og veru ekkert annað
koma til greina að reisa á þessari
lóð en lágt og fallegt menningar-
hús fyrir borgina sjálfa. Hús sem
sæi yfir af hólnum, þó það væri
ekki nema ein hæð gæti það verið
rúmgott því lóðin er stór. Búa ekki
flestir heilstu listamenn íslands í
Reykjavík? Ekki veit maður til
þess að borgin hafi sýnt þeim mik-
inn sóma. Væri þetta ekki tilvalið
tækifæri til að bjóða hinum ýmsu
félögum listamanna, sem sum
hver eru á hrakhólum með aðset-
ursstað gott og menningarlegt
húsnæði á einum stað. Svo yrði í
húsinu stór og fallegur veitinga-
salur með leiksviði. Allt mundi
þetta tengjast Arnarhólnum á
listrænan hátt. E.t.v. mætti hafa
útirestaurant á þaki hússins á
góðviðrisdögum. í stuttu máli: hér
mætti gera dásamlegan útsýnis-
og útivistarstað. Listamenn okkar
mundu áreiðanlega ekki telja eftir
sér að prýða og fegra staðinn. Við
skulum líka muna það að Arnar-
hóllinn verður ævinlega sá staður,
þar sem við höldum okkar Þjóð-
hátíðir og önnur meiri háttar mót.
Fyndist nú ekki borgarstjórn-
inni skemmtilegt að gefa skáldum
sínum og listamönnum fyrirheit
um það sem ég hef hér að framan
lýst. Það er fram undan tilvalinn
dagur til afhendingar á slíku
gjafabréfi. Það er 23. apríl áttræð-
isafmæli Halldórs Laxness. Menn-
ingarhúsið fyndist mér að ætti á
einhvern hátt að tengja nöfnum
þeirra þriggja höfuðskálda okkar,
sem hafa svo drengilega stutt
okkur, sem höfum viljað vernda
Arnarhól. Væri þetta ekki líka
ólíkt skemmtilegri afmælisgjöf
frá Reykjavíkurborg til okkar
mikla höfundar heldur en hella
steypunni í mót þess húss sem
hann hefur hér að framan lýst.
Ég skal nú slíta þessu tali.
Rökræður um þetta mál mundu
heldur engan enda taka og fyrir
ekkert koma. Hér ræður aðeins
smekkvísi og ræktarsemi við
aldna eg óborna. Þessvegna segi
ég við ykkur síöast orða:
Borgarstjórn og Bankastjórn!
Látum hér við numið!
Verum ekki smáir!
Viðurkennum skyssur okkar og
leiðréttum þær áður en þær fara
að æpa á okkur!
Stækkun skipastólsins er
ávísun á verri lífskjör
eftir Kjartan Jóhanns-
son, formann Alþýöu-
flokksins
Sjómenn hafa undanfarið átt í
harðri baráttu fyrir kaupi sínu og
kjörum. Af þessu tilefni er rétt að
líta á, hversu afdrifaríkar afleið-
ingar það hefur fyrir kjör sjó-
manna og afkomu þjóðarbúsins,
þegar skipastóllinn stækkar um-
fram það sem hæfilegt er.
Það mikla skömmtunarkerfi,
sem við lýði er, sýnir vitaskuld og
sannar að miðað við núverandi að-
stæður er skipastóllinn of stór.
Þegar ekki er ráðlegt að auka afla-
magnið verða tekjurnar í heild
óbreyttar hjá fiskiskipaflotanum,
þótt skipi sé bætt í flotann. Það
kemur því vitaskuld bara minna í
hvern hlut. Tilkostnaðurinn vex
hins vegar sem kaupverði og
rekstrarkostnaði viðbótarskipsins
nemur og þannig versnar afkoma
útgerðarinnar. Þegar minna kem-
ur í hvern hlut rýrna svo tekjur
sjómannsins. Til þess að sjómað-
urinn geti haldið tekjum sínum
veróur hann þá að fá sérstaka hækk-
un á fiskverði vegna stækkunar
r[skiskipastólsins.
Til viðmiðunar má taka sam-
andregið yfirlit yfir afkomu 68
minni togara samkvæmt gögnum
Þjóðhagsstofnunar frá í sept. sl.
Þá voru heildartekjur þessara 68
skipa 955,8 millj. kr. og aflahlutur
alls 293,8 millj. kr.
Ef sami afli ætti að skiptast á
78 skip í stað 68, þá lækkuðu tekj-
urnar á hvern skuttogara úr 14,0
millj. kr. í 12,2 millj. kr. og meðal-
aflahlutur á togaraáhöfn úr 4,32
millj. kr. í 3,76 millj. kr. Til þess
að sjómenn héldu óbreyttu kaupi
þyrfti þess vegna sérstaka fisk-
verðshækkun einungis vegna tog-
arafjölgunarinnar sem nemur
14,8%. Sama gildir reyndar fyrir
útgerðina. Ef að líkum lætur yrði
svo fiskverðshækkuninni mætt
með tilsvarandi gengisfellingu og
verðbólgu.
Hvernig á að vera unnt að ná
raunhæfum árangri í því að bæta
lífskjör og draga úr verðbólgu
meðan þeirri stefnu er fylgt að
stækka sífellt fiskiskipastólinn,
þegar fiskistofnar eru fullnýttir?
Sérhvert viðbótarskip er þá ávísun
á verri kjör sjómanna og útgerðar
og gengisfeilingu nema hvort
tveggja sé.
Við þingmenn Alþýðuflokksins
fluttum á síðasta þingi fjögur
lagafrumvörp um takmörkun á
stærð fiskiskipastólsins og eitt
liggur fyrir þinginu núna. Það er
löngu orðið Ijóst að taka verður
þessi mál föstum tökum. Það er
grundvallaratriði varðandi lífs-
kjörin í landinu.
Þegar Alþýðuflokkurinn átti að-
ild að ríkisstjórn var innflutning-
ur fiskiskipa stöðvaður. Núver-
andi ríkisstjórn setti af stað
skriðu í innflutningi fiskiskipa.
Mér^elst svo til að viðbætur á ár-
unum 1981 —1982 muni nema yfir
20 stórum fiskiskipum samkvæmt
þeim loforðum, sem ráðherrar
hafa gefið. Það ráðslag er dýrt.
Það mun þýða aukna erfiðleika í
Kjartan Jóhannsson
„Hvernig á að vera unnt að
ná raunhæfum árangri í því að
bæta lífskjör og draga úr verð-
bólgu meðan þeirri stefnu er
fylgt að stækka sífellt fiski-
skipastólinn, þegar fiskistofnar
eru fullnýttir? Sérhvert viðbót-
arskip er þá ávísun á verri kjör
sjómanna og útgerðar og gengis-
fellingu nema hvort tveggja sé.“
sjávarútvegi, aukinn verðbólgu-
þrýsting og sérstakt gengisfall, en
það mun líka þýða harðnandi bar-
áttu hjá sjómönnum fyrir því að
fá haldið kaupi sínu.
Útivistarferð
að Gullfossi
VEGNA fjölda áskorana
efnir ÍJtivist aftur til ferðar
að Gullfossi á sunnudaginn
klukkan 10.00. Vegna kuld-
anna er fossinn nú í
óvenjulega fallegum klaka-
böndum.
I ferðinni verður komið
við í Haukadal og horft á
hverina gjósa. Um síðustu
helgi var geysisgos og
Strokkur gaus einnig fal-
lega.
Farið er frá Umferð-
armiðstöðinni að vestan-
verðu. Fargjald, sem er
eitt hundrað og fimmtíu
krónur, er innheimt í bíl-
unum.
Kunnugir leiðsögu-
menn og fararstjórar
verða með í ferðinni! Allir
velkomnir.