Morgunblaðið - 16.01.1982, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1982
Flugslysið í Washington:
Fórnaði lífí sínu svo
aðrir kæmust lífs af
Wa.shint;lon, 15. janúar. Al*.
MIÐALIIRA maður fórnaði
líH sínu svo að aðrir farþegar
úr þotu Air Florida, sem hrap-
aði í 1‘otomac-ána í Washing-
ton, mættu bjargast. Rétti
hann alltaf öðrum björgunar
línu sem varpað var til hans
úr þyrlu, og þegar hann var
einn eftir í vatninu og þyrlan
á leið til hans, þrutu kraftar
mannsins svo hann sökk og
hvarf í ána.
„Eg hef aldrei séð neinn
fórna sér svona, hann ætl-
aði að verða síðastur í land.
I mínum augum er þessi
maður hetja," sagði annar
þyrlumaðurinn sem bjarg-
aði fimm farþegum úr þot-
unni upp úr jökulkaldri
ánni.
Annar tveggja þyrluflug-
mannanna var læknir og
sagðist sjá illa slasað fólk
nær daglega og því vera
orðinn ýmsu vanur og kippti
sér vart upp. „En þegar ég
þurfti að skýra frá því að
maðurinn hefði horfið í ána,
brustu fram tár og hann var
þeirra verður."
Þyrlumennirnir töldu sig
mundu þekkja manninn af
myndum, hann hefði verið
um 55 ára, með mikið yfir-
varaskegg og hár farið að
þynnast.
Flugmaður annarrar þotu
sá ísingu á þotu Air Florida
\N a.shinglon, 15. janúar. Al’.
KAFARAR telja sig hafa fund-
ið þann hluta úr Boeing
737-þotu Air Florida er hrapaði
ofan í Rotomac-ána í höfuðborg
Bandaríkjanna á miðvikudag,
sem inniheldur „svörtu kass-
ana“ svokölluðu, sem inni-
halda fjarskipti og samtöl í
flugstjórnarklefa og ýmsar upp-
lýsingar um flug þotunnar síð-
ustu 30 mínútur fyrir slysið.
Fundu kafararnir þennan
hluta braksins fyrir myrkur í
gær, en gátu ekki athafnað
sig og verður reynt að ná
brakinu upp í dag. Vonast er
til að nálgast megi skýring-
una á því hvað orsakaði slys-
ið þegar svörtu kassarnir
finnast.
Af hálfu rannsóknaraðila
beinist athyglin að mestu
leyti að því hvort ísing og
snjór á flugvélinni hafi
orsakað slysið. Grunur leikur
á, að meðan þotan beið í
klukkustund eftir flugtaks-
heimild hafi snjór og ísing
hlaðist á hana, því útkoma
var allan tímann. Flugmaður
á Braniff-þotu sagðist hafa
séð ísingu á skrokk þotunnar
og vængjum er hún ók út á
flugbrautina.
Meðan þotan stanzaði í
Washington var ísvarnarefni,
glýkóli, sprautað á hana
tvisvar til þrisvar sinnum.
Liðu 40 mínútur frá síðustu
sprautun þar til þotan ók út á
flugbrautina.
Það er ekki nóg að ísing
auki verulega á hleðslu flug-
vélar, heldur raskar hún öliu
jafnvægi hennar og flugeig-
inleikum, m.a. dregur veru-
lega úr lyftigetu vængjanna.
Auk ísingarinnar beinist
athyglin að veðurfarsaðstæð-
um og aðstæðum á flugbraut-
inni, en einhver krapi var á
henni þegar þotan reyndi
flugtak. Þá er ekki útilokað
að um hreyfilbilun hafi verið
að ræða, og að jafnvel hafi
verið sett á hana óhreint
eldsneyti.
Misheppnuð
innrás á Haiti
BANDARÍSKA strandgæzlan skýrði
frá því að Bernard Sansaricq, leið-
(ogi burtflutlra Haiti-manna er
gerðu innrás á eyna Tortuga við
llaiti, hefði verið tekinn fastur
ásamt 25 fylgisveinum sínum og
væru þeir á leið til Miami þar sem
þeirra biðu réttarhöld.
Grunur leikur á að tveir Banda-
Dollar
lækkar
hmdon, 15. janúar. Al*.
VERD á dollar féll á evrópskum
gjaldeyrismörkuðum í morgun,
eftir talsverða hækkun í gær og
fyrradag.
Gullverð stóð hins vegar í
stað, fyrst og fremst fyrir
ákvörðun gullkaupmanna.
Verðlækkunin á dollar var
óveruleg, en talið eðlilegt að hin
öra verðlækkun á gulli stað-
næmdist eða hægði á sér. Gull-
verð hafði lækkað vegna auk-
innar gullsölu Rússa og Suður-
Afríkumanna.
ríkjamenn hafi tekið þátt í valda-
ránstilrauninni á Haiti, sem virð-
ist hafa farið út um þúfur er hafð-
ar voru hendur í hári Sansaricq og
25-menninganna. Þó var skýrt frá
því af opinberri hálfu í Port-au-
Prince að sumir innrásarmann-
anna væru enn á Haiti og ættu í
útistöðum við stjórnarhermenn.
Starfsmaður bandaríska sendi-
ráðsins í Port-au-Prince sagði að
einhverjir hefðu særst í skotbar-
dögum innrásarmanna og stjórn-
arhermanna, en enginn fallið.
Talsmaður stjórnarinnar sagði að
43 innrásarmannanna hefðu náðst
og væru í haldi, en sjónvarpið á
Haiti sagði þrjá hafa látið lífið í
átökum. Utanríkisráðuneytið í
Washington sagðist hafa heimild-
ir um að fimm innrásarmannanna
hefðu verið felldir og einn náðst á
lífi.
Sansaricq og félagar hans voru
teknir fastir skömmu eftir að þeir
reyndu að flýja frá Tortuga eftir
misheppnaða innrás. Bilaði bátur
þeirra og var hann tekinn í tog til
Florida. Tilgangur Sansaricq og
félaga hans með innrásinni var að
velta Jean-Claude Duvalier for-
seta Haiti úr sessi.
Þrjú ár fyrir ad ætla að meiða Thatcher
D>ndon, 15. janúar. Al*.
ÁTJAN ára námsmaður, Nigel
Kastmond, var í dag hreinsaður af
ákæru um að hafa ætlað að ráða
Margaret Thatrher, forsætisráð-
herra Bretlands, af dögum, en
dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir
ólöglegan vopnaburð, tilræði við
starfsmann þingsins og fyrirætlanir
um líkamsárás á forsætisráðherra.
Kastmond er þjóðfélagsfræði-
stúdent frá norðurhluta Ijondon.
Hinn 9. júlí síðastliðinn braust
hann inn á lóð lávarðadeildar
brezka þingsins með 25 sentimetra
brauðhníf að vopni. Öryggisvörð-
um tókst að yfirbuga hann eftir
átök í bakgörðum húsakynna lá-
varðadeildarinnar.
Bastmond viðurkenndi eftir að
hann var handtekinn, að hann
hefði ætlað sér að myrða forsæt-
isráðherrann. Hann sagðist ekki
vera geðsjúkur. Seinna saRðist
hann ekki hafa haft uppi nein
áform um að valda neinum manni
meiðslum, hefði látið þessi orð
falla við lögreglu þar sem honum
þótti mótmælaaðgerðum sínum
sýnd lítil athygli. Eastmond er
kommúnisti, róttækur vinstri-
sinni, að eigin sögn.
Guatemala:
Borgarastyrjöldin
gerist æ blóðugri
(^uatemalaborg, 15. janúar. Al*.
BORGARASTYRJÖLDIN í Guate
mala gerist æ blóðugri og hafa sam-
tals 260 manns fallið það sem af er
árinu. Á fyrra ári féllu að jafnaði 300
manns á mánuði hverjum og er auk-
ið mannfall nú rekið til fyrirhugaðra
kosninga 7. mars nk. og mikilla
árása hersins á bækistöðvar skæru-
liða að undanförnu.
I Guatemala situr hægri sinnuð
herforingjastjórn og gegn henni
berjast fern samtök vinstrimanna.
Flest morðin er kennd dauðasveit-
unum svokölluðu úr herbúðum
beggja, sem fara myrðandi um
landið og skeyta engu hverjir
verða fyrir barðinu á þeim. Sl.
þriðjudag var t.d. ráðist inn á
heimili manns nokkurs og hann
drepinn og öll hans fjölskylda, 12
manns á aldrinum 6—65 ára.
I Guatemala eiga þingkosn-
ingarnar að fara fram 7. mars nk.
og eru skæruliðar sagðir þeim
andsnúnir og vilja reyna að koma
í veg fyrir þær. Þeim er þó ekki
kennt um flest morðin, að sögn
kirkjunnar og mannréttindasam-
taka eru hægrimenn stórvirkari í
þeim efnum.
Dóttir saudi arabísks sendiráðsmanns í Stokkhólmi:
Hljóp frá foreldrunum
og mannsefninu þeirra
Stokkhólmi, 15. janúar. Al*.
SIDAMEISTARI sænska utanrík-
isráðuncytisins tilkynnti í dag sendi-
ráði Saudi-Arabíu í Stokkhólmi, að
dóttir eins sendiráðsmannsins, sem
saknað hefur verið um þriggja vikna
skeið, væri ekki lengur stödd í Sví-
þjóð og hefði allri leit verið hætt af
þcim sökum.
Málavextir eru þeir, að Ablah
Fathi, 18 ára gömul dóttir eins
helsta sendiráðsmanns Saudi-
Araba í Svíþjóð, hljópst í burtu í
þann mund sem hún átti að halda
til síns heima með foreldrum sín-
um og giftast þar manni, sem þeir
höfðu valið henni. Sagt er, að Abl-
ah hafi verið farin að kunna vest-
rænum lífsháttum vel og ekki get-
að hugsað sér að taka aftur upp
siðvenjur síns fólks.
I sænskum blöðum er þessu
máli gerð mikil skil og segir í
einu, að fjölskylda Ablah hafi
ráðið í þjónustu sína einkalög-
reglumenn til að hafa uppi á
henni og koma henni heim með
valdi, ef ekki vildi betur. Einnig
segir, að með því framferði sínu
að neita að giftast þeim manni,
sem fjölskyldan hafði valið henni,
hafi stúlkan gerst sek um glæp,
sem dauðarefsing lægi við í
Saudi-Arabíu.
I sumum blöðum segir, að það
hafi síðast frést af Ablah, að hún
hafi dvalið nætursakir á hóteli á
einhverri ónefndri eyju í Vestur-
Indíum.