Morgunblaðið - 16.01.1982, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JANUAR 1982
Minning:
Kristinn Vigfússon
byggingarmeistari
Fæddur 7. janúar 1893
Dáinn 5. janúar 1982
Ekki brást okkur hjónum lýsing
þeirra kosta hússins Þórshamars,
að góðir væru næstu nágrannar, í
Árnesi, Kristinn Vigfússon og Al-
dís Guðmundsdóttir frá Sandvík.
Kynningu okkar við þá góðu og
glæsilegu konu Aldísi, reyndi ég
að lýsa í Mbl. 16. ág. 1966, er hún
var öll.
Þau hjón áttu þrjá sonu: Guð-
mund f. 31. des. 1930, féhirði í
Landsbanka íslands, útib. Sel-
fossi, giftur Ásdísi Ingvarsdóttur
frá Skipum. Sigfús, f. 27. maí 1932
byggingarmeistara Selfossi, giftur
Sólveigu Þórðardóttur frá Sölv-
holti, og Hafsteinn f. 11. ágúst
1933, framkvæmdastjóra Kjöríss
hf. Hveragerði, giftur Laufeyju
Valdimarsdóttur frá Hreiðri í
Holtum.
Eðlilega urðu mörg og margs-
konar samskipti okkar Kristins
bæði í byggingavinnu og félags-
skap, en aldrei féll styggðaryrði á
milli okkar né heimilanna.
Þar sem Kristinn var fæddur og
uppalinn á Eyrarbakka, sem á
þeim tíma var meiri verslunar- og
höfuðstaður Suðurlandsundir-
lendisins en ég, af öðru lands-
horni, hafði þekkt.
Þótt skólaganga unglinga væri
ekki mikil þar frekar en annar-
staðar á þeim árum, mun þar hafa
verið meiri umsvif og menning-
arbragur á ýmsu en víða annar-
staðar og bar Kristinn vel þess
merki.
Fljótt varð mér ljóst, að fyrir
meirihlutanum af byggingum, svo
sem Mjólkurbúi Flóamanna, ann-
arra fyrirtækja og einstaklinga,
var honum vel trúað fyrir, enda
orðinn vel kunnur af.
Það var því eðlilegt að spyrja,
hvar hafði þessi höfuðsmiður hér-
aðsins lært? Þar þótti líka önnur
skýring nærtæk: Hann var kom-
inn útaf Illuga smið. Hann hafði
líka fljótt í bernsku farið að
föndra við slíkt og að líkum hefur
Sigurði Isleifssyni smið sýnst
hann þar til líklegur þar sem hann
tók hann fljótt „í læri“, tvö haust
fram að vertíð.
Nútíminn mundi telja, að þó
honum hafi þar vel tekist við hef-
ilbekk við kommóður og skápa,
gæti verið að hann skorti eitthvað
til að standa fyrir stórverkum.
Við ýmsar byggingar og brú-
arsmíði vann hann með smiðum
og hefur án efa haft vel opin augu
fyrir öllu er fyrir bar og meðfædd
fjölhæfni hugs og handar fengið
góðan byr undir vængi og nýst vel
af rólegri eftirtekt. Það er eins og
Alstjórnin hafi verið að leika sér,
að setja upp fagra mynd, er svo
réðist, að Kristinn byggði Hjalla-
kirkju í Ölfusi, 1928 og þann góða
smið vildu þeir fá til að byggja
annað hús þar í hverfinu litlu síð-
ar, en áður réðist hann að bygg-
ingu myndarlegs íbúðarhúss að
Litlu Sandvík í Flóa, hjá Guð-
mundi Þorvarðarsyni og ávann sér
þar órofa vináttu allra á heimilinu
og ekki síst heimasætunnar, Al-
dísar og voru þau einmitt gefin
saman í hjónaband í hinu nýja
guðshúsi, Hjallakirkju, 2. nóv.
1929.
Flest virðist benda til þess, að
það verk Kristins, að byggja íbúð-
arhús fyrir Einar Pálsson úti-
bústj. Landsbankans á Selfossi,
hafi orðið til þess að hann festi
þar rætur, fékk þar næstu lóð og
reisti sitt eigið hús, Árnes, er enn
stendur með sóma, eitt af þeim 6
húsum er byggð voru á staðnum
það ár, og mátti heita upphaf á
uppbyggingu staðarins. Saman
mun hafa farið, að vöxtur staðar-
ins krafði um miklar byggingar-
framkvæmdir og happ hans, að fá
svo færan hagsýnan dugnaðar-
mann, og Kristins að hafa óþrjót-
andi vinnu, en slíkt var meira en
margir smiðir þó góðir væru, gátu
glaðst við.
Náttúrlega áttu hin góðu sam-
skipti allra við manninn þar
sterkastan þátt er líka sannaðist
með því, að honum voru veitt heið-
ursverðlaun Iðnaðarsamtakanna
1963, sem mér heyrðist allir telja
að vel hafi verið að verðugu.
Var þetta lífsgengi kannski ein-
mitt arfur frá Illuga smið? sem
líka fékk viðurkenningar verðlaun
á sínum tíma? og á þessi arfur líka
eftir að þjóna héraðinu um ókom-
in ár í verkum þeirra 7 nemenda
er útskrifast hafa á nafni Kristins
og víst flestir þeirra af sömu
ættgrein. Foreldrar Kristins voru
Vigfús Halldórsson frá Ósabakka
á Skeiðum og Sigurbjörg Hafliða-
dóttir frá Brúnavallakoti í sömu
sveit (langafi hennar var Illugi
smiður).
Er við Kristinn urðum sessu-
nautar í Rotaryklúbbnum á Sel-
fossi, mundu fáir hafa getað látið
sér detta í hug, að þar stigi maður
í fyrsta sinn í ræðustól, svo vel
flutti hann mál sitt, lifandi lýs-
ingar úr lífsgengi samtíðarinnar,
að ógleymanlegt varð okkur flest-
um.
Svo eftirminnilega sagði hann
t.d. frá, er hann var á vegum Geirs
Zóéga vegamálastjóra á Austur-
landi og Geir valdi hann, aðeins
22ja ára gamlan pilt úr flokknum,
fyrirvaralaust til að fara með sér
til Norðfjarðar, hvar Kristinn
hafði aldrei komið og þekkti engan
mann, en skyldi þar annast smíði
Hafskipsbryggju þeirrar fyrstu á
Austurlandi eftir augnabliks
kynningu Geirs, er hélt áfram með
skipinu.
En Kristinn hafði lýst fyrir
okkur hvernig léttúðugir gárungar
vildu lyfta honum uppúr einmana-
leikanum, þeir hefðu allt til reiðu:
lifandi og dautt, fast og fljótandi
lífsnautnanna gull, spurðum við,
hvað hjálpaði þér til að sigrast á
öllum freistingunum, sleppa við
allan voðann en eignast og njóta
að vinum ævilangt úrvals menn?.:
„að, ég var alinn upp við reglusemi
og sparsemi og innrætt ábyrgðar-
tilfinning, áhrifin sem ég varð
fyrir í barnastúkunni á Eyrar-
bakka sögðu til sín og reyndust
enn hafa sterk ítök í mér“.
Reynsla þessa sumars taldi
hann mjög hafa skipt sköpum í lífi
sínu. Vel mun okkur flestum, er á
hlýddu, í minni frásögn hans af
upphafi Hveragerðisbyggðar vorið
1929, er hann tók að sér að reisa
Mjólkurbú Ölfusinga í Hveragerði.
Þá var svæðið sunnan Varmár
autt og óbyggt. Hann fékk far með
mjólkurbíl að Safnréttinni sem nú
er horfin. Þaðan báru hann og
vinnufélaginn (nemi hans?) verk-
færakistuna og slíkt uppá hvera-
svæðið, en í skepnukofa alllangt
frá gátu þeir leitað sér skjóls og
neytt nestis síns. Þessu verki lauk
hann árið eftir og byggði þá Fund-
arhús fyrir Ölfushrepp 1930. Sú
bygging stendur enn, Hótel
Hveragerði.
Löng væri sú upptalning, ef
telja skyldi alla þær byggingar er
Kristinn reisti á Selfossi og víðar
á sinni löngu starfsævi. Stundum
ekki leikur við að fást, eins og þeg-
ar allt var háð leyfum t.d. við
byrjun á byggingu Slátursfélags
Suðurlands á Selfossi, en ekki
heldur það heyrði ég hagga ró
hans.
Sönnun þess, að hin ættgenga
byggingarlist hafi ekki fallið niður
á ævi Kristins, getum við haft
fyrir augum er við ökum um Sel-
foss, hið mikla verslunarhús K.Á.
sem einmitt sonur hans er að
b.vggja.
Kristinn var víst ekki gamall
frekar en aðrir unglingar þátíðar,
er hann gekk til þeirra starfa er
nú þætti engu barni bjóðandi,
(ekki einu sinni fullorðnum) næst-
um í hvaða vetrarveðrum sem var,
um miðja nótt, að fara útí beitu-
skúrana, þau lélegu hreisi, og há-
tíð hjá því hefur verið að róa út á
árabátunum er þar að kom. Krist-
inn var m.a. háseti 5 vertíðir í
Þoriákshöfn og 9 vertíðir alls
formaður og lukkumaður í því sem
öðru. Síðasta vertíð hans í Þor-
lákshöfn 1929, var líka síðasta
vertíð áraskipaaldar þar og hann
með eina áraskipið sem í notað
var, hitt allt trillur. Þetta skip er
geymt til minja og er vel varðveitt
í minjasafni á Eyrarbakka. Það
var á sýningunni íslendingar og
hafið.
Eg held, að Kristinn hafi verið
einn af þeim mönnum, er stundum
var sagt, að sæju ýmislegt lengra
nefi sínu og honum ekki komið allt
á óvart. Ein af hugleiðingum
þessa gjörhugula manns var með
hans eigin orðum: „Hverjum ein-
staklingi sé það vænlegast, að vera
góður þegn þjóðfélagsins, sjálf-
stæður en þó einskis undirlægja,
og — Trú, sé eining mannssálar-
innar og guðs“.
Víst hafði hann rennt huganum
yfir sundið, efaðist ekkert um til-
veru hans né hugsanlega vitneskju
héðan á milli.
Hverjum svo frjálst og vel hugs-
andi hljóta að verða vistaskiptin
létt, leggja héðan frá strönd með
góða samvisku, hafa vel unnið
meðan dagur entist, vitandi vina-
óskir allra sér að baki, trúandi á
að mæta ástvini og vinum þar á
strönd, hamingjan blessi honum
þá nýs árs sól.
Trúi, er brýnir báti á strönd,
breiðan eftir hafsins veginn, al-
hugstrygga ástarhönd, eigi vísa
hinumegin.
Við, sem vorum svo heppin að
njóta kynningar og vináttu þessa
meðbróður, munum í þakkarskyni
reyna að fylgja honum síðasta
spölinn í Selfosskirkjugarð á
laugardaginn kemur, 16. janúar.
Ingþór Sigurbjs.
Hafliði Kristinn Vigfússon,
trésmíðameistari á Selfossi, lést í
sjúkrahúsinu þar 5. janúar síð-
astliðinn. Hann var fæddur í
Simbakoti á Eyrarbakka 7. janúar
1893. Foreldrar hans voru hjónin
Vigfús Halldórsson sjómaður á
Litlu Háeyri og Sigurbjörg Haf-
liðadóttir. Hann verður jarðsung-
inn í dag frá Selfosskirkju.
Kristinn Vigfússon varð þegar á
ungum aldri mikill dugnaðar- og
hagleiksmaður. Hann hóf þegar er
kraftar leyfðu að stunda sjó, bæði
í Þorlákshöfn og á Eyrarbakka.
Hann var lengi í skipsrúmi hjá
Jóni yngra Jónssyni frá Hlíðar-
enda í Ölfusi, miklum aflamanni
og frægum formanni. Jón hafði
mikið álit á Kristni, og varð hann
fljótlega önnur hönd hans, jafnt á
sjó og landi. Þegar Jón forfallaðist
varð Kristinn formaður í hans
stað, og heppnaðist honum það
vel, varð fengsæll í afla og mikill
stjórnandi.
Kristinn var formaður í Þor-
lákshöfn og Eyrarbakka frá
1918—1929. Hann hóf formennsku
á áraskipi, en var síðar skipstjóri
á vélknúnu þilskipi, og tengdi
þannig saman gamla og nýja tím-
ann í sjómennsku og sjósókn við
suðurströndina. Með komu
vélknúinna þilskipa við suður-
ströndina fornu verstöðvunum á
Eyrum, urðu miklar breytingar og
ullu þær straumhvörfum í at-
vinnulífi og afkomu fólksins í
þorpunum á ströndinni. Með komu
þeirra hófst blómaskeið í sögu
þeirra, en það stóð skammt, sök-
um þess, að landsstjórn og fjár-
veitingavald skildi ekki þörfina
fyrir bættum lendingarskilyrðum
og gerð fiskihafna á Eyrum.
Sjósókn á vélskipum var mikið
vandamál til úrlausnar fyrst í
stað. Það þurfti skyggnari sjónir
til að velja lag inn brimsund, það
þurfti samhæfingu formanns,
vélamanns og skipshafnar. Öruggt
var áralag á brimsundum fyrri
manna, en stjórnin á vélknúnum
þilskipum var enn þá vandasam-
ari. Vélaaflið var mikils virði und-
ir stjórn velæfðra og laginna
stjórnenda. Kristinn Vigfússon
var fljótlega frábær formaður á
vélskipi, og valdi sér góðan og
traustan vélamann. Hann aflaði
vel meðan hann var formaður og
kunni fim tök á öllu er laut að
sjónum. Hæfileikar hans á sviði
sjómennskunnar, urðu honum síð-
ar vængtök til fyllri óska á ævi-
leiðinni, er lítillega verður vikið
að.
I byrjun 20. aldar áttu æsku-
menn á Eyrarbakka ekki mikilla
kosta völ til sumaratvinnu, en það
var mikið atriði fyrir hvern og
^inn að fá góða vinnu yfir sumar-
mánuðina. Kristinn Vigfússon átti
á unglingsárum miklar vonir og
glæsta drauma um komandi tíma.
Hann varð snemma þekktur hag-
leiksmaður, verkhygginn og dug-
legur. Hann þráði að komast í
smíðavinnu, en engin tök voru á
því fyrir hann að læra smíðar.
En hann komst fljótlega í vinnu
hjá áhrifaríkum mönnum í þjón-
ustu ríkisins. Árið 1911 réðist
hann í fyrsta sinn að stórverki, en
það var byggingar brúar yfir Ytri
Rangá. Jón Þorláksson lands-
verkfræðingur og síðar forsætis-
ráðherra hafði eftirlit með
verkinu. Hann kom auga á dugnað
og verkhyggni unga mannsins frá
Eyrarbakka og tókst með þeim
vinátta er hélzt meðan báðir lifðu.
Kristinn fékk á ungum aldri
mikinn áhuga á steinsteypu sem
byggingarefni. Hann lagði sig
fram um gerð hennar, blöndun og
bindingu, og val efnis í hana, bæði
möl og sand. Kristinn varð sér-
staklega vel að sér í þessum grein-
um og get ég vitnað um það af
eigin reynslu, þegar ég starfaði
hjá honum, fékk hann lof fyrir
þessi efni hjá einum frægasta
verkfræðingi landsins í þessari
grein.
Árið 1915 var Kristinn Vigfús-
son ráðinn verkstjóri við hafnar-
bryggjugerð á Norðfirði og tókst
það verk með ágætum undir stjórn
hans. Næstu ár fékk hann ýmis
verkefni til að glíma við. En árið
1921 smíðaði hann flóðgátt Skeið-
arárveitunnar við Þjórsá. En árið
1925 var honum falið erfitt verk-
efni, sem þurfti að leysa af mikl-
um dugnaði og útsjónarsemi.
Kristinn sagði mér sjálfur frá því,
hvernig það atvikaðist að hann
fékk þetta verk. Eg ætla í stuttu
Konan mín og móöir- okkar,
SIGRÍÐUR PÁLSDÓTTIR,
Traöarstíg 6,
Bolungarvík,
lézt fimmtudaginn 14. janúar. Jóhann Pálsson
og börn.
Sonur minn og bróöir okkar,
GUDMUNDUR E.Þ. BJÖRNSSON,
Skipasundi 3, Roykjavík,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 19. janúar kl.
10.30 f.h. Gíslína Árnadóttir,
Kristin Björnsdóttir,
Viöar Björnsson,
Sigurjón Björnsson.
+
Viö munum geyma i minningu okkar þá samúö sem okkur var sýnd
viö fráfall
HERMANNS HOSKULDSSONAR
OG
GUORÚNAR HERMANNSDÓTTUR
Skarphéöinn Gíslason,
Höskuldur Skarphéðinss., Höröur Skarphéöinsson
og og
dætur Margrét Jónsdóttir,
Jóhanna Skarphéöinsdóttir,
Gunnar Pálmason
og synir
Innilegar þakkir færum viö þeim sem sýndu okkur samuö og
vinsemd viö andlát og jaröarför,
MARÍU GUDMUNDSDÓTTUR,
frá Akuroyri,
Kleppsveg 134.
Sigurlaug Jónsdóttir, Páll Indrióason,
Sigríöur María Jónsdóttir, og barnabörn.
Alúöar þakkir til allra þeirra er syndu okkur samúö, vinarhug, og
aðstoö í veikindum og viö andlát og útför
MAGNÚSAR GUÐMUNDAR ELÍASSONAR,
bónda, Melkoti, Staöholtstungum
og sérstakar þakkir skulu færöar starfsfólki Sjúkrahúss Akraness
fyrir frábæra hjúkrun i veikindum hins látna.
Guö blessi ykkur öll.
Jóhanna Elíasdóttir,
Ólafur Elíasson, Ágústa Andrésdóttir,
og aörir vandamenn.
+
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og
útför móöur minnar, tengdamóöur, ömmu og langömmu,
INGIBJARGAR TÓMASDÓTTUR,
Vallargötu 16.
Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks sjúkrahúss Vestmanna-
eyja fyrir góöa umönnun.
Margrét Ólafsdóttir, Hermann Pálsson,
Valdís Lárusdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.