Morgunblaðið - 16.01.1982, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.01.1982, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1982 31 fclk í fréttum Prinsessa giftist + Þetta er hún Chulabhorn og þessi ungi maður sem heldur um handlegg henni, er maður- inn hennar. Hann heitir Vira- yuth Didyasarin og er yfirmað- ur í flughernum tæilenska, en Chulabhorn er engin önnur en sjálf prinsessan af Tælandi. Þau gengu nýlega í hjónaband og þá var mikið um dýrðir og almenningur tælenskur fagnaði þessu brúðkaupi og flykktust á götur út, eins og myndin sýn- ir... Pólitískur fíóttamaður + Hinn 20. desember síðastlið- inn baðst sendiherra Póllands í Bandaríkjunum, Romuld Spas- owski, landvistarleyfis þar í landi sem pólitískur flóttamað- ur. Romuld er einn reyndasti stjórnarerindreki Póllands og víst er að þessi ákvörðun hans hefur verið kommúnistum í Póllandi áfall. Myndin sýnir Romuld og konu hans, Wöndu, á göngu með Ronald Reagan, Bandaríkjaforseta, nokkru eftir að Romuld hafði opinberað ákvörðun sína, en þeir höfðu átt viðræður saman, pólski sendi- herrann fyrrverandi og Banda- ríkjaforseti í Hvíta húsinu ... Hörmulegt slys + Óhugnanlegt slys varð í Long Beach í Kaliforníu nýverið. Ungl- ingur lést af raflosti, er hann reyndi að losa flugdrekann sinn, sem flækst hafði um rafmagnslín- ur. Pilturinn hafði klifrað upp staurinn, en um leið og hann reyndi að losa flugdekann læstist rafmagnsstraumurinn um hann og hann gat ekki losað sig. Vinir hans kölluðu á hjálp, en það tókst ekki að bjarga honum frá jörðu. Það tók 45 minútur að loka fyrir raf- magnið í þessum línum. Þá foru starfsmenn orkufyrirtækis nokk- urs upp staurinn og losuðu líkið og létu það síga til jarðar ... Nemendur á Selfossi: Yfirlýsing lög- reglunnar alröng MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi athugasemd frá nem- endum í Gagnfræðaskólanum á Selfossi: „í fréttatilkynningu frá Lög- reglunni í Árnessýslu, sem birzt hefur í fjölmiðlum um þrett- ándaóeirðir á Selfossi, segir orð- rétt: „Það er rangt að lögreglan hafi beitt kylfum á unglingana umrætt sinn.“ Þetta er alröng yfirlýsing, þar sem 11 unglingar á aldrinum 13—15 ára staðfestu að þau hefðu orðið fyrir meiri eða minni háttar kylfuhöggum og fjórir aðrir fullyrtu að snúið hefði verið upp á handlegg og eru þessar yfirlýsingar í fórum Ungmennafélags Selfoss og Nemendaráðs Gagnfræðaskól- Sjómannafélag ísfirðinga: Seinagangur við fiskverðs- ákvörðun fordæmdur FUNDUR, sem haldinn var í stjórn og trúnaðarmannarádi Sjómannafé- lags Isfirðinga á miðvikudag for dæmdi seinagangin sem nú er við ákvörðun fiskverðs. í ályktun frá fundinum segir, að varað sé við að farin verði sama leið og við síðustu fiskverðs- ákvörðun. Þá mótmælir fundurinn hugmyndum um að minnka verð- mismun milli 1. gæðaflokks og lakari gæðaflokka og ennfremur segir ef kassauppbót verði skert, muni það ekki leiða til vöruvönd- unar. ans. í flestum tilfellum áttu hlut að máli ónúmeraðir lögreglu- þjónar. I grein númer 19 í barna- verndarlögum segir, að börn innan 18 ára aldurs megi ekki handtaka án þess að hafa sam- band við foreldra þeirra. Á meðan á dansleiknum stóð voru allan tímann 1—3 lögreglu- bílar í nágrenninu þó svo að þess væri ekki þörf. Hefði ungl- ingunum verið gefið forskot til að komast heim af dansleiknum hefðu einungis þeir seku orðið eftir. Raunin var önnur, krakk- arnir voru handteknir á hlaði samkomuhússins um leið og dansleiknum lauk. Nemendur Gagnfrædaskóla Selfoss.“ SPE RxY^\/ÍCKERS] 1* POWER ANO MOTtON ^“1 CONTROL SYSTEMS | Háþrýstidælur, mótorar, ventlar og stjórntæki í vökvakerfi til sjós og lands. Einkaumboö á íslandi. Atlas hf ÁRMULA 7 SÍMI 26755

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.