Morgunblaðið - 16.01.1982, Síða 32
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1982
RAN 620
Fiskibátur
Bátasýning
%
y
Sýnum Rán 620
í dag frá 2—4.
BENCO
Bolholti 4,
sími 21945.
13 C€aVO
Erlendur tízkusýn-
ingarflokkur frá
In-Wear & Matinique
sýnir sumartízkuma ’82
á vegum EVU og
GALLERÍ
í kvöld opnum viö kl. 19.00 fyrir matargesti
Tízkusýningin — sumariö ’82 á vegum EVU og
GALLERI. Hópur erlends sýningarfólks frá In-Wear
og Matinique sýnir.
Karlos
og Eva
skemmta af sinni
alkunnu snilld.
Muniö Útsýnarkvöld sunnudagskvöld. Boröapantanir á staönum kl. 16—19.
VANTAR ÞIG VINNU
VANTAR ÞIG FÓLK
t^>
ÞL Al'GLÝSIR L'M ALLT
LAND ÞEGAR Þl Al'G;
l.YSIR I MORGLNBLADINT
Þórdís Jóhanns-
dóttir - Minning
Fædd 21. mars 1937
Dáin 3. janúar 1982
Mig langar að skrifa örfáar lín-
ur um mína góðu kunningjakonu,
Þórdísi Jóhannsdóttur.
Það er eitthvað sem knýr mig til
að minnast Dísu, þótt aldrei hafi
ég fyrr sett línu á prent. Kannski
er það vegna þess hve ég dáði
hennar góðu mannkosti.
Hún var fædd 21. mars 1937, að
Eiðum á Langanesi, dóttir hjón-
anna Berglaugar Sigurðardóttur
og Jóhanns Gunnlaugssonar, en
hann lést haustið 1980. Systkinin
urðu tólf á Eiðum og hefur móðir-
in nú þurft að sjá á bak tveggja
barna sinna.
Dísa giftist Sigmari Ó. Maríus-
syni gullsmið árið 1958, en hann er
frá Hvammi í Þistilfirði. Þá þegar
höfðu þau orðið fyrir mikilli lífs-
reynslu, því meðan þau voru trú-
lofuð hafði Sigmar lent í miklu
slysi. Það hefur eflaust tengt þau
enn sterkari böndum. Okkar
kunningsskapur hófst ekki fyrr en
mörgum árum seinna, þegar faðir
minn og Sigmar störfuðu saman í
stjórn Sjálfsbjargar. Eftir því sem
kynnin urðu meiri, fann ég hversu
gott fólk ég og fjölskylda mín
höfðum eignast að vinum. Þegar
við Dísa hittumst og ræddum
saman, fann ég hversu ríka um-
hyggju hún bar fyrir börnunum og
heimilinu. Allt sem lífsanda dró
átti rúm í hjarta hennar, en ekki
dauðu hlutirnir, eins og hjá svo
allt of mörgum.
Á heimili þeirra að Suðurbraut
9, Kópavogi, var alltaf gott að
koma, þar var léttleikinn hafður í
fyrirrúmi og alltaf hægt að sjá
spaugilegu hliðarnar á málunum.
Eftir að Dísa tók þann sjúkdóm,
sem að lokum dró hana til dauða,
verður mér hugsað til þeirrar
hetjulundar sem hún sýndi, án
æðruorða.
Þeim hjónum varð fimm barna
auðið: Einn sonur, Svanur Már,
lést 10 mánaða gamall og fjórar
dætur, en þær eru Sigrún Ása og
Berglaug Selma, er báðar hafa
stofnað heimili, Hanna María, 16
ára og Þórdís Halla, 10 ára.
Sigmar minn! Við hjónin vott-
um þér, dætrum þínum, tengda-
sonum, litlu barnabörnunum
tveim og tengdamóður þinni okkar
dýpstu samúð.
Minning hennar mun lifa.
Sirrý
Júlíus, Þórhallur, Jörundur, Ingibjörg, Guörún og Birgitta
ásamt hinum bráðskemmtilegu Galdrakörlum fiytja frábær-
an Þórskabarett alla sunnudaga.
Húsiö opnaö kl. 19.00.
Stafán Hjaltested, yfirmatreiðslumaðurinn snjalti
mun eldsteikja rétt kvöldsins í salnum. Verð með
aögangseyri, lystauka og 2ja rétta máltíð aðeins
kr. 240.-
Miðapantanir í síma 23333 frá kl. 16.00, borö tekin frá um leið.
Komið og sjáiö okkar vinsæla kabarett.
I
Afbragðsskemmtun — Alla sunnudaga.