Morgunblaðið - 03.03.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.03.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1982 37 Fjöldi dauðaslysa á sjó nærri fjölda dauðaslysa f umferðinni Fáar fréttamyndir hafa vakid eins mikla gleði á sl. árum eins og þessi mynd sem Ragnar Axelsson, Ijósmyndari Morgunblaðsins, tók á Keflavíkurflug- velli af Ilalli Helgasyni, skipverja á Tungufossi, við heimkomuna eftir giftusamlega björgun skipverja við England í haust. hessi mynd er gott dæmi um það gleðilega í frétt af sjóslysi, en dæmi um gagnstætt er harmleikurinn í Pelagus-slysinu. langar að nota tækifærið og birta hluta af þeim tillögum sem fram komu frá Fiskideild Vestmanna- eyja á Fiskiþingi, um öryggis- og vita- og hafnamál. Ég minnist þess ekki að hafa séð birtar í blöð- um, né heyrt í öðrum fjölmiðlum, tillögur sem samþykktar voru á Fiskiþingi um öryggismál sjó- manna, en þessi málaflokkur var eitt stærsta mál Fiskiþings: Öryggismál 1. 40. Fiskiþing taki afstöðu, með ályktun, til þess að sjósetn- ingartæki þau sem Sigmund Jó- hannsson hefur fundið upp og auð- velda mjög og gera sjósetningu gúmmíbjörgunarbáta öruggari, verði með lögum skylduð í öll ís- lensk skip. Stjórn Fiskifélags ís- lands fylgi þeirri ályktun fast eft- ir við Siglingamálastofnun og við- komandi stjórnvöld. 2. Yfirbyggðir björgunarbátar verði lögskipaðir í öll íslensk flutningaskip og sá fullkomni sjó- setningarbúnaður, sem þeim fylg- ir. Slíkir bátar eru um borð í norskum flutningaskipum sem eru yfir 1600 rúmlestir að stærð og hafa verið í notkun síðan 1976. 3. Að skylt sé að hafa ljós á björgunarbeltum. 4. Komið verði á skyndiskoðun á öryggisbúnaði íslenskra skipa. Greinargerð: Óvænt skyndiskoðun á örygg- isbúnaði skipa ætti að tryggja bet- ur en nú er, að öryggistækjum væri vel við haldið og þeim búnaði, sem þeim tilheyrir. Undir þessa skoðun falli einnig allar blakkir, talíur, gilsar, stög og hver sá búnaður skipsins, sem valdið gæti slysum ef í ólagi væri. Reglugerð um skoðun þessa verði gerð í sam- ráði við Sjóslysanefnd, Sjómanna- samtökin, LÍÚ og Slysavarnarfé- lag íslands. 5. Að strax verði gerð ný og fullkomin kvikmynd um gúmmí; björgunarbáta og notkun þeirra. í þá kvikmynd kæmu hin nýju sjó- setningartæki, sem fundin eru upp af Sigmund Jóhannssyni. 6. Að brýnt verði fyrir skip- stjórnarmönnum að koma með skipshafnir sínar á þá staði þar sem gúmmíbjörgunarbátar eru skoðaðir og kynna þeim þar búnað þeirra og mikilvægi. Að lokinni skoðun hverju sinni skal skoðun- armaður fylgjast með frágangi bátanna um borð í skipunum. 7. Að beint verði til stjórnvalda að rýra ekki löggæslu í sjávar- plássum eins og nú er gert, seinni- part nætur. Greinargerð: I Vestmannaeyjum og sennilega víðar á landinu, hefur það oft komið fyrir að lögregluþjónar hafa bjargað mönnum, sem fallið hafa í höfnina. Einnig hafa þeir kallað út áhafnir þegar landfestar á skipum þeirra hafa verið að gefa sig í vondum veðrum, eða eitthvað annað hefur verið ábótavant um borð. Nú er aðeins einn lögreglu- þjónn á vakt frá 0500 til 0900 og verður hann að vera á lögreglu- stöðinni og þvi engar eftirlitsferð- ir farnar með höfninni á þessum tíma. Svipað ástand mun vera í fleiri sjávarplássum. 8. Að felld verði niður öll gjöld og tollar af tækjum og öðrum bún- aði sem Björgunar- og hjálpar- sveitir nota við björgunarstörf sin. 9. Að strax verði færð inn á sjó- kort grynningar og sker, sem eru við Maríuhlið, ca. 10 sml. vestan við Dyrhólaey og m/b Sigurbára VE strandaði á síðastliðinn vetur. Vita- og hafnarmál 1. Að flýtt verði svo sem kostur er framtíðarskipulagi Vestmanna- eyjahafnar í samráði við Hafnar- stjórn Vestmannaeyja. 2. Endurskinsmerki á Kletts- nefi verði endurbætt sem fyrst og þau upplýst með ljóskastara, sem staðsettur yrði á hrauninu gagn- stætt Klettsnefi. Mjög erfitt er að greina Klettsnefið í myrkri og slæmu skyggni. Upplýst endur- skinsmerki munu auðvelda mjög aðsiglingu að höfninni, firra vand- ræðum og hættu á slysum. 3. Flýtt verði byggingu á nýjum Urðavita og lagt verði rafmagn að vitanum. 4. Á 39. Fiskiþingi var bent á lélegt ljósmagn á Þrídrangavita. Ekkert hefur verið gert við vitann. Því endurnýjar Fiskideild Vest- mannaeyja fyrri ályktun sína. 5. Sett verði radarsvarmerki á dæluhúsið á Bakkafjöru. Leiðin um Álinn milli Elliðaeyjar og lands er mjög fjölfarin skipaleið. Radarsvarmerki á dæluhúsinu mundi auðvelda siglingu um Álinn og gera hana öruggari. Ströndin upp af Álnum er lág og greinist illa í radar. Að lokum vil ég þakka Morgun- blaðinu fyrir það hve blaðið hefur verið opið fyrir skrif um örygg- ismál sjómanna og þar með vakið menn til umhugsunar um þau öm- urlegu slys sem dunið hafa yfir. Þarna er um svo stórt mál að ræða að það varðar alla íslenzka þjóð. Umræður um umferðarslys eru sí- fellt í gangi og kunnáttumenn telja að mikið hafi áunnist í þeim efnum. Slysatíðni á sjó er ógnvekjandi eins og ég gat um fyrr í grein minni og því full ástæða til að taka öryggismálin fastari tökum og orð eru til alls fyrst. En hvar er meiri ástæða til þess að brýna menn til að vaka á verðinum, en einmitt þar sem um líf og dauða er að tefla. Fjöldi dauóaslysa í umferðarslysum í sjóslysum Ar 1971 1972 1973 1974 1975 1976 1977 1978 1979 1980 Samt. menn 21 23 25 20 33 19 37 27 27 25 257 menn Ar 1971 1972 1973 1974 1975 1976 1977 1978 1979 1980 Samt menn 18 27 21 21 9 15 7 8 20 20 166 menn Tugþúsundir manna eru í umferdinni, ef eingöngu er midað viö Reykjavík, hvað þá allt landið. Sjómenn eru aðeins 4800—5000 talsins. 3. marz 1902 3. marz 1982 eJóhannes 80 Nordfiörd hf lAR. úra og skartgripaverslun Hverfis- götu 49, sími 13313 Vönduð úr Skrautmunir Klukkur verkstæði . Skartgripir Postulín Þekkt merki Fonduevörur Silfurmunir Tinvörur Borðbúnaður Góð þjónusta Veitum 10% afmælisafslátt 3.— 13. marz af öllum vörum Jóhannes Norðfjörð hf. úra og skartgripaverslun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.