Morgunblaðið - 03.03.1982, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 03.03.1982, Blaðsíða 7
39 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1982 I)agný Hildisdóttir Karl Njálsson Ingimundur Þ. Gudnason Sigurdur Ingvarsson Júlíus Baldvinsson t'nnar Már Magnússon Prófkjör hjá H-listanum í Garðinum um næstu helgi (tardi, 1. marz. UM NÆSTII helgi fer fram prófkjör IHistans, lista sjálfstæðismanna og annarra frjálslyndra. Átta manns eru í framboói, 6 karlmenn og tvær konur. Kosið verður í Dagheimilinu og verður kjörstaður opinn á laug- ardag milli kl. 10 og 18 en á sunnu- dag frá kl. 10—19. Á kjörskrá eru allir stuðningsmenn H-listans sem hafa náð 18 ára aldri á kjör- dag. Eftirtaldir eru í framboði: Dagný Hildisdóttir húsmóðir og verkamaður, Melbraut 21, Finn- bogi Björnsson framkvæmdastjóri Sjóefnavinnslunnar hf., Melbraut 6, Ingimundur Þ. Guðnason raf- tæknifræðingur, Hraunholti 4, Júlíus Baldvinsson meindýraeyðir, Lyngbraut 2, Karl Njálsson fram- kvæmdastjóri, Melbraut 5, Kristín Eyjólfsdóttir húsmóðir, Heiðar- braut 4, Sigurður Ingvarsson raf- verktaki, Sunnubraut 8, og Unnar Már Magnússon húsasmíðameist- ari, Lyngbraut 15. Kjósendur eiga að merkja við 5 frambjóðendur og á að númera frá 1—5. Kjörseðill sem ekki er merktur með a.m.k. 5 tölustöfum er ekki gildur. Talning fer fram á sunnu- dagskvöld og verða úrslit þá kunn. Fimm menn sitja í hreppsnefnd Gerðahrepps. — Arnór Vigfús B. Jónsson þegar ósköpin dundu yfir í Pól- landi. AUt kom þó fyrir ekki. Þetta eru alveg stórmerkilegir fuglar þessar friðardúfur. Þær þrá kannski bara hinn afganska frið? Ja, og þá er það nú blessað kvóta- kerfið hjá okkur bændunum. Það er nú ekkert smáræðis stýri og sem verst er, þá sýnist vera einhvers konar bannsett hlaup í því þannig að réttlætið er tekið að rása fyrir ofan garð eða neðan að því er virðist sumstaðar a.m.k. Það er þó ekki víst að hér sé um bilun að ræða, heldur séu bara of margar hendur á því, en því þarf eitthvað að gera ef við þetta á að notast um langa framtíð. Annars eru margir hræddir um að þetta stýrisapparat eigi eftir að valda þverrandi endurnýjun í bænda- stéttinni og taki brátt að virka sem hemill á hvers konar hagræð- ingu í landbúnaðinum. Já, og þá þykir nú mörgum leiði- gjarnt að mega ekki kaupa sér svo sem 4—5 tófur án þess að herja út leyfi við skrifborð suður í henni Reykjavík svo ekki sé nú talað um ef hefja á almennilegan búskap. En af því að ég nefni endurnýj- un í landbúnaðinum, þá minnist ég þess að frumbýlingar draga áfram lífið með hörmungum og hafa til orðs að hætta baslinu. Ég held að þeir ættu bara að fara út í fiskiskipakaup í staðinn því það er mun léttara. Það er bara verst, hvað loðnu-skinnið hefur hlaupið útundan sér og reyndar alveg óskiljanlegt eins og veiðunum hef- ur verið vel stjórnað að undan- förnu. Afleitt sumar Ef þú vilt eitthvað heyra hvern- ig búskapurinn gengur, þá er nú þetta helst. Sumarið var alveg af- leitt sérstaklega í lágsveitunum. Það voru þurrakuldar frameftir öllu en svo varla þurr dagur á slætti og þrátt fyrir alla tæknina er háarslægjan öll undir snjó enn- þá og sömuleiðis mikið af græn- fóðri og garðávöxtum. Það leifir ekki af heyjunum hjá mörgum og sumir eru tæpir. Menn hafa gefið mikinn fóðurbæti í vetur og verða sjálfsagt margir að stórauka hann, ef allt á að bjargast. Blessaður ef þú sérð hann Pálma, þá biddu hann að kippa af okkur fóðurbætisskattinum núna í harðindunum. Auðvitað á þessi skattur fullan rétt á sér en það er ekki nauðsynlegt að nota hann undir öllum kringumstæðum. Fyrirgefðu Siggi minn, að ég veð nú úr einu í annað eins og vant er. Mér skilst að þeir séu með ein- hverja þingsályktun í Alþingi núna um gróðurvernd og landnýt- ingu, enda mun ekki af veita. Þá beinast nú spjótin auðvitað að vesalings sauðkindinni þessari líka voðaskepnu, sem búin er að fæða og klæða okkur íslendinga um aldaraðir. Hins vegar er því ekki að neita að hún getur verið gróðurlendinu skeinuhætt, en það eru nú bara fleiri. Hestafjöldi og arðsemi Mér finnst alveg furðulegt, að það skuli aldrei vera minnst á hesta í sambandi við gróðurfar og landnýtingu, þegar svo er komið að beitarþörf þeirra er um helm- ingur af beitarþörf alls sauðfjár í landinu eftir því sem fróðir telja. Spurningin er hvort hestafjöldinn í landinu er ekki umfram skyn- samleg takmörk miðað við arð- semi þeirra. Fyrir mitt leyti tel ég sjálfsagt að þéttbýlisbúar fái að hafa hesta, en finnst svona einum og hálfum of mikið að á sama tíma og bændur standa kengbognir unir framleiðsluþakinu geti einstakl- ingar í þéttbýli sankað að sér hestum svo tugum skiptir án þess að nokkur láti sér það við koma. Þú ættir nú að nefna þetta við ein- hverja þarna fyrir sunnan. Já, og ef þú sérð hann Gunnar Thor- oddsen, þá segðu honum að okkur hérna í sveitinni hafi þótt vænt um að sjá hann þarna i Póllands- þættinum um daginn. Því þótt kommarnir viti ekki fyrir hvers hönd hann talaði, þá vita flestir hér að hann talaði fyrir hönd allra frelsisunnandi íslendinga. Það var alveg stórkostlegt að heyra, að Geysir skuli vera farinn að gjósa á ný. Ég held að þú gerðir alveg stór þarft verk Siggi minn, ef þú kæmir því til Ieiðar að Geysisnefndin væri lögð niður og heimamönnum í Haukadal falið að sjá um hverinn. Það er víst von á einu Kröflu- gosinu enn að því að fróðir telja, en vonandi fá menn að vita það með 50—10 mínútna fyrirvara ef af verður. Jæja líklega er þá best að hætta klórinu. Ég þarf að fara að gefa rollunum. Þær eru sjálfsagt hálf leiðar greyin, enda búnar að standa inni síðan um mánaðamót september og október. Vertu svo marg blessaður og mundu að senda mér eitt blað af Speglinum, ef hann fer að koma út aftur, sem mér finnst nauðsyn- legt. Laxamýri 15, febrúar 1982. Vigfús B. Jónsson. Forn færeysk boðsending Eftir Árna Björnsson þjóðháttafræðing Robert Joensen heitir hinn ágætasti alþýðufræðimaður fær- eyskur sem býr í Klakksvík. Hann er nú nær sjötugu, en hefur á síð- ustu fjörutíu árum skrifað á ann- an tug bóka og bæklinga um fær- eyska þjóðhætti, atvinnu- og byggðasögu. Þrjú svið menningarsögunnar hefur Robert öðru fremur fengist við. I fyrsta lagi sögu Klakksvíkur (1942), útróðra þaðan (1946) og siglingaleiðir til og frá (1959). I öðru lagi hefur hann kannað hag- nýtingu sauðfjárafurða, en af þeim toga eru bækurnar Royvið 1958, Greivabitin 1960, Býta seyð og fletla 1968 og Vambarkonan 1972. Hinum ýmsu ritsmíðum hans varðandi þetta efni var síðan steypt saman í danska útgáfu, Fáreavl pá Færoerne 1979, sem hinn kunni danski þjóðfræðingur Holger Rasmussen sá um og telur með hinu besta, sem skrifað hefur verið af þessu tagi. I þriðja lagi hefur Robert að sjálfsögðu fengist við grindhvala- veiðina í Færeyjum og í því sam- bandi boðsendingakerfið, sem not- að var í eyjunum til að gefa til kynna, ef grindavaða var á ferð- inni. Þetta var háþróað kerfi og í almennu brúki fram til ársins 1910, þegar símasamhand komst á milli þorpa og leysti gamla vita- kerfið af hólmi. Um þau efni fjalla bækurnar At glaða og brenna vita 1961 og Grindaboð í Havn 1962. Nýjasta bók hans heitir einmitt Forn foroysk boðsending, sérstak- lega í sambandi við grindaboð, og var gefin út af færeyska vísindafé- laginu á síðasta ári. I bókinni, sem er 146 bls., er fyrst yfirlit um hvalveiðar í Norður-Atlantshafi frá því eyjar þess byggðust. Þá eru rakin dæmi um fornar boðsendingaraðferðir víðsvegar í heimi, t.d. á ferjustöð- um. En bál og reykmerki til að boða hvalavöðu eru þekkt allt austur til Japan og suður til Asór- e.vja. Bál (vitar) og reykmerki í Fær- eyjum voru fyrr á tímum einnig notuð til að vara við sjóræningj- um, en merkasta heimildin um grindaboð er reglugerð um grinda- veiði frá 1832. Eyjunum var frá fornu fari -skipt í nokkur (6) hval- veiðasvæði, og ekki var skylda að senda boð út fyrir heimasvæðið. En í reyndinni voru þau send miklu víðar og t.d. ævinlega til Þórshafnar. Frá fornu fari voru líka tiltekn- ir vogar og víkur viðurkennd og síðar lögskipuð sem slátrunar- staðir grindhvala. Er þar um að ræða 20—30 staði, en um þriðj- ungur þeirra gaf jafnan mestan arð. Eru það einkum þeir, sem kunnir hafa verið frá fyrstu tíð. Tafla fylgir um alla þessa staði og fengsæld þeirra frá 1584—1883. Lengsti hluti bókarinnar fjallar um boðsendinguna í hverri sýslu fyrir sig, sem eru Norðoya, Eyst- uroyar, Streymoyar, Vága, Sand- oyar og Suðuroyar sýsla. Með fylgja kort og töflur yfir allar boð- leiðirnar. ___,v Til boðsendinga voru mest not- uð bál á fastákveðnum stöðum og þó einkum reykurinn af bálinu. Blautt hey gaf frá sér mestan reyk, en lyng og hálmur annars- konar reyk. Með reykmerkjum var einnig unnt að gefa til kynna all- nákvæma staðarákvörðun hvala- vöðunnar. En auk reykmerkja voru stundum breidd lök á áber- andi staði og með fjölda þeirra og staðsetningu mátti líka gefa bend- i ingu um ferð hvalagöngunnar. Þá var sú aðferð til að rista torf og velta því við, svo að svart sárið blasti við augum í næstu byggð- | úm, NágrannaWlíSðirnar áttu að svara í sömu mynt til að staðfesta móttöku boðsendingarinnar og „I>etta er stutt en merkilegt rit um hugvit- samlega lausn á fjar- skiptavandamálum lið- innar tíðar. Lítið er kunnugt um samsvar- - andi merkjakerfi hér á landi, nema helst breiðslur og veifur til að kalla fólk í mat, beiðni um ferju yfir fljót og þvíumlíkt.“ senda hana síðan áfram til næstu byggða og svo koll af kolli. Ef reykur eða annað sást ekki milli byggða, varð að notast við sendi- boða á fæti eða báti, hróp og köll. Birt er einskonar skipurit yfir tíðni boðsendingaraðferða í ýms- um sýslum. Þótt grindaboðin væru langal- gengust og mikilvægust, var margt fleira gefið til kynna með reykmerkjum og lakbreiðslu, ef umhendis var að láta mann flytja boðin. Þar gat. verið um að ræða fyrirspurn um týndan bát eða til- kynningu um að bátur væri fund- inn, að kalla menn heim úr róðri vegna óvæntra atburða eða yfir- vofandi ofsaveðurs, eða tilkynna, að ólendandi væri fyrir brimi. Beðið var um hjálp með merkjum, t.d. ef menn vantaði flutning yfir sund eða fjörð vegna veikinda, eða ef allur eldur dó í byggðinni. Einn- ig voru send boð um guðsþjónust- ur, fjallferðir og skipakomur, — fyrir utan það að kveðja fólk til matar, sem var við vinnu sína of langt burtu til að köll gætu heyrst. Sérhvert tilefni hafði sitt merkja- mál, sem byggðist m.a. á merki- staðnum, fjölda merkja o.m.fl. í bókarlok er listi yfir 119 heim- ildarmenn höfundar úr öllum sýslum, skrá um heimildarit og útdráttur á ensku. Þetta er stutt en merkilegt rit um hugvitsamlega lausn á fjar- skiptavandamálum liðinnar tíðar. Lítið er kunnugt um samsvarandi merkjakerfi hér á landi, nema helst breiðslur og veifur til að kalla fólk í mat, beiðni um ferju yfir fljót og þvíumlíkt. Aðstæður voru hér auðvitað aðrar og líklega ekki sama þörf fyrir slíkt kerfi. Þó má merkilegt heita, ef ekkert af þessu taginu hefir verið til siðs í Breiðafjarðareyjum. En þaðan er sem stendur ekki vitað um nema eitt dæmi þess, að menn hafi kveikt bál til að kalla á hjálp. Ilæmi um hið sama er reyndar til frá Flatey á Skjálfanda, en bæði eru þau frá því snemma á þessari öld. Að lokum skal þess getið, að bókin er tileinkuð Lúdvík okkar Kristjánssyni, en Robert Joensen segir í formála, að Lúðvík hafi hvatt sig mjög til verksins og veitt sér margháttaða og mikilvæga að- stoð. Árni Björnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.