Morgunblaðið - 03.03.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.03.1982, Blaðsíða 17
48 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1982 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1982 49 Að nota búnað skemmtileiks til að segja harmsögu ... Leiklist Jóhanna Kristjónsdóttir Sögur úr V ínarskógi eftir Ödön von Horvath l'ýóandi: I'orsteinn l'orsteinsson. l'ýóandi Ijóóa: BöÓvar Guðmundsson. Tónlist: Jóhann Strauss o.fl. Leikmynd og búningar: Alistair Powell. Leikstjóri: Haukur J. Gunnarsson. Einhvers staðar sá ég á prenti, að leikskáldið Peter Handke hefði sagt, að Ödön von Horvath, höfundur Sagna úr Vínarskógi, væri betri leikritahöfundur en sjálfur Berthold Brecht og var þá væntanlega einnig verið að ía að því að milli þeirra væri ákveðinn skyldleiki sem leik- skálda. Ég hef ekki séð önnur verk eftir Ödön von Horvath en þetta sem hér er fjallað um, en í fljótu bragði fann ég ekki brechtsbragð af leiknum, þótt kannski megi segja að von Horv- ath fari líkt að og Brecht í ýms- um leikritum sínum og notfæri sér að ákveðnu marki ytri búnað skemmtileiks til að koma harm- sögu til skila. Ödön von Horvath skrifaði þetta verk í kringum 1930, það gerist í Austurríki, þegar naz- isminn er að springa út fyrir al- vöru, kreppan er skollin á, dýrð keisaradæmisins fyrir bí, hrunið og úrkynjunin blasir við hvar- vetna, en eftir lifir blekkingin. Einkunnarorð leiksins eru að ekkert minni jafn sterkt á óend- anleikann eins og heimskan ... ég hef velt þessum orðum fyrir mér síðan ég las leikritið og sá það síðan, ég er ekki sammála því að persónur leiksins séu heimskari en gengur og gerist og vegna heimsku verði lífið sum- um raun, þetta er bara litla fólk- ið í þjóðfélaginu, sem á ekki margra kosta völ og neitar að horfast í augu við veruleikann. Auðvitað getur það verið í ætt við heimsku að lifa í blekkingu, en ætli séu þá ekki fleiri heimsk- ir en persónur von Horvaths. Við sögu koma margar persón- ur, flagarinn Alfreð, töfrakóng- urinn og Maríanna dóttir hans, sem er trúlofuð Óskari slátrara, en fellur náttúrlega fyrir flagar- anum Alfreð og fer langt með að láta hann eyðileggja líf sitt, laganeminn Eiríkur, sem verður í leiknum fulltrúi þeirrar kyn- slóðar, sem nazisminn gagntók, Valerie, kona sem á tóbaksbúð, Valerie er kominn af léttasta skeiði en hugnast að vera í ná- vist ungra manna, við sögu koma móðir Alfreðs og amma frammi í Wachau og eru þá ekki allir upptaldir. Um eitt tvö ár í lífi þessa fólks snýst leikritið, Alfreó og amrna. Hjalti Rögnvaldsson og Guóbjörg I'orbjarnadóttir. skemmtileikur þótt grunnt sé á alvörunni og mannvonzkunni. Undurþýð tónlist Strauss á sinn þátt í að setja svip rómantíkur yfir verkið. Sögur úr Vínarskógi var ádeiluverk þegar það var skrifað og sú ádeila er í gildi enn, og það er væntanlega ein af ástæðunum fyrir þeirri hylli sem leikritið hefur notið eftir að verk von Horvaths voru endurvakin eftir að hafa fallið í gleymsku og dá um langa hríð. Adeiluverk vegna þess að sýndarmennskan og lág- kúran fá duglega á baukinn, aumleg staða konunnar og niðurlæging hennar eru dregin upp sterkum litum. Gyðinga- hatrið smýgur í gegn, og svo mætti áfram telja. En ádeilan verður aldrei að prédikun, það er mesti munur, og ekki allra að þræða vandrataðan milliveginn í því. Sýning bjóðleikhússins var af- ar þekkileg og ástæða til að þakka leikstjóranum vel unnið verk, mætti ég leyfa mér að orða það svo að leikstjórnin hafi kom- ið mér fyrir sem ljúf og sveigj- anleg, staðsetningar fagmann- legar og glæsilegar, hvert smá- atriði í sýningunni þaulhugsað, en á þann áreynslulausa hátt sem er svo fjarska aðlaðandi. Maríanna og Óskar. Tinna Gunnlaugsdóttir og Björn Karlsson. Leikarar sýndu sérstaklega jafn- an og ánægjulegan leik. Rúrik Haraldsson í hlutverki töfra- kóngsins var verulega snjall og Valur Gislason, hlýr og nokkuð vitur höfuðsmaður. Baldvin Halldórsson lék hinn heim- komna amríkana, hafði hæfilega hveitibrauðslegt fas og prýðilega mímik. Ég var ekki dús við túlk- un Hjalta Rögnvaldssonar, hann var að vísu sannfærandi sem þorparinn Alfreð, en kvenna- maðurinn datt einhvern veginn upp á milli. Svo má auðvitað velta fyrir sér, hvort ekki sé nú fullmikið af því góða að láta þann ágæta leikara sem Hjalti er, leika eitt af aðalhlutverkum hér, samtímis því sem hann er með burðarhlutverkið i Húsi skáldsins — er nauðsynlegt að ofbrúka leikara svona, einhverj- ir fleiri eru nú kannski til. Guð- björg Þorbjarnardóttir var rétt óborganleg amma, illúderaði svo að ekki varð betur gert, atriðið þegar hún snýr baki við áhorf- endum og spilar á sítarinn var unnið af stakri kúnst. Tinna Gunnlaugsdóttir gerði margt gott sem Marianna, en í því hlut- verki er vandþræddari stígurinn milli gríns og alvörunnar en hjá flestum, Björn Karlsson var reffilegur og skýrmæltur, kannski þó ekki beint þannig elskhugi að maður fengi í hnén. Helga Bachmann skilaði Valerie glæsilega; þau „hamskipti" sem mér fannst hefjast í Helgu í „Hvað sögðu englarnir" eru hér fullkomnuð, það eitt var að, mér fannst hún full ungleg og sæt. Viðar Eggertsson hef ég ekki í annan tíma séð betri. Frænkurn- ar Herdís Þorvaldsdóttir og Guðrún Stephensen voru frá- bærar í litlum hlutverkum og sama gildir um Jón Gunnarsson, Steinunni Jóhannesdóttur og Bríet Héðinsdóttur. Ég hreifst ekki af leikmynd Alistair Powells, mér fannst hún dálítið tómleg og ekki í samræmi við ákveðinn realisma sem er í verkinu. Þorsteinn Þorsteinsson þýddi leikritið, það hefur ugg- laust verið vandavérk, sem hann hefur skilað með fullum sóma. Þá finnst mér ástæða til að geta sérstaklega aðgengilegrar og upplýsandi greinar um höfund- inn sem Þorsteinn skrifar í leikskrá. Sýning á þessu plani er Þjóð- leikhúsinu til sæmdar og á skilið góðan gaum leikhúsgesta. Píanótónleikar Tónlist Egill Friöleifsson Kjarvalsstaðir 28. febrúar Edda Erlendsdóttir píanóleikari Efnisskrá: Píanóverk eftir E. Chabrier, G. Fauré, C. Debussy, O. Messiane og M. Ravel. Edda Erlendsdóttir píanóleik- ari efndi til tónleika á Kjar- valsstöðum sl. sunnudag. Á efn- isskránni voru eingöngu verk eftir frönsk tónskáld, sem flest eru kennd við impressionisma. Sum þessara verka eru sjald- heyrð og þá um leið forvitnileg á tónleikum hérlendis, en önnur kannast hver músikelskur mað- ur við. Edda Erlendsdóttir hefur getið sér gott orð að undanförnu fyrir list sína og tónleikarnir á sunnudaginn voru henni til mik- ils sóma. Hún ræður yfir ágætri tækni, sem hún beitir af hóg- værð og smekkvísi, og meðferð hennar öll á þessari viðkvæmu frönsku músík var kúltiveruð og sannfærandi. Það var áhugavert að kynnast verkum Emmanuel Chabrier og sömuleiðis hafði ég alveg sérstaka ánægju af verki Olivier Messiaen, sem hann nefnir Koss Jesúbarnsins en mörg verka þessa merka tón- skálds eru mögnuð og dularfull. Sem sagt, þetta var hinn ágætasti konsert, enda listakon- unni vel tekið af þakklátum áheyrendum. Edda Erlendsdóttir „The Rest of the Best“ Hljóm- plotur Finnbogi Marinósson Tom Robinson Band The Rest of the Best EMI EMS 1005 Fáar hljómsveitir af nýrri kynslóðinni hafa fengið jafn góða og mikla umfjöllun í ís- lenskum fjölmiðlum sem Tom Robinson Band. Nú árið 1982 eru liðin 2 ár frá því þessi merka hljómsveit lagði upp laupana og höfuðpaurinn Tom Robinson stofnaði nýja hljómsveit (hún er reyndar hætt). Eftir það sendi TRB frá sér tvær plötur. Báðar þessar plötur ættu okkur að vera vel kunnar en þær eru: „Power in the Darkness" og „TRB TWO“. Óþarfi er að kynna Tom Robin- son en vert er að minnast að hann er enn jafn róttækur í textagerð og áður og hefur ekki misst baráttuandann sem var svo áberandi hér áður. Fyrir stuttu gaf EMI út safn laga sem Robinson hefur valið sjálfur og eru þetta bæði lög sem hafa komið út áður og sem ekki hafa heyrst fyrr á plötu. Hlið 1 hefst á laginu „sem breytti lifi okkar“ eins og Robinson segir sjálfur á plötuhulstrinu en það er „2-4-6-8 Motorway". Á sínum tíma var þetta lag geysivinsælt. Næsta lag er „Bully For You“, tekið af „TBR TWO“. Þau fjögur lög sem fylla svo hliðina hafa ekki komið út á stórri plötu áður og er þar á meðal gamla Bob Dylan-lagið „I Shall be Releas- ed“ sem Tom Robinson fer vel með. Seinni hliðin er öll tekin af hljómleikum og hafa þessar upp- tökur ekki komið út áður. Að vísu hefur „The Winter of ’79“ komið út í stúdíó-útgáfu á plöt- unni „Power in the Darkness". Önnur merk lög á hliðinni eru „Martin" og „Glad to be Gay“. Tom Robinson Band var á sín- um tíma þekkt fyrir kröftugt og vel flutt rokk. Sjálfur er Tom Robinson yfirlýstur kynvillingur og er óhræddur við að koma boðskap sínum á frambæri. Þeir sem hann tekur málstað fyrir eru einna helst, fyrir utan kyn- villinga, ógiftar mæður, hippar, innflytjendur, námumenn og að ógleymdum vændiskonum og kvenréttindahreyfingunni. Bar- átta hans með „Rock Against Racism“-hreyfingunni er þó þekktust frá tónlistarferli hans. Hreyfing þess berst fyrir mannréttindum svartra í heimi hinna hvítu. Það eru fáir texta- smiðir sem komast með tærnar þar sem Tom er með hælana og eru þeir áreiðanlega það sem valdið hafa vinsældum hljóm- sveitarinnar. „The Rest of the Best“ er góð heimild um einhverja merkustu hljómsveit seinni ára. Lagavalið er gott og öllu gerð ágæt skil. Þó mætti textablað fylgja fyrir þá sem ekki ná textanum en þeir eru undirstaða þess að hægt sé að njóta tónlistar TRB. FM/AM Peninganna virði George Benson THE GEORGE BENSON COLL- ECTION Warner Bros. Rec. K 66107 Nýlega kom út samansafn af bestu og vinsælustu lögum George Benson. Þetta er tveggja plötu albúm og hefur að geyma 15 gömul lög sem svo eru krydd- uð með tveimur nýjum lögum. Það sem gerði Benson fyrst frægan var plata hans „Breezin’" en hún varð fyrst allra jazz- platna til að seljast í yfir milljón eintökum. Það að Benson skyldi fyrstur jazzista fara yfir mörkin olli deilum á sínum tíma. Spurt var: „Hvers vegna George Ben- son en ekki einhver þeirra sem á undan honum komu (þeir skiptu tugum). Eftir fjöldann allan af lélegum lögum, skreyttum strengjum og hornablæstri og þar sem sölumennskan skín í gegnum tónlistina, hvers vegna varð hann þá þessa heiðurs að- njótandi?" En hvers vegna ekki hann? Platínuplata (Verðlaun fyrir að plata hafi selst í meira en einni milljón eintaka) er verðlaun fyrir sölu en ekki heið- ursverðlaun. Auk þess vill svo til að Benson er besti núlifandi jazz-gítarleikarinn. Hann er geysilega vandvirkur og á flest- um hans plötum leika bestu jazz- og funk-stúdíóleikarar á mark- aðnum. Þó var það söngurinn sem gerði Benson frægan en ekki gítarleikurinn. Á þessari samansafnaplötu má finna stórkostleg dæmi um hversu góður gítarleikari Benson er og einnig hve ljúfa og þægi- lega rödd hann hefur. Ekki þarf annað en að líta á lagalistann og sjá þar titla eins og t.d. „Give me the Night“, „On Broadway", „The Greatest Love of All“ og síðast en ekki síst „Breezin’". Tveir gallar eru samt á verkinu. Annar er alvarlegur en hinn ekki. Verð plötunnar er hrikalega hátt eða rúmlega 350 krónur og hitt er hvað það eyði- leRKur stórgóðan heildarsvip plötunnar að hafa „Her Comes the Sun“ með, en það verður hver og einn að meta sjálfur. Mikill kostur er mjög vandaður upplýsingabæklingur sem fylgir með. „The George Benson Collect- ion“ er frábær safnplata og ef einhver efast þá má segja hon- um það að platan er 350 króna virði og rúmlega það. FM/AM rrrbi iif Það er engum ofsögum sagt af kæliskápaúrvalinu hjá okkur enda leitum við fanga beggja vegna Atlantshafsins. Við höfum á lager eða útvegum með stuttum fyrirvara 55 gerðir af Philips og Phlico kæliskápum. Stærðir, litir og notkunarmöguleikar þeirra fullnægja kröfum flestra. Pú geturt.d. fengið lítinn byrjendakæliskáp með inn - KÆUSKAPUM : : í HAFNARSTRÆTI 3 - 20455 - SÆTUN 8 - 1 5655 byggðu frystihólfi fyrir ísmola og lærissneiðar, tvískiptan vísitöluskáp þar sem frystir og kælireru álika stórir, eða ,,ekta amerískan'' með ísmolavél ogöllutilheyrandi. Taktu nú mál af „gatinu” og hringdu eða komdu og kynntu þérúvarlið. heimilistæki hf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.