Morgunblaðið - 03.03.1982, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.03.1982, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1982 4 3 Mornunblaðið/Emilía. Lindiwe Mabuza í húsakynnum kramsóknarflakksins, þar sem hún ræddi við blaðamenn. Hjá henni situr Atli Asmundsson. Blökkumenn fangar í eigin landi ám, eins og Miðfjarðarám: með 60 km langt ársvæði. Samkvæmt korti yfir veiðistaði, sem gert var árið 1954, voru 65 staðir á svæð- inu. Hins vegar eru nafngreindir 135 veiðistaðir á samskonar plaggi frá 1963, sem þáverandi leigutaki lét útbúa. Þetta er eðlilegt vegna þess að þróun á sér stað, eftir því sem árin líða, í sambandi við veiðiskap í ánum og aukin þekking og reynsla fæst. Líklegt er, að veiðistaðir í Miðfjarðarám séu rúmlega 150 talsins þegar öll kurl eru komin til grafar eða að meðal- tali 2,5 veiðistaðir á hvern kíló- metra eftir straumvatninu, sem dreifast auðvitað misjafnlega um árnar og eru misgóðir. Til viðbótar skal þess getið, að í Laxá í Kjós eru 3,0 veiðistaðir á hvern kíló- metra ánna að jafnaði. Fiskræktin Á vatnasvæði Miðfjarðarár hef- ur vgrið unnið að fiskrækt á hefðbundinn hátt: seiðaslepping, auðveldun á göngu fisks og veiði- eftirlit. Á fyrstu árum félagsins var klakstarfsemi með lax í tengslum við gamalt klakhús, sem fljótlega lagöist af, en haldið var áfram að setja laxaseiði í árnar. Fyrst voru það kviðpokaseiði, síð- ar þroskaðri seiði og loks göngu- seiði af laxi þegar þau urðu á boðstólum. I heild hefur miklum fjölda seiða af ýmsum stærðum verið sleppt í svæðið, þó að mis- mikið magn hafi verið sett í árnar einstök ár, bæði smá og stór seiði. Félagið hafði haft áhuga fyrir að upp risi stór klak- og eldisstöð í Húnavatnssýslu og gerðar sam- þykktir í þá veru hjá félaginu. Fé- lagið tók því þátt í undirbúningi fiskeldisstöðvar að Hólum í Hjaltadal og er nú eignaraðili að stöð Hólalax hf. Framkvæmdar hafa verið lag- færingar á gönguleiðum laxins í Vesturá. Þar voru fyrst gerðar umbætur 1941 á fossi á þremur stöðum. Sprengt var þá í svonefndri Kistu, Kollufossi og Hlíðarfossi. Síðar, 1965, var unnið að frekari lagfæringum í Hlíðar- fossi. Aðgerðin í Kollufossi og Hlíðarfossi 1941 opnaði laxi leið upp í efri hluta árinnar, sem áður hafði að mestu leyti verið honum lokuð. Þannig stækkaði landnám laxins um 150% frá því sem áður hafði verið í Vesturá. Möguleiki til að gera fiskveg um Kambsfoss í Austurá hefur verið í athugun, en fossinn er 20 metra á hæð. Þá hefur félagið beitt sér fyrir því, að fiskifræðileg athugun væri gerð á ánum ofan við ófisk- genga fossa og á stöðuvötnum á svæðinu með tilliti til laxræktar þar. Slíka könnun framkvæmdu fiskifræðingar Veiðimálastofnun- ar og er upplýst, að góð uppeld- isskilyrði séu víða á svæðinu. Sl. sumar var sleppt 50 þúsund sum- aröldum laxaseiðum frá Hólastöð- inni á þessi svæði. Þá hefur veiðifélagið í mörg ár átt aðild að ráðningu veiðieftir- litsmanns í sýslunni sem veiðifé- lögin hafa kostað að mestu leyti, og félagið hefur auk þess kostað í samvinnu við aðra að öllu leyti annan veiðieftirlitsmann síðustu árin. Auk fiskræktar hefur veiðifé- lagið staðið fyrir vegagerð að veiðistöðum og merkingu þeirra og fleiru til umbóta veiðinni og nýtingu hennar. Félagið hefur átt aðild að Landssambandi veiðifé- laga frá upphafi. Laxveiðin Meðalveiði á 40 ára tímabilinu eru 1072 laxar á ári, en mesta veiði 1977 2581 lax. Hins vegar er árs- meðaltal sl. 10 ár 1536 laxar, en í sumar veiddust 1213 laxar. Á lax- veiðisvæði Miðfjarðarár er einnig göngusilungur: bleikja og urriði, og hefur verið nokkur silungsveiði jafnframt laxveiðinni, en silungs- veiði hefur hrakað seinni áratugi. I stöðuvötnum, sem tengjast vatnakerfinu, eru bleikja og urr- iði. Sum stöðuvatnanna eru gjöful á veiði, eins og Arnarvatn. Góðar veiðitekjur og skipting þeirra Það gefur auga leið, að jafn öfl- ugt laxveiðisvæði og hér er um að ræða, skilar góðum arði. Á þessu ári, 1981, munu heildartekjur af sölu veiðileyfa hafa numið kr. l. 500.000.-. Tekjum þessum, að frádregnum rekstrarkostnaði, m. a. vegna fiskræktar, verður skipt upp milli jarða í félaginu, samkvæmt arðskrá. I arðskrá kemur fram hlutur hverrar jarðar í veiðinni eða arði af henni. Grundvöllur arðskrár er veiði- aðstaða fyrir landi hverrar jarðar, hrygningar- og uppeldisskilyrði og landlengd. Böðvar Sigvaldason bóndi, Barði, formaður Fyrsti formaður veiðifélagsins var Friðrik Arnbjarnarson bóndi, Stóra-Ósi, og var hann formaður til 1948, er hann lést. Þá tók við starfinu Benedikt Guðmundsson bóndi, Staðarbakka, sem átti sæti í stjórn félagsins frá upphafi og hafði verið einn af frumkvöðlum að stofnun félagsins á sínum tíma. Gegndi Benedikt formennsku til ársins 1973, eða í tæpan aldar- fjórðung, að hann baðst undan endurkjöri og Böðvar Sigvaldason bóndi, Barði, (dóttursonur fyrsta formannsins) tók við starfinu og er enn formaður Veiðifélags Mið- firðinga. Með Böðvari í stjórn eru þeir Sigfús Jónsson bóndi, Lind- arbrekku, og Helgi Valdimarsson bóndi, Fosshóli. • Samskipti veiðimálastjóra og annarra starfsmanna Veiðimála- stofnunar og forustumanna veiði- félagsins hafa alla tíð verið einkar góð í sambandi við félagsmál og önnur atriði, er varða löggjöf um lax- og silungsveiði. Kinar Hannesson lleKstu heimildir: Benedikt Guðmundsson Orkustofnun: Vatnamadin^ar Veiðimálastofnunin Hér á landi dvelur blökkukona frá SuðurAfríku, Lindiwe Mabuza að nafni, til að kynna íslendingum ástandið í kynþáttaaðskilnaðar málum í Suður Afríku og stefnu og starfsemi afríska þjóðarráðsins ANC í SuðurAfríku, sem eru elstu þjóðfrelsissamtök blökkumanna í SuðurAfríku. Lindiwe Mabuza er bók- menntafræðingur að mennt og sögð gott ljóðskáld, hún er land- flótta og vinnur á vegum ANC í Svíþjóð við upplýsinga og fræðslustarfsemi. ANC, eða The African Nation- al Congress of South Africa, voru stofnuð árið 1912. Að sögn Lindiwe Mabuza var aðal markmið þjóðarráðsins að sam- eina í eina heild hin ýmsu þjóð- arbrot blökkumanna í Suður Afríku gegn kynþáttamisrétti og nýlendukúgun og koma á lýðræði þar sem allir íbúar Suður Afríku hefðu jafnan rétt. Framan af fór barátta þjóðarráðsins friðsam- iega fram og það studdist ekki við vopnavald. Árið 1961 breyttu þjóðarráðið um stefnu og kom á fót her innan þess. Árið áður höfðu samtökin ver- ið bönnuð og eru þau bönnuð enn. Því starfa þau leynilega í heimalandi sínu og hafa helstu forystumenn samtakanna verið hnepptir í fangelsi, menn eins og Nelson Mandela og Walter Si- sulu, en þeir afplána lífstíðar- fangelsi vegna starfa sinna í þjóðarráðinu á Robben Island. Hvíti minnihlutinn ræður 87% af land- svæði SuðurAfríku Að sögn Lindiwe Mabuza þá ræður hvíti minnihlutinn 87% af landsvæði Suður-Afríku og er hér um frjósömustu og auðug- ustu landsvæðin að ræða en blökkumenn búa á hinum 13%, eða á svokölluðum heimalönd- um. Þangað sæktu hvítir menn vinnuafl sitt og væru laun svartra verkamanna mun lægri en hvítra. Þegar blökkumenn væru orðnir gamlir eða hættir að geta unnið af einhverjum sök- um eða hefðu tekið þátt í verk- föllum, þá væru þeir sendir aftur til heimalandanna. Sagði hún ennfremur að blökkumenn gætu ekki ferðast um Suður-Afríku öðruvísi en með sérstaka passa, sem þeim væri skylt að bera og sýna, þegar þess væri krafist, því væru blökkumenn í Suður-Afríku eins og fangar í eigin landi. Kvað hún her og lögreglu einnig sýna blökkufólki yfirgang og lenti þeim iðulega saman jafnvel með þeim afleiðingum að blökkumennirnir hefðu orðið ör- kumla til lífstíðar. Svartir þurfa að borga skólagjöld en hvítir ekki Ástandið í skólamálum blakkra kvað hún bágborið. Um eiginlega skólaskyldu þeira væri ekki að ræða og þyrftu þeir að greiða fyrir skólagöngu sína af litlum launum meðan hvítir fengju fría skólavist til 16 ára aldurs. I þessu sambandi minntist Lindiwe Mabuza orða mennta- málaráðherra Suður-Afríku, sem sagði að börn blökkumanna þyrftu ekki að menntast, því fyrir þeim lægi hvort sem væri ekki annað en erfiðustu og lægstlaunuðu störfin. Kvað hún einnig allt gert til þess að má út og gera lítið úr menningu og tungu blökku- manna í Suður-Afríku. En til þess að búa blökkubörn undir meiriháttar störf, til að geta tek- ið við þegar núverandi stjórn- arháttum afléttir, þá tekur ANC skóla í Tanzaníu. Líflíkur blakkra í SuðurAfríku með því lægsta í heiminum Lindiwe Mabuza sagði enn- fremur að ástandið í húsnæðis- málum og heilbrigðisþjónustu Rætt við Lindiwe Mabuza, sem stödd er hér á landi til að kynna starfsemi afríska þjóðar- ráðsins, ANC, í Suður-Afríku blakkra væri afar slæmt. Meðan hvíti minnihlutinn byggi í rúm- góðu og glæsilegu húsnæði hírð- ust blakkir í hálfgerðum kofum. Barnadauði t Suður-Afríku væri mjög hár og líflíkur blakkra með því lægsta sem gerist í heimin- um, því læknaþjónustu væri mjög ábótavant í heimalöndun- um. I félagslegu tilliti væri ástand- ið einnig mjög slæmt, fjölskyld- ur blakkra væru skildar í sund- ur, því blakkir þyrftu oft á tíðum að sækja vinnu langt frá heimil- um sínum. ANC vilja lýðræðis- legt þjóðskipulag Árið 1954 birti þjóðarráðið stefnuskrá sína þar sem gert er ráð fyrir markmiðum þess og segir meðal annars að þjóðar- ráðið vinni að því að koma á lýð- ræðisþjóðfélagi þar sem svartir og hvítir og menn af öðrum litarháttum hafi söm og jöfn réttindi og skyldur. í þessu sam- bandi minntist Lindiwe Mabuza orða leiðtoga þjóðarráðsins, Nelsons Mandela, sem sagði: „Við erum ekki að berjast gegn borgurunum heldur hinni órétt- látu þjóðfélagsskipan og við munum berjast gegn blökku- mönnum ef því er að skipta til að ná takmarki okkar, sem er lýð- ræði öllum til handa." Lindiwe Mabuza sagði að kyn- þáttaaðskilnaðarstefna stjórnar Suður-Afríku mætti verulegri gagnrýni ýmissa afla hvítra manna í Suður-Afríku og nefndi hún í því samband námsmenn, kirkjuráðið þar í landi og ýmis öfl innan hinna löglegu stjórn- málaflokka í landinu. Sagði hún að blað nokkurt í Suður-Afríku hefði gengist fyrir skoðanakönnun meðal hinna ýmsu atvinnustétta í Suður- Afríku og hefði komið í ljós að ANC nyti mesta fylgisins eða 40%, þeirra sem spurðir voru, enda þótt hreyfingin starfaði leynilega eins og áður segir. Hafa skrifstofur um allan heim Lindiwe Mabuza býr í Svíþjóð þar sem Norðurlandadeild þjóð- arráðsins hefur aðsetur en höf- uðstöðvar ráðsins eru í Zambíu. Ferðast hún um til að kynna ANC og stefnuskrá þess, en Þjóðarráðið rekur skrifstofur víða um heim. Kvað hún ANC leggja á það áherslu að fá sem flest lönd til að leggja blökkumönnum í Suður-Afríku lið einkum á þann hátt að sýna samstöðu með mál- efnum þeirra og með því að beita stjórn Suður-Afríku einhvers konar viðskiptabönnum, en árangur væri nokkuð misjafn einkum ætti þetta við um þjóðir sem hefðu mikilla viðskipta- hagsmuna að gæta. Sagði hún að lokum að stjórn Suður-Afríku fylgdist með að- gerðum ANC á erlendum vett- vangi og þeir vissu til dæmis að nú væri hún stödd á íslandi. Sagði hún að þó að íslendingar hefðu ekki mikil viðskipti við Suður-Afríku þá kvaðst hún vona að íslensk stjórnvöld myndu beita áhrifum sínum gegn kynþáttaaðskilnaðarstefnu stjórnar Suður-Afríku á alþjóð- legum vettvangi því stjórnin legði við hlustirnar þegar hún mætti gagnrýni á þeim vett- vangi. HE. Þjóðarbókhlaða Tilboð óskast í að smíöa þak á Þjóöarbókhlöðuhús við Birkimel. Húsiö er 4 hæðir, um 2600 fm að flat- armáli. Mestur hluti þaksins er álklætt timburþak ofan á steyptri plötu. Hluta verksins skal lokið 1. ágúst, en öllu verkinu að fullu 15. októþer 1982. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri gegn 1000.- kr. skilatryggingu. Tilboö veröa opnuð á sama stað þriöjudaginn 23. mars 1982, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELE-X 2006 rnT-H1 i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.