Morgunblaðið - 01.04.1982, Page 12

Morgunblaðið - 01.04.1982, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1982 umboð á íslandi Um sídustu áramót geröist SindrastáI hf. um- boösaöili fyrir sænsku verksmiöjurnar WELAND & Son a/b. Framleiösluvörur WELAND eru helstar: galvaniseruö ristarefni og þrep. Efni þessi munum viö kappkosta aö hafa fyrir- liggjandi í birgöastöö okkar eftir föngum eöa panta sérstaklega sé þess þörf. SINDRA-STÁL HF. Borgartúni 31 símar 27222 21684 SINDRA STALHF Koupfcu Lionsconnbursto um hðlgino /CS\ i til styrktor öldruóum si R| | í§ m .4?t I 0f% 3 LIONSKLÚBBURINN FJÖLNIR Q> Garðyrkjuskóli ríkisins: Skólaslit og pottaplöntusala llveragerði, 29. marz. GARÐYRKJUSKÓLA Ríkisins, Reykjum, Ölfusi, verður slitið laugardaginn 3. apríl og útskrif- ast þá 33 nemendur frá skólan- um, eftir tveggja vetra nám. Fé- lagslíf í skólanum hefur verið mjög fjölskrúðugt enda mörg sameiginleg markmið sem unnið var að. Fyrri veturinn (80—81) unnu nemendur hörðum höndum að því að fjármagna náms- og kynnisferð sem farin var til Sví- þjóðar og Finnlands síðastliðið sumar, og heppnaðist sú ferð mjög vel. Vilja nemendur nota tækifærið og þakka öllum þeim mörgu sem studdu við bakið á þeim, fyrir aðstoðina, sem gerði þeim kleift að fara þessa ferð. Fjáröflunarleiðir voru ýmsar s.s. rekstur krambúðar í skólan- um, aðventukransasala, sala á þurrskreytingum og potta- plöntusala. Allt voru þetta verk nemenda sem þarna voru seld, hlutir sem tengdust meira og minna náminu við skólann. I ár hefur rekstur skólafélags- ins verið fjármagnaður með krambúðarrekstri og sölu jóla- korta. Til að reka endahnútinn á góða samvinnu þessa árgangs er ætlunin að hafa hina árlegu pottaplöntusölu í Breiðfirð- ingabúð, Skólavörðusstíg 6b, fimmtudaginn 1. og föstudaginn 2. apríl frá kl. 1—6 hvorn dag. Verða þar seldar pottaplöntur af ýmsum stærðum og gerðum á gjafverði. Ætlunin er að nota hagnaðinn til þess að gera öllum á skólanum útskriftina sem eft- irminnilegasta, m.a. ætla nem- endur að gefa skólanum gjöf til minningar um veru þeirra þar, sem hefur í heild sinni verið bæði skemmtileg og fræðandi. Opið Dr. Björn Sigurbjörnsson, for- stöðumaður Rannsóknar- stofnunar Landbúnaðarins! Vegna ummæla þinna í kvöld- fréttum útvarps, föstudag 19. mars, þar sem þú gerðir athuga- semdir við ummæli Ólafs Dýr- mundssonar, landnýtingarráðu- nauts, viljum við vinsamlega biðja þig að svara eftirfarandi spurn- ingum: 1. Varst þú að túlka niðurstöður Rannsóknarstofnunar landbún- aðarins eða eigin skoðanir? 2. Á hvaða rannsóknum byggist fullyrðing þín um að nóg sé að bera á annað hvert ár til þess að viðhalda gróðri og notagildi uppgræðslu (2 ærgildi ha) á ör- foka landi á hálendinu 400—600 m yfir sjó? 3. Hvaða grasstofnar og tegundir eru það harðgerir og þolnir að þola þá meðferð sem þú heldur fram að sé nægjanleg svo þeir skili uppskeru sem að framan greinir? 4. Hvaða menntun hefur þú á sviði uppgræðslu og land- græðslu, dr. Björn? bréf 5. Landgræðslustjóri, Sveinn Runólfsson, sem hefur sér- menntun á því sviði, hefur ít- rekað staðhæft að á umrætt land verði að bera árlega og verði samt fullerfitt að við- halda þar gróðri. (Umsögn um Blönduvirkjun 1978 og fundur í Húnaveri 7. des. 1980.) Hefur þú þekkingu eða reynslu á því sviði umfram landgræðslu- stjóra? 6. Flokkast ekki 10% vaxtataka ofan á verðtryggingu undir ólögmæta viðskiptahætti? Eru ekki 2—3% vextir taldir all- háir? Afrit af þessu bréfi sendist stjórn RALA og stjórnin beðin að gera grein fyrir því hvort hún sé ábyrg fyrir málflutningi þínum. Væntum svars jafn fljótt og svar- að var viðtali við Ólaf Dýrmunds- son. 23.3. 1982 Gunnar Oddsson, Flatartungu, Magnús Óskarsson, Sölvanesi. EFÞAÐERFRÉTT- NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.