Morgunblaðið - 01.04.1982, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1982
13
„Tarnús“ vid eitt verka sinna, sem verdur á sýningunni í Grindavík.
(Ljósm. Mbl. Hax.)
„Æskilegt að fólk
geti brosað“
— segir myndlistarmaðurinn „Tarnús“
sem sýnir í Grindavík um páskana
„ÞETTA verður blönduð sýning, eiginlega þverskurður af því sem
ég upplifi í mínu daglega lífi,“ sagði myndiistarmaðurinn „Tarnús“
er Morgunblaðið spurði hann um sýningu á verkum hans, sem
haldin verður í Grindavík um páskana. „Tarnús", öðru nafni Grétar
Magnússon, mun þar sýna olíumálverk og kolateikningar.
„Rauði þráðurinn í sýningunni
verður „ný lína“ sem ég hef verið
að fást við að undanförnu, en hún
byggist upp á léttleika enda finnst
mér mjög æskilegt að fólk geti
komið á sýninguna og brosað svo-
lítið," sagði „Tarnús". „Auk þess
verð ég með eldri myndir og eins
og ég sagði er efniviðurinn sóttur í
hið daglega líf. Ég vinn mjög fjöl-
breytta vinnu og það er ýmislegt
sem maður sér, sem gefur inn-
blástur."
Auk málarastarfsins starfar
„Tarnús" við myndlistarkennslu
og hljóðfæraleik, en um þátt
hallspilamennskunnar segir hann
m.a.: „Ég spila með Steina á Sel-
fossi og í því starfi þeytist maður
úr einum staðnum í annan. Það
fæðast margar hugmyndir á þessu
dansleikjum þótt oft sé heldur lítil
reisn yfir þessum samkomum og
lágkúran í hámarki."
„Tarnús" vakti fyrst á sér at-
hygli er hann sýndi á Kjarvals-
stöðum árið 1975, en á þeirri sýn-
ingu fékk hann hljómsveitina
Paradís til að spila og málaði á
meðan mynd undir áhrifum tón-
listarinnar. „Á þessari sýningu
fékk ég reyndar misjafna dóma
hjá gagnrýnendum, en yfirleitt
kippi ég mér lítið upp við það sem
þeir skrifa. Þeir sem eru að skrifa
gagnrýni eru í flestum tilfellum
mislukkaðir snillingar og þeir
verða að fá útrás í einhverju,
greyin," segir „Tarnús".
Hann kvaðst ekki hafa í hyggju
að vera með neina uppákomu í
sambandi við sýningu sína í
Grindavík. „En minn draumur er
að sýna einhvern tíma á stóra
sviðinu í Þjóðleikhúsinu. Þá gæti
fólkið setið úti í sal og slappað af
um leið og það skoðaði myndirnar
á sviðinu, sem myndi að sjálfsögðu
snúast allan timann á meðan á
sýningunni stæði."
Innilegar þakkir flyt ég öllum þeim sem heimsóttu mig
eöa glöddu á annan hátt, á 95 ára afmælisdaginn, þann
28. mars.
Kristgerður Eyrún Gísladóttir
SIEMENS
— vegna gædanna
Stíllanlegur sogkraUúr, 1000 watta
mótor, sjálfinndregm snúra, frábærir
fylgihlutir
Siemens -SUPER
— öflug og fjölhæf.
SMITH & NORLAND HF„
Nóatúni 4, sími 28300.
14 kt. gull hálsfestar verð frá kr. 249-
Kjartan Ásmundsson, gullsmíðaverkstæði, Aðalstræti 8
i urvali
Hnakkar 3 geröir
Feldmann tölthnakkur
meö dýnu kr. 5.740.-
HutxTtus
hnakkur kr. 3.700.-
Pakistan hnakkur
kr. 1.502.-
Höfuöleöur og múlar í úrvali.
r\
-r A