Morgunblaðið

Date
  • previous monthApril 1982next month
    MoTuWeThFrSaSu
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    262728293012
    3456789

Morgunblaðið - 01.04.1982, Page 13

Morgunblaðið - 01.04.1982, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1982 13 „Tarnús“ vid eitt verka sinna, sem verdur á sýningunni í Grindavík. (Ljósm. Mbl. Hax.) „Æskilegt að fólk geti brosað“ — segir myndlistarmaðurinn „Tarnús“ sem sýnir í Grindavík um páskana „ÞETTA verður blönduð sýning, eiginlega þverskurður af því sem ég upplifi í mínu daglega lífi,“ sagði myndiistarmaðurinn „Tarnús“ er Morgunblaðið spurði hann um sýningu á verkum hans, sem haldin verður í Grindavík um páskana. „Tarnús", öðru nafni Grétar Magnússon, mun þar sýna olíumálverk og kolateikningar. „Rauði þráðurinn í sýningunni verður „ný lína“ sem ég hef verið að fást við að undanförnu, en hún byggist upp á léttleika enda finnst mér mjög æskilegt að fólk geti komið á sýninguna og brosað svo- lítið," sagði „Tarnús". „Auk þess verð ég með eldri myndir og eins og ég sagði er efniviðurinn sóttur í hið daglega líf. Ég vinn mjög fjöl- breytta vinnu og það er ýmislegt sem maður sér, sem gefur inn- blástur." Auk málarastarfsins starfar „Tarnús" við myndlistarkennslu og hljóðfæraleik, en um þátt hallspilamennskunnar segir hann m.a.: „Ég spila með Steina á Sel- fossi og í því starfi þeytist maður úr einum staðnum í annan. Það fæðast margar hugmyndir á þessu dansleikjum þótt oft sé heldur lítil reisn yfir þessum samkomum og lágkúran í hámarki." „Tarnús" vakti fyrst á sér at- hygli er hann sýndi á Kjarvals- stöðum árið 1975, en á þeirri sýn- ingu fékk hann hljómsveitina Paradís til að spila og málaði á meðan mynd undir áhrifum tón- listarinnar. „Á þessari sýningu fékk ég reyndar misjafna dóma hjá gagnrýnendum, en yfirleitt kippi ég mér lítið upp við það sem þeir skrifa. Þeir sem eru að skrifa gagnrýni eru í flestum tilfellum mislukkaðir snillingar og þeir verða að fá útrás í einhverju, greyin," segir „Tarnús". Hann kvaðst ekki hafa í hyggju að vera með neina uppákomu í sambandi við sýningu sína í Grindavík. „En minn draumur er að sýna einhvern tíma á stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu. Þá gæti fólkið setið úti í sal og slappað af um leið og það skoðaði myndirnar á sviðinu, sem myndi að sjálfsögðu snúast allan timann á meðan á sýningunni stæði." Innilegar þakkir flyt ég öllum þeim sem heimsóttu mig eöa glöddu á annan hátt, á 95 ára afmælisdaginn, þann 28. mars. Kristgerður Eyrún Gísladóttir SIEMENS — vegna gædanna Stíllanlegur sogkraUúr, 1000 watta mótor, sjálfinndregm snúra, frábærir fylgihlutir Siemens -SUPER — öflug og fjölhæf. SMITH & NORLAND HF„ Nóatúni 4, sími 28300. 14 kt. gull hálsfestar verð frá kr. 249- Kjartan Ásmundsson, gullsmíðaverkstæði, Aðalstræti 8 i urvali Hnakkar 3 geröir Feldmann tölthnakkur meö dýnu kr. 5.740.- HutxTtus hnakkur kr. 3.700.- Pakistan hnakkur kr. 1.502.- Höfuöleöur og múlar í úrvali. r\ -r A

x

Morgunblaðið

Værktype:
Samling:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Sprog:
Årgange:
111
Eksemplarer:
55869
Registrerede artikler:
3
Udgivet:
1913-nu
Tilgængelig indtil :
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Udgivelsessted:
Redaktør:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-nu)
Haraldur Johannessen (2009-nu)
Udgiver:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-nu)
Nøgleord:
Beskrivelse:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Sponsor:
Tillæg:

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue: 72. tölublað (01.04.1982)
https://timarit.is/issue/118602

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

72. tölublað (01.04.1982)

Actions: