Morgunblaðið

Date
  • previous monthApril 1982next month
    MoTuWeThFrSaSu
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    262728293012
    3456789

Morgunblaðið - 01.04.1982, Page 18

Morgunblaðið - 01.04.1982, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1982 Fullkomin aðstaða hjá Skipalyftunni hf. í Vestmannaeyjum: Skipalyftan hf. sem hefja mun rekstur á nýju athafnasvæði innan tíðar er glæsilegasta mannvirki sinnar tegundar á ís- landi, byggt upp frá grunni á ónot- uðu landi og miðar við fullkomn- ustu tækni og hagkvæmni sem til er í dag fyrir skipasmíðastöð af þess- ari stærðargráðu. Skipalyftan hf. mun sinna bæði viðgerðum, endur- byggingu og nýsmíði, en lyftan get- ur tekið á land öll skip Eyjaflotans, báta og togara, nema Herjólf, vegna stærðar skipsins. Skipalyftan í Vestmannaeyjahöfn er langburð- armesta skipalyfta landsins. Það eru fyrirtækin Völundur og Magni, rótgrónar vélsmiðjur í Eyjum, sem hafa sameinazt um rekstur Skipa- lyftunnar hf. ásamt rafiðnaðarfyr- irtækinu Geisla. AthafnasræAi hinna nýju og fullkomnu bygg'ng* Skipalyft- unnar hf. í Vest- mannaeyjum er 40 þúsund fermetrar og blasir það við á myndinni á megin- hluta uppfyllingar innan við Þrælaeiði, milli Heimakletts og Klifs. Ljósmynd Mbl. Sigurgeir. „Feikilega spennandi verkefiii og hjólin eru að byrja að snúast“ — segir Gunnlaugur Axelsson, forstjóri Skipalyftunnar hf., sem mun sinna viögerdum, endurbyggingu og nýsmíði skipa Stærð athafnasvæðis Skipa- lyftunnar er 40 þúsund fermetr- ar og stærð lyftupaila er 59,5x12 metrar á breidd. Lyftan lyftir 972 tonna þunga samkvæmt reglum þótt lyftigeta hennar sé yfir 2000 tonn. í sumar verður aðstaða fyrir sex skip í uppsátri, þar af eitt fyrir skipasmíði og eitt inni í málningarhúsi. Hin fjögur sem eftir eru verða notuð fyrir skipaviðgerðir, og skipa- stæði nr. 1 verður notað fyrir stærstu skip eins og skuttogara sem ekki er hægt að færa til hiiðar í hliðarfærslugryfju. Alls er stærð húsa á svæðinu um 7500 fermetrar. Þar af má nefna 1550* viðgerðarverkstæði, 13002 máln- ingarhús, 12002 skipasmíðastöð, 1200-' stálsmíðaverkstæði, 6002 vélaverkstæði, 6002 röraverk- stæði og 600- skrifstofuhúsnæði og vörugeymslur. Þá er gert ráð fyrir að 2000z af svæðinu verði steypt eða malbikað fyrir ýmiss konar þjónustu, svo sem bif- reiðastæði og fleira. Allar lagnir fyrir loft, gas, súr, rafmagn, kalt vatn og fleira verður leitt í lögn- um milli brunna á svæðinu þannig að hvarvetna er stutt í það sem þarf að nota hverju sinni. Samkvæmt upplýsingum Gunnlaugs Axelssonar, annars forstjóra Skipalyftunnar, en hinn er Kristján Olafsson, munu um 45 menn vinna hjá fyrirtæk- inu þegar starfsemin hefst á nýja svæðinu mjög fijótlega, en Skipalyftan tekur formlega við skipalyftunni 1. júní nk. og þá með 3 uppsátur fyrir 6 skip, en unnt er að taka tvo togara upp í einu. A undanförnum mánuðum hefur kapp verið lagt á að sam- eina undir einn hatt fyrirtækin Magna og Völund, tengja saman verkefni beggja og ná áralaginu undir nafni Skipalyftunnar hf. Gunnlaugur sagði að í bygg- ingu þessarar skipasmíðastöðvar væri mikið um nýjungar og væri hvergi á landinu eins fullkomin aðstaða og hjá Skipalyftunni, en það sem hann kvað mest brenn- andi nú væri að lokið yrði við lengingu viðlegukantsins sem fyrst, því þar þyrfti hið snarastai að Ijúka við 45 metra í viðbót við þá 15 sem voru teknir í fyrsta áfanga. Kvað Gunnlaugur það stórmál að fá þetta í gegn strax, því fyrr nýttist húsakostur og möguleikar stöðvarinnar ekki eðlilega. Verksmiðjuhúsið, sem var reist á nokkrum vikum, var keypt tilbúið frá Danmörku, en það tafðist um einn mánuð í vet- ur vegna seinkunar hjá skipafé- lagi að húsið risi af grunni. Hús- ið er stálklætt að utan með steyptum einingum upp í 3 m hæð, en allar byggingar eru tæknivæddar samkvæmt nýj- ustu og fullkomnustu möguleik- um. Þegar skipin eru tekin upp verða þau sett á ákveðna vagna, sem ganga undir nafninu pútur, og á fyrirtækið 9 pútur. Meðan þau standa uppi eru þau látin vera á pútunum og síðan beint á flot að lokinni viðgerð. í Skipa- lyftunni hf. er ekki gert ráð fyrir sjúkrahúsvist eins og í gömlu slippunum þar sem skipum var oft lagt til lengri tíma. Oll fram- kvæmd Skipalyftunnar byggist á því að ljúka verkinu sleitulaust og taka síðan til við næsta. Gunnlaugur kvað fyrirtækið vera í gangi með ýmislegt, þann- ig að ljóst væri að það yrði eng- inn verkefnaskortur í upphafi, en hann kvað ráðgert að á næst- unni yrði farið að kynna ýmsa Sölvi kafari hefur stjórnað byggingu mannvirkja og hefur allt gengið samkvæmt áætlun og sumt nokkuð á undan áætlun. möguleika og þjónustu sem Skipalyftan mun bjóða flota landsmanna. Hann kvað þó ljóst að fyrstu einn til tveir mánuð- irnir yrðu nokkurs konar til- raunatími, en þegar menn sæju fyrir endann á nauðsynlegustu upphyggingu væri ekkert. til fyrirstöðu að hefja öflun verk- efna af fullum krafti. Hann kvað verkefnin til að byrja með verða fyrst og fremst í almennum skipaviðgerðum, yf- irbyggingum, skrokkviðgerðum, ! viðbyggingum og almennri þjón- ustu við flotann, en síðan myndu | stærri verkefni fylgja í kjölfarið. Öll verkstæðishús á athafna- svæði Skipalyftunnar eru eign fyrirtækisins, en lyftuna leigir I fyrirtækið af Hafnarsjóði Vest- j mannaeyja. Gunnlaugur kvaðst J telja að hámarksfjöldi við vinnu á vegum fyrirtækisins á staðn- um gæti orðið um 120 menn, en að auki kæmi til margs konar hliðaratvinna á ýmsum sviðum. „Þetta er feikilega spennandi verkefni," sagði Gunnlaugur, „og hjólin eru að byrja að snuast, nú erum við til dæmis að ráða til okkar tæknimenntaða menn.“ — á.j. Grein: Ámi Johnsen. Myndir: Sigurgeir Jónatson. Grafarinn í Eyjum inni í sjálfri skipalyftunni að Ijúka dýpkun. í fjarska er Helgafell og hluti Verksmiðjuhúsið var reist á 13 dögum fyrir nokkrum vikum og nú er það langt komið i bæjarins. byggingu. Lið danskra byggingarmanna reisti húsið sem var keypt tilbúið til landsins.

x

Morgunblaðið

Værktype:
Samling:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Sprog:
Årgange:
111
Eksemplarer:
55869
Registrerede artikler:
3
Udgivet:
1913-nu
Tilgængelig indtil :
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Udgivelsessted:
Redaktør:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-nu)
Haraldur Johannessen (2009-nu)
Udgiver:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-nu)
Nøgleord:
Beskrivelse:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Sponsor:
Tillæg:

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue: 72. tölublað (01.04.1982)
https://timarit.is/issue/118602

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

72. tölublað (01.04.1982)

Actions: