Morgunblaðið - 01.04.1982, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1982
Fullkomin aðstaða hjá Skipalyftunni hf. í Vestmannaeyjum:
Skipalyftan hf. sem hefja mun
rekstur á nýju athafnasvæði
innan tíðar er glæsilegasta
mannvirki sinnar tegundar á ís-
landi, byggt upp frá grunni á ónot-
uðu landi og miðar við fullkomn-
ustu tækni og hagkvæmni sem til er
í dag fyrir skipasmíðastöð af þess-
ari stærðargráðu. Skipalyftan hf.
mun sinna bæði viðgerðum, endur-
byggingu og nýsmíði, en lyftan get-
ur tekið á land öll skip Eyjaflotans,
báta og togara, nema Herjólf,
vegna stærðar skipsins. Skipalyftan
í Vestmannaeyjahöfn er langburð-
armesta skipalyfta landsins. Það
eru fyrirtækin Völundur og Magni,
rótgrónar vélsmiðjur í Eyjum, sem
hafa sameinazt um rekstur Skipa-
lyftunnar hf. ásamt rafiðnaðarfyr-
irtækinu Geisla.
AthafnasræAi hinna
nýju og fullkomnu
bygg'ng* Skipalyft-
unnar hf. í Vest-
mannaeyjum er 40
þúsund fermetrar og
blasir það við á
myndinni á megin-
hluta uppfyllingar
innan við Þrælaeiði,
milli Heimakletts og
Klifs. Ljósmynd
Mbl. Sigurgeir.
„Feikilega spennandi verkefiii og
hjólin eru að byrja að snúast“
— segir Gunnlaugur Axelsson, forstjóri Skipalyftunnar hf.,
sem mun sinna viögerdum, endurbyggingu og nýsmíði skipa
Stærð athafnasvæðis Skipa-
lyftunnar er 40 þúsund fermetr-
ar og stærð lyftupaila er 59,5x12
metrar á breidd. Lyftan lyftir
972 tonna þunga samkvæmt
reglum þótt lyftigeta hennar sé
yfir 2000 tonn. í sumar verður
aðstaða fyrir sex skip í uppsátri,
þar af eitt fyrir skipasmíði og
eitt inni í málningarhúsi. Hin
fjögur sem eftir eru verða notuð
fyrir skipaviðgerðir, og skipa-
stæði nr. 1 verður notað fyrir
stærstu skip eins og skuttogara
sem ekki er hægt að færa til
hiiðar í hliðarfærslugryfju. Alls
er stærð húsa á svæðinu um 7500
fermetrar. Þar af má nefna 1550*
viðgerðarverkstæði, 13002 máln-
ingarhús, 12002 skipasmíðastöð,
1200-' stálsmíðaverkstæði, 6002
vélaverkstæði, 6002 röraverk-
stæði og 600- skrifstofuhúsnæði
og vörugeymslur. Þá er gert ráð
fyrir að 2000z af svæðinu verði
steypt eða malbikað fyrir ýmiss
konar þjónustu, svo sem bif-
reiðastæði og fleira. Allar lagnir
fyrir loft, gas, súr, rafmagn, kalt
vatn og fleira verður leitt í lögn-
um milli brunna á svæðinu
þannig að hvarvetna er stutt í
það sem þarf að nota hverju
sinni.
Samkvæmt upplýsingum
Gunnlaugs Axelssonar, annars
forstjóra Skipalyftunnar, en
hinn er Kristján Olafsson, munu
um 45 menn vinna hjá fyrirtæk-
inu þegar starfsemin hefst á
nýja svæðinu mjög fijótlega, en
Skipalyftan tekur formlega við
skipalyftunni 1. júní nk. og þá
með 3 uppsátur fyrir 6 skip, en
unnt er að taka tvo togara upp í
einu. A undanförnum mánuðum
hefur kapp verið lagt á að sam-
eina undir einn hatt fyrirtækin
Magna og Völund, tengja saman
verkefni beggja og ná áralaginu
undir nafni Skipalyftunnar hf.
Gunnlaugur sagði að í bygg-
ingu þessarar skipasmíðastöðvar
væri mikið um nýjungar og væri
hvergi á landinu eins fullkomin
aðstaða og hjá Skipalyftunni, en
það sem hann kvað mest brenn-
andi nú væri að lokið yrði við
lengingu viðlegukantsins sem
fyrst, því þar þyrfti hið snarastai
að Ijúka við 45 metra í viðbót við
þá 15 sem voru teknir í fyrsta
áfanga. Kvað Gunnlaugur það
stórmál að fá þetta í gegn strax,
því fyrr nýttist húsakostur og
möguleikar stöðvarinnar ekki
eðlilega.
Verksmiðjuhúsið, sem var
reist á nokkrum vikum, var
keypt tilbúið frá Danmörku, en
það tafðist um einn mánuð í vet-
ur vegna seinkunar hjá skipafé-
lagi að húsið risi af grunni. Hús-
ið er stálklætt að utan með
steyptum einingum upp í 3 m
hæð, en allar byggingar eru
tæknivæddar samkvæmt nýj-
ustu og fullkomnustu möguleik-
um. Þegar skipin eru tekin upp
verða þau sett á ákveðna vagna,
sem ganga undir nafninu pútur,
og á fyrirtækið 9 pútur. Meðan
þau standa uppi eru þau látin
vera á pútunum og síðan beint á
flot að lokinni viðgerð. í Skipa-
lyftunni hf. er ekki gert ráð fyrir
sjúkrahúsvist eins og í gömlu
slippunum þar sem skipum var
oft lagt til lengri tíma. Oll fram-
kvæmd Skipalyftunnar byggist á
því að ljúka verkinu sleitulaust
og taka síðan til við næsta.
Gunnlaugur kvað fyrirtækið
vera í gangi með ýmislegt, þann-
ig að ljóst væri að það yrði eng-
inn verkefnaskortur í upphafi,
en hann kvað ráðgert að á næst-
unni yrði farið að kynna ýmsa
Sölvi kafari hefur stjórnað byggingu
mannvirkja og hefur allt gengið
samkvæmt áætlun og sumt nokkuð
á undan áætlun.
möguleika og þjónustu sem
Skipalyftan mun bjóða flota
landsmanna. Hann kvað þó ljóst
að fyrstu einn til tveir mánuð-
irnir yrðu nokkurs konar til-
raunatími, en þegar menn sæju
fyrir endann á nauðsynlegustu
upphyggingu væri ekkert. til
fyrirstöðu að hefja öflun verk-
efna af fullum krafti.
Hann kvað verkefnin til að
byrja með verða fyrst og fremst
í almennum skipaviðgerðum, yf-
irbyggingum, skrokkviðgerðum,
! viðbyggingum og almennri þjón-
ustu við flotann, en síðan myndu
| stærri verkefni fylgja í kjölfarið.
Öll verkstæðishús á athafna-
svæði Skipalyftunnar eru eign
fyrirtækisins, en lyftuna leigir
I fyrirtækið af Hafnarsjóði Vest-
j mannaeyja. Gunnlaugur kvaðst
J telja að hámarksfjöldi við vinnu
á vegum fyrirtækisins á staðn-
um gæti orðið um 120 menn, en
að auki kæmi til margs konar
hliðaratvinna á ýmsum sviðum.
„Þetta er feikilega spennandi
verkefni," sagði Gunnlaugur, „og
hjólin eru að byrja að snuast, nú
erum við til dæmis að ráða til
okkar tæknimenntaða menn.“
— á.j.
Grein: Ámi Johnsen.
Myndir: Sigurgeir Jónatson.
Grafarinn í Eyjum inni í sjálfri skipalyftunni að Ijúka dýpkun. í fjarska er Helgafell og hluti Verksmiðjuhúsið var reist á 13 dögum fyrir nokkrum vikum og nú er það langt komið i
bæjarins. byggingu. Lið danskra byggingarmanna reisti húsið sem var keypt tilbúið til landsins.