Morgunblaðið - 01.04.1982, Page 27

Morgunblaðið - 01.04.1982, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1982 27 Aukasýning á „Elskaðu mig“ AUKASÝNING verður á föstu- dagskvöld á leikritinu „Elskaðu mig“ eftir Vitu Andersen, í Al- þýðuleikhúsinu. Verkið hefur nú verið sýnt alls 36 sinnum fyrir fullu húsi áhorfenda. Þetta verður síðasta sýningin á verkinu í Reykjavík, en farið verður með sýninguna í leikför um landið á næstunni. Það eru Arnar Jónsson og Tinna Gunnlaugsdóttir sem fara með hlutverkin tvö í sýning- unni, en leikstjóri er Sigrún Val- bergsdóttir. Þursaflokkurinn í Háskólabíói LAUGARDAGINN 3. apríl, mun Þursaflokkurinn halda hljómleika i Iláskólabíói, og hefjast þeir kl. 17. Þetta verða fyrstu opinberu hljómleikar hljómsveitarinnar i Reykjavík á þessu ári. Á hljóm- leikunum verða flutt lög af nýút- kominni hljómplötu Þursaflokks- ins „Gæti eins verið“ auk nýrra og eldri tónsmíða. Forsala miða er í Karnabæ, Austurstræti, og í Háskólabíói laugardag eftir kl. 4. ALLT í ÚTILÍFIÐ Gönguskór í úrvali frá MEIIMOL Brenta St. 36—42 Kr. 710,- Lhoste St. 41—46 Kr. 827,- Raichle Combi-skór Turing — skíöa Kr. 1.834,- Karwendel St. 41—47 Kr. 829,- Futura plast-gönguskór Kr. 1.410,- 5- T útilJf Glæsibæ, sími 82922. Heilbrigðisráðuneytið: Blekkingar í auglýsingum MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi frá heilbrigdis- og trygg- ingamálaráðuneytinu: „Að gefnu tilefni vill heilbrigð- is- og tryggingamálaráðuneytið koma á framfæri athugasemdum vegna villandi fullyrðinga í aug- lýsingum um vörutegundina Decimin. I stórum áberandi auglýsingum um ágæti framangreindrar vöru- tegundar er að því látið liggja, að ýmsir opinberir aðilar, þ.m.t. heil- brigðis- og tryggingamálaráðu- neytið, hafi samþykkt eða sé með- mælt innflutningi og gæðum vör- unnar. Ilið rétta er, að ráðuneytið hefur látið innflutninginn óátal- inn, enda inniheldur varan ekki önnur efni en þau , sem til eru í hverju eldhúsi. Það er álit ráðuneytisins, að hér sé verið að blekkja almenning og fullyrðingar innflytjanda brjóti jafnvel í bága við landslög. Ráðuneytið lítur það alvarleg- um augum að nafn þess og stofn- ana skuli notað á þennan hátt í þeim augljósa tilgangi að auka sölu.“ EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU FRONSK FYRIR FERMINGARBÖRNIN Á 100 ára afmælinu hefur Rosenthal hafiö framleiðslu á einstaklega skemmtilegum postulínsmunum meö léttum og Ijúfum skreytingum eftirfranska listamanninn Peynet. Vasar, skálar, plattar o.fl. fyrir bæöi cftengi og stúlkur. Gott verð studio-linie A EINARSSON & FUNK Laugavegi 85

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.