Morgunblaðið - 01.04.1982, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 01.04.1982, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1982 Lára Eyjólfsdóttir Múlakoti — Áttræð Árið 1923 kom ung glæsileg kaupakona, Lára Eyjólfsdóttir, að Árkvörn í Fljótshlíð. í fegurð Inn-Hlíðarinnar kynnt- ist hún Ólafi Túbals, listmálara, einkasyni sæmdarhjónanna í Múlakoti. Giftust þau og hófu búskap í sambýli við foreldra Ólafs til ársins 1934, en þá tóku þau við jörðinni. Múlakotsheimilið var menning- arheimili, þar sem fagrar listir voru í heiðri hafðar og trjá- og blómarækt stunduð í þeim mæli, að eftir var tekið. í dag er heiðurskonan Lára í Múlakoti áttræð. Langar mig í því tilefni að senda henni kveðju mína og þökk. Fyrir um það bil hálfum fjórða áratug réðst ég vankunnandi stelpuhnáta að gistihúsinu í Múla- koti. Ætlaði að vinna þar í hálfan mánuð, en dvöl mín þar varð fimm sumur. Það var gleðiríkur tími. í minningunni þykir mér, sem hver dagur þar hafi borið með sér sólskin og fuglasöng og allar næt- ur hljóti að hafa verið kyrrar og hlýjar. Eins og margir þekkja er fegurð mikil á þessum slóðum og hefur Múlakot þar sína sérstæðu töfra. Nú er það einu sinni svo að þótt fegurð lands sé ríkuleg, þykir mér þó enn meira um vert að þar búi gott fólk. Var ég í engu svikin af kynnum mínum af heimilisfólkinu f Múlakoti. Lára í Múlakoti er mörgum góð- um kostum búin. Enga manneskju þekki ég sem eins dyggilega tekur upp hanskann fyrir þann, sem á er haliað í orðræðum. Hvers konar sýndarmennska og lágkúra er henni fjarri skapi. Vissulega hefur lífsvegur henn- ar ekki ævinlega verið greiður yf- irferðar. Þegar þannig hagar til þarf mikinn styrk til að halda fullri reisn. I hvert sinn er ég held heim af samfundum okkar í Múla- koti lít ég bjartari augum á lífið og tilveruna, en jafnframt með ör- litla sektarkennd fyrir að þurfa að nærast á andlegu þreki hennar. Svo mikill er sálarstyrkur Láru að ósjálfrátt kemur upp í hugann að hún hafi tileinkað sér þau orð úr bók bókanna, þar sem stendur: „Hefjið augu yðar til fjallanna", svo undarlegt er hversu henni hef- ur tekist að horfa yfir erfiðleikana og varðveita heiðríkju sálarinnar. Hvar sem hún fer ber hún með sér hressilegt viðmót og um leið skiln- ing á högum samferðafólksins, og cf eitthvað hefur farið úrskeiðis, sýnir hún mildi og skilning, leitar orsakanna, en dæmir ekki. Mættum við margt af henni læra. Að síðustu þakka ég vinkonu minni óborganlegar samveru- stundir fyrr og síðar og óska henni, börnum hennar og öðrum ástvinum guðs blessunar. Vilborg Björgvinsdóttir Hún ætlar að taka á móti afmælis gestum að Sæviðarsundi 52 hér í bæ, eftir kl. 15 í dag. Auðbrekku 44-46, Kópavogi - Sími póstverslunar 453Ú0 TÍSKUSÝNING OG ÓKEYPIS VEITINGAR í verslun okkar kl. 20.30 í kvöld. Póstsendum samdægurs VÖRUHÚSIÐ Majtasín Vorum að taka upp: 4124 Léttan og þægilegan langerma sumar- kjól í mussusníði. Litir. H-hvítt. Stærðir: 34—36—38—40. Verð: 560,- 4164 Teinótt hneppt vesti, dregiö saman í mittiö meö belti. Litir: N-dökkblátt, R-rautt, A-grænt. Stærðir: 34—36—38—40. Verð: 270 - 4125 Teinóttur skyrtublússujakki úr 100% bómull. Litir: N-dökkblátt, R-rautt, A-grænt. Stærðir: 36—38—40—41. Verð: 419,- 4122 Buxur í kálfasidd. Litir: N-dökkblátt, R-rautt, A-grænt. Stærðir: 36—38—40—42. Verð: 455,- 4123 Hvitur hlírabolur meö blúndu úr 100% bóm- ull. Stærðir: 36—38—40—42. Verð: 118- Nær daglega tökum viö upp nýjar vörur, því viö viljum eiga nóg til þegar nýi vörulistinn okkar kemur út. Komið og skoðiö nýju vörurnar, fatnaö á alla fjölskylduna búsáhöld og Hanaoggið, nýja páskaeggiö sem fæst bara hjá okkur. Kl. 20.30 í kvöld bjóöa Módel- samtökin upp á frábæra tískusýn- ingu, og um leiö er boöiö upp á veitingar. Verið velkomin — aýningin og veitingarnar eru ókeypial Verslunin er opin til kl. 22.00. Bankavaldið brot- ið á bak aftur í Skák 21 v. Margeir Pétursson Ríkisspítalarnir urðu hlutskarp- astir i skákkeppni stofnana og fvrirta kja sem lauk fyrr í vikunni. Bankaveldið sem ríkt hefur i þess- ari keppni undanfarin ár var þar með brotið á bak aftur, en i öðru sæti hafnaði sigursveitin tvö und- anfarin ár, sveit Búnaðarbankans sem flestir höfðu fyrirfram álitið sigurstranglegasta. 2. Bifreiðastöð Steindórs 3. -6. Flugleiðir, B-sveit, Sláturfélag Suðurlands, Prentsmiðjan Oddi og Endurskoðun hf., 15% v. 7,—10. Breiðholtsskóli, Unglingaheimili ríkisins, Hönnun hf. og Landsb., B-sveit 15 v. Fyrir sigursveitina tefldu fjórir vel þekktir skákmenn, þeir Sævar Bjarnason, l)an Hansson, Kóbert Harðarson og síðast en ekki sízt Lárus Johnsen, fyrrverandi ís- landsmeistari, sem var drjúgur á fjórða borðinu. Vera hans þar sýnir bezt styrkleika sveitarinnar. Stofnanakeppnin var sam- kvæmt venju tefld í tveim flokk- um og tóku alls 48 sveitir þátt í mótinu, 22 í A-flokki og 26 í B-flokki. Um nokkurs konar deildaskiptingu er því að ræða, því sex neðstu sveitirnar í A- flokki falla niður í B-flokk, en sex efstu þar tefla í A-flokki næst. Helstu úrslit urðu sem hér segir: A-flokkur: af 28 mögulegum 1. Ríkisspítalarnir, A-sveit 23 v. 2. Bún.bankinn, A-sveit 20% v. 3. Verkamannabústaðirnir 20 v. 4. Grunnskólar Reykjavíkur 17 v. 5. Landsbankinn, A-sveit 16% v. 6. Útvegsbankinn, A-sveit 16 v. 7. Þjóðviljinn 15 v. 8. Morgunblaðið 14% v. 9. —10. Flugleiðir, A-sveit og Veðurstofan 14 v. Unglingasveit TR fékk að vera með í keppninni vegna þess að stóð á stöku og nýttu ungl- ingarnir sér þetta tækifæri til hins ýtrasta. Sveitina skipuðu: Tómas Björnsson, Davíð Olafs- son, Þröstur Þórhallsson, Gunn- ar Björnsson, Hjalti Bjarnason og Sigurbjörn Árnason. Hin öfluga Búnaðarbankasveit lét ekki efsta sætið í A-riðlinum baráttulaust af hendi. Uppgjör hennar við Spítalasveitina fór fram í næstsíðustu umferð, en fyrir hana var munurinn einn vinningur Ríkisspítölunum í hag. Búnaðarbankamönnum tókst snemma að jafna metin, því Jóhann Hjartarson vann Sævar Bjarnason í furðu stuttri viðureign á fyrsta borði. Hilmar Karlsson og Róbert Harðarson sömdu síðan um jafntefli á þriðja borði en niðurstaða á hin- um tveimur borðunum fékkst ekki fyrr en út í glórulaust tíma- hrak var komið. Þá tókst Lárusi Johnsen að snúa á andstæðing sinn, Guð- mund Halldórsson, og banka- menn bundu nú allar vonir sínar við Braga Kristjánsson sem virt- ist hafa töglin og hagldirnar í skák sinni við Dan Hansson á öðru borði. Af klukkutíma skák að vera er þessi skák mjög skemmtileg og þá sérstaklega umskiptin í lokin. B-riðill: 1. Unglingasveit TR 23% Hvítt: Dan Hansson (Kíkisspítölunum) Svart: Bragi Kristjánsson (Búnaðarbankanum) Krönsk vörn. 1. e4 — e6, 2. d4 — d5, 3. e5 — c5, 4. c3 — Db6, Hér er oftast leikið 4. — Rc6, Laugarásbíó sýnir „U ppv akn ingi nn44 LAUGARÁSBÍÓ hefur hafið sýn- ingar á bandarísku kvikmyndinni „llppvakningurinn**, sem á frum- málinu heitir „Incubus". Aðalhlut- verk leikur John ('assavetes. Leik- stjóri er John Hough. Umsögn bíósins segir að kvik- myndin sé hrottafengin og hörku- spennandi. Myndin lýsir lífinu í smábæ einum í Bandaríkjunum, þar sem venjulega er tíðindalaust, en skyndilega dynur yfir hvert reiðarslagið af öðru, konum er misþyrmt og karlar vegnir. Mynd- in er bönnuð börnum. John Cassavetes í hlutverki sfnu í „Uppvakningnum“. Fundur um húshit- un í Stykkishólmi SAMTÖK sveitarfélaga í Vestur- landskjördæmi boða til fundar um húshitunarmál á Snæfellsnesi og í Dölum föstudaginn 2. apríl nk. kl. 13.00 í Hótel Stykkishólmi. Tilgang- ur fundarins er að ræða ýtarlega um þá mögulcika, sem nú eru fyrir hendi á húshitun á svæðinu og stuðla þannig að sem beztri stefnu- mótum hlutaðeigandi. Til umræðu verður almenn stefnumörkun ríkisvaldsins í hús- hitunarmálum, mögulegar orku- sparnaðaraðgerðir, orkuöflunar- möguleikar, niðurstöður og horfur á jarðhitaleit, rafhitunarmögu- leikar, reynsla af RO-veitum, laus- legur kostnaðarsamanburður, gjaldskrármál o.fl. Framsögumenn verða fulltrúar frá Iðnaðarráðuneyti, Orkustofn- un og Rafmagnsveitum ríkisins. Auk þeirra er alþingismönnum Vesturlandskjördæmis, sveitar- stjórnarmönnum á svæðinu og öðrum áhugamönnum sérstaklega boðið á fundinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.