Morgunblaðið - 01.04.1982, Síða 33

Morgunblaðið - 01.04.1982, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1982 33 Starfsemi Ingersoll- Rand kynnt á íslandi DAGANA 24. og 25. mars var haldin að Hótel Esju kynning á framleiðslu og starfsemi fjölþjóðafyrirtækisins Ingersoll-Rand, en þetta fyrirtæki gerði fyrir um það bil ári umboðssamning við Heklu hf. Það var Norðurlandadeild fyrirtækisins sem hélt þessa kynn- ingu ásamt Heklu. Jarðbor fri Ingersoll-Rand, stfmu gerðar og notaður var við virkjunarfram- kvæmdir við Hrauneyjafoss. Almenn ánægja þátttakenda með Iðnþróunarverkefni SMS „HVAÐA þýðingu telur þú að það starf, sem unnið hefur verið á vegum Iðnþróunarverkefnis SMS í fyrir- tækinu hafi haft?“ l'essi spurning var lögð fyrir fimm forsvarsmenn fyrirtækja í málmiðnaði og hirtust svör þeirra í fréttabréfi SMS nú ný- verið. Bjarni Einarsson, Skipasmíða- stöð Njarðvíkur, sagði: „Starf það sem unnið hefur verið í mínu fyrirtæki á vegum Iðnþróunar- verkefnis SMS hefur skapað skýra og afmarkaða þróunarleið að breyttu og endurbættu skipulagi, sem hefur auðveldað okkur að ná þeim árangri, sem við náðum á síðasta ári og því sem við sjáum að við náum í næstu framtíð." Július Snorrason, Bílaverkstæði Dalvíkur, sagði: „Þótt ekki séu liðnir nema röskir tveir mánuðir síðan við byrjuðum aðgerðirnar og við ekki búnir að koma nema hluta þeirra í framkvæmd þá liggur nú fyrir, að t.a.m. nýting vinnutíma hefur gjörbreytzt til batnaðar og umtalsverður árangur hefur þegar náðst. Ef framhaldið verður svip- að, þá tel ég að áður en varir verði rekstrarstaða þessa fyrirtækis öll önnur og betri." Haukur Sveinbjörnsson, Báta- lóni hf., sagði: „Þetta starf er tví- mælalaust spor i rétta átt og hjá okkur hefur það leitt til þess, að mun betur tekst að halda utan um vinnutíma, efnissölu o.þ.h. og flokkun verkþáttanna hefur auð- veldað okkur mjög alla tilboðsgerð og uppgjör. Eftir að hafa búið við þær breytingar, sem af þessu starfi leiða á annað ár er ljóst, að við getum bókstaflega ekki án þeirra vinnubragða verið, sem leitt hafa í kjölfarið." Gestur Halldórsson, Vélsmiðj- unni Þór á ísafirði, sagði: „Þessu er erfitt að lýsa í fáum orðum. En ég vil þó telja upp nokkur atriði, sem færst hafa til mun betri veg- ar, eftir að við hófum þátttöku í Iðnþróunarverkefni SMS fyrir að- eins tveimur mánuðum. 1. Mun betra yfirlit er yfir starfsemina og stöðu fyrirtækisins eins og hún er á hverjum tíma. 2. Stjórnun á verkefnum, mannafla og fjár- magni er mun markvissari og ör- uggari en áður. 3. Örugg vitneskja liggur nú fyrir jafnóðum um hver vélasala og tímanýting í fyrirtæk- inu er á hverjum tíma og í hverju verki. Vélasala og tímanýting hef- ur lagast til muna og nálgast nú þegar að vera komið í viðunandi horf. 4. Innra skipulag og eftirlit hefur lagast og auk þess er starfs- andinn í fyrirtækinu nú mun betri en áður, sem m.a. kemur fram í betri mætingu starfsmanna og auknum almennum áhuga. Þótt framangreind atriði séu komin i gott lag, þá eru enn á dagskránni ýmsar frekari lagfæringar og kerfisbundin söfnun upplýsinga, sem grundvöllur tilboðsgerðar, getur nú farið af stað. Við erum því mjög bjartsýnir með árangur þessa starfs." Guðbjartur Einarsson, Véltaki hf. í Grindavík, sagði: „Sá hluti aðgerðanna, sem kominn er í gagnið hér í Véltaki hf. hefur leitt til mikilla bóta. Verkbeiðnakerfið og það sem af því leiðir virkar mjög vel og gagnstætt ótta margra hefur það létt mikið allt starfið, jafnframt því sem eftirlit er mun markvissara. Starfsmenn hafa látið í ljós ánægju með þann hluta aðgerðanna sem að þeim snýr. Við munum því hiklaust halda áfram á þessari braut." Kynningin var mjög vel sótt og þar fluttu ýmsir fulltrúar IR er- indi. í samtali blm. Morgunblaðsins við Roar Koppang, blaðafulltrúa Norðurlandadeildar Ingersoll- Rand, kom fram m.a., að félagið hefur mikinn hug á að komast inn á íslenska markaðinn, þrátt fyrir að hann sé ekki mjög stór. En IR framleiðir m.a. ýmiss konar loft- verkfæri, loftpressur og bora sem m.a. hafa verið notaðir við fram- kvæmdir við Hrauneyjafossvirkj- un. Koppang sagði, að það væri nú stefna stórfyrirtækja á borð við Ingersoll-Rand, að skipta heimin- um niður í viðskiptasvæði og starfrækja síðan markaðs- og söludeildir á hverju svæði. Þannig væri Norðurlandadeildin til kom- in. Koppang sagði, að samvkæmt skýrslum tímaritsins „Fortune Magazine" væri IR númer þréttan á lista yfir þau fyrirtæki sem flyttu mest út frá Bandaríkjunum, en þar eru höfuðstöðvar fyrirtæk- isins. Sagði hann að fyrirtækið væri rúmlega aldargamalt og stundaði nú alls kyns framleiðslu, allt frá stórum jarðborum og niður í saumnálar og hefði um 47.000 starfsmenn á sínum snær- um. Ingersoll-Rand hefur m.a. séð fyrir búnaði til borunar eftir vatni á vegum hjálparstofnunar norsku kirkjunnar í Eþíópíu og telja for- ráðamenn þess, að mikill grund- völlur sé fyrir notkun jarðbora frá fyrirtækinu hér á landi, sem og annarra tækja og áhalda ýmiss konar. IR rekur umfangsmikla rann- sóknastarfsemi og útgáfustarf- semi og í spjallinu við Koppang kom fram að á síðasta ári varði samsteypan andvirði u.þ.b. 90 milljóna dollara til rannsókna. Sýnishorn nf loftverkfænim frá Ing- ersoll-Rand. Verzlunarráð Islands: Hörður Sigurgestsson varaformaður NÝKJÖRIN stjórn Verzlunarráðs ís- lands kom saman til fyrsta fundar mánudaginn 8. marz sl. A þeim fundi var Hörður SigurgesLsson, for- stjóri Kimskipafélags Islands, ein- róma kjörinn varaformaður Verzlun- arráðsins, en eins og kunnugt er, var Ragnar S. Halldórsson, forstjóri ÍS- AL, kjörinn formaður ráðsins á aðal- fundi fyrr á árinu. A fundi stjórnarinnar voru þrír meðstjórnendur kosnir í fram- kvæmdastjórn Verzlunarráðsins, sem er auk þeirra skipuð af for- manni og varaformanni. Kosnir voru þeir Jóhann J. Ólafsson, stór- kaupmaður, sem átti sæti í fram- kvæmdastjórninni fyrir, Vil- hjálmur Ingvarsson, fram- kvæmdastjóri ísbjarnarins, og Eggert Hauksson, framkvæmda- stjóri Plastprents. Þeir Hjalti Geir Kristjánsson, fráfarandi formaður Verzlunarráðsins, og Ólafur B. Ólafsson, framkvæmda- stjóri, gáfu ekki kost á sér til endurkjörs í framkvæmdastjórn- ina. VIDEO VIDEO VIDEO VIDEO Höfum fengiö mikiö úrval af myndefni í VHS mynd- tæki. Leigjum einnig út myndsegulbönd. Kynniö ykk- ur úrvaliö. Opiö mánud.—föstud. frá 14.30 til 20.30 laugard. og sunnud. frá 14 til 18. VIDEOVAL Hverfisgötu 49 Sími 29622 Fáskrúðsfirðingar og aðrir Austfirðingar á Suðurlandi halda sína árlegu vorskemmtun í Fóstbræöra- heimilinu laugardaginn 3. apríi kl. 20.30. Félasvist, skemmtiatriöi, kaffiveitingar. Dans. Ágóöinn rennur til Styrktarfélags vangefinna á Austurlandi. Allir velkomnir. f Skemmtinefndin. VINNUEFTIRLIT RÍKISINS Síöumúla 13 — 105 Reykjavík. Sími 82970 Lausar stöður Lausar eru til umsóknar neðangreindar stööur viö Vinnueftirlit ríkisins: Umdæmiseftirlitsmaður á Suðurlandi með aðsetri sem næst miðsvæöis í umdæminu. Umdæmið nær yfir Árnes-, Rangárvalla- og Vest- ur-Skaftafellssýslur. Krafist er staögóörar tækni- menntunar, a.m.k. vélstjóra IV. stigs meö sveins- prófi eöa jafngildrar menntunar auk starfsreynslu. Umdæmiseftirlitsmaður á Reykjanesi meö aösetri sem næst miðvæðis í umdæminu. Umdæmiö er Gullbringusýsla, Grindavik, Keflavík og Njarövíkur. Krafist er staðgóörar tæknimennt- unar, a.m.k. vélstjóra IV. stigs meö sveinsprófi eöa jafngildrar menntunar auk starfsreynslu. Umdæmiseftsirlitsmenn þurfa aö gangast undir námskeiö sem haldin verða á vegum Vinnueftirlits ríkisins. Launakjör veröa samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknir meö upplýsingum um menntun og starfsreynslu, skulu sendar Vinnueftirliti ríkisins, Síöumúla 13, Reykjavík, eigi síöar en 1. maí nk. T^ífcamatlzacJutLnn <^-lattLsg'ótu 12-18 sími 25252 (4 línutj Mazda 626 1600 1979 Verö 90 þúsund. Galant GLX 1979 Verð 110 þúsund. Citroén CX 2000 1976 Verð 85 þúsund. Honda Accord 1979 Verð 105 þúsund. Blazer K5 1974 Verð 95 þúsund. Mustang Mll 1974 Verð 55 þúsund. BMW 518 1980 Verð 160 þúsund. Volvo 245 st. 1978 Verð 125 þúsund. Colt 1981 Verð 98 þúsund. Mazda Rx 5 Cosmo 1976 Verð 90 þúsund. Plymouth Valari St. 1979 Verð 160 þúsund. Range Rover1974 Verð 125 þúsund. Citroén GS 1977 Verð 65 þúsund. Chevrolet Nova 2ja dyra Concourse 1978 Verð 120 þúsund. BMW 320 1978. Litur rauður, ek- inn 69 þúeund, útvarp, snjó- og sumardekk. Veró 120 þúsund. Subaru 1800 st. 1981. Litur rauð- ur, ekinn 19 þúsund. Verö 135 þúsund. Toyota Corolla 1980. Litur blér, ekinn 30 þúsund, sjáifskipt, útvarp. Veró 100 þúsund. Golf L8 1977. Litur gullsanz, ekinn 78 þúsund, útvarp, snjó- og sumardekk. Veró 78 þúsund.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.