Morgunblaðið - 16.04.1982, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1982
3
Skattar til sveitarfélaga hafa hækkað
SKATTBYRÐIN hefur þyngst undanfarin ár. Á þessu súlu-
riti, sem byggt er á upplýsingum í skýrslu fjármálaráðherra
til Alþingis um ríkisfjármál 1981, er sýnd hlutfallsleg
hækkun álagðra skatta sveitarfélaga á einstaklinga á árun-
um 1977 til 1981. Súla 1 sýnir hlutfallið miðað við tekjur
fyrra árs en súla 2 hlutfallið miðað við tekjur þess árs,
þegar skattarnir eru greiddir
Sveitarfélögin leggja útsvar
og fasteignaskatta á einstakl-
inga. Skattbyrðin þyngist
greinilega á milli áranna 1979
og 1980, en í febrúar 1980 varð
Svavar Gestsson, formaður Al-
þýðubandalagsins, félagsmála-
ráðherra og eftir það var rýmk-
uð heimild sveitarfélaga til að
leggja á útsvar ekki síst fyrir
eindregin tilmæli flokksbróður
ráðherrans, Sigurjóns Péturs-
sonar, forseta borgarstjórnar
Reykjavíkur.
Sé litið til Reykjavíkur hafa
vinstri flokkarnir hækkað fast-
eignagjöld á íbúðarhúsnæði úr
0,421% í 0,5%. Og með laga-
breytingunni, sem þeir Svavar
Gestsson og Sigurjón Pétursson
stóðu að saman, var hægt að
hækka útsvör úr 11% í 11,88%.
Á því súluriti, sem hér birtist
eru gatnagerðargjöld ekki talin
með, en síðan 1978 hafa þau
verið hækkuð tvívegis í Reykja-
vík og í bæði skiptin langt um-
fram verðbólgu.
Álagbir skattar sveitarfélaga á einstaklinga
1977 til 1981
10,1
f
_/
_/
yj
5%.
1 2
1977
1 % af tekjum fyrra árs
2 % af tekjum greiðsluárs
102
10,5
_/
6,4
yj
11,2
ff
_/
7,2
1 2
1978
1 2
1979
_/
_/
/
1 2
1980
11,2
_/
1 2
1981
Fyrirsætukeppni
Ford Models:
70 stúlkur
skráðar
GÍFURLEG þátttaka er í fyrirsætu-
keppni þeirri sem Ford Models i
Bandaríkjunum gengst fyrir hér á
landi og tízkublaðið Líf annast fram-
kvæmd á.
Að sögn Katrínar Pálsdóttur, rit-
stjóra Lífs, rann umsóknarfrestur
út fyrir nokkru og alls tilkynntu
tæplega 70 stúlkur þátttöku. Er
unnið að því að mynda stúlkurnar
en úrslitakeppnin er áformuð í júní-
byrjun.
Sigurvegarinn fær vegleg verð-
laun og öðlast þátttökurétt í keppn-
inni um fyrirsætu Ford Models, en
sú keppni fer fram í Bandaríkjunum
seinna á árinu.
Lóðaúthlutun
Reykjavíkurborgar:
Um 240 lóð-
ir næstu ár
„Hve margar lóðir verða til úthlut-
unar á vegum borgarinnar á næsta
ári?“ sagði I)avíð Oddsson borgar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins á fundi
borgarstjórnar í gærkveldi og beindi
hann spurningu sinni til borgar-
stjóra.
I svari sínu sagðist borgarstjóri
viðurkenna að hann hefði ekki
þessa tölu á hraðbergi. Hins vegar
gat hann þess að Selássvæðið
svokallaða væri í vinnslu, en þar
kæmu til úthlutunar um 400 lóðir
á næstu árum.
Davíð Oddsson sagði að kynlegt
væri að borgarstjóri vissi ekki
nákvæmlega um hve margar lóðir
væri að ræða. Spurt hefði verið
um, hve margar lóðir borgin hefði
til ráðstöfunar. Þær væru ekki 400
eins og borgarstjóri segði, heldur
um 240, því að Gunnar Jensson,
sem átt hefði umrætt landsvæði,
ætti sjálfur 160 lóðir, og um þær
hefði borgin ekkert að segja.
Þing Landssambands iðn-
verkafólks hefst í dag:
Kjara- og
atvinnumál
á dagskrá
ÞING Landssamabands iðnverka-
fólks hefst í dag klukkan 14.00 með
þingsetningu og ávarpi gesta. Síðan
leggur kjörbréfanefnd fram skýrslu
sína og forseti þingsins verður kos-
inn, þingritari og nefndir. Þingið mun
standa í tvo daga, föstudag og laug-
ardag.
Að sögn Bjarna Jakobssonar,
formanns Iðju í Reykjavík og rit-
ara Landssambandsins, verða
helztu mál þingsins kjaramál og
atvinnu- og iðnaðarmál. Síðan
verða einnig tekin fyrir öryggis-
mál, iðnþróun og atvinnuöryggi og
stefnan í iðnaðarmálum rædd. Er-
indi á þinginu flytja Björn Björns-
son frá Alþýðusambandi Islands og
Sigurður Guðmundsson. Þá er
áætlað að á þinginu verði tekin
ákvörðun um samskipti við nor-
ræna fataiðnaðarsambandið og
hvort Landssamband iðnverkafólks
gerist aðiii að því. Reiknað er með
því að ályktanir um kjara- og at-
vinnumál verði gefnar út á þinginu.
Stærsta aðildarfélag Landssam-
bands iðnverkafólks er Iðja, sem á
29 fulltrúa af 40 á þinginu.
Nýtt Lotus Discret
5 mm á þykktina, en hefur samt alla sömu eiginleika og þykkari bindi
Gamla reglan var þessl:
n. Þykkara btndi - aukið oryggi
" + aukln óþægindi. Én ekki lengur.
■‘Jr' ' » »: Það er samt ótrúlegt, að 5 mm
‘1 1 r bindi geti verið sambaerilegt við
^ ^ W1 venjulegt 15 mm bindi.
tí' \ Engu aó siöur er þaö staðreynd,
■—jr ♦ að Lotus discret gerir fullkomlega
m.. fi sama gagn og bindi af gömlu gerð-
9^7 ’ inni.
. 'v _ ‘ > r* Svarið er að finna i'sérstakri
Jggv Hr.'ZþS efnasamsetningu bindisins, sem
r v’ír: * -V." 3 7 hefur þann eiginleika, að draga í
sig 20 falda þyngd sina af vökva.
■- . 3% — og þlasthúðuð bakhlið eykur
‘ • I ’-m ' \ 2“* " enn 3 öryggið. Yfirborðið er úr
’ ný/u, fínofnu og mjúku trefjalagi,
• jpsMfeJ®':. ^ \ sem heldur efsta lagi bindisins
ótrúlega þurru, og gerir það mun