Morgunblaðið - 16.04.1982, Side 5

Morgunblaðið - 16.04.1982, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1982 5 „Á hreindýraslóðum“ sýnd á ráðstefnu Skotveiðifélagsins Seyðisfjörður: Brotist inn á skrif- stofur kaupfélagsins Liðlega 44 þús. kr. stolið Málið enn óupplýst SKOTVEIÐIFÉLAG íslands heldur aðalfund sinn á morgun, 17. apríl að Hótel Esju, en í tengslum við aðal- fundinn verður að vanda efnt til ráðstefnu. Að þessu sinni fjallar ráðstefnan um hreindýr, að sögn Sverris Scheving Thorsteinssonar, formanns félagsins. — Aðalfundurinn hefst klukk- an 09.30, en ráðstefnan síðan klukkan 14.00. Á ráðstefnunni mun Eðvard Sigurgeirsson, ljós- myndari frá Akureyri, sýna þátt- takendum kvikmynd sína „Á hreindýraslóðum", en þessi mynd er mikill kjörgripur, sagði Sverrir ennfremur. — Myndin er reyndar fáséð og einstök heimild um íslenzku hreindýrin á þeirra heimaslóðum. Eðvarð Sigurgeirsson fór nokkrar ferðir á hreindýraslóðir á sinum tíma með Valtý Péturssyni, rit- höfundi og tók ljósmyndir og kvikmyndir af hreindýrum. Nokkrar af ljósmyndum Eðvarðs hafa birzt í bók þeirra Valtýs „Á hreindýraslóðum", sagði Sverrir. Á ráðstefnunni mun Birgir Thorlacius, ráðuneytisstjóri, flytja erindi, sem hann nefnir „Hreindýr og hreindýraveiðar. — Eftirlit með hreindýrum og skipulagning á veiðum þeirra er í höndum menntamálaráðuneytis- ins og hefur Birgir Thorlacius haft yfirumsjón þeirra mála á vegum ráðuneytisins um árabil. Fæstir munu því kunnari öllum málefn- um varðandi hreindýr en Birgir, sagði Sverrir ennfremur. Það kom fram hjá Sverri, að Skotveiðifélag íslands var stofnað 23. september 1978, en markmið félagsins er að vinna skotveiðum verðugan sess meðal útilífsíþrótta með góðri meðferð skotvopna, góðri siðfræði veiðimanna, góðri umgengni um land og lífríki og góðum samskiptum við landeig- endur. UM 44 ÞÚSUND krónum var stolið á skrifstofum Kaupfélagsins á Seyð- isfirði aðfaranótt páskadags. Þjófur- inn spennti upp glugga og komst þannig inn í skrifstofurnar. Hann braut upp peningaskáp og tók fé sem í honum var. Hins veg- ar var ekki hreyft við ávísunum, sem í skápnum voru. Rannsókn málsins er í höndum bæjarfógetans á Seyðisfirði, en leitað hefur verið eftir samvinnu og aðstoð Rannsóknarlögreglu ríkisins. Haustið 1979 var brotist inn á skrifstofur Kaupfélagsins á Seyð- isfirði og fé stolið, mun það hafa verið svipuð upphæð og nú reiknað til dagsins í dag. Það mál er enn óupplýst. —C'rkfrHMA i þ^rnaí'fiö^... KARNABÆR Laugavegi 66 — Glæsibæ — Austurstræti 22. Sími frá skiptiboröi 85055 Umboðs- menn um land allt Cesar — Akureyri, EpBð — ísafiröi, Eyjabær — Vestmannaeyjum, Fata- val — Keflavík, Horna- bær — Hornafirði, Álfhóll — Siglufirði, Óðinn — Akranesi, Ram — Húsavík, Bakhúsið — Hafnarfiröi, Austurbær — Reyöarfirði, Kaupfél. Rangæinga Hvolsvelli, Sparta — Sauðárkróki, Skógar — Egilsstöðum, ísbjörninn — Borgar- nesi, Lea — Ólafsvík, Lindin — Selfossi, Paloma — Vopnafirði, Patróna — Patreksfiröi, Báran — Grindavík, Bjólsbær — Seyöisfirói, Þórshamar — Stykkis- hólmi, Inga — Hellis- sandi, Aþena — Blöndu ósi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.