Morgunblaðið - 16.04.1982, Síða 17
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1982
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1982
17
Otgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdasfjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 110 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 7 kr. eintakið.
Flýtur
fram á haust
Yfirlýsingar forystumanna Framsóknarflokksins og Alþýðu-
bandalagsins, starfshættir ráðherra og framganga stjórn-
arsinna á Alþingi benda eindregið til þess, að í stjórnar-
herbúðunum ríki sá andi, að rétt sé að vera við öllu búinn og þar
með kosningum næsta haust. Hvorki Steingrímur Hermannsson
né Svavar Gestsson slá því raunar föstu, að ríkisstjórnin sitji
einu sinni fram á haust, því að báðir hafa þeir látið í það skína,
svo ekki sé meira sagt, að úrslit sveitarstjórnakosninganna geti
haft afdrifarík áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. í störfum sínum
eru ráðherrar farnir að búa í haginn fyrir sig í eigin kjördæm-
um — þeir eru hættir að líta yfir landið allt og farnir á atkvæða-
veiðar hvort heldur um er að ræða leyfi til innflutnings á
fiskiskipum, ákvarðanir um virkjanir eða iðnfyrirtæki. Þing-
mönnum Alþýðubandalagsins er mikið kappsmál, að menn
gleymi því ekki, að þeir séu „hernámsandstæðingar". Atkvæða-
veiðar einstakra ráðherra leiða svo til þess að þeir lenda í
átökum við þingmenn úr stjórnarliðinu, jafnt flokksbræður sem
fulltrúa samstarfsaðila.
Þegar þannig er komið fyrir ríkisstjórn, hefur hún ekki lengur
innra þrek til að takast á við meiriháttar verkefni. Sú ríkis-
stjórn, sem nú situr, hefur farið mjög illa með álit sitt meðal
almennings og þann siðferðilega styrk, sem fjölmargir sýndust
reiðubúnir að veita henni, ef skynsamlega yrði á málum tekið.
Embættisgjörðir einstakra ráðherra síðustu daga og vikur
ganga þvert á hugmyndir manna um siðferði í stjórnmálum.
Almenningi er nú ljóst, að á bak við glansmyndina, sem stjórn-
arherrarnir hafa reynt að draga upp, er óstjórn, ráðleysi og
valdastreita. Meira að segja þeir, sem vörðu stjórnina og gerðu
blað sitt, Dagblaðið, að málgagni hennar, lýsa því nú yfir, að
ríkisstjórnin virðist vera að leysast upp og orð þeirra má skilja
á þann veg, að farið hafi fé betra.
Það hefur verið sérstakt einkenni þessarar ríkisstjórnar, að
ráðherrarnir hafa alltaf látið eins og þeir hefðu ekki við nein
alvarleg vandamál að stríða, þeirra helsta verkefni væri að láta
alit eftir öllum, svo lengi sem nokkuð væri til skiptanna, raunar
lengur, því að skuldir þjóðarbúsins í útlöndum hafa vaxið gífur-
lega síðustu misseri. Lokaspretturinn i þessu kapphlaupi milli
framsóknarmanna og kommúnista getur svo sannarlega orðið
dýrkeyptur. Sviðsetningin er gamalkunn: Kommúnistar segja,
að í þeim kjaraviðræðum, sem nú fara fram, verði að samþykkja
kröfur verkalýðsins, auðvitað þoli þjóðarbúið það. Framsókn-
armenn þegja þunnu hljóði um þetta en segja, að nýtt skref til
niðurtalningar verði að taka í haust, eigi að ná verðbólgu-
markmiði ríkisstjórnarinnar. Svikamyllan hefur sem sé verið
sett upp. Kommúnistar ætla sér hins vegar að hlaupa úr stjórn-
inni, áður en niðurtalningarskref framsóknarmanna er tekið og
skella kjaraskerðingastimplinum á þá. Ýmsum framsóknar-
mönnum hefur verið ljóst að hverju stefndi, en forystumenn
flokksins hafa ekki þorað að taka af skarið og slíta stjórninni á
réttu augnabliki fyrir sig, og nú er svo komið, að kommúnistar
þykjast vera að ná vopnum sínum og eygja þá von helsta til að
rétta eigin hlut að koma sem þyngstu höggi á Framsóknarflokk-
inn.
En þetta er síður en svo meginástæðan fyrir því, að ráðherr-
arnir og stjórnarliðar búa sig undir kosningar í haust. Þetta
verður tylliástæða kommúnista — síðan 1978 hafa þeir sannað,
að þeim er sama um hag verkalýðsins, eftir að þeir hafa klifrað
í ráðherrastólana upp eftir baki launþega. Hugmyndirnar um
stjórnarslit í haust ráðast af því, að við blasir mikill óleystur
efnahagsvandi og hætta á atvinnuleysi. Af hálfu ráðherra hefur
ekkert verið gert til að búa þjóðina undir átök við þennan vanda
— enda ætla þeir annarri ríkisstjórn að leysa hann. Vandanum
er hins vegar lýst með ískyggilegum hætti í nýrri skýrslu Þjóð-
hagsstofnunar um þróun þjóðarbúskaparins. Þar er því spáð, að
í ár muni þjóðarframleiðsla dragast saman í fyrsta sinn síðan
1975, en samdráttinn megi rekja til minnkandi eða jafnvel
stöðvunar loðnuveiða. Óhjákvæmilegt sé, að samdrátturinn hafi
með einum eða öðrum hætti áhrif á atvinnuástandið. Síðan segir
Þjóðhagsstofnun: „Þetta mun þó væntanlega ekki skýrast fyrr
en með haustinu og mun ráðast mjög af framvindunni næsta
vetur, þar sem sumarið er jafnan mikill annatími við fram-
kvæmdir." Núverandi stjórnarherra skortir pólitískt hugrekki
og getu til að takast á við þennan vanda og vilja ganga til
kosninga, áður en hann skellur á, þess vegna hugsa þeir í lengsta
lagi fram á haust.
Bæjarþing Reykjavíkur:
Ríkið sýknað af kröfu
um endurgreiðslu fjár
— til Lífeyrissjóðs Verkfræðingafélags íslands
FYRIR skömmu féll dómur í bæjar-
þingi Reykjavíkur, þar sem umsjón-
arnefnd eftirlauna, heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra og fjármála-
ráðherra fyrir hönd ríkissjóðs, voru
sýknaðir af kröfu Lífeyrissjóðs
Verkfræðingafélags íslands um
endurgreiðslu fjár sem sjóðurinn
greiddi samkvæmt lögum nr.
97/1979 þar sem hann telur, að
greiðsluskylda þessi brjóti í bága
við 67. grein stjórnarskrárinnar og
skattlagningin því óheimil.
Málavextir eru þeir, að með
lögum um eftirlaun til aldraðra
nr. 97/1979, sem tóku gildi 1.
janúar 1980, eru ákvæði þess efn-
is, að allir lífeyrissjóðir, sem ekki
eiga aðild að samkomulagi ASÍ
og VSÍ frá 22. júlí 1977, skuli
leggja fram 5% af bókfærðum
iðgjaldatekjum sínum og skal
fénu varið til greiðslu eftirlauna
þeirra, sem ekki greiddu fé til líf-
eyrissjóða né voru í stéttarfélög-
um en eru komnir á eftirlauna-
aldur. Svokallaðir „samkomu-
lagssjóðir" skulu einnig leggja
fram 5% af bókfærðum tekjum
sínum til greiðslu eftirlauna
þeirra, sem eru í stéttarfélögum
tengdum lífeyrissjóðum.
Lífeyrissjóður Verkfræðingafé-
lags íslands greiddi kr. 153.546 til
Umsjónarnefndar eftirlauna, en
jafnframt mótmælti sjóðurinn
kröfunni sem rangri og ólöglegri
og gerði kröfu til endurgreiðslu á
fjárhæðinni með hæstu vöxtum,
dráttarvöxtum. Áskilinn var rétt-
ur til málshöfðunar til endur-
greiðslu fjárins.
Stefnandi taldi, að ákvæði 25.
gr. 1. mgr. 2. tl. laga nr. 97/1979
um eftirlaun til aldraðra fái ekki
staðizt. Um sé að ræða skattlagn-
ingu, sem brjóti í bága við ákvæði
67. gr. stjórnarskrárinnar.
Skattiagningin brjóti í bága við
jafnréttisreglu íslenzks réttar.
Stefndu héldu því fram, að lög-
in nái til allra starfandi lífeyr-
issjóða í landinu og því sé ekki
um mismunun að ræða, þvert á
móti, því skattlagning hinna
svokölluðu „samkomulagssjóða"
gæti orðið verulega hærri en
nemur þeim 5% sem lögð eru á
aðra sjóði, þar á meðal Lífeyris-
sjóð Verkfræðingafélags íslands.
Sú þróun hefur orðið hér á
landi í lífeyrismálum, að tryggja
öllum landsmönnum, sem hafa
haft ákveðnar lágmarksatvinnu-
tekjur, rétt til lágmarkslífeyris-
greiðslna til viðbótar þeim eftir-
launum sem Almannatryggingar
greiða og var setning laga nr.
97/1979 liður í þessari þróun.
Fjár til þessara lífeyrisgreiðslna
hefur verið aflað m.a. með því að
skattleggja starfandi lífeyrissjóði
í landinu.
I dómsforsendum segir m.a.:
„Þótt sá orðalagsmunur sé í lög-
unum að skattur þeirra lífeyris-
sjóða sem getið er í 24. grein lag-
anna skuli renna til greiðslu upp-
bótar á lífeyri, en skattur þeirra
lífeyrissjóða sem getið er um í 2.
tl. 1. mgr. 25. gr. laganna skuli
renna til að standa undir kostn-
aði af greiðslu eftirlauna og upp-
bótar á þau, þykir skattheimtan
vera sama eðlis í báðum tilvikum
og sömuleiðis er hún jöfn að
hlutfalli. Skattheimtan skoðuð út
af fyrir sig þykir vera grundvöll-
uð á málefnalegum sjónarmiðum
og ná með sama hætti til allra
sem skattlagðir eru. Skattlagn-
ingin nær jafnt til allra þeirra
aðila í landinu sem starfa á sams
konar eða svipuðum grundvelli,
þ.e. lífeyrissjóðanna.
Ekki verður annað séð, en líf-
eyrissjóðunum hafi fyrst og
fremst verið formlega skipt í tvo
hópa samkvæmt lögunum og það
byggist á sögulegum forsendum,
en ekki efnislegum." Og ennfrem-
ur: „Þrátt fyrir þennan mun á
ráðstöfun skattfjárins verður
ekki séð að hlutur stefnanda og
hliðstæðra lífeyrissjóða sé verri
eða þungbærari hvað snertir
skattlagninguna og skattbyrðina
en annarra lífeyrissjóða í land-
inu, eða þessi mismunandi ráð-
stöfun skipti máli að öðru leyti.“
Dómsorð hljóðaði svo:
„Stefndu, Umsjónarnefnd eftir-
launa, heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðhera og fjármálaráð-
herra f.h. ríkissjóðs skulu vera
sýknir af kröfum stefnanda, Líf-
eyrissjóðs Verkfræðingafélags ís-
lands í máli þessu."
Friðgeir Björnsson, borgar-
dómari, kvað upp dóminn. Lög-
maður Lífeyrissjóðs Verkfræð-
ingafélags Islands var Ragnar
Aðalsteinsson, hrl., en lögmaður
Umsjónarnefndar eftirlauna,
heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðherra og fjármálaráðherra
f.h. ríkissjóðs var Gunnlaugur
Claessen, hrl.
Tuttugu íslenskir listmálarar:
Hafa stofnað
„Félag málara“
Tuttugu listmálarar komu saman til
fundar í Reykjavik í gærkveldi og
stofnuAu með sér félag er þeir nefna
„Félag málara". Stofnendur eru tut-
tugu listmálarar, þeirra á meðal marg-
ir kunnustu listmálarar þjóðarinnar,
svo sem þeir Svavar Guðnason, Þor-
valdur Skúlason, Jóhannes Jóhannes-
son, Einar Kaldvinsson, Kjartan Guð-
jónsson, Einar Hákonarson og fleiri.
Stjórn Félags málara var kjörin á
stofnfundinum í gærkvöldi, og skipa
hana eftirtaldir: Einar Þorláksson
formaður, Ilafsteinn Austmann ritari
og Sigurður Örlygsson gjaldkeri.
Tilgangur hins nýja félags mun
vera að vinna að hvers konar hags-
munamálum málara, líkt og félag
grafíklistamanna og fleiri félög
gera. Flestir stofnendanna eru fé-
lagar í Félagi ísl. myndlistar-
manna, FIM, og hyggjast vera það
áfram, og á stofnfundi Félags mál-
ara kom fram sú skoðun fundar-
manna að ekki væri ætlunin að
stefna hinu nýja félagi gegn FÍM á
neinn hátt. Félagið taki sem fyrr
segir fyrst og fremst til hagsmuna-
mála málara og sérmála þeirra, og
vinni að sýningum innanlands og
utan.
Lög félagsins og nánari stefna
verða á hinn bóginn rædd á fram-
haldsfundi félagsins innan tíðar.
Mjög misjafn afli:
4 Eyjabátar þó með
40 tonn eftir nóttina
VERTÍÐIN hefur farið misjafnlega á
stað eftir að bátar lögðu net á ný eftir
veiðibannið i páskavikunni. Sumstað-
ar er afli með ágætum, en á öðrum
stöðum er afli frekar tregur. Nokkrir
Vestmannaeyjabáta voru með 40
tonn á miðvikudag og margir voru
með góðan afla í gær, en þó var afli
ekki talinn eins góður og sömu sögu
er að segja frá Þorlákshöfn. Af Snæ-
fellsnesi er það að frétta, að þar er
afli almennt tregur og Olafsvíkurbát-
ar voru að landa 5—6 lestum í gær.
Margir Vestmannaeyjabáta voru
með góðan afla á miðvikudag og
fjórir bátar, Álsey, Bjarnarey,
Gullberg og Sæbjörg, voru með 40
tonn eftir nóttina. Þá voru tveir
bátar með yfir 30 tonn, en einstaka
bátur var með lítinn afla.
Vestmannaeyjaskipstjórar voru
almennt ekki eins kátir í gær, en
um sexleytið voru þó komnir 2 bát-
ar til hafnar með um og yfir 20
tonn. Var annar þeirra Þorkell
Björn, sem er aðeins 15 rúmlestir
að stærð.
Afli Þorlákshafnarbáta var mis-
jafn í gær og í fyrradag. Stór hluti
flotans var með lítinn afla, en
nokkrir voru með 30—40 tonn. í
Ólafsvík var hæsti bátur með 11,5
tonn eftir nóttina, en almennt voru
bátarnir að landa 5—6 tonnum eft-
ir nóttina.
Víetnamarnir:
Kannað hvað dreif á
daga þeirra í Kanada
„Það er verið að kanna þetta mál
fyrir okkur núna, fyrir milligöngu
Rauða krossins i Kanada, og niður-
staðan úr því kemur væntanlega nú
öðru hvoru megin við helgi,“ sagði
Jón Ásgeirsson, framkvæmdastjóri
Kauða kross íslands, í samtali við
Morgunblaðið í gær. Jón var spurður
hvað gert yrði í máli víetnömsku
flóttamannanna, sem á sínum tima
hurfu sporlaust i Kanada, þar sem
þeir voru í leyfi frá íslandi.
Jón taldi varla nokkur áhöld um
að þeim yrði leyft að snúa aftur til
Islands, en þó hefði verið ákveðið að
kanna málið nánar, og þá sérstak-
lega hvað drifið hefur á daga fólks-
ins í Kanada.
Leiguskip Eimskips
Ljóxmynd Mbl. KAX.
Þetta 7 þúsund tonna flutningaskip kom til Hafnarfjaröar á dögunum á vegum Eimskips með rafmagnsstaura fyrir
Rafmagnsveitur ríkisins í svonefnda Suöurlínu. Ennfremur voru með í ferðinni ýmsar rekstrarvörur fyrir fslenzka
álfélagið.
Hvað segja þeir um skyldusparnaðarfrumvarpið?
í TILEFNI af frumvarpi ríkisstjórnarinnar, sem lagt var fram á Alþingi í gær, um 6% skyldusparnað á
skatttekjur og sagt er frá á baksíðu blaðsins í dag, sneri Mbl. sér til fulltrúa stjórnmálaflokkanna í
fjárveitinganefnd Alþingis og spurði þá álits á frumvarpinu. Þess má geta að Geir Gunnarsson, fulltrúi
Alþýðubandalagsins, vildi ekki tjá sig um málið á þessu stigi, en vísaði á fjármálaráðherra, Ragnar Arnalds.
Ekki tókst að ná sambandi við fjármálaráðherra í gærkvöldi. Þá var einnig rætt við Sigurð E. Guðmundsson,
framkvæmdastjóra Húsnæðisstofnunar ríkisins.
Sigurður E. Guðmundsson framkvæmdastjóri Húsnæðisstofnunar:
Fyrst og fremst ætlað til
að greiða yfirdráttarlán
„ÉG TEL að þessari nýju spariskatt-
lagningu sé fyrst og fremst ætlað að
gera Húsnæðisstofnun ríkisins kleift
að borga sem mest af 40 milljóna
króna yfirdráttarláni í Seðlabankan-
um, sem við eigum að öðrum kosti
mjög erfitt með að greiða og væri vart
unnt nema skera stórlega niður lán-
veitingar," sagði Sigurður E. Guð-
mundsson, framkvæmdastjóri Hús-
næðisstofnunar ríkisins, er hann var
spurður hvernig þessu fjármagni yrði
ráðstafað.
Hann sagði að í öðru lagi væri
ætlunin að veita 25% hærri lán til
þeirra sem eru að byggja í fyrsta
sinn, en það yrði þó að vera innan
ramma lánsfjáráætlunar, og hugs-
anlega einnig til að mæta minni
skuldabréfasölu til lífeyrissjóðanna.
Þá mætti einnig minna á, að skyldur
sparnaður ungs fólks verður hugs-
anlega minni á þessu ári en ráðgert
væri.
Sigurður sagði síðan: „Ég held að
flestir reikni með því að það náist
ekki jafn mikið fjármagn úr skulda-
bréfasölunni til Byggingarsjóðs
verkamanna og Byggingarsjóðs
ríkisins eins og ríkisvaldið hefur
gert ráð fyrir í lánsfjáráætluninni.
Þá er fjármagnsþörf sjóðanna miklu
meiri en lánsfjáráætlunin telur sig
hafa tryggt stofnuninni. Það er búið
að negla þetta niður og síðan ber
stofnuninni að haga sér í samræmi
við það. Við erum einmitt að ræða
það þessa dagana hvernig við snúum
okkur í málinu. Okkur sýnist fljótt á
litið að miðað við óbreytta útlána-
starfsemi, þá muni kostnaðaraukinn
af þessari 25% hækkun til þeirra
sem byggja í fyrsta sinn ekki verða
nema 6—7 millj. kr. á þessu ári, en
síðan kæmi sú prósentuhækkun á
með miklum þunga á næstu árum."
Lárus Jónsson alþingismaður:
Kemur til viðbótar gífurlegum sköttum
„í DAG vantar um 90 milljónir króna
til rekstrar húsnæðismálakerfisins og
sá fjárskortur er algjörlega óbrúað bil.
Þessi 6% skyldusparnaður sýnist mér í
raun girða gjörsamlega fyrir það að
fólk vilji leggja á sig að vinna. Hann
hefur það í för með sér, að jaðarskatt-
urinn, ásamt þessum skyldusparnaöi
verður rúmlega 70%, þegar hæsta
skattþrepi er náð. Skyldusparnaðurinn
kemur því til viðhótar gífurlegum
skattaálögum og virkar því sem
skattahækkun," sagði Lárus Jónsson
þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Hann sagði einnig: „Fyrir það
fyrsta þá er búið að taka af almenna
íbúðalánakerfinu þá mörkuðu tekju-
stofna sem það hafði. Áður gengu
2% af 3,5% launaskatti til Bygg-
ingarsjóðs ríkisins, auk annarra
skatta. Það má áætla að þessar tekj-
ur hefðu nú numið um 220 til 250
milljónum króna. Þetta fjármagn
rennur nú í ríkishítina og ríkissjóð-
ur skilar aðeins rúmlega 100 millj-
ónum króna af þessum 220 til 250.“
Lárus sagði að afnám áðurtalinna
tekjustofna hefði átt sér stað í tíð
núverandi ríkisstjórnar.
Þá sagði Lárus einnig að benda
mætti á, að íbúðabyggingum hefði
mjög fækkað síðustu árin og nefndi
hann sem viðmiðun að árið 1977 eða
1978 hefðu ný lán verið um 1.900 að
tölu. í dag vantaði hins vegar 90
milljónir króna upp á til að unnt
væri að fjármagna lán til 1.100
íbúða.
Halldór Ásgrímsson alþingismaður:
Fjárþörf Byggingarsjóðs miklu meiri
„ÞETTA eru tiltölulega mjög lágar
fjárhæðir, eða samtals um 35 millj.
króna og sparnaðurinn kemur aðeins
á um 5% skattgreiðenda. Það liggur
því fyrir aö það eru tiltölulega fáir
sem koma til meö að greiða þennan
skyldusparnað og Ijóst að einhver
hluti þessa fólks hefði lagt þessa pen-
inga fyrir með öðrum hætti, þó það sé
ekki hægt að fullyrða hversu mikið
það er,“ sagði Halldór Ásgrímsson
þingmaður Framsóknarflokksins.
Aðspurður um hvort þessi upp-
hæð kæmi til með að bjarga fjár-
hag Byggingarsjóðs sagði hann:
„Þetta mun ekki að mínu mati
bjarga fjárhag Byggingarsjóðs,
fjárþörf hans er miklu meiri en
þessu nemur, en það mun hins veg-
ar bæta hann og það er afskaplega
mikilvægt að allra mati. Þá eru all-
ir sammála um það að nauðsynlegt
sé að hækka lán til þeirra sem eru
að byggja í fyrsta skipti. Það er eitt
mesta vandamál þjóðfélagsins í
dag vegna breyttra kjara á lánum,
að styðja við bakið á fólki, sem er
að byrja búskap. Hvernig eigi að
afla fjármagns til þess er aftur á
móti hlutur sem má endalaust
deila um.“
Sighvatur Björgvinsson alþingismaður:
Ný skattheimta, sama
hvað hún er kölluð
„í FYRSTA lagi er það okkur ekk-
ert nýtt, að Byggingarsjóður ríkis-
Arásarmaðurinn við Skúlagötu:
Hefur misþyrmt gömlu
fólki á hrottalegan hátt
MAÐUR sá sem réðst á sof-
andi mann í íbúð sinni við
Skúlagötu aðfararnótt mið-
vikudags hefur áður gerzt
sekur um alvariegar líkams-
árásir, þá gegn öldruðu fólki.
Afbrotaferill hans hófst árið
1972, en þá var hann kærður
fyrir líkamsárás á móður
sína. Maður þessi heitir
Sævar Arnfjörð Hreiðarsson,
28 ára gamall.
Árið 1975 braust hann inn á
heimili aldraðrar konu í miðbæn-
um. Konan, sem var 79 ára göm-
ul, hafði lagt sig, en vaknaði við
að maður var í íbúðinni. Hann
réðst á hana, tók hana kverkataki
og herti svo að hálsi hennar, að
henni lá við köfnun. Hann sló
hana með krepptum hnefa í and-
litið og krafðist peninga af henni.
Konan lét hann hafa það fé, sem
hún hafði handbært, en það var
ekki mikið, og krafðist hann þá
meira fjár og hóf að leita að verð-
mætum í íbúðinni. Konan freist-
aði þess, að komast í síma, en þá
hrinti hann henni á baðkar, tók
hana kverkataki og ógnaði henni
með hnífi og hótaði henni lífláti.
Jafnframt sló hann hana með
krepptum hnefa í andlitið, en fór
þegar honum skildist að ekki var
meira fé að hafa. Konan hlaut
áverka á andliti og marðist illa á
hálsi og hlaut áverka á líkama.
Síðar sama ár réðst maðurinn
á gamla konu *í Þingholtunum.
Hann tók konuna kverkataki og
lamdi hana í andlit þannig að
hún fékk glóðarauga. Konan
marðist illa á hálsi og handlegg.
Hún náði að hrópa á hjálp og
komu ættingjar henni til aðstoð-
ar og flýði þá árásarmaðurinn.
í marz 1977 réðst maðurinn á
svívirðilegan hátt á 84 ára gaml-
an mann. Hann bankaði upp á
heimili mannsins í Vesturbænum
og bað um vatnsglas. Gamli mað-
urinn rétti honum vatnsglas, en
þá heimtaði maðurinn fé og gerði
tilraun til að hrifsa veski gamla
mannsins, sem veitti mótspyrnu.
Árásarmaðurinn greip þá til
kaffikönnu og barði gamla mann-
inn hvað eftir annað í höfuðið svo
hann skarst illa á höfði og andliti
og missti meðvitund auk þess að
hann handleggsbrotnaði. Þegar
gamli maðurinn komst til með-
vitundar réðst árásarmaðurinn á
hann á nýjan leik og hélt hinum
ljóta leik áfram, svo hann missti
meðvitund á ný. Gamli maðurinn
missti mikið blóð, blóðslettur
voru um alla veggi og stórir blóð-
pollar á gólfi. Árásarmaðurinn
skildi við gamla manninn meðvit-
undarlausan og hélt á braut með
féð sem í veskinu var.
Gamli maðurinn komst til
meðvitundar og náði að kalla á
hjálp, en litlu mátti muna að
hann hefði látið lífið. Árásarmað-
urinn var í leyfi frá Litla Hrauni
til að vera við jarðarför ættingja
í Reykjavík, hvað hann ekki
gerði.
Fyrir þessa árás var maðurinn
dæmdur í fjögurra ára fangelsi. í
febrúar síðastliðnum var hann
látinn laus til reynslu, en átti þá
eftir að afplána 570 daga af refsi-
vistinni. Hann hefur að undan-
förnu verið í sukki og svínaríi.
Skömmu áður en hann réðst með
kaffikönnu á manninn við Skúla-
gptu, hafði hann stolið vínflösk-
um á veitingahúsi hér í borg og
auk þess hafði hann stolið ávísun
á benzínstöð. Samkvæmt heim-
ildum sem Mbl. aflaði sér hefur
41 kæra borizt á manninn frá
1972 fyrir mismunandi afbrot;
líkamsárásir, innbrot, þjófnað og
ávísanamisferli. Hann hefur nú
verið sendur á ný á Litla Hraun.
ins sé fjárþrota. Við sáum það strax
fyrir þegar frumvarpið var sam-
þykkt og vöruðum fulltrúa Alþýðu-
sambands fslands mjög rækilega
við því. Nú er það komið í Ijós að
Bvggingarsjóður getur ekki sinnt
lögskipuðum verkefnum sínum og
þá er farið út á þessa braut. í ann-
an stað er þetta ný skattheimta,
sama hvaða nafni hún er kölluð,"
sagði Sighvatur Björgvinsson, for-
maður þingflokks Alþýðuflokksins,
er hann var spurður álits.
Sighvatur sagði einnig: „Þessi
nýi skattur þýðir, að þegar
skattgreiðandi er korninn í hæsta
skattþrep, sem komist er í með
venjulegar meðaltekjur, þá er
hann farinn að greiða um 73 aura
af hverri krónu sem hann vinnur
sér inn til ríkissjóðs. í stað þess
að snúa svolítið ofan af þessum
háa jaðarskatti sem við Álþýðu-
flokksmenn höfum varað við, þá
erum við að komast upp í jað-
arskattheimtu sem er 73% og
það finnst mér nokkuð mikið.
Þetta er sem sagt frumvarp
um nýja skattheimtu. Mér finnst
furðulegt að vera að leggja þetta
fram svona á síðustu dögum
þingsins og sé ekki hvernig menn
ætla að fá svo stórt og umdeilt
mál afgreitt á svo skömmum
tíma,“ sagði Sighvatur að lokum.