Morgunblaðið - 16.04.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.04.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1982 19 Úr grunndeild rafiðnaðar. Kynningardagur Iðn- skólans í Reykjavlk Kynningardagur Iðnskólans í Reykjavík verður laugardaginn 17. apríl. Þá er öllum boðið að koma f skólann og kynna sér starfsemi hans. Naesta haust verður boðið fram nám í 7 deildum fyrir þá, sem ekki eru á námssamningi í iðngrein. Þessar deildir eru: bókiðnadeild, fataiðndeild, hársnyrtideild, málmiðnadeild, rafiðnadeild, tréiðnadeild og tækniteiknun. I framhaldi af ársnámi í þessum deildum er boðið upp á nám í ýms- um framhaldsdeildum. Kennarar og nemendur munu leitazt við að gefa gestum sem gleggstar upplýsingar um starf- semi skólans, en jafnframt verður reynt að halda uppi kennslu með venjulegum hætti. í þessu sam- bandi hefur sérstökum kynningar- blöðum verið dreift í alla grunn- skóla. Kynningardagurinn verður frá klukkan 10 til klukkan 16. Laugar- ásbíó sýnir „Grín“- húsið Laugarásbió hefur hafið sýningar á kvikmyndinni „Grín“-húsið, sem á fnimmálinu heitir „The Kunhou.se" og er kvikmynd frá Universal. I umsögn bíósins segir að mynd- in sé æsispennandi um ungt fólk, sem fer í skemmtiferð — „það borgar fyrir að komast inn, en biðst fyrir til þess að komast út“. Myndin er tekin í Dolby-stereo. Aðalhlutverk leika Elizabeth Berridge og Cooper Huckabee. Myndin er með íslenzkum texta og er bönnuð börnum yngri en 16 ára. Friðar- fundur á Akureyri Sunnudaginn 18. apríl efnir hóp- ur áhugafólks um friðar- og af- vopnunarmál til fundar á Hótel KEA. Verða þar ræddar hugsan- legar leiðir til úrbóta. Á fundinum ræður Knútur Árnason eðlisfræðingur um eyð- ingarmátt kjarnorkuvopna. Þá ræðir séra Gunnar Kristjáns- son, Reynivöllum í Kjós, um vígbúnaðarkapphlaupið og frið- arhreyfingar. Loks kynnir Guð- mundur G. Þórarinsson tillögu sína um að halda hér á landi alþjóðlega friðarráðstefnu. Fundarstjóri verður Tryggvi Gíslason, skólameistari. Sveskjusulta Blönduð ávaxtasulta Appelsínumarmelaði Bláberjasuita og Jarðarberjasulta Sanitas sultan er nú fáanleg í m.a. 650 gr. og 800 gr. glerkrukkum í 5 tegundum. Sanitas

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.