Morgunblaðið - 16.04.1982, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1982
Minning:
Loftur Einarsson
Höfn í Höfnum
Fæddur 3. september 1916
Dáinn 9. apríl 1982
Að morgni langafrjádags lést
Loftur Einarsson, Höfn í Höfnum,
i sjúkrahúsinu í Keflavík, eftir
stutta legu þar. Andlát hans
þurfti þó engum að koma á óvart,
sem til þekktu. Arum saman hafði
hann barist við þann sjúkdóm,
sem læknavísindin standa enn
ráðþrota gegn, krabbameinið.
Nokkrum sinnum á ári hverju hélt
hann til Noregs, þar sem læknar
reyndu að halda aftur af sjúk-
dómnum. Þótt hann fengi ávallt
nokkurn bata í þessum ferðum
hallaði þó stöðugt undan fæti. Síð-
ustu ferðina þangað fór hann upp
úr áramótum. Þá mun hafa verið
ljóst að sjúkdómurinn væri búinn
að ná þeim tökum að hann yrði
ekki lengi heítur. Loftur kom fár-
sjúkur heim og dvaldist eftir það í
húsi sínu í Höfnum, eins lengi og
kraftar hans leyfðu og lengur þó. I
sjúkrahúsinu var hann aðeins i
nokkra daga.
Loftur var sérstæður maður,
sem ekki gleymist þeim er kynnt-
ust honum. Lífshlaup hans var
óvenju fjölskrúðugt og munu þeir
fáir, sem hafa kynnst fleiri hliðum
mannlegs lífs en honum auðnað-
ist. Hugmyndaauðgi hans var með
fádæmum. Það var sama hvert
hann fór, hvort heldur var um
heljarslóð Norður-Atlantshafsins,
stríðshrjáð lönd Evrópu, barbarí
Norður-Afríku eða heimaslóðir,
alls staðar sá hann tækifærin í
kringum sig og greip þau oftar en
hitt. Hitt er svo önnur saga að
veiðin var oftar sýnd en gefin og
þótt hann á stundum höndlaði
bæði auðæfi og hamingju vildi
hvort tveggja úr greipum ganga.
Hann var maður augnabliksins,
framkvæmdi það sem honum datt
í hug þegar það var unnt, en fylgdi
ekki ávinningnum eftir, enda
oftast farinn að hugsa um næsta
leik áður en hinum var lokið.
Það sem okkur, er kynntumst
Lofti á efri árum hans, verður
minnisstæðast er hin fádæma
frásagnargleði hans. Ég held að
engum, sem heyrði hann segja frá
ævi sinni gleymist það. Jafnvel
þótt menn gleymi því hvað hann
sagði, minnast menn hans sjálfs,
frásagnargáfa hans var svo sér-
stök að maðurinn verður ógleym-
anlegur hennar vegna.
Loftur Einarsson var fæddur í
Reykjavík 3. september 1916. For-
eldrar hans voru hjónin Einar
Olafsson og Þórstína Gunnars-
dóttir. Hann var ættaður ofan úr
Skilmannahreppi, hún austan af
Djúpavogi. Bernskuár sín lifði
Loftur í Reykjavík, en meðan
hann enn var ungur að aldri fluttu
foreldrar hans upp í Borgarnes.
Einar faðir hans var lengi bryti á
áætlunarskipum milli Reykjavík-
ur, Akraness og Borgarness, Ing-
ólfi, Skildi og Suðurlandi, en áður
hafði hann verið kokkur á fiski-
skipum.
Loftur vandist ungur við hvers
kyns störf til sjós og lands. Þegar
að því kom að velja lífsstarfið
kaus hann matsveinsstarfið, en
síðar fór hann einnig í Loftskeyta-
skólanum og starfaði sem loft-
skeytamaður í síðari heimsstyrj-
öldinni. Um haustið 1941 kvæntist
hann Asthildi Guðlaugsdóttur
pósts Sigmundssonar á Akureyri.
Þau bjuggu í all mörg ár á Akur-
eyri en fluttust siðan til Borgar-
ness. Á meðan þau áttu heima á
Akureyri var Loftur langdvölum
að heiman, meðal annars í þrjú ár
í Grimsby í Englandi, þar sem
hann hafði atvinnu af því að að-
stoða íslenska sjómenn við inn-
kaup þeirra á árunum eftir stríðið,
þegar vöruþurrðin var sem mest
hér heima. Þau Ásthildur eignuð-
ust fimm börn, Viðar, Sigríði,
Þórhildi, Guðlaugu og Einar, og
eru þau öll á lífi og hið mannvæn-
legasta fólk. Þótt leiðir þeirra
Ásthildar skildu eftir nokkurra
ára dvöl í Borgarnesi, eftir að
Loftur hvarf af landi brott að
nýju, bar hann ávallt mjög hlýjan
hug til hennar og talaði ávallt um
hana með mikilli virðingu. Það
voru örlögin sem sköpuðu þeim
skilnað og við því var ekkert að
gera, fremur en öðru í lífi hans.
25
Aftur lagði Loftur í langa út-
legð, að þessu sinni í átta ár og
leið hans lá víða. Að þeim loknum
kom hann aftur heim, enda hafði
hann þá kennt þess sjúkdóms, er
að lokum lagði hann að velli. í
áratug barðist hann við manninn
með ljáinn, sem ávallt hefur síð-
asta orðið, þótt á stundum takist
að hefta för hans. Síðustu ár ævi
sinnar bjó hann í Höfnum. Þar
kunni hann ákaflega vel við sig.
Þessi mikli ævintýramaður, sem
hafði alltaf verið á ferðinni allt
sitt líf mat kyrrðina og friðinn þar
suður frá svo mikils að hann
ákvað að fara þaðan ekki. Þar
verður síðasti hvílustaðurinn hans
við sjávarnið og sjófuglaklið. Haf-
ið var lengst af hans starfsvett-
vangur og ómar þess munu um-
lykja hann í hvíldinni löngu.
Að leiðarlokum langar mig til
að flytja Lofti Einarssyni hugheil-
ar þakkir fyrir kynnin, sem ég
hefði kosið að yrðu miklu lengri.
Ég þakka honum fyrir skemmti-
legar stundir, sem aldrei munu
gleymast, og ekki síður fyrir mörg
holl ráð hins lífsreynda manns, er
gjarna flutu með. Ég þakka hon-
um fyrir hreinskilni hans og
hreinskiptni, og ég minnist sér-
stæðs umburðarlyndis hins ann-
ars örgeðja manns, sem einkenndi
viðhorf hans til samferðamann-
anna.
Aðstandendum hans öllum
votta ég samúð mína.
Magnús Bjarnfreðsson
Minning:
/
Guðný Jónsdóttir
fv. veitingakona
Fædd 5. ágúst 1910.
Dáin 5. apríl 1982.
Um þessar mundir er landið að
brjótast úr viðjum klakabanda, og
hið eilífa kraftaverk náttúrunnar
birtist okkur enn einu sinni, þegar
gróðurinn tekur við sér á ný með
hækkandi sól. Kraftaverkin í líf-
inu eru mörg og misstór, og stund-
um eru þau unnin af einstakling-
um, sem lyfta björgum, að manni
finnst, því að þau eru unnin við
aðstæður, er virðast óyfirstígan-
legar. Það einkenndi einmitt líf
þeirrar ágætiskonu, sem kvödd er
í dag, að hún framkvæmdi við-
fangsefni, sem sum hver virtust
óleysanleg, en óvenjulegur vilja-
styrkur og þrautseigja fleytti
henni yfir mörg sker og skilaði
henni ávallt heilli í höfn.
Guðný Jónsdóttir, sem fædd var
að Melum í Fljótsdal 5. ágúst 1910,
var vissulega mikil baráttukona
allt sitt líf. Enda varð hún að vera
það, allt frá því, að hún kornung
stúlka, föðurlaus, var send í
vinnumennsku á sveitaheimili á
Norðfirði. Faðir hennar, Jón
Mikaelsson, siðast bóndi að Una-
ósi í Norður-Múlasýslu, var þá
nýlátinn, og ekkjan, Árnfríður Eð-
valdsdóttir, stóð ein uppi með sex
börn, en Guðný var þeirra næst-
elzt. Heimilið leystist upp og börn-
in voru send hvert í sína áttina.
Móðirin tók eitt barnanna með
sér, og Guðný, sem þá var á ellefta
ári, fór með yngsta bróður sinn
með sér í vinnumennskuna og sá
fyrir honum. Það sýnir, að
snemma axlaði hún ábyrgð, og það
hafa sagt mér önnur systkini
hennar, að hún hafi ekki látið sér
nægja að sinna yngsta barninu,
heidur hafi hún fylgzt með hinum
systkinunum líka og látið aðbúnað
þeirra sig varða.
Snemma komu því fram þeir
eiginleikar, sem einkenndu hana
síðan allt hennar líf, sjálfsbjarg-
arviðleitnin og hjálpsemin við
aðra. Þeir urðu síðar margir, sem
hún tók upp á sína arma og skaut
skjólshúsi yfir, skyldir og óskyld-
ir. Sérstaklega nutu barnabörnin
og barnabarnabörn hlýju hennar
og voru aufúsugestir á heimili
hennar.
Ekki er ólíklegt, að kröpp og
erfið kjör í bernsku hafi gert Guð-
nýju Jónsdóttur að þeirri félags-
hyggjukonu, sem hún síðar varð.
Hún fékk snemma áhuga á stjórn-
málum og skipaði sér í sveit með
þeim, sem börðust fyrir réttindum
verkafólks og annarra, sem minna
máttu sín í þjóðfélaginu. Hún var
alla tíð ófeimin að tjá sig og vílaði
ekki fyrir sér að nota síldartunnur
fyrir ræðustól og hvetja til verk-
falla, ef hún taldi sig og sam-
verkafólk sitt beitt órétti. Lengi
sat í henni atvik, er átti sér stað á
Norðfirði, þegar móðir hennar var
ranglega svipt atkvæðisrétti í
kosningum. Við slíkar aðstæður
herðist fólk, sem einhver dugur er
í. Síðar á ævinni ritaði Guðný fjöl-
margar greinar í dagblöð um hin
margvíslegustu þjóðfélagsmál.
Ekki minnkaði áhugi hennar á
stjórnmálum, er hún hitti verð-
andi eiginmann sinn, Ingimund
Bjarnason. Skoðanir þeirra á
stjórnmálum fóru saman, og svo
mikill var áhuginn, að til þess var
tekið, að á kvöldi brúðkaupsdags-
ins skruppu brúðhjónin á þing-
málafund, sem haldinn var í ná-
grenninu. Þau Guðný og Ingi-
mundur voru gefin sama á Seyð-
isfirði 1931 og héldu upp á gull-
brúðkaup sitt á síðasta ári. Saman
eignuðust þau eina dóttur, Gróu
Valgerði, sem lézt fyrir tæpum
fjórum árum og varð þeim mikill
harmdauði. Áður hafði Guðný
eignazt eina dóttur, Helgu Sæ-
mundsdóttur, sem Ingimundur
gekk í föðurstað.
Guðný og Ingimundur hófu
búskap sinn á Seyðisfirði og
bjuggu þar til ársins 1935. Þá
fluttust þau suður til Keflavíkur
og síðar til Reykjavíkur, en um
alllangt skeið bjuggu þau á Sel-
tjarnarnesi. Stundaði Ingimundur
sjómennsku, unz hann hóf §törf
hjá Vélsmiðjunni Héðni.
Guðný hóf snemma afskipti af
veitingarekstri. M.a. starfaði hún í
Verzlunarmannaheimilinu í Von-
arstræti og síðar í félagsheimilinu
Miðgarði á Þórsgötu. Síðar keypti
hún og rak matsölu í mörg ár í
Aðalstræti 12. Gekk sá rekstur
vel, enda var Guðný mjög útsjón-
arsöm. Var þó ekki selt dýrt. Mat-
urinn var heimilislegur og margir
viðskiptavina hennar félitlir
skólapiltar og einhleypir verka-
menn. Er ekki ofmælt, að hún hafi
annast marga þeirra eins og þeir
væru úr hennar eigin fjölskyldu. Á
aðfangadagskvöldum var matsala
hennar jafnan opin og var þá oft
margt um manninn, sem áttu sín
einu jól hjá henni.
Á þessum árum tók Guðný mik-
inn þátt í störfum félags starfs-
fólks á veitingahúsum. Gerðist
hún formaður félagsins 1956 og
gegndi formennsku til ársins 1962.
Matsölustaðinn seldi hún 1966,
en þá hafði hún keypti 'jörðina
Vatnsenda í Villingaholtshreppi.
Þar stundaði hún búskap næstu
árin með miklum myndarbrag.
Árið 1973 hætti hún búskap og tók
þá við búinu Ingimundur Berg-
mann, dóttursonur þeirra. Má
geta þess, að mjólkurframleiðslan
þótti jafnan til fyrirmyndar á
Vatnsenda og hlaut hún viður-
kenningu hjá Mjólkurbúi Flóa-
manna.
Síðustu árin bjó Guðný manni
sínum vistlegt heimili í Skipholti
40. Var þar jafnan gestkvæmt.
Guðný stundaði ýmis störf meðan
heilsan leyfði, m.a. á sjúkraheim-
ili Rauða krossins, kaffistofu
Þjóðviljans og frystihúsi Bæjarút-
gerðar Reykjavíkur.
Fyrir fjórum árum veiktist hún
af sjúkdómi þeim, er síðar dró
hana til dauða. En þrátt fyrir erf-
iðan sjúkdóm, var kjarkurinn óbil-
andi. Og lengi trúði hún ekki öðru
en hún kæmist yfir veikindi sín.
Henni fannst, að hún ætti svö
margt eftir ógert, og hugurinn var
sístarfandi og leitandi að nýjum
verkefnum. Hvað eftir annað lagð-
ist hún í sjúkrahús. Og eftir stutta
dvöl á heimili sínu um síðustu jól
og áramót, lagðist hún aftur inn
og átti ekki afturkvæmt heim.
Hún lézt í Borgarsjúkrahúsinu 5.
apríl sl.
Að leiðarlokum vil ég þakka
kynnin við Guðnýju Jónsdóttur.
Hún hafði vissulega mikil áhrif á
alla þá, er henni kynntust og um-
gengust hana. Baráttuhugur
hennar var slíkur, að hún hlaut að
hrífa fólk með sér. Ómæld eru
áhrif hennar á yngstu meðlimi
fjölskyldunnar. Missir þeirra er
mikill. Mestur er þó missir Ingi-
mundar eiginmanns hennar, sem
stóð við sjúkrabeð hennar ómæld-
ar stundir síðustu mánuðina í
veikindastríði hennar. Sú saga
segir meira en mörg orð um sam-
band þeirra.
Blessuð sé minning Guðnýjar
Jónsdóttur.
Alfreð Þorsteinsson
Mótmæla fullyrðing-
um Páls Péturssonar
Athugasemd frá nokkrum Seylhreppingum
Við mótmælum þeim fullyrð-
ingum Páls Péturssonar, sem
hér fara á eftir og lýsum því yfir,
að hvað okkur snertir eru þær
staðlausir stafir.
Á Alþingi þann 31. mars sl.
sagði Páll Pétursson, formaður
þingflokks Framsóknarflokksins
meðal annars, að Blöndusamn-
ingum hefði verið „böðlað áfram
með óeðlilegum hætti, heima-
menn beittir miklum og óeðli-
legum þrýstingi, einstakir
hreppsnefndarmenn hundeltir,
skuldugum bændum hótað og
leiguliðar hins opinbera látnir
vita hvern veg þeir ættu að haga
sér“.
Þar sem við undirritaðir erum
„leiguliðar hins opinbera" þykir
okkur ástæða til að taka eftir-
farandi fram:
Það er fjarri öllum sanni, að
opinberir aðilar eða einstakl-
ingar hafi beitt þrýstingi, hótun-
um eða öðrum óheiðarlegum að-
ferðum í þá veru að vinna okkur
til fylgis við samninga þá um
Blönduvirkjun, sem þegar hafa
verið samþykktir og undirritaðir
af samninganefndum hreppanna
og hins opinbera.
í þeim málum sem öðrum höf-
um við farið eftir eigin skoðun-
um og sannfæringu og engan lát-
ið segja okkur fyrir um „hvern
veg við ættum að haga okkur“.
Stefán Haraldsson, Víðidal,
Sigurður Oskarsson, Krossanesi,
Jóhann Gunnlaugsson, Víðimýri,
Jón Gissurarson, Víðimýrarseli,
Hlífar Hjaltason, Víðiholti.
EFÞAÐER FRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
WELEDA
SNYRTIVORUR
tyrir alla fjölskylduna: afa, ömmu, pabba, mömmu og börnin. Weleda hreinar snyrtivörur, unnar á
lífrænan hátt úr jurtum og blómum. Engin gerviefni, litar- eöa geymsluvarnarefni. Jurtasnyrtivörur meö
lífgandi og græöandi eiginleika, unnar á vísindalegan hátt í Weleda lyfjaverksmiöjunum. Nætu,- og
dagkrem, hreinsimjólk og hreinsikrem. Sólkrem í sérflokki. Gigtarolíur, baöolíur, sápur, hárvötn og
hárolíur, tannkrem, munnskol, krem eftir rakstur og barnasnyrtivörur, ásamt margskonar teum.
Einu sinni weieda, aiitaf Weieda. Weleda-kynning m.m. á Broadway 20. apríl nk.
u________%r Leifsgötu 32.
Heildsölubirgöir. PUmSlind Póstsendum. Sími 12136.