Morgunblaðið - 16.04.1982, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1982
SAAB
reynsluekið norður
við heimsskauts-
baug í Finnlandi
Texti og myndir: Sighvatur Blöndahl
„l>AÐ MÁ ekki bjóða þér i smáökuferð með Krik
('arlsson um isbrautina, þannig að þú kynnist því hvern-
ijf atvinnumaðurinn ber sig að?“ l>að var Hilding John-
son, sölustjóri SAAB á Norðurlöndum, sem bar þessa
sakleysislegu spurningu upp við mig, þar sem við vorum
staddir á isakstursbraut, sem SAAB- verksmiðjurnar
höfðu útbúið í nágrenni finnsku borgarinnar Rovani-
emi, sem stendur við Heimsskautsbauginn, fyrir
skömmu. I'angað hafði verið boðið blaðamönnum frá
Norðurlöndunum, auk nokkurra starfsmanna SAAB, til
Hann þandi bílinn, sem var af
SAAB 900 Turbo gerð upp í um
170 km hraða þrátt fyrir þá stað-
reynd, að aðeins 200-300 metrum
framar var nánast 90 gráðu
beygja. Ég var alveg sannfærður
um, að minn tími væri kominn
þegar bíllinn kom á ofsaferð inn i
beygjuna, en það gerðist ekkert
annað en, að Erik hélt sínu
striki og kom á réttum kili út úr
beygjunni. Var mig að dreyma,
eða hvað? Nei, það sat einfaldlega
snillingur undir stýri, sem kunni
sitt fag. Þarna á ísbrautinni gerði
„gamli maðurinn" ýmsa þá hluti,
sem ég hélt einfaldlega, að ekki
væri hægt að gera á bíl. Á einum
beina kaflanum á isnum þeytti
hann bílnum upp í um 200 km
hraða. Tók sig síðan til og tók
nokkrar S-beygjur, sem ég var
sannfærður um, að myndu enda
utan brautar. Það var í raun að-
dáunarvert á fylgjast með hvernig
Erik nýtti eiginleika bílsins til
fullnustu og eftir að hafa ekið
nokkrar hringi á brautinni var
maður farinn að njóta þess, að
fylgjast með þessum snillingi.
Érik sagði í samtali við Mbl., að
hann hefði alla tíð ekið á SAAB
bílum, fyrst á gömlu 96 bilunum,
og síðan 99 og seinni árin væri
hann á 900 Turbo, þótt hann væri
reyndar hættur keppa fyrir mörg-
um árum. Heima í bílskúrnum
sagðist Erik eiga gamla SAAB
96-bílinn, sem hann hefði unnið
flesta sigra sína í rallakstri á.
„Hann vekur alltaf upp gamlar og
góðar minningar," sagði Erik
ennfremur. Það kom ennfremur
fram í viðtalinu, þótt ótrúlegt sé,
að SAAB-verksmiðjurnar hafa
aldrei sérsmíða bíl fyrir hann til
keppni. „Þeir hafa einfaldlega
þess að reynzluaka hinum ýmsu gerðum af SAAB. Nú
ég svaraði þessari spurningu Hilding auðvitað játandi,
enda fannst mér það mjög spennandi, að skreppa i
ökuferð með einum frægasta rallökumanni allra tíma,
en til fróðleiks þá sigraði Erik í Monte Carlo rallakstr-
inum fræga tvö ár í röð fyrir um 20 árum. Mér brá því
óncitanlega, þegar „gamli maðurinn" gaf allt í botn og
hentist af stað á ísbrautinni. Ég hugsaði með mér, að
maðurinn hlyti að vera orðinn eitthvað skrítinn.
treyst sinni framleiðslu fullkom-
lega og ég er þeim alveg sam-
mála,“ sagði Erik ennfremur.
Hilding Johnson, sölustjóri
SAAB á Norðurlöndunum, sagði í
samtali við Mbl., að Erik Carlsson
væri nokkurs konar fljúgandi
sendiherra SAAB. Hann hefði bú-
ið í Englandi síðustu 20 árin, enda
giftur enskri konu. „Hann tekur
síðan þátt í okkar kynningarstarfi
víðs vegar um heiminn, m.a. fer
hann með menn í ökuferðir til að
kynnast eiginleikum bílsins til
hins ítrasta. Reyndar teljum við
þetta beztu aðferðina til að kynna
bílinn."
Eftir að menn höfðu skroppið í
ökuferð með Erik, fékk hver sinn
bíl til umráða til reynzluaksturs.
Ég fór fyrstu hringina á SAAB
900 Turbo með venjulegum snjó-
dekkjum, án nagla. Menn fóru sér
hægt til að byrja með, meðan þeir
voru að venjast brautinn, sem var
töluvert erfið á köflum. Bíllinn
svaraði mjög vel á ísnum og komu
kostir framdrifsins berlega í ljós.
Þyngdarhlutfallið í bílnum er
mjög gott þegar ekið er í snjó og á
ís. Þunginn er góður á framhjól-
unum og því er mjög auðvelt að
nýta framhjólseiginleikana við að
ná bílnum út úr kröppum beygj-
um. Eins og ég sagði fór ég fyrstu
ferðina á SABB 900 Turbo, en
hann er með um 145 hestafla vél.
Forþjappan fer ekki í gang fyrr en
við 1.700 snúninga á vélinn, en þá
er líka eins og bíllinn fái víta-
mínsprautu. Við hið raunverulega
afl vélarinnar bætast um 30 hest-
öfl, sem kemur þeim upp í liðlega
175 hestöfl. Bíllinn er samkvæmt
upplýsingum SAAB um 8,9 sek-
úndur, að ná 100 km hraða, þannig
að ekki þarf að kvarta yfir afl-
leysi.
Þegar ekið var á mikilli ferð inn
í krappar beygjur kom aukaaflið í
góðar þarfir við að ná bílnum út
úr þeim á sómasamlegan hátt, en
við samanburð á venjulegum
SAAB, t.d. SAAB 99, kom mis-
munurinn vel í ljós. í svona ís-
akstri fannst manni vanta tölu-
verðan kraft í hann og átti maður
fullt í fangi með að halda honum
inni á brautinni til að byrja með.
Það verður hins vegar að taka
fram, að auðvitað voru aðstæður
þarna alls ekki eins og fólk á að
venjast, þannig að það væri ekki
sanngjarnt að segja, að afl vantaði
við venjulegar aðstæður, enda
kom í ljós við aksturs SAAB 99 úti
á þjóðvegum, að hann svaraði
mjög vel.
Á ísbrautinni kynntist maður
svo þeim mikla mun, sem er milli
hinna einstöku dekkjagerða og
mismuninum á því, að aka á
nagladekkjum og ónegldum dekkj-
um. Það var eins og koma á nýjan
bíl, þegar ég fór af Turboinum
ónegldum yfir á negldan sams
konar bíl. Það reyndist auðvelt, að
leika hinar ýmsu listir á bíinum
og það var kannski þá fyrst, sem
maður áttaði sig á hvernig Erik
Carlsson gat leikið sér á bílnum
áður, og það verð ég að segja, að
næsta vonlaust hefði verið að
leika þessar listir á afturdrifsbíl.
Það er gífurlegur munur þar á. I
því sambandi má auðvitað skjóta
inn, að á næsta ári er talið, að
70—80% allra bandarískra bíla
verði komnir með framdrif og
framdrif er vaxandi í evrópskum.
Það má því kannski segja, að
SAAB hafi verið á undan sinni
samtíð hvað þetta varðar, því
hann hefur alla tíð verið framdrif-
SAAB Friction Tester er sérhannaður til þess að mæla bremsuskilyrði k flugbrautum. Rætt hefur verið um að fá
slíkan bíl á Keflavíkurflugvöll.
SAAB 900 Turbo.
Inni í hinum nýja SAAB 900 CD, sem er lengri en eldri gerðir. Eins og sjá má
er mjög gott pláss fyrir farþega aftur í.
inn, eða í liðlega aldarfjórðung.
Eftir að hafa ekið nokkrum
Turbo-bílum fannst manni heldur
lítið til þess koma, að stíga upp í
hina „venjulegu“ SAAB-bíla, sem
menn fenguð auðvitað að reyna.
Turbofiðringurinn fór þó fljótt af
og eftir nokkra hringi þótti manni
bara ágætt að hendast áfram á
ísnum á þessum „venjulegu". Það
sem vakti mesta athygli mína
varðandi SAAB 900 bílana, var að
bera saman 900 GLE og svo 900-
GAS, þ.e. bíl, sem var nákvæm-
lega eins útfærður og venjulegur
GLE bíll, nama hvað hann gekk
fyrir gasi. Ég átti frekar bágt með
að trúa því, þegar SAAB- menn-
irnir sögðu, að enginn munur
finndist á vinnslu GLE bílsins og
GAS bílsins. Það kom hins vegar í
. ljós við samanburð, að svo var.
GAS-bíllinn vann hreint ótrúlega
vel. SAAB-mennirnir sögðu, að
mjög vaxandi markaður væri fyrir
gasbíla, enda væri það í dag mun
ódýrara eldsneyti, heldur en benz-
ín. Sérstaklega hefðu Mið-
Evrópubúar sýnt þeim bílum mik-
inn áhuga. Hingað til íslands hef-
ur hins vegar enginn GAS bíll ver-
ið fluttur, enda gas hér á tiltölu-
lega háu verði. Aðalgallinn og
kannski sá eini við gasbílinn er sá,
að gaskúturinn tekur stóran hluta
farangursrýmisins.
SAAB 99, sem í dag er eingöngu
framleiddur í verksmiðjum SAAB
í Finnlandi, stendur alltaf fyrir
sínu, enda gamall og góður. Hann
hefur verið framleiddur lítið
breyttur allt frá árinu 1969, þegar
hann kom fyrst á markaðinn.
SAAB-mennirnir sögðu enn ekki
hafa verið tekna neina ákvörðun
um að hætta framleiðslu hans,
enda seldist hann ennþá mjög vel.
„Það má hins vegar gera ráð fyrir,
að hann verði ekki í framleiðslu
mikið lengur en svona þrjú ár til
viðbótar," sagði Hilding Johnson,
sölustjóri SAAB á Norðurlöndun-
um.
Annars var það einkum eitt at-
riði, sem vakti athygli við SAAB-
bílana, sama hvaða útfærslu var
um að ræða, fyrir utan góða akst-
urseiginleika, sem lýst hefur ver-
ið, en það er hinn frábæri frá-
gangur, sem er á innréttingu bíls-
ins. Það hefur í raun orðið bylting
í þeim efnum á síðustu árum. það
er mjög auðvelt að stíga inn í bíl-
ana, hvort heldur þeir eru 2ja eða
4ra dyra. Þá er rýmið fyrir öku-
mann mjög gott, sömuleiðis far-
þegann í framsætinu. Sumir hafa
hins vegar kvartað yfir rýminu
fyrir farþegana í aftursætinu og
sagt fótarými ekki nægjanlegt.
Það má auðvitað deila um það, en
fyrir stórt fólk er ekki mjög þægi-
legt að sitja aftur í SAAB-bílun-
um, frekar en öðrum bílum af
svipuðum stærðarflokki.
I sambandi við lítið rými aftur í
SAAB, þá kynntu þeir hjá SAAB
nýjan endurhannaðan SAAB, sem
nefnist SAAB CD, en hann er
nokkru lengri, en eldri gerðir af
900 gerðinni. Fótarými fyrir far-
þega eykst stórlega og er hann
raunverulega kominn í flokk með
með svokölluðum „límúsínum",
enda sögðu þeir SAAB-menn, að
þeir ættu helzt von á að þessi nýi
CD-bíll myndi seljast til sendiráða
og stofnana, en minna til einstakl-
inga, enda kostar hann töluvert
miklu meira, heldur en venjulegur
SAAB.
Við skoðuðum svokallaðan
SAAB Friction Tester, en það er
sérsmíðaður SAAB til að mæla
m.a. bremsuskilyrði á flugbraut-
um og er hann reyndar eini bíll
sinnar tegundar í heiminum.
Fram til þessa hefur þurft að not-