Morgunblaðið - 17.04.1982, Side 21

Morgunblaðið - 17.04.1982, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1982 21 Ólík vinnubrögð Eftir Birgi Isl. Gunnarssort Frumvarp um kísilmálmverk- smiðju á Reyðarfirði kom til fyrstu umræðu á Alþingi fyrir fáum dögum. Undirbúningur þess máls hefur verið mjög ólík- ur því, sem verið hefur við önnur þau stóriðjufyrirtæki, sem hér hafa verið byggð. Þess hefur ver- ið vandlega gætt að stjórnar- andstaðan fengi ekkert með mál- inu að fylgjast fyrr en nú að málið er lagt fram og þingmönn- um er ætlað að samþykkja það á rúmum tveimur vikum. Fróðlegt er að bera saman vinnubrögðin nú við það sem var, þegar síðasta stórátak í stóriðjumálum var gert, þ.e. við undirbúning Járn- blendiverksmiðjunnar á Grund- artanga. Stjórn og stjórnar- andstaða fylgdist með Magnús Kjartansson var iðn- aðarráðherra í vinstri stjórn Ólafs Jóhannessonar, sem tók við árið 1971. Hann skipaði fljótlega stóriðjunefnd, sem sér- staklega skyldi kanna og undir- búa næstu stórátök okkar í orkufrekum iðnaði. Störf hennar beindust fljótlega að járnblendi- verksmiðju. Haustið 1973 var skipuð nefnd þingmanna úr öll- um flokkum, stjórnarsinna jafnt sem stjórnarandstæðinga, sem skyldu kynna sér öll gögn máls- ins og fylgjast með allri fram- vindu þess. Þessi nefnd starfaði áfram eftir að stjórnarskiptin urðu 1974. Þegar þessi nefnd allra þing- flokka hafði starfað í eitt og hálft ár, var tilbúið frumvarp, sem lagt var fram á Alþingi í febrúar 1975. Allan þennan tíma höfðu fulltrúar allra flokka haft tækifæri til að kynna sér þetta mál. Alþingismenn stjórnar og stjórnarandstöðu voru því vel i stakk búnir til að fjalla um mál- ið á Alþingi og taka afstöðu til frumvarpsins um Járnblendi- verksmiðjuna. Þrátt fyrir það tók það Alþingi tvo mánuði að afgreiða málið. Frumvarpið fékk ítarlega meðferð í iðnaðarnefnd- um beggja deilda. Fengnar voru skriflegar umsagnir margra að- ila og fjöldi manna komu til munnlegra skýrslugjafa í nefnd- unum. Stjórnarandstööu haldiö utan við Nú eru gjörólík vinnubrögð viðhöfð. Á vegum ríkisstjórnar- innar hefur starfað svokölluð orkustefnunefnd. I henni starfa eingöngu fulltrúar ríkisstjórnar- innar, en stjórnarandstaðan Birgir ísl. Gunnarsson kemur hvergi nærri. Síðan var skipuð svokölluð verkefnisstjórn til að undirbúa sérstaklega skýrslu um kísilmálmverk- smiðju. Sú stjórn starfaði í um- boði iðnaðarráðuneytisins, sem síðan samdi endanlega frum- varpið. Eina sem þingmenn hafa feng- ið í hendurnar er ófullkomin áfangaskýrsla á sl. vetri og nú um miðjan mars lokaskýrsla verkefnisstjórnar. Sú skýrsla var merkt trúnaðarmál og tak- markaði það að sjálfsögðu notk- un hennar. Frumvarpið var síð- an lagt fram rétt fyrir páska og ætlast er til að Alþingi gleypi málið á einum og hálfum mán- uði. Hér er þó um að ræða fyrir- tæki, sem kostar litlar 750 millj. (75 gamlir milljarðar) auk kostnaðar við höfn, rafmagnslín- ur, vatnsveitu o.fl. Enn eru ekki öll gögn tiltæk Þessi samanburður á vinnu- brögðum sýnir mikinn mismun. Annars vegar var starfað út á við og menn fengu öll gögn í hendur jafnóðum og þau voru tilbúin. Hins vegar er nú starfað inn á við, með allar upplýsingar hefur verið farið sem pukursmál og enn hafa þingmenn ekki feng- ið í hendur mikilsverð gögn. Til viðbótar kemur að á máli þessu eru ýmsar efnislegar brotalamir, sem ekki verður fjallað nánar um í þessari grein, en bíður betri tíma. Dagmæður Eftir Selmu Júlíusdóttur Mál dagmæðra hafa að undan- förnu verið áberandi í fréttaflutn- ingi fjölmiðla. Mér finnst gæta mikils misskilnings á málefnum okkar. Ég skal ekki dæma hverju það er að kenna en langar til að koma hér að málinu frá mínum sjónarhóli. Sá sjónarhóll er byggð- ur upp á 17 ára starfi við börn á leikskóla, dagheimili, sumardval- arheimili, föndurskóla og nú sem dagmamma. Eg gerðist dagmamma og gekk í samtök dagmæðra af þeirri ástæðu að ég hef mikla trú á að þetta fyrirkomulag í gæslu barna geti í mörgum tilfellum verið mjög gott. Sérstaklega á ég þá við þegar börn þurfa að vera lengi í gæslu dag hvern og einnig verið um að ræða börn sem eru ekki sterk til heilsu og geta ekki verið í stórum hópi þar sem því fylgir að sjálf- sögðu ærsl og læti. Siðast en ekki síst vil ég nefna að það vantar gæslu fyrir börn þar sem ekki er til fjármagn til að byggja dag- heimili fyrir öll börn sem gæslu þurfa. Fyrirkomulagið hefur til skamms tíma verið þannig að ein- göngu börn einstæðra foreldra hafa fengið inni á dagheimilum og nokkur prósenta af börnum námsmanna. Nýlega hefur verið gefið upp að börn hjónafólks fengi einnig að smáhluta að komast að en mér er ekki skiljanlegt hvernig skipta á þeim bita. Mér finnst vægast sagt rangt það fyrirkomulag sem tíðkast hef- ur að einangra börn einstæðra foreldra frá börnum sem eiga bæði pabba og mömmu inni á heimilum sínum. Mig langar til að segja ykkur frá atburði sem gerð- ist í garði eins dagheimilisins. Lít- ill drengur datt og meiddi sig. Hann hrópaði upp yfir sig: „Pabbi, pabbi.“ Það varð hljóð í garðinum augnablik því að þetta var orð sem var ekki tamt að kalla upp í neyð hjá þessum börnum. Flest þessara barna eru alin upp af mæðrum sínum. Ef vel tekst til, og hægt verður að skipuleggja dagvistun barna þannig að hægt verði jöfnum höndum að nýta öll þau dagvist- unarpláss sem til boða eru, álít ég að gera megi stórt átak í þessum málum. Á ég þar við leikskóla, dagheimili og dagmömmur. Hætt verði að setja börnin á heimili eft- ir þeirri þjóðfélagsstöðu sem for- eldra/.b^jrcA ew L............. „Mér finnst persónu- lega að við dagmæöur stöndum nú á merkum tímamótum. Viö erum komnar á blaö hjá því opinbera sem heild. Eg þakka öllum þeim dagmæðrum, sem hafa varðað veginn fyrir þessa starfsemi og lít björtum augum til fram- tíöarinnar.“ Hvað er það þá sem dagmömm- ur geta boðið? Dagmömmur hafa boðið og geta boðið heimili sín. Þær geta boðið tíma sem eru í dag útilokaðir fyrir dagheimili að bjóða. Það þýðir að foreldrar barnanna þurfa ekki að einskorða sig við vinnutíma 8—18. Margar hverjar geta boðið upp á samneyti við eldri börn og unglinga. Mér finnst stór kostur að börnin fái það víðsýni í uppeldinu sem þau fá með aðhlynningu frá þeim ald- urshópi líka. Dagmömmustéttin er ný stétt hér á landi og má segja að hún sé í fæðingu ennþá. Margir hafa þar lagt hönd á plóginn af óeigingirni og dugnaði. Á ég þar ekki síst við umsjónarfóstrur okkar. Þær eru að hjálpa okkur að skipuleggja eina ábyrgðamestu starfsemi sem rekin er. Hvað er meira virði en börnin okkar? Ekk- ert. Þær hafa allar mikla reynslu í dagvistun barna frá dagvistun- arheimilum. Fram að þessu hafa þær verið á hrakningi með starf- semi sína en nú nýverið fluttist hún í framtíðar húsnæði að Njálsgötu 9. Þeirra starf er einnig að hafa eftirlit með heimilunum, hafa milligöngu með vistun barna á heimilin, skera úr ágreinings- málum er rísa upp milli foreldra og dagmæðra og vera okkur og börnunum innan handar. Gera sér allir grein fyrir hvað þetta er orð- in viðamikil starfsemi innan borg- arinnar? Dagmæður eru skráðar um 400 og börnin sem eru í gæslu þeirra kringum 900. Eins og ég sagði áðan er þessi starfsemi ennþá í burðarliðnum og mjög vandmeðfarin. Það er hægt að gera ennþá meira átak í þessum málum. Þar á ég við bæði dagmæður og borgina. Dagmæður þurfa fyrst og fremst að gera átak í fræðslufundum viðvíkjandi öll- um aldurshópum. í dag göngumst við undir námskeið sem haldin eru í Námsflokkum Reykjavíkur á vegum Dagvistunar barna. Eitt námskeið er ekki nóg. Við verðum að nýta tímann og vera í síþjálfun. Þar geta samtökin okkar gert mikið. Sumar okkar hafa mikla reynslu í meðferð ungbarna, aðrar eru þjálfaðar í meðferð eldri barna og enn aðrar eru snillingar í matargerð. Ef við legðum eitthvað allar til og sameinuðumst í að nema sem mést er ég sannfærð um að við séum góður kostur. Þá er það borgin. Væri ekki upplagt að leyfa dagmömmum að koma í skipulagðar heimsóknir á leikskóla og dagheimili. Við gæt- um þá fræðst af fóstrunum hvern- ig þær skipuleggja starfsemina. Fósturfélag Islands hefur verið svo elskulegt að leyfa okkur að fá föndurblöð, gátur, söngvatexta og leiki sem þær hafa gefið út en það væri bæði gaman og gagnlegt að sjá þær í starfi með þessi gögn svo að við lærðum að notfæra okkur þau betur. Þar fengjum við líka góðar hugmyndir um kaup á leik- föngum og öðrum aðföngum fyrir börn. Nú nýverið fengu dagmæður í Reykjavík heil þrjú bref frá virðu- legum stofnunum. Frá Ríkisskatt- stjóra, Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar og Endurskoð- unardeild Reykjavíkurborgar. Sú síðastnefnda deild nefnir okkur svonefndar dagmæður sem fór óskaplega í taugarnar á okkur. Kannski er þetta bara svonefndur endurskoðandi sem sendir okkur það. Þessi bréf voru mér mikið gleðiefni. í þeim öllum erum við viðurkenndar sem stétt sem skal skila bókhaldi fyrir starfsemi okkar. Það er stór áfangi að vea búin að fá fastar reglur um þetta atriði sem hægt er að fara eftir. Það skal samt viðurkennt að það greip um sig hræðsla við þessi bréf. Aðallega treystu margar sér ekki í bókhaldið. Þær hafa líka ekki fengið enn þá nógu góða skýr- ingu á fyrirkomulagi þess. Þetta er mál sem ég persónulega álít að hægt verði að komast auðveldlega yfir. Ég treysti öllum þeim dag- mæðrum sem ég hef persónuleg kynni við til þess að gera þetta bókhald en það er eins og með allt annað sem fólk hefur aldrei gert áður það þarf að gefa sér tíma til að fá tilsögn í því. Legg ég til að borgin veiti okkur leiðsogn í hvernig þeir ætlast til að við hög- um þessu. Það væri gaman að fá innsýn í hvernig dagvistunar- stofnanir þeirra hafa sitt bókhald. Hvað viðvíkur gjöldum fyrir þessa starfsemi verður það ekki mikið fyrir okkar dagmæður að borga. Éinfaldlega vegna þess að við erum ekki tekjuháar. Hver dagmamma má hafa sem svarar fjórum heilsdags dagvistunar- plássum. Hennar börn undir gæslualdri dragast frá. Síðastliðið ár gerði þetta nettó tekjur krónur 11.052,80 á barn fyrir 8 stunda gæslu á dag 11 mánuði ársins og er þá innifalið orlof. Hve hátt út- svar og skattar veða á þessa tölu veit ég ekki en ekki verður það stór þjóðarbiti. Ég vona svo sann- arlega að í framtíðinni getum við bæði sparað þjóðinni enn meira en nú og einnig borgað okkar skref fyrir öfluga starfsemi. Það eru jú börnin sem við nú hjálpum til við að ala upp sem eiga eftir að taka við okkar verkum. Það er leiður misskilningur að dagmömmur vilji ekki borga sína skatta eins og aðrir tekjuaflandi þjóðfélagsþegnar. Eins og ég sagði áðan eru margar hræddar við að verða refsað fyrir að gera bókhald sitt skakkt. Það er mál sem er í augnablikinu erfitt viðfangs en strax á næsta ári verðum við í sameiningu komin með það á nokkurn veginn hreint. Ef einhver dagmæðranna einhverra hluta vegna treystir sér ekki að gera sjálf sitt bókhald fær hún ein- faldlega hjálp við það eins og önn- ur f.vrirtæki. Mér finnst persóunlega áð við dagmæður stöndum nú á merkum tímamótum. Við erum komnar á blað hjá því opinbera sem heild. Ég þakka öllum þeim dagmæðrum sem hafa varðað veginn fyrir þessa starfsemi og lít björtum augum til framtíðarinnar. Ég vona einnig að frammámenn landsins geri sér ljóst mikilvægi þess að hlynna að öllu uppeldi barnanna okkar hvort sem það er á heimilum eða öðrum uppeldis- ! stöðum. ! ; Í | i f

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.