Morgunblaðið - 17.04.1982, Side 25

Morgunblaðið - 17.04.1982, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1982 25 Guðmundur Þ. Jónsson í raeðustól i þingi Landssambnnds iðnverkafólks. Félag islenzkra rithöfunda: Launasjóður rit- höfunda er mis- notaður pólitískt Þing Landssambands iðnverkafólks: Kjaramái efst á FIMMTA þing Landssam- bands iðnverkafólks var sett á Hótel Esju í gær. 40 full- trúar sitja þetta þing. Að sögn Guðmundar Þ. Jónsson- ar, formanns þess, eru kjara- málin efst á baugi á þessu þingi. Einnig skipa atvinnu- og iönaöarmál veglegan sess. Þá liggur fyrir þinginu tíllaga um að Landssambandið ger- ist aðili að Norræna fataiðn- aðarsambandinu. Meðal ræðumanna á þinginu í gær voru Björn Björnsson, hag- fræðingur ASÍ, og Sigurður Guð- mundsson frá Framkvæmdastofn- un. Fjallaði Björn um kjaramál í erindi sínu, en Sigurður um iðn- þróun með tilliti til atvinnuörygg- is. í setningarræðu Guðmundar Þ. Jónssonar kom m.a. fram að eitt af þýðingarmestu verkefnum þingsins væri að marka stefnu sambandsins í kjaramálum í ná- baugi inni framtíð. Einnig yrði að tryggja því fólki atvinnu sem kæmi inn á vinnumarkaðinn á næstu árum. Það yrði m.a. gert með því að styrkja íslenskan iðn- að. Guðmundur sagði ennfremur að stjórnvöld yrðu að beita öllum tiltækum ráðum til að sú þróun, sem dæmt hefur tugi milljóna manna í Bandaríkjunum, Bret- landi, Norðurlöndum o.fl. löndum til atvinnuleysis, nái ekki hingað til lands. Þinginu verður slitið síðdegis í dag. „Segja má að rit- höfundasambandið sé þegar klofið“ MORGUNBLAÐINU hefur borizt eft- irfarandi fri stjórn Félags íslenzkra rithöfunda: „Stjórn Félags íslenzkra rithöf- unda mótmælir harðlega nær ein- hliða pólitískum úthlutunum stjórna Launasjóðs rithöfunda und- anfarin fjögur ár; nú síðast í ár. Ekki verður annað séð en að út- hlutanir í efri flokka launasjóðs ein- kennist að fylgispekt við róttækt stjórnmálaafl, þrátt fyrir opinber mótmæli fjölmargra rithöfunda og alþingismanna. Stjórn Félags íslenzkra rithöf- unda lítur svo á, að formaður og UMSÓKNARFRESTUR urn sUrf tæknimanns við útibú Ríkisútvarpsins á Akureyri rann út í gsr. Umssekjend- ur voru 7, þar af 6 Akureyringar. Mun væntanlega verða ráðið í stöðuna inn- an skamms. Þá er það nánast öruggt að Jónas Jónasson verði einnig fastráðinn sem útvarpsmaður við útibúið og mun hann væntanlega hefja störf þar um miðjan maí. Þetta eru fyrstu stjórn Rithöfundasambands íslands beri höfuðábyrgð á þeim ógöngum sem úthlutunarmál rithöfunda eru komin í; með tilnefningu einstefnu- manna að meiri hluta í stjórn Launasjóðs rithöfunda, með því að verja og leggja blessun sína yfir ein- hliða úthlutanir, og með því að hundsa kröfur félaga í Rithöfunda- sambandi íslands um breytingar í lýðræðisátt. Barátta stjórnar Rithöfundasam- bands Islands gegn breytingum hef- ur verið svo tillitslaus, að segja má að rithöfundasambandið sé þegar klofið, þar eð stór og sívaxandi hóp- ur rithöfunda sækir ekki lengur fundi í svokölluðu stéttarfélagi sínu, hvorki almenna fundi né aðalfund. Félag íslenzkra rithöfunda hvetur lýðræðissinnaða og óháða rithöf- unda til að standa fast á rétti sín- um.“ fastráðningar Ríkisútvarpsins við útibúið á Akureyri. Umsækjendur um stöðu tækni- manns eru þessir: Arni Jóhannsson, Akureyri, Vébjörn Eggertsson, Ak- ureyri, Vilhjálmur Rúnar Hend- riksson, Akureyri, Davíð Jónsson, Akureyri, Björn Sigmundsson, Ak- ureyri, Snorri Hansson, Akureyri, og Helgi Jónsson, ísafirði. Akureyri: 7 sóttu um stöðu tæknimanns „Sex íslenzkir málaliðar berjast við hlið falangista“ — segir Michael „Rocco“ Ryan og hann segir að ísraelsmenn greiði laun þeirra „í LÍBANON eru sex íslenzkir málaliðar á mínum vegum. Alls eru 63 málaliðar frá Vesturlöndum, sem berjast við hlið kristinna falang- ista, þar af eru 26 frá Norðurlöndum," sagði Michael John „Rocco“ Ryan, 43 ára gamall, fyrrum hermaður í SAS-sveitum brezka flug- hersins, málaliði, lífvörður með meiru, í samtali við Mbl. i gær. Astæða þess að Mbl. hafði samband við Ryan var, að maður sem ekki vildi láta nafns síns getið, hringdi i blaðið frá Lundúnum á fimmtudag. Maðurinn kvaðst nýkominn frá Mið-Austurlöndum og að þar væru nú málaliðar, þeirra á meðal Islendingar. Hann sagði, að maður að nafni Michael „Rocco" Ryan hefði haft milli- göngu um að senda málaliðana til Líbanon og gaf hann upp símanúmer hans. Jafnframt sagði hann, að sænsk blöð hefðu fyrir skömmu birt fréttir um sænska málaliða í Líbanon. Greidslur komnar frá ísrael Þegar Mbl. náði tali af Micha- el Ryan reyndist hann tregur til að láta upplýsingar af hendi. Hann staðfesti þó, að í Líbanon væru málaliðar frá Vesturlönd- um, frá Svíþjóð, Danmörku, Nor- egi, Finnlandi, Frakklandi, Hol- landi, V-Þýzkalandi, Bretlandi, Bandaríkjunum og íslandi. Hann þvertók fyrir, að gefa upp nöfn hinna íslenzku málaliða, sem nú eiga, að hans sögn, að vera í hinu stríðshrjáða landi. Hann sagði, að málaliðarnir, sem hann hefði haft forgöngu um að senda, berðust við hlið kristinna falangista, einkum gegn skæruliðum PLO (Frelsis- samtaka Palestínu). Jafnframt sagði hann, að háttsettur ísra- elskur herforingi hefði haft sam- band við sig fyrir nokkrum mán- uðum og beðið hann að hafa for- göngu um, að ráða málaliða til að berjast við hlið falangista. Hann sagðist ekki geta skýrt frá nafni Israelsmannsins, enda hefðu allar viðræður farið fram á bak við tjöldin og hann sagðist ekki geta skýrt hvaðan greiðslur kæmu; þær færu eftir krókaleið- um, en taldi víst að þær væru komnar frá ísrael. „Peningar eru ekkert vandamál," sagði hann. Þess má geta, að Michael Ryan var mjög tregur til að láta upp- lýsingar af hendi. Þegar blaða- maður spurði hann um nafn ís- lenzku málaliðanna, þá einfald- lega lagði hann á. Og þegar blaðamaður, eftir að hafa náð sambandi við hann á nýjan leik, spurði hann um áreiðanleik upp- lýsinga, sem hann hefði látið af hendi, þá svaraði hann snöfur- mannlega: „Þú hringdir í mig, ekki ég í þig,“ og lagði á. Sænsk blöð skrifa um sænska málaliða Þann 31. marz síðastliðinn skrifaði Stokkhólmsblaðið Svenska Dagbladet um sænska máialiða í Líbanon. „Tólf sænsk- ir málaliðar, berjast við hlið kristinna falangista í Líbanon". Blaðið sagði, að sá orðrómur hefði komist á kreik í Lundúnum og borist til Svíþjóðar, að sænsk- ir málaliðar berðust í Líbanon og að maður að nafni Michael „Rocco“ Ryan hefði haft milli- göngu um að senda þá þangað. Blaðið sagði, að „Rocco" hefði meðal annars sagt í blaðaviðtali, að hann hefði skipulagt valda- ránstilraunina á Seychelles- eyjum á Indlandshafi í vetur. Sænskir fjölmiðlar, þeirra á meðal Svenska Dagbladet fengu ábendingu um, að Svíar hefðu verið ráðnir sem málaliðar til að berjast í Líbanon. Fyrsta greiðsla til málaliða hefði numið fimm þúsund dölum. Blaðið sagði, að sænsk yfirvöld könnuð- ust ekki við að nokkrir menn hefðu verið ráðnir til Líbanon, en það varðaði við lög að gerast málaliði; Ryan væri „ópólitískur milligöngumaður" fyrir þá, sem greiða vilja nógu hátt fé fyrir þjónustu hans. Engir íslenzkir málaliðar Mbl. sneri sér til Francois Jabre, ræðismanns íslands í Líb- anon, en hann býr í hverfi krist- inna manna í Beirut, hinni stríðshrjáðu höfuðborg landsins. Jabre kannaðist ekki við, að í Beirut væru íslenzkir málaliðar, kvaðst viss um að svo væri ekki. Hann vissi ekki til, að í landinu væru málaliðar, þó það væri hugsanlegt, en taldi mjög ólík- legt, næsta víst, að íslendingar væru ekki í landinu. Fritz Naschit, ræðismaður ís- lands í Tel Aviv í ísrael, kvað mjög ólíklegt að málaliðar berð- ust við hlið kristinna manna gegn skæruliðum PLO. Hann vissi ekki nema um einn íslend- ing í þessum tveimur löndum. Mbl. bað AP-fréttastofuna um upplýsingar um málaliða í Líb- anon og fékk eftirfarandi svar: „Okkur skilst að í landinu séu um 20 Vesturlandabúar í liði hinna stríðandi afla, en eftir því sem við bezt vitum, þá hafa þeir lítið ef nokkuð barizt. Vitum ekki til að íslendingar séu þar á rneðal." AP sagði að Ryan væri „óáreiðanlegur". Fyrrum málalidi, rekur nú lífvarða- fyrirtæki Morgunblaðið aflaði sér upp- lýsinga um Michael John Ryan, eða „Rocco“ Ryan eins og hann er gjarna nefndur í Lundúnum. Hann er 43 ára gamall, af írsku bergi brotinn en býr í Lundún- um. Hann er fyrrum SAS-her- maður (Special Air Services), og rekur lífvarðafyrirtæki. Hann er þekktur fyrir ævintýramennsku og hefur barizt sem málaliði og einnig við að útvega málaliða. „Rocco“ Ryan var statisti hins þekkta bandaríska leikara, John Wayne, í kvikmynd, sem gerð var í Lundúnum árið 1977. Hefur verið lífvörður þekktra leikara, eins og Paul Newman og Rock Hudson. Hann er sagður hafa gætt vellauðugra Saudi-Araba í Los Angeles. Þann 11. ágúst 1979 sagði Rocco að honum hefðu verið boð- in 30 þúsund pund fyrir að að- stoða við að ráða keisarann af íran af dögum en hann hefði hafnað því. Keisarinn dvaldi þá í útlegð í Mexíkó. „Þeim er alvara. Þeir eru reiðubúnir að borga stórfé fyrir hæfa menn,“ sagði Rocco í samtali við brezkt blað í ágúst 1979. Rocco var sýknaður af ákæru um líkamsárás, fyrir að valda skemmdum á húsi og bifreið árið 1977. Þá hefur hann verið sýkn- aður af ákæru um fjárkúgun. Mbl. ræddi við blaðamenn The Guardian og The Daily Tele- graph, sem fylgzt hafa náið með þróun mála í Mið-Austurlönd- um. Blaðamaður The Guardian sagði, að næsta víst væri, að málaliðar berðust í Líbanon, en taldi nánast útilokað, að Isra- elsmenn hefðu snúið sér til „Rocco“ Ryan, því maðurinn þætti óáreiðanlegur í hæsta máta. Hér verður ekkert fullyrt um hvort íslenzkir málaliðar berjast í Líbanon, né að „Rocco" Ryan hafi ráðið þá, að beiðni ísraels- manna. Það verður að telja ólík- legt. Hins vegar er líklegt að vestrænir málaliðar berjist í landinu, þá líklega við hlið krist- inna falangista. Benda má á, að hugsanlegt er að erlendir menn hafi komizt yfir íslenzk vega- bréf; þess eru dæmi, að erlendir menn, sem af einhverjum sökum þurfa að dylja uppruna sinn, hafa notað íslenzk vegabréf. ís- lenzk vegabréf hafa gengið kaupum og sölum, eftir að Is- lendingar hafa týnt þeim erlend- is, þeim verið stolið, eða hrein- lega fjárvana íslendingar hafa selt þau. H.Halls.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.