Morgunblaðið - 17.04.1982, Page 31

Morgunblaðið - 17.04.1982, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1982 3 1 Ræða Markúsar Arnar Antonssonar í borgarstjórn: Hvar er SVR-áætl- un Sigurjóns? Þessi umræða um málefni Strætisvagna Reykjavíkur, hefur verið býsna fróðleg, þótt ekki hafi í sjálfu sér neitt fram komið í henni, sem borgarfulltrúar og borgarbúar hafa ekki vitað fyrir- fram. Hins vegar er gagnlegt að fá með þessum hætti staðfestingu á því, hvað því fer víðsfjarri, að nokkuð hafi verið unnið í sam- ræmi við þær ályktanir og stefnu- skrár vinstri flokkanna, loforða- flauminn, sem þeir gáfu fyrir síð- ustu kosningar, sérstaklega um þennan málaflokk, þegar öllu átti að bjarga við: leiðrétta verulega útkomu í rekstri strætisvagnanna, bjóða upp á stórbætta þjónustu á öllum sviðum og vinna að allsherj- arendurskipulagningu og endur- uppbyggingu strætisvagnakerfis- ins og fyrirtækisins, sem þjónust- una annast. í ljósi alls þessa er það einkar athyglisvert, að þegar formaður stjórnar strætisvagnanna, Guðrún Ágústsdóttir, hóf upplestur á þeim atriðum, sem framúr sköruðu á ferli hennar og meirihlutans við umsjá þessara mála, var það gotterí-salan á Hlemmi, sem var aðalatriði. Að Strætisvagnar Reykjavíkur hefðu tekið ákvörðun um það að reka þessa sælgætis- verzlun og hafa af henni einhverj- ar tekjur, þó ekki sýnist þær vera umtalsverðar þegar á heildarút- komu og fjárhag þessa fyrirtækis er litið. Ferðir í úthverfín Formaður stjórnar SVR talaði um lagfæringar á leiðum strætis- vagnanna. Ekki ætla ég að þver- taka fyrir að breytingar hafi orðið einhverjar innan leiðakerfisins, en hins vegar hlýtur maður að spyrja: Hvar hafa þær átt sér stað og hafa þær orðið þar sem þörfin er mest knýjandi? Nú er það svo, að byggð hefur verið að færast út í Breiðholts- hverfin á þeim nær 4 árum sem liðin eru frá því að vinstri meiri- hlutinn tókst á hendur forsjá þessara mála. Sem íbúi í einu þessara hverfa hef ég ekki orðið var við neinar lagfæringar, sem verulega horfa til bóta í þeirri daglegu þjónustu, sem ég hef reynslu af hjá Strætisvögnum Reykjavíkur. Þvert á móti. I stað þess að lagfæra lengstu leiðir, sem ég hef haft reynslu af, hafa þær verið gerðar enn lengri og það hef- ur orðið enn tímafrekara fyrir far- þega að nýta sér t.d. leið 12, sem gengur upp í Breiðholt III, vegna þess að hún þarf með aukinni byggð að þræða lengri leið um hverfin og kemur víðar við. Þetta veldur að sjálfsögðu miklum seinagangi í ferðum þessara vagna, og gerir þá seinvirkari í að skila af sér fólki á áfangastaði niðri í bæ eða uppi í hverfunum, þegar leið fólks liggur úr bænum og heim. Þetta tel ég að hafi verið afskaplega áberandi og slikt fyrirkomulag getur engan veginn talist til lagfæringa á leiðum. Eitt brýnasta úrlausnarefnið í upp- byggingu strætisvagnakerfisins er einmitt bætt þjónusta við úthverf- in, Breiðholtið og Árbæjarhverfið. Fram hefur farið visst undir- búningsstarf af hálfu Skipulags- stofu höfuðborgarsvæðisins, varð- andi úrlausn í þessum efnum. Ég vil, af því að ég geri Breiðholts- samgöngur sérstaklega að umtals- efni, nefna hugmynd, sem þar hef- ur komið fram, en ég hygg að hafi ekki verið rædd í neinni alvöru á vettvangi Reykjavíkurborgar. Hugmynd Skipulagsstofunnar er sú að í stað þeirrar Fossvogs- brautar, sem fyrirhuguð var á sín- um tíma, og hefur mætt svo mik- illi andstöðu í Kópavogi og gagn- rýni hér af hálfu ýmissa borg- arbúa í Reykjavík, verði lögð sér- stök hraðbraut, einungis ætluð til almenningssamgangna, ferða strætisvagna og öryggistækja, sem leið eiga um borgina, þ.e.a.s. slökkviliðs og sjúkrabíla. Mér finnst að þessi hugmynd sé allrar athygli verð. I ljósi ríkjandi aðstæðna, hefði þetta vissulega átt að verða eitt af þeim verkefnum, sem stjórn strætisvagna og núverandi meiri- hluti beitti sér fyrir að rannsaka nákvæmlega. Umferöarþunginn í miöbænum Sveigjanleikinn í umferðarkerf- inu frá Hlemmi vestur um borgina og í Vesturbæinn, hlýtur að vera mjög aökallandi athugunar- og úr- lausnarefni. Það er þessi mikla umferð strætisvagnanna og hin Hinn 18. mars sl. hóf Sveinn Björnsson, vara- borgarfulltrúi sjálf- stæðismanna, umræöur um málefni Strætis- vagna Reykjavíkur á fundi borgarstjórnar. í umræöunum kvaddi Markús Örn Antonsson, borgarfulltrúi Sjálfstæö- isflokksins, sér hljóös og flutti þá ræðu, sem hér birtist. Undir lokin beindi hann fyrirspurn- um til Sigurjóns Pét- urssonar, forseta borg- arstjórnar og borgar- fulltrúa AlþýÖubanda- lagsins, um framkvæmd tillögu, sem Sigurjón flutti á sínum tíma um málefni SVR. Athygli vakti á fundinum, aö Sigurjón Pétursson lét undir höfuö leggjast aö svara fyrirspurninni. geysilega tíðni í ferðum þeirra um Laugaveginn, sem menn hafa talið að væri nú ekki til frambúðar. Með auknum sveigjanleika og breytingum á þeim parti leiða- kerfisins mætti beina einhverju af vögnunum, sem þar eiga leið um nú, inn á aðrar leiðir til þess að krækja framhjá mesta umferðar- þunga niður Laugaveg t.d. suður á Hringbraut eða jafnvel norður á Skúlagötu, og tryggja svo frá stöðvum á þeim akstursleiðum einhverjar tengiferðir inn í sjálf- an miðbæjarkjarnann fyrir þá sem nauðsynlega ættu leið þang- að. Ég geri ekki ráð fyrir því, að slíkar hugmyndir eigi upp á pall- borðið almennt hjá meirihlutan- um. Það hefur verið yfirlýst stefna ýmissa talsmanna hans, að það eigi að grípa til sérstakra aðgerða til þess að þrengja kosti einkabíls- ins og væntanlega þá í þeim til- gangi að troða eins miklu af strætisvögnum og hugsast getur inn á þessar erfiðu umferðargötur, eins og Laugavegurinn er, um Kvosina og miðbæjarkjarnann sjálfan. Fyrirmyndir í útlöndum Það er annað atriði líka, sem mér hefur fundist að menn hér í Markús Örn Antonsson Reykjavík væru kannske ekki með nægilega vakandi auga fyrir. Það eru almennar og gagngerar breyt- ingar í uppbyggingu almennings- vagnakerfis, sem við gætum e.t.v. sótt okkar fyrirmyndir að til út- landa. Víða hér í kringum okkur er unnið að breytingum og þá ein- blíni ég alls ekki og vil ekki, að einblínt sé á það sem er að gerast á Norðurlöndum í því efni. Við eigum að víkka okkar vfirsýn yfir þróun þessara mála — framþróun hennar, sem er áreiðanlega mjög víða hröð um þessar mundir vegna þeirra aðstæðna, sem skapast hafa í orkumálum og kostnað við fólksflutninga. Þarna finnst mér skorta nokkuð á, að við fáum ferskan andblæ og nýjar hug- myndir, og ég vildi mjög hvetja til þess, að af hálfu forsvarsmanna okkar í þessum málaflokki sé öll- um leiðum haldið opnum til þess að fá nýjar hugmyndir, sérfræði- þekkingu úr ýmsum áttum, þar sem menn hafa mest ígrundað þessa þætti og lagt mesta vinnu í rannsóknarstörf. Tillaga Sigurjóns Undir lokin get ég ekki látið hjá líða að rifja upp bókun og tillögur frá borgarfulltrúa Sigurjóni Pét- urssyni, þegar aðalskipulagsmál voru til umræðu í apríl 1977, þar sem vikið var sérstaklega að al- menningsvagnasamgöngum, að strætisvagnamálum. I þeirri til- lögu segir svo varðandi aðalgatna- kerfi: „I samþykkt meirihluta skipu- lagsnefndar frá 7. apríl 1976 segir: Skipulagsnefnd leggur áherzlu á þýðingu og mikilvægi góðs almenn- ingsflutningakerfis í borginni. Aukin gæði almenningsflutningakerfisins eru forsenda þess að nýting þess verði góð. En náist það markmið mun það spara fjárfestingu og rekstrarkostnað á gatnakerfinu. Verði sú aukning á nýtingu almenn- ingsflutningakerfisins, sem stefna ber að, mun það hafa veruleg áhrif á umferðina á annatíma og auðvelda skipulagningu borgarinnar." Síðan kemur tillaga frá Sigur- jóni Péturssyni: „í samræmi við þessa samþykkt felur borgarstjórn Þróunarstofnun í samvinnu við stjórn SVR að gera rækilega áætlun um fjölgun farþega SVR. Skal áætl- unin miðuð við fjölgun farþega um 50% á fimm ára tímabili. Skulu til- greindir þeir nýir hópar fólks, sem aukningin á einkum að ná til, auk magns og tegunda nauðsynlegra fjárfestinga i þessu skyni. í áætlun- inni skal lagður grundvöllur að nauðsynlegu samstarfi sveitarfélag- anna á höfuðborgarsvæðinu til að ná þvi markmiði að almenningsvagnar verði eftirsóknarverðari farartæki en þeir eru nú. Einnig skal i áætlun- inni gerð grein fyrir þeim sparnaði í gerð umferðarmannvirkja, sem framkvæmd hennar mun leiða af sér. Loks skal lagt rökstutt mat á sparnað í einkaakstri, sem fram- kvæmd áætlunarinnar hefði í för með sér. Þessi áætlun skal liggja fyrir, þegar fjárhagsáætlun Reykja- víkurborgar fyrir árið 1978 verður afgreidd." Nú vildi ég aðeins beina þeirri spurningu til talsmanns fyrir þessari tillögu og annarra áhrifa- manna meirihlutans um þessi málefni, hverjar niðurstöður hafi orðið af þessum könnunum og at- hugunum og hve Iangt þær séu á veg komnar í framkvæmd núna á þessu kjörtímabili. Ég rifja það líka upp, að menn sögðu hér í ræðum fyrr í kvöld, að það væri orðinn nokkur útfarar- bragur á þessu fundarhaldi okkar, að menn væru farnir að flytja hér útfararræður yfir núverandi meirihluta. Og mér sýnist það af síðustu fréttum, að meira að segja útfararvagninn standi tilbúinn, Ikarus-vagn, sem enginn vill keyra, nema væntanlega til hinn- ar hinstu athafnar. (Sigurjón Pétursson þagði þunnu hljóði og svaraði ekki spurningum sem Markús Örn beindi til hans.) Forseti! Borgarfulltrúi Markús Örn Antonsson hefur lokið máli sínu. Borgarfulltrúi Sveinn Björnsson hefur kvatt sér hljóðs. Þrettán útköll hjá Hjálpar- sveit skáta í Reykjavík 1981 Ivl HJALPARSVEIT skáta í Reykjavik var kölluð út 13 sinnum á árinu 1981. f 9 tilfellum var óskað eftir leit að týndu fólki, en tvær af þeim leit- arbeiðnum voru afturkallaðar áður en leit hófst. Leit tók allt frá nokkr- um klukkustundum upp i fjóra sól- arhringa. Þessar upplýsingar koma fram í ársskýrslu sveitarinnar, sem lögð var fram á aðalfundi fyrir skömmu. Ennfremur segir í skýrslunni, að langmesta leitin hafi verið að flugvélinni TF-ROM, en sú leit tók fjóra sólarhringa og var leitar- svæðið ihjög umfangsmikið eins og oft vill verða þegar flugvélar týnast. Leitað var að 10 körlum, 1 konu og 4 unglingum. I fjórum til- felium, ,var óskað eftjr aðstoð Sveitin annaðist eins og undan- farin ár sjúkragæzlu í Bláfjöllum fyrir skíðafólk. Þá hélt sveitin, eins og undanfarin 15 ár, nám- skeið í ratvísi og ferðamennsku, en námskeið þessi eru haldin á haustin áður en rjúpnaveiðitíma- bilið hefst. Félagar sveitarinnar eru um 80 talsins, en þar eru 12 nýliðar og 10 varamenn. Félagarnir nota mik- inn tíma til þjálfunar, þar sem æfðir eru hinir ýmsu þættir hjálp- arstarfsins. Ótaldar eru þær vinnustundir, sem fara í viðhald á búnaði og tækjum sveitarinnar, svo ekki sé minnst á flugeldasöl- una, sem er aðalfjáröflunarleið sveitarinnar. Þar leggur megin- þorri, fé|»gpnna fram .vjnou frá f . i nní 111 vegna ófærðar og óveðúW- ;i,r 16óildomorgpi, (il; Völds alla daga. milli.l jóla og nýárs, auk undirbúnings- vinnu sem fer fram fyrir jól. Eins og áður sagði var aðalfund- ur sveitarinnar haldinn fyrir skömmu, en þar var Benedikt Þ. Gröndal endurkjörinn formaður, en aðrir í stjórn með honum Jón Baldursson, Eiríkur Karlsson, Halldór Hreinsson, Arnfinnur Jónsson, Ævar Aðalsteinsson og Örn Guðmundsson. Á fundinum var greint frá gjöf að upphæð 40.000 krónur, sem Sparisjóður Reykjavíkur og ná- grennis hefur ákveðið að færa sveitinni, í tilefni af 50 ára afmæli sjóðsins. Þá má geta þess, að Hjálparsveit skáta í Reykjavík verður 50 ára á þessu ári og er jafnframt elzta starfandi hjálpar- iog bjorgimarsveit landsinsi .ii néi jf*

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.