Morgunblaðið - 17.04.1982, Page 32

Morgunblaðið - 17.04.1982, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1982 ÚR PLÖT U I Hreint út JONA LEWIE/ HEART SKIPS BEAT hundleióin- leg plata ÞAO er ekki oft að ég renni plötu undir nálina á fóninum og finnst hún bara hreint út sagt hundleiöinleg. Sú varð þó raunin þegar nýjasta af- sprengi Jona Lewie. Heart Skíps Beat, var barin eyrum. Ekki aðeins er maöurinn raddlaus með öllu heldur er tónlistin á þá leiö að hún aetti best heima í Stundinni okkar. EHvað kemur Steinar hf. til að pressa þessa plötu hérna heima yfirgengur minn skiln- ing með öllu. Það hefur víst tekið Jona Lewie tvö og háltt ár að Ijúka við þennan óskapnað. Hvort hann hefur legið fársjukur meginhluta timans veit ég ekki. en halda mætti það Það eru ekki nema 2—3 lög sem hægt er að hlyða á án þess að fá meirihattar innvortis verki. I think I II get my haircut er þokkalegasta lag og Yo-Go á annarri hliðinni er i lagi. Lag eins og Stop The Cavalry minnir óþyrmilega a ástralska barnatimakarlinn Rolf Harris. Langbesta lagið er Louise, enda mun það hafa slegiö þokkalega i gegn. Fleiri orð þvertek ég fyrir að hafa um þennan grip. Hann fellur mer hreint ekki i geð, en ^ það er ekki þar með sagt að l einhverjir aðrir kunní ekki að í meta hann. Smekkur manna er r mísjafn eins og þeir eru margir. Uns heyrnin oss aðskilur Mikið írafár hefur gripið um sig hjá yfirvöldum í Englandi vegna plötuumslagsins á nýjasta af- sprengi Slade. Ber platan nafnið Till Deaf Do Us Part (Uns heyrnin oss aöskilur). Á myndinni má sjá hvar nagli er rekinn á kaf í eyra einhvers. Hefur hljómsveitinni verið skipað aö draga umslagið til baka og láta gera nýtt, en hún þverneitað. „Þetta var aldrei hugsað sem móögun við einn né neinn,“ segir Noddy Holder, söngvari flokksins. Sumir hafa viljað túlka myndina á umslaginu, sem storkun viö heyrnleysingja í Englandi. „Ef fólki finnst þetta vera ósmekklegt, þá er það alfarið þeirra mál.“ Skitin 75.000 Ekki voru þeir höfðingjarnir í Kvikmyndasjóði neitt að setja sig á hausinn með út- hlutun styrks til Hugrenning. Kvikmyndin Rokk í Reykjavík, sem frumsýnd var um helg- ina, hlaut skitnar 75.000 krón- ur í styrk. Meira síðar. Að skrúbba þjóðveginn LÍTIL SAGA AF STÓRUM ÞURSUM í HÁSKÓLABÍÓI Það verður ekki af þeim Þursum skafið, að þeir kunna allra manna best að fá almennilegt „sánd“ á tónleikum. Ekki bara það. Á fyrra laugardag buöu þeir unnendum sínum upp á tónleika, sem teljast verða fjarskalega góðir, hvernig sem á þá er litið. Joan Jett plokkar bassann af alefli á tónleikum með hljómsveit sinni, The Blackhearts. Þótt úti skini vorsólin og skíöa- snillingarnir í Volvo-liðinu teymdu almenning i þúsundum upp í Blá- fjöll, fengu Þursarnir fjölda áheyr- enda á tónleika sína í Háskólabíó. Þótt ekki hafi ég nákvæma tölu kæmi ekki á óvart þótt þeir heföu verið um 700 talsins, kannski færri, kannski fleiri. Þursar hófu strax pottþéttan leik af fringrum fram og til að ná upp stemmningu léku þeir lög af nýút- kominni plötu sinni, Gæti eins verið. Féllu þau í góöan jarðveg og lýður- inn klappaöi óspart. Þessir drengir kunna að koma fram, flestum mönnum betur. Eng- inn asi, engin læti, ekkert fát. Skemmtileg framkoma engu að síð- ur og Ijósasjóið var gott. Miklu betra en t.d. i Jazz-inum, sem veriö er að sýna um þessar mundir í Há- skólabíói. Þaö er nefnilega ekki sama hver situr viö Ijósaborðið. Heldur ekki við mixerinn. Það gerði hann Júlli Agnars á laugardag og stóð sig eins og hetja. Fiktaði stundum óþarflega mikið er hann víxlaöi sólóunum á milli hátalara. Kannski hann hafi verið að gá hvort Hver nennir að pæla í textum í hundrað ár? — segir kvennarokkarinn Joan Jett, sem slegið hefur í gegn í Bandaríkjunum Kvennarokkinu í heiminum vex stöðugt fiskur um hrygg. Hver kvennarokkhljómsveitin á fætur annarri sprettur upp og gerir rós- ir. Ein sú fyrsta var hljómsveitin Runaways og önnur, Slits, fylgdi í kjölfarið. Girlschool heitir sú kvennarokkhljómsveit Breta, sem nýtur hvað mestrar hylli, og í Bandaríkjunum hafa Go Go’s slegið rækilega í gegn. Áströlsku systurnar í Cheetah hafa vakið mikla athygli og nú síðast en ekki síst Joan Jett and the Black- hearts. Joan þessi Jett var ein- mitt í Runaways á sínum tíma. Önnur plata hennar, I Love Rock’n’Roll, hefur selst vel í Bandaríkjunum og samnefnt lag hefur heldur betur slegið í gegn. Eftir því sem Joan segir sjálf gekk ekkert allt of vel fyrir hana að koma sér á framfæri þrátt fyrir þá staðreynd að hún hefði ágæta reynslu frá árunum meö Run- aways. „Menn hristu bara hausinn er fyrstu plötu mína, Bad Reputat- ion, bar á góma," segir hún. „Það fékkst ekki nokkur maður til aö setja plötuna á fóninn hjá sér og fyrir vikiö seldist hún lítiö sem ekk- ert. Það var helst að okkur tækist að koma henni út á tónleikaferöa- lögum." Svo virðist, sem frami hennar meö Runaways hefði engin áhrif til hins betra þegar hún hóf sólóferil sinn. Fólk hafði greinilega ekki gleymt stelpunum og þeirri ímynd, sem þær sköpuöu sér. Þá mun munnsöfnuöur Jett, sem jafnan hafði orð fyrir þeim stöllum, ekki alltaf hafa falliö í kramiö hjá bresk- um blaðamönnum. En Joan segist hafa gert sér fulla grein fyrir því, að slikt gengur ekki til lengdar ef frami á aö nást. „Ég veit miklu betur núna um hvað þetta snýst allt saman," segir hún. „Þegar ég var í Runaways fannst mér bara frábært að vera í hljómsveit og hugsaði ekkert meira út í það. Þetta var nokkuö, sem mig hafði alltaf dreymt um.“ Báöar plötur Joan Jett eru yfir- fullar af hennar útsetningum á gömlum slögurum. Eru þaö eink- um þau Suzi Quatro og Gary Glitt- er, sem hafa haft áhrif á hana. „Ég dáöist alltaf aö Suzi á bassanum, hún sýndi mér fram á að úr því hún gat leikið á bassa gat ég þaö fullt eins vel. Mér hefur alltaf fundist gaman af Gary Glitter og hans lög- um. Það eru helst lög frá því snemma á áttunda áratugnum, sem höfða mest til mín. Tónlist frá T. Rex, Slade og David Bowie, t.d. Þessi tónlist einkennist mjög af sterkum trommu- og bassaleik og er ákaflega melódísk. Að auki eru textarnir einfaldir og þaö er það, sem skiptir máli. Fólk þarf að grípa þá. Hver nennir að pæla í textum í hundraö ár til þess að skilja þá? Ekki ég,“ segir Joan Jett og brosir breitt því velgengnin lætur ekki á sér standa. Bassaleikari Gillan hetja hja Slövunum Stóri feiti bassaleikarinn hjá Gillan, John McCoy er nú nánast kominn í guöatölu hjá Júgóslövum. Hann „pródúseraöi” plötu fyrir vinsælasta rokkflokkinn þar í landi, Riblja Corba (sem ku útleggjast Fiskisúpa á íslensku) meö þeim afleiöingum að 500.000 eintök seldust af henni þar. Þaö sem gerir þennan árangur svo merkan er sú staöreynd að aöeins eru talin um 500.000 stereotæki í landinu öllu. stereóið virkaöi ekki örugglega. Eftir hlé var tekið til við flutning laga, sem ekki eru eins vel þekkt. Voru fagnaöarlætin ekki eins áber- andi þó svo þarna leyndust mörg hörkufín lög. Eitt var meira að segja við vísu, sem franskættuð kona úr Djúpavogi hafði sent þeim drengj- um. Fjallaöi hún um hversdagsleik- ann. „Lifiö er þvottur, bað og vökv- un“ og þar fram eftir götunum. „Að skrúbba þjóöveginn væri tilbreyt- ing“ var haft eftir þessari ágætu konu. Egill hefur stytt kynningar sínar um helming. Fyrir vikið er dagskrá Þursanna markvissari en nokkru sinni fyrr. Kynningar Egils á laug- ardag voru þrusugóðar. Víða komið við og góðri stemmningu náð upp á svipstundu. Slíkt hefst með hæfni leikarans. Pöpullinn neitaði aö yfirgefa myrkrið og halda út i sólina fyrr en Þursarnir höfðu leikið fjögur auka- lög. Fyrst tóku þeir einkar hagan- lega samansetta syrpu þriggja ger- ólíkra laga. Það fyrsta var suöræn ballaöa, þá rythm/blúslag og loks gamall, góður en síungur „stand- ard", Jón var kræfur karl og hraust- ur. Slíkt var uppklappið eftir þessa snilld að húðflyksurnar úr lófum lýðsins sáust svífa um í Ijósgeislun- um. Fjórða aukalagið var tekiö, bráðfyndin ballaða í ætt við þá suö- rænu og svo búiö spil. Attatíu mínútna skemmtun var lokið. Á skömmum tima hefur hver hljómsveitin á fætur annarri troðið upp og haldiö tónleika með slikum bravúr að undrum sætir. Hvar end- ar þetta eiginlega? Eftir aö hafa barið hvern flokkinn á fætur öðrum augum og eyrum er það einlæg von að einhvern tíma megi koma þeim nokkrum saman, helst 5—6, á eina firnasterka tónleika. Annars Þursar. Hafið þökk fyrir nánast ógleymanlega skemmtun. Haldið tónleika sem allra fyrst aftur. Steinar hf. í framleiðslu myndbanda? „Það er í rauninni ekkert komið á hreint í þessum málum, en vissulega erum viö að þreifa fyrir okkur,“ sagði Jónatan Garðars- son hjá Steinum er Járnsiöan innti hann eftir því hvort rétt væri að Steinar hf. væri að fara út í útgáfu á myndböndum. Eftir því, sem frést hefur er í bígerö hjá fyrirtækinu að auka hróður tónlistarmanna á þess snærum meö útgáfu myndbanda. Hefur jafnvel heyrst að Ego Bubba Morthens verði fyrst íslenskra hljómsveita þess aðnjótandi aö fá aö spreyta sig á þeim vettvangi. „Þetta er dýrt fyrirtæki og því þarf aö kanna allar hliðar þess rækilega,” sagði Jónatan ennfrem- ur. „Veröi af þessu er jafnvel hugmyndin aö spólurnar veröi fyrir almenning.” poppfréttir Umsjón Sigurður Sverrisson íiwisio^ Prumuvagninn yar fyrir skömmu við upptökur í Hljóörita. Fer miklum sögum af kröftugu „sándi” hjá þeim drengjum. Ein- hver bar okkur þá sögu aö slíkur hefði styrkurinn veriö að tækin í Hljóörita heföu brætt úr sér. Við seljum ekki dýrara en keypt var. poppfréttir Fyrir stuttu komust á kreik sögusagnir þess eölis að um- boösmaður plötufyrirtækis Killing Joke hefði gert sér ferð hingaö til lands í þeim erindagjöröum að hafa Jaz nokkurn meö sér heim. Tæpast hefur sú véfrétt átt viö rök aö styöjast þar Sem Jaz sást í siö- ustu viku koma klyfjaöur mat- föngum út úr Víöi í Austurstræti. BARA -flokkurinn frá Akureyri er ekki dauöur úr öllum æðum. Mjög hljótt hefur veriö um drengina um langt skeiö, en nú bárust þær fregnir, aö þeir heföu eytt pásk- unum i Grettisgötu viö upptökur. Rúnar Júlíusson hefur opnað nýtt stúdíó á neðri hæð einbýlis- húss síns í Keflavík er okkur tjáö af kunnugum. Mun ætlunin vera að leigja það út svo og nota til upptöku i þágu Geimsteins, fyrir- tækis Rúnars.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.