Morgunblaðið - 17.04.1982, Page 36

Morgunblaðið - 17.04.1982, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1982 Knud-Erik Holme Pedersen — Minning Minning: Helgi Tryggvason bókbandsmeistari Fæddur 25. apríl 1953 Dáinn 21. mars 1982 beir eru fáir sem hafa unnið Samtökum stundakennara við Há- skólá íslands eins og vel Knud- Erik og nú er hann horfinn, aðeins 28 ára gamall. En minningin lifir um góðan og ósérhlífinn dreng sem þekkti enga hálfvelgju í því sam hann tók sér fyrir hendur. Knud-Erik nam íslensku við Háskóla íslands frá haustinu 1976, lauk sérstöku prófi í þeirri grein, ætlað erlendum stúdentum, árið 1978 og BA-prófi í íslensku og almennum málvísindum í janúar sl. Mun fremur fátítt að menn af erlendu bergi brotnir ljúki svo yf- irgripsmiklu námi í íslensku við skólann. Samhliða námi stundaði Knud- Erik m.a. allmikla stundakennslu í dönsku við háskólann. Sökum þessarar kennslu tók hann þátt í kjara- og réttindabaráttu stunda- kennara og hlaut að vekja traust félaga sinna og samherja. Kom þar margt til, mikill áhugi og al- vara samfara hógværð og gætni og ljúfmannlegu viðmóti. Knud- Erik hafði náð sérlega góðu valdi á íslensku máli en ekki var minna vert um mikla þekkingu hans á íslenskum málefnum almennt. Knud-Erik sat í stjórn Samtaka stundakennara frá haustinu 1979 og var formaður frá hausti 1980 til jafnlengdar 1981. Þegar samtökin áttu í snarpri baráttu á útmánuð- um 1981 og voru knúin til að beita vinnustöðvun var Knud-Erik sof- inn og vakinn í baráttunni. Þess er núna minnst með þakklátum huga. Knud-Erik hugðist halda fram námi í Höfn á hausti komanda en jafnframt hugði hann á dvöl í Færeyjum. Þar hafði hann dvalist áður og lét færeyskur fræðimaður svo um mælt að hann hefði verið einn af fáum Dönum sem lært hefðu færeysku vel. Knud-Erik átti fjölda kunningja hérlendis en var dulur og margir sem fundu hversu mikið var í hann spunnið harma eflaust að hafa ekki kynnst honum betur. En við litum ekki á Knud-Erik sem gest, hann var einn af okkur og við þóttumst eiga í vændum að þekkj- ast lengi og kynnast vel. Mikill er harmur foreldra og systkina í Danmörku og ástvinar um árabil, Jonnu Louis-Jensen. Við sendum þeim hugheilar sam- úðarkveðjur. Stjórn Samtaka stundakenn- ara við Háskóla íslands. Miðvikudaginn 7. apríl var hald- in minningarathöfn um Knud- Erik Holme Pedersen í Arbæjar- kirkju. Knud-Erik fæddist 1953 á Fjóni í Danmörku. Hann lést sunnudag- inn 21. mars 1982 í Reykjavík. Knud-Erik Holme Pedersen var stúdent frá menntaskólanum í Svendborg. Eftir stúdentspróf stundaði hann nám við Kaup- mannahafnarháskóla í norrænum fræðum. Áhugi hans beindist snemma að tungu og menningu Is- Iendinga, og þess vegna fór hann til íslands haustið 1976 til frekara náms. Eins og mörgum er kunnugt náði hann mjög góðu valdi á ís- lenskri tungu. Knud-Erik stundaði nám við Háskóla Islands, og lauk BA-prófi í íslensku og málvísind- um í ár með frábærum árangri. Frá 1978 var Knud-Erik ásamt námi stundakennari í dönsku við Háskóla Islands. Hann lagði ávallt mikla áherslu á að vera vel undirbúinn, og krafðist nákvæmni og vandvirkni hjá stúdentum sín- um — en ekki síst hjá sjálfum sér. Þetta ásamt traustvekjandi per- sónuleika hans leiddi til þess, að hann var vinsæll kennari. Þessir eiginleikar hans urðu einnig þess valdandi, að hann um tíma gegndi störfum sem formaður Félags stundakennara við Háskóla Is- lands. Við samstarfsbræður Knud- Eriks við dönskudeild Háskóla ís- lands hörmum fráfall hans. Hann var góður kennari, samstarfsbróð- ir og traustur vinur. Virðing okkar fylgir Knud-Erik Holme Pedersen. Samstarfsbræðurnir við dönskudeild Háskóla íslands. Við kveðjum með söknuði góðan dreng og vin, sem skilur eftir sig stórt skarð í okkar hópi. Þó Knud-Erik sé fallinn í valinn mun hann lifa áfram, því minning hans lifir áfram í hugum okkar allra. nÉg strika yfir þetta ljóð sem ég hef skrifað á þessa hvítu örk. Ég strika yfir þetta ljóð sem er af orðum gert, orðum sem áttu að vera um þig eins og þetta ljóð. En hefði svo verið mundi þessi hvíta örk hafa breytzt í gullinn söng.“ (S.H.G.) Nokkrir nemendur í dönsku við Háskóla íslands. Fæddur 1. mars 1896 Dáinn 20. mars 1982 Bjartar eru minningarnar sem koma fram í hugann þegar ég sest niður til þess að festa á blað fáein og fátækleg kveðjuorð í tilefni þess að einn minna bestu vina, Helgi Tryggvason, bókbindari, er horfinn úr hópnum. Hann var einn af þeim sérstæðu ágætismönnum sem ekki er auð- velt að gleyma. Eiginlega má um hann með fyllsta sanni segja, að hann væri engum öðrum líkur. Helgi var Vopnfirðingur að upp- runa, fæddur að Torfastöðum þann 1. mars 1896. Reyndar staðhæfði Helgi jafnan sjálfur, bæði í gamni og alvöru, að hinn raunverulegi fæðingardagur sinn hefði verið hlaupársdagurinn 29. febrúar, en ljósmóðirin tekið þá ákvörðun að færa hann til bók- ar sem fæddan 1. mars, af því að það væri ómögulegt að láta bless- að barnið eiga afmæli á hlaup- ársdag. Foreldrar Helga voru hjónin Tryggvi Helgason bóndi frá Haugsstöðum í Vopnafirði og Kristrún Sigvaldadóttir frá Skoruvík á Langanesi, mikil dugn- aðar- og merkishjón. Var Helgi elstur af 6 börnum þeirra hjóna. Hann ólst upp hjá þeim til 12 ára aldurs. En þá var fjölskyldan flutt að Haugsstöðum, bernskuheimili Tryggva. Þá gerðist það á miðjum túnaslætti sumarið 1909 að Tryggvi varð fyrir því slysi að skera sig á hnéð á ljá með þeim afleiðingum að hann varð að liggja rúmfastur fram á haust, og útilokaðist þannig frá öllum störf- um. Þetta slys hafði sínar óhjá- kvæmilegu afleiðingar. Heyfengur varð með allra rýrasta móti og á útmánuðum næsta ár blasti voð- inn við. Heyin voru þrotin, bú- stofninn bjargarlaus og fellir yfir- vofandi. Þá var gripið til þess eina örþrifaráðs, sem tiltækt var, að bregða búi og koma börnunum fyrir hjá skyldum eða vandalaus- um. Helgi vistaðist að Möðrudal á Efrafjalli hjá hjónunum Stefáni Einarssyni og Arnfríði Sigurðar- dóttur. Þar dvaldist hann næstu árin. Þar hafði hann, meðal ann- ars, það sumarstarf með höndum að sitja yfir ánum. En í Möðrudal var jafnan fært frá 200—250 ám. Sjálfur lýsti Helgi þessu starfi eitt sinn á þessa leið. „Fráfærurnar fóru fram með þeim hætti á vorin, að ærnar voru reknar með lömbum sinum inn undir Herðubreið í svokallaða Lónabotna. Þar var réttað og ærn- ar skildar frá lömbunum og rekn- ar aftur heim, en lömbin skilin eftir í réttinni. Var ég látinn vera eftir hjá þeim og líta eftir þeim fyrstu þrjá sólarhringana, en þeg- ar heim kom tók ég til við gaeslu kvíánna. Var oft lítið um svefn. En það var ávallt gott viðurværi í Möðrudal og matur aldrei skorinn við nögl. Ég tel mig hafa hlotið þar heilbrigt og gott uppeldi, og ég á þaðan margar góðar endurminn- ingar." Það kom fljótt í ljós að Helgi var miklum hæfileikum gæddur á mörgum sviðum. Hann var bráð- duglegur við hvert það starf, sem hann tók sér fyrir hendur, vel- virkur svo af bar og svo verklag- inn, að eftir því var sérstaklega tekið. En svo augljósir sem hæfi- leikar hans voru á vettvangi starfsins, þá var hitt ekki síður ljóst, að hann var þeim gáfum gæddur og hafði þá námshæfileika til að bera, að hver sú braut í lang- skólanámi, sem hann hafði kosið sér, hefði legið opin fyrir honum. Hann hafði sterkan hug á að afla sér einhverrar skólamenntunar, þótt þar væri við ramman reip að draga, þar sem fátæktin var ann- ars vegar. Haustið 1913 virtist svo sem draumurinn um framhaldsnám væri að rætast. Þá fór Helgi til Seyðisfjarðar. Þar var hann við nám í unglingaskóla, en jafnframt náminu stundaði hann sjóróðra. Veturinn eftir settist hann svo í Gagnfræðaskólann á Akureyri. En .lengri varð námsferillinn ekki á þeim vettvangi. Á þeim árum átti févana unglingur fárra kosta völ, þótt kappnóg ætti hann af vilja og góðum hæfileikum. Því varð það að ráði að Helgi fór aftur til Möðrudals árið 1916 og dvaldi þar við margþætt störf um nokkra hríð. Þaðan lá svo leiðin til æskustöðvanna í Vopnafirði á ný. Fyrst var Helgi þar hjá móður- bróður sínum, Karli Sigvaldasyni í Syðri-Vík. Vorið 1918 réðist hann sem ráðsmaður að Hofi í Vopnafirði til sr. Einars Jónssonar prófasts. Það fór ekki á milli mála, að til Hofs lágu mestu heillasporin sem Helgi fetaði á langri og gifturíkri ævileið. En þar mætti hann lífs- gæfu sinni í líki þeirrar konu, sem upp frá því stóð við hlið hans í meira en 60 ár, ástrík og traust, hljóðlát og hlý, sívökul í óþreyt- andi umhyggju og kærleika. Þessi kona er Ingigerður, dóttir sr. Ein- ars á Hofi. Þau gengu í hjónaband 2. júní 1921. Ráðsmannsstörfum gegndi Helgi hjá tengdaföður sínum um 12 ára skeið, til ársins 1930. Sr. Einar gerði sér áreiðanlega grein fyrir þeim hæfileikum, sem Helgi bjó yfir í svo ríkum mæli á mörg- um sviðum. Hann hvatti Helga til að hefja nám í bókbandi. Varð það að ráði að hann fór til Gunnlaugs Sigvaldasonar, bókbindara og kaupmanns á Vopnafirði, og fékk hjá honum tilsögn í nokkurn tíma. Eftir það hófst hann handa í hjá- verkum sínum við að binda inn bækur tengdaföður síns, en hann átti mikið safn góðra og dýrmætra bóka. Komu þá þegar í Ijós hinir frábæru hæfileikar Helga á vett- vangi bókbands. Snilldin leyndi sér ekki, þótt eigi væri langur námsferill að baki. Árið 1928 fór Helgi svo til Reykjavíkur og var um eins árs skeið nemandi hjá Runólfi Guðjónssyni bókbands- meistara á Safnahúsinu. Helgi flutti svo alfarinn af Austurlandi með fjölskyldu sína árið 1930. Fyrst bjuggu þau hjá bróður Ingigerðar, Vigfúsi Ein- arssyni að Reykjahlíð í Mos- feilssveit. Árið 1933 fékk Helgi utanfararstyrk til náms í bók- bandi. Lagði hann leið sína til Kaupmannahafnar. Þar vann hann fyrst um eins mánaðar skeið á bókbandsverkstæði og fór síðan á sex vikna námskeið við Tekno- logisk Institut. Að því loknu var honum heimilað að ganga undir sveinspróf. Lauk hann því með t Eiginmaöur minn og faöir okkar, ÁRNI VIGFÚSSON, Njörvasundi 9, lést aö morgni föstudags 16. apríl. Hulda Halldórsdóttir, og börn. t Eiginmaður minn, fósturfaðir, stiúpfaöir og afi, PÉTUR M. OSKARSSON, Móabaröi 22, Hafnarfiröi, lést í Landspítalanum 14. apríl. Elisabet Narfadóttir, Ingibjörg S. Jónsdóttir, Höróur Hallbergsson og barnabörn. Siguröur P. Jónsson, Dúfa Kristjónsdóttir, t Eiginmaöur minn og faðir okkar, BENEDIKT GUOJÓNSSON, kennari, Hofteigi 44, lést í Landspitalanum 12. apríl sl. Jaröaförin fer fram í Fossvogs- kírkju, mánudaginn 19. apríl kl. 10.30 f.h. Róshildur Sveinsdóttir og börn. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jarðarför móður okkar, KRISTÍNAR GUOJÓNSDÓTTUR, Brimhólabraut 15, Vestmannaeyjum. Ásta og Bergþóra Þóröardætur. Faöir okkar, MAGNÚS VÍGLUNDSSON, ræöismaður Spánar, Brekkulæk 6, lést í Borgarspítalanum þann 16. apríl. Jaröarförin auglýst síöar. Börnin. t Alúðarþakkir færum viö öllum þeim mörgu sem veittu aöstoö og sýndu samhug vegna fráfalls KNUD-ERIK HOLME PEDERSEN. Fyrir hönd vandamanna. Niels Holme Pedersen, Jonna Louis-Jensen. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morg- unblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.