Morgunblaðið - 17.04.1982, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 17.04.1982, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1982 Víst er alkóhólísmi yiðráðanlegur Eftir Steinar Guómundsson I I hugljúfri prédikun, sem síra Haraldur Níelsson nefnir „Undir gífilrunninum" má lesa þessi orð: .. en hversu lítið vitum vér oft um innri baráttu þeirra sem vér umgöngumst daglega? ... glaðlegt bros þeirra er ef til vill eins konar gluggatjald, sem dregið er fyrir svo ekki sjáist í gegnum rúðuna." Vafalaust er ég búinn að um- gangast drykkjumenn og aðstand- endur þeirra þúsundum saman síðan ég sjálfur hætti að drekka fyrir rúmum aldarfjórðungi, og líti ég til baka þá finn ég, að sé nokkuð eitt öðru fremur sameig- inlegt öllu þessu liði, jafnt að- standendum sem drykkjumönn- um, er það feimnin, hræðsla eða hvimpnin við að láta á því bera að vandræði ofdrykkjunnar kunni að vaka innan fjölskylduhópsins — eða eins og síra Haraldur Níelsson segir: „... bros þeirra er ef til vill eins konar gluggatjald sem dregið er fyrir svo ekki sjáist í gegnum rúðuna." Ofdrykkjuvarnir hafa tekið stórkostlegum framförum hér á landi síðustu 5 árin og hefir þróunin verið ótrúlega ör. En ástæðulaust er að fela það, að þessi bylting var undirbúin, vel undirbúin og án AA hefði hún aldrei séð dagsins ljós. Því má heldur ekki gleyma, að starfsemi sem byggist á AA getur aldrei far- ið fram úr AA, því um leið og óeig- ingjarnri hreinskilni AA sleppir hlýtur kyrkingur að hlaupa í starfið hversu kröftuglega sem að því er unnið. Óeigingjörn hreinskilni er bjartasta ljósið sem til mín hefir skinið frá AA. Þegar drykkjumað- ur hetur horft á sjálfan sig eins og hann er, án réttlætinga eða lag- færinga, án þess að gera minna úr sér eða meira úr sér, opnast hon- um glufa til frelsis frá ofdrykkj- unni. Gríman dettur af honum og hann finnur, að að drykkjuskapn- um frátöldum er hann ekkert öðruvísi en aðrir menn. Eins er með maka alkóhólist- ans. Þegar aðstandandinn nær því frelsi að geta opinskátt og reiði- laust rætt þau vandamá! sem við heimilinu blasa fer að rofa til og úr þykjustuleiknum dregur, en raunsæi kæfir kvíða og vonbrigði. Án blekkinga er alkóhólismi ekki til. Vökvinn sem á flöskunni gutlar er ekki böl heimilisins, heldur blekkingarnar sem fylgja neyslu hans. Ef hægt væri að koma hreinskilni í sæti blekk- inganna stæði tappinn oftar óhreyfður í flöskunni. Þótt sagt hafi verið, að aðgát skuli höfð í nærveru sálar, verður að forðast að misnota þá viðvörun. Víst er drykkjumaður viðkvæmur og víst á hann bágt og enginn ef- ast um laskað og viðkvæmt sálar- líf aðstandenda hans, en af tillits- semi og góðvild má ekki reyna að fela vandræðin með þögninni, því við það bólgna þau og blása út. Samt lái ég það engum þótt hann tími ekki að rjúfa stundarfrið milli túra og sippi rúllugardínu sýndarmennskunnar niður, eða eins og síra Haraldur sagði: „... bros þeirra er ef til vill eins og gluggatjald sem dregið er fyrir svo ekki sjáist í gegnum rúðuna." SÁÁ hefur haslað sér traustan völl í islensku þjóðlífi. Svo er Guði fyrir að þakka. Innan vébanda SÁÁ gera menn sér ljóst, að alkó- hólismi er margþætt mein og því nauðsynlegt að mæta því á sem allra breiðustum vettvangi. Af- vötnun hér, endurhæfing þar. Fyllibyttan hér, aðstandandinn þar. Fræðsla hér, leiðsögn þar — en þó allt samtvinnað í órofa kerfi. Alkóhólismi er líkastur sveltandi birkitré á rofabarði að öðru leyti en því, að stofninn er blekking, greinarnar vandræði og rótin sið- venja. Án rótarinnar væri enginn stofn og án stofnsins engar grein- ar. En kræklan heldur lífi á með- an siðvenjan nærir og blekkingin elur á vandræðum. Björkin á barð- inu snýr blöðum við sólu og brosir, hin snýr blöðum í allar áttir og skælir sig. Ég finn að mér léttir við að skrifa þessar línur; mér finnst ég vera að endurnýja kunningsskap minn við Morgunblaðið, en upphaf skæruhernaðarins, sem endaði við fæðingu SÁÁ, rek ég til sjö greinaflokks sem Mbl. flutti á vordögum 1968 undir fyrirsögn- inni: „Alkóhólisti spyr ...“. I þeim greinaflokki var fræðsl- unni sem byggist á NCA-kerfinu bandaríska ýtt af stað hérlendis, með AA-stefnuna að leiðarljósi. I i Steinar Guðmundsson „Án blekkinga er alkó- hólismi ekki til. Vökvinn sem á flöskunni gutlar er ekki böl heimsins, heldur blekkingarnar sem fylgja neyslu hans. Ef hægt væri ad koma hreinskilni í sæti blekkinganna stæöi tapp- inn eftir óhreyfður í flösk- unni.“ upphafi hefir kerfi þetta mætt mikilli mótstöðu hvar sem á því hefir bólað, jafnt í Bandaríkjun- um sem og annars staðar, og alltaf kostað mikla baráttu að koma því á skrið. En nú mega bæði Freeport og SÁÁ njóta þess í friði. Mest bar á því, að geðlæknum og AA- mönnum fannst sér troðið um tær. Þeir fyrrnefndu töldu sig sjálf- skipaða sérleyfishafa á öllum leið- um til bjargar fyllibyttunni, hinir handhafa heiiagrar stefnu, sem þeir töldu að ekki mætti veifa fyrir opnum tjöldum. En útkoman varð auðvitað sú, að öllum er frjálst að ráðast gegn alkóhólisma og nota þau vopn sem hann kýs. En styrk alkóhólisma má aldrei vanmeta. Vegna sí- harðnandi blekkingariðju í allar áttir út frá flöskunni, og stórbætt- um efnahag pjóðarinnar, endur- nýjast alkóhólismi í stöðugt breytilegum myndum — og það eina sem getur heft hann eða rekið á flótta er þekking, tæmandi þekk- ing á eðli hans, opinská þekking sem slær allt laumuspil í rot fyrir- fram. En þekking fæst ekki nema eftir henni sé leitað. Tækni og vísindi geta aldrei orðið þungamiðja í því starfi sem fyrir liggur — umbúðalaus ber- sögli, sannsögli og hreinskilni er lykillinn að leiðinni til bata. AA- stefnan felur allt þetta í sér og gefur þeim sem bera sig eftir því, en NCA (SÁÁ) leitar drykkju- manninn uppi með því að bjóða honum þjónustu sína, en lætur AA svo um framhaldið. II Um sl. áramót tók ég mér frí frá störfum hjá SÁÁ til að koma á framfæri hugarfóstri, sem þessa stundina rekur mig áfram. Það er fólgið í því að veita til almennings sem allra víðtækastri fræðslu um alkóhólisma með hjálp Póstþjón- ustunnar. Hugmyndin er, að hvaða maður sem er, hvar sem er, til sjós eða lands, eigi kost á að fá heim á kistuna til sín, eða undir koddann sinn, fullkomna fræðslu um meinið alkóhólisma þannig fram reidda, að hún verki hvetj- andi til aflestrar. Fræðslunni, sem ég kalla Póstfræðslu, er skipt í tvö sjálf- stæð, en misstór námskeið, annað fyrir byrjendur, en hitt lengra komnum. Seinna námskeiðið gæti líka verkað sem framhald hins fyrra. Þessu er þannig fyrir kom- ið, að ég sendi þeim er eftir leita vikulegar sendingar í pósti og er byrjendanámskeiðið styttra (5 vikur) en hitt 12 vikur. I hverju bréfi eru 5 verkefni, flest prentuð, önnur ljósrituð. 21 bleðill, fjög- urra, sex og átta dálka, auk 5 Hugleiðinga eru í styttra nám- skeiðinu, en 52 prentaðir bleðlar, auk 12 Hugleiðinga í ]>ví lengra. Styttra námskeiðið er ætlað þeim sem fræðast vilja um eðli þeirrar áhættu sem drykkjuskap er samfara, en það lengra er stílað upp á þá sem vita hvað alkóhól- ismi er, og þá sérstaklega þá sem gera sér eigin alkóhólisma ljósan, en ná hvorki að sættast við tilver- una né ná tökum á sjálfum sér af einhverjum orsökum. Meðal titla á bleðlum má nefna: Feluleiknum hætt, Grímuklædd vinnusvik, Stéttarrígur, Þurrafyll- irí, Sex, Nöldur, Lögmál eða til- viljun, Óþolinmæði, Er Guð til?, Vítagangan, Hvers vegna AA?, Flótti, Skynheimar, Dómharka, Hugleiðingar um gervikónga, o.fl. o.fl., eða samtals 73 bleðlar auk 17 Hugleiðinga um mismunandi efni, sem öll tengjast alkóhólisma og eru þættir þessa kynlega kvilla, sem bæði getur kallast sjúkdómur og ræfildómur, annað hvort eða hvort tveggja — allt eftir því í hvaða þróunarhlykk hann er þá stundina. III Minna námskeiðið kostar kr. 300 en stærra 600 og verður greiðslufyrirkomulag það, að með 2. bréfi hvors námskeiðis fylgir gíróseðill. Að sið erlendra ofdrykkjuvarnarstofnana verða umslög útsendra bréfa ekki merkt sendanda, en til fróðleiks skal þess getið, að af 1.664 bréfum sem spjaldskrá mín segir mér að ég sé búinn að senda út í þessu upp- átæki sl. 5 mánuði hefur póstinum tekist að koma öllum til skila nema tveimur. Áhættan við að bréfin villist er því hverfandi. Af tveimur ástæðum er gjald- heimta nauðsynleg. I fyrsta lagi vegna þess að undirbúningur og framkvæmd hafa all verulegan beinan útlagðan kostnað í för með sér, og í öðru lagi vegna þess, að mál er til komið að menn geri sér ljóst, að baráttan gegn ofdrykkju er vegna þeirra sjálfra og afkom- enda þeirra og að hætta verður að líta á ofdrykkjuvarnir sem líkn- armál ætluð aumingjum. Hvort væntanlegur áskrifandi námskeiðs drekkur eða drekkur ekki skiptir engu. Aðalatriðið er að sem margþættust fræðsla kom- ist sem víðast og fylgi eftir hinni dásamlegu þjóðarvakningu sem SÁÁ kveikti. Þeir sem áhuga hafa á þátttöku, eða löngun til að styðja þessa starfsemi, svo hún kafni ekki í fæðingu, tilkynni nafn sitt og póstfang í síma 74303, eða með bréfi merktu: „Póstfræðslan, pósthólf 8, Kópavogi", en auk þess munu dagskrárstjórar hinna ýmsu deilda SÁÁ vafalaust greiða götu þeirra sem eftir leita. Sprenging í herstöð Offenbach, 13. apríl. AP. ÁTTA tonna bandari.sk herflutninga- bifreið eyðilagðist af völdum eld- sprengju, sem olli 30.000 dala tjóni í herstöð í Offenbach skammt frá Frankfurt í dag, þriðjudag. Tveimur öðrum sprengjum var komið fyrir undir annarri flutn- ingabifreið og skemmdir urðu á henni, en eldurinn var kæfður. Enginn hefur lýst sig ábyrgan á sprengingunni. I 4 4 á Lækjartorgi kl. 2 í dag Rokk gegn banni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.