Morgunblaðið - 20.04.1982, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.04.1982, Blaðsíða 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1982 Gegnum þrenging- arnar til stjarnanna Hugleiðing um lífsbók Guðmundu söngkonu Eftir Steingrím Siffurósson Þetta er bók um hetju, og þetta er bók, sem morar af lífi. Það er talað um hetjustíl í bókmenntum, hvort heldur sem er í bundnu máli eða óbundnu, og einhvern veginn er það svo, að innri stíll þessarar bókar, sem kallast Lífsjátning — endurminningar Guðmundu Elí- asdóttur söngkonu, minnir á sam- felldan frásagnarhátt gamalla hetjusagna með ljóðrænu ívafi. Ef til vill mun mörgum finnast slíkt fjarstæðukennd samlíking, en hver sá, sem nennir að lesa bókina af andlegum heiðarleik, kemst að raun um bókmenntalegt gildi verksins. Þetta er alls ekki venjuleg blaöamennskubók í skrafskjóðu- stíl ellegar billeg viðtalsbók í grobbdúr, heldur alvöru mótuð lífssaga einnar manneskju, sem lifir harla viðburðaríku lífi og er sýknt og heilagt að takast á við mótbárur og andstreymi af hetju- lund — eiginlega allar götur frá því að Urður og Verðandi og Skuld — nornirnar, sem getið er um i fornum kviðum, spunnu Guð- mundu örlagavef sem kornabarni í harðbýlinu fyrir vestan. Engu að síður vitrast lesara bókarinnar sú augljósa staðreynd, að söguhetjan hefur þrátt fyrir allt náð hærra í tilfinningum á hamingjustundum en títt er um venjulegt fólk, sbr. í lýsingu hennar á ástinni. Þetta er bók sterkra tilfinninga á breiðu sviði og er hún seinlesin á vissan hátt, vegna þess að hún fel- ur í sér meiri innviðu en í fljótu bragði má virðast. Hemingway talaði um nauðsyn þess að geta náð þrívídd í ritmennsku, en bætti því svo við, að sig væri alltaf að dreyma um að geta náð fjórðu víddinni, sem hann eygði. Var á honum að skilja, að góður rithátt- ur byggðist á þrívíddarstíl eins og tíðka beri í öðrum listgreinum (sbr. myndlist), og þar hefur hann átt við dýptina í verkinu frá list- rænu sjónarmiði. Það er styrkúr Endurminninga Guðmundu, að bókin er gædd dýpt í byggingu víð- ast hvar og hún er laus við grunnhyglislega frásagnartækni á flestum stöðum og á köflum er reisn og þokki — sjarmi — yfir sagnablæ, t.a.m. í þáttunum um líf listakonunnar með Sverri sagn- fræðingi. Það er ekkert venjulegt né hverslegt við þá frásögn og ómar eins og kínverskt ljóð, sem Ezra Pound talaði um sem fyrir- mynd í skáldskap. Það er eins og sá, sem skráir söguna, Ingólfur Margeirsson, og söguhetjan Guðmunda hafi unnið saman eins og klukka eða öllu heldur eins og ein manneskja. Heildarblærinn helzt alla bókina í gegn — það er byrjun — miðbik — endir og hvert atvik er tengt öðru atviki á sama hátt og linur og „Hún vinnur fyrir sér hördum höndum og var komin í hjúkrunarnám, þegar örlögin höguöu því þannig til, að hún sté sitt afdrifaríka spor út á söngbrautina mestmegnis fyrir hvatn- ingarord rússnesks prófessors...“ form og litir eiga að mynda eina heild í myndverki. Lífsmyndin af Guðmundu er gerð með ákveðnum dráttum allt frá byrjun bókarinnar, þegar kveikt er á frásögunni í fyrsta kaflanum, sem nefnist Ljósbrot æskunnar, og þar til bókinni lýkur í eins konar persónulegu uppgjöri sögupersónunnar sjálfrar. Þar vitnar Guðmunda í hugleiðingar eiginmanns síns látins, Sverris Kristjánssonar, varðandi ævi- minningar Goethes „Dichtung und Wahrheit", þar sem segir: „Það er hið eilífa vandamál sjálfsævisögunn- ar að reyna að finna mörk skáld- skapar og veruleika og reyndar hæp- ið að það takist.“ Guðmunda hefur auðsæilega gefið söguritara tón- inn um andlegan heiðarleika og að finna réttan núllpúnkt í öllu, sem greint er frá. Hún virðist óvilhöll í frásögn af mönnum og málefnum — hún hefur sjálfa sig hvergi upp á kostnað annarra og fer að dæmi Ara fróða, „skylt es at hafa þat heldr es sannara reynisk". Enda þótt „sagan" sé að ýmsu leyti miskunnarlaus og nakin, þá er hún blessunarlega laus við sorakast og þennan beiskju ásök- unartón, sem einkennir margar þessar svonefndu hispurslausu ævisögur. Guðmunda virðist hafin upp yfir að varpa rýrð yfir sam- ferðamenneskjur sínar, enda þótt hún hafi þrásinnis orðið fyrir þungbærri reynslu af völdum fólks, sem hefur sett fyrir hana fótinn. Hún virðist hafa hlotið í vöggugjöf gott eðli og verið vel af guði gjörð og hlotið gott veganesti og verið staðráðin í því að láta gott af sér leiða, en það er snemma þungur harmur að kveð- inn. Hún missir föður sinn, þegar hún er fjögurra ára gömul. Ægir tók hann eins og margan vest- firzkan sjósóknarann. Og hún er ekki nema sex vikna gömul, þegar hún er nærri dáin úr skæðum kíghósta, en bjargaðist með yfir- skilvitlegum hætti og með eins konar frumstæðri indjánalækn- inga-aðferð, ef svo mætti að orði kveða. Aðventistatrúboði notaði til þess terpentínu og ullarklæði og volga geitarmjólk, sem varð að senda eftir „upp í dal og barst nokkrum klukkustundum síðar á flöskum, sem vættar höfðu verið í steinolíu og stungið í ullarhosur, svo að varmatap yrði sem minnst... Upp frá því hef ég allt- af haft tröllatrú á lækningamætti trúboða," segir Guðmunda. Og enn syrtir að á nýjan leik. Kaflinn, Saga af auga og önnur af epli, greinir frá því, þegar hún missir annað augað fjögurra ára gömul með váveiflegum hætti, og þegar hún hlýtur fyrstu borgun sína fyrir „að fara á fjalirnar," en það var þegar hún og hin skóla- börnin að Látrum héldu jóla- skemmtun og sáu sjálf um skemmtiatriðin. Það féll í hlut Guðmundu að leika í stuttu leik- riti, sem börnin sömdu sjálf. Og hún hlaut epli í verðlaun og sem viðurkenningu: „Það var fyrsta borgun mín fyrir að fara á fjalirn- ar og ég finn enn ilminn af þessum rauða ávexti...“ Þarna í byrjun þessarar stóru lífsbókar, sem kveikt er þegar á með jafn- dramatískum hætti eru dregnar upp táknmyndir. Sálkönnuðir vilja halda því fram, að svo margt í mannlegri breytni megi rekja til fyrstu ár- anna á ævinni. Föðurmissirinn, hastarleg veikindi, sjónmissir á öðru auga, og snemma kemur í ljós dugnaðurinn og listræn „ár- átta“, þá hún fer með hlutverk í leikriti á jólaskemmtun litlu barn- anna heima fyrir vestan. Og svo er það ávöxturinn, eplið, sem hún hlýtur að launum — eins konar Iðunnarepli, sem átti eftir að fylgja henni síðar úti í lífinu. Atta ára flyzt Guðmunda alfar- in með yngri systur sinni að heiman úr Bolungarvík til ísa- fjarðar, þegar „stóra systir", Elísabet, kemur forfrömuð frá Kóngsins Kjöben vorið 1927 og setur á laggirnar greiðasölu eða öllu heldur lítið „l’hotel“. Þar lék dóttir Einars Benediktssonar skálds, Erla, fyrir dansi bæði foxtrott og charleston á síðkvöld- um „og stúlkurnar voru í sam- kvæmiskjólum, alsettum frunsum, sem dingluðu og hristust í kring- um þær í öllum sveiflunum. Ann- an eins darraðardans höfðum við börnin aldrei séð ...“ Það hefur verið ástríðuheitt í kolunum þar fyrir vestan í þá daga sem endra nær. Og svo bætir Guðmunda við til öryggis: „Elísa- bet hafði þó vakandi auga yfir öllu ...“ Móðirin, Sigríður Jensdóttir, verður lifandi í lýsingu Guð- mundu: „Hún gekk í augun á karl- mönnum, og ég man að prestur einn inni í Djúpi gerði sér margar aukaferðir til ísafjarðar til að vera návistum við hana. Mamma var hins vegar aldrei á þeim bux- unum að binda sig ...“ Tónlistarnáttúruna og leiklist- areðlið hefur Guðmunda eflaust sótt til móður sinnar, „hún lék mikið á harmonikku sem ung og þá gjarnan við danssamkomur. Stöku sinnum sagði hún okkur stelpunum frá gömlu böllunum. (íuðmunda Klíasdóttir, teikning eftir stgr. Þá kom glampi í augu hennar og hún reigði hnakkann, svo skott- húfan slóst aftur. Mamma tók mikinn þátt í starfi Leikfélags Bolungarvíkur sem var blómlegt á þessum tíma. Henni var tíðrætt um Ástu í Skugga-Sveini. Það hlýtur að hafa verið hennar glanshlutverk." Og Guðmunda heldur áfram: „Mamma söng mikið. Fram yfir messu á sunnudögum kyrjaði hún einungis sálma, en á helgum dög- um raulaði hún ýmis veraldleg lög, sem henni þóttu létt og falleg, þó þetta væri ekki tími mikilla slag- ara...“ Fjórðungi bregður til fósturs stendur einhvers staðar. Þessi glögga persónulýsing, þessi sterka mynd, sem Guðmunda dregur upp af móður sinni, er e.t.v. lykill að sálarlífi hennar sjálfrar eins og birtist hingað og þangað í lífsbók- inni. Samfara miklum sveiflum í geðslagi (vestfirzku) er vilji og ákvörðun og trúarstyrkur, sem aldrei bregzt, og ennfremur ákveð- inn léttleiki og gleði af því að lifa. Sumar manneskjur eru gæddar lífsorku og aðrar ekki. Guðmunda virðist hafa hlotið í vöggugjöf ótrúlegan forða af lífsmagni. Eftir fyrsta kafla bókarinnar, sem fjallar um fyrstu ellefu árin heima fyrir vestan, víkur sögunni til Reykjavíkur eða árið 1930. Þá opnast ný veröld, sbr. heiti annars kaflans. Þetta tímabil, sem í hönd fór, skapaði enn á ný andstæður og ný átök í lífi Guðmundu ... Þetta voru erfið ár í kreppunni, og lýsing hennar á lífinu í Reykjavík á þeim tímum er list í saman- þjöppuðu formi. Hún fer að hætti nafntogaðs rithöfundar, sem sagði að listin að skrifa vel væri sú að hafa að leiðarljósi og að fyrir- mynd ísjakann, sem kemur upp úr sjónum — aðeins einn tíundi af honum kemur upp á yfirborðið, hitt er allt fólgið í djúpi sjávarins — með öðrum orðum, að það ætti ekki að skrifa um nema einn tí- unda af því, sem sagt væri frá — hitt ætti allt að dyljast undir yfir- borði. Opinberun lifsins — sá þáttur er bókmenntir af fyrstu gráðu. Það er ekki hægt annað en að spila örlítið úr þeirri lífsmelódíu hér á eftir sem sönnun fyrir lífssann- indum um tilfinningaólgu í ungri stúlku og forvitni hennar um lífið: „ ... Skýringarnar lágu ekki á lausu. Daglega streymdu nýjar myndir yfir nethimnu augans og spurn- ingarnar brunnu á vörum okkar. Við reyndum að greiða úr erfið- ustu flækjunum og setja umhverf- ið í fasta heimsmynd. Skólinn veitti okkur aðeins lögboðna fræðslu, og þeir fullorðnu svöruðu okkur fastmótuðum svörum, sem báru keim af áminningu. Við urð- um að uppgötva lífið sjálf. Og ég sporðrenndi einni ástar- sögunni á fætur annarri á kamm- arsþakinu úti í garðinum undir því yfirskini að ég væri að lesa skólabækurnar, sem hálfhuldu rómantískan texta skáldsagn- anna. Á kvöldin læddumst við í vor- húminu gegnum garða og port, landamærasvæði barndóms og æsku, og önduðum að okkur angan forboðinna ávaxta ...“ Og í framhaldi af því segir hún frá því, þegar hún og aðrir ungl- ingar klifruðu upp á skúrana bak við Laugaveg 11 — öðru nafni „White Star“ og fylgdust með lífi hinna fullorðnu, „veröldinni, sem beið okkar“. Sjaldgæft er að rek- ast á jafn-kímilega frásögn og lýs- ingu hennar á því, hvernig nætur- lífið í Reykjavík kom henni fyrir sjónir sem stúlku á táningaskeiði. Síðan dregur Guðmunda upp hverja myndina á fætur annarri Þorrablót í New York IIINN 13. mars sl. gekkst íslendinga- félagið í New York fyrir þorrablóti á Summit Hótelinu í New York. Skemmtunina xóttu um 150 manns og var boóið upp á rammislenskan þorra- mat sem sendur hafði verið frá móð- urlandinu. Ilófst blótið kl. 19.00 og meðan menn og konur hámuðu í sig lundabagga, hangikjet, súran hval og svið, léku og sungu þrír ungir íslensk- ir tónlistarmenn sem eru við nám í N.Y., þau Guðlaugur Kinarsson, söngvari, 1‘orsteinn (iauti Sigurðsson, píanóleikari, og Ásdís Valdimarsdótt- ir, fiðluleikari. Kinnig flutti Júlía llannam Ijóð eftir Stein Steinarr. Það sem eftir var kvölds lék hljómsveitin l^ndshornarokkarar undir dansi og söng við góðar undirtektir, enda hafði hljómsveitin verið fengin sérstaklega til þessa verkefnis frá Islandi. Formaður íslendingafélagsins í New York er Kristján T. Ragnars- son, læknir. í viðtali við undirritað- an sagði Kristján að félagið héldi árlega a.m.k. þrjár samkundur, haustskemmtun, jólagleði og þorra- blót. Auk þessara föstu atriða mun íslendingafélagið taka þátt í ís- lensku kvöldi 26. mars í samráði við Amerícan-Scandinavian Foundati- on, þar sem Ólöf Harðardóttir, söngkona, mun koma fram og skemmta. Einnig stendur til að halda kynningu á kvikmyndum Ágústs Guðmundssonar, og mun fé- lagið í því sambandi sýna 3 kvik- myndir Ágústs í New York. ís- lensk-ameríska félagið hefur, að sögn Kristjáns, lagt á það áherslu að fá íslenska listamenn til að koma fram á skemmtunum félagsins. Til að mynda fékk félagið píanóleikar- ann Rögnvald Sigurjónsson til að koma og leika undir söng Aðalheið- ar Guðmundsdóttir (Heiða Einars- son) á skemmtun félagsins í desem- ber. Sú skemmtun, eins og reyndar fleiri síðustu tvö ár, var haldin á rammíslenskum veitingastað í New York, sem ber nafnið Pálssons. Nafnið dregur staðurinn af einum af þremur eigendum, Stellu Pálsson (Sesselja Pálsdóttir). Hún er dóttir Páls S. Pálssonar, hæstaréttardóm- ara sem staðurinn dregur óbeint nafn sitt af. Sella opnaði stað þennan (á 72. þvergötu milli Col- umbus og Amsterdam gatna) í júlí 1977 ásamt tveimur Bandaríkja- mönnum. Staðurinn ber islenskan svip og eru meðal annars allir bekk- ir klæddir Gefjunaráklæði. í upp- hafi var matseðill hússins jafnvel með íslensku sniði að miklu leyti, en nú orðið er aðallega boðið upp á hefðbundna ameríska rétti. Á síð- ásta ári var staðurinn stækkaður, er eigendurnir keyptu hæðina fyrir ofan og er þar boðið upp á ýmis skemmtiatriði á kvöldin. Sú stækk- un varð meðal annars til þess að íslendingafélagið fór að taka á leigu efri hæðina til skemmtana- halds og hefur það mælst vel fyrir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.