Morgunblaðið - 20.04.1982, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.04.1982, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1982 39 hratt eins og á kvikmyndatjaldi, mynd af skólavistinni í Gaggó Ingimars, skautaferðum á Austur- velli, rómans á rúntinum, bíósýki („Ný veröld opnaði sig og þvílík veröld.“). Sautján ára fer Guðmunda ein og yfirgefin út í heim. Hún velur sér Danmörku til að freista þar gæfunnar. Hún vinnur fyrir sér hörðum höndum og var komin í hjúkrunarnám, þegar örlögin hög- uðu því þannig til, að hún sté sitt afdrifaríka spor út á söngbrautina mestmegnis fyrir hvatningarorð rússnesks prófessors, sem heyrði hana syngja, þegar hún var að strauja þvott ... Svo tók námið við, og hún komst inn á Konserva- toríið í Kaupmannahöfn. Inntöku- prófið var hörð raun — hún komst inn, „söngurinn og heppnin fleytti mér inn ...“ Vestfirzkur galdur mætti bæta hér við. Þá tekur við kaflinn llndir blý- himni — hernámsárin í Dan- mörku. Guðmundu daprast ekki flugið. Hún segir frá samferða- fólki, lífsbaráttunni, músíknám- inu og „fyrstu ástinni,, („ ... ég elska blint, kasta mér út í þessa sælu ólgu með ofsa og trylltri hamingju og stjórnast taumlaust af hinni ótakmörkuðu eigingirni, sem einkennir fyrstu ástina ...“) Og enn bregzt henni ekki hrein- skilni, þegar hún verður fyrir von- brigðum og lifir ástarsorgina með átakanlegum hætti. Hún eignaðist góða vini á Kons- ervatoríinu, og lífið hélt áfram sinn vanagang og hún hélt sinni reisn og sjálfsvirðingu á hverju sem yfir dundi. Og þá hittir hún mannsefnið sitt, Henrik. Frásögn- in rennur fram mjúklega, stríðinu lýkur, og þau hjón flytjast til ís- lands. Þá tekur við óvissutímabil á vissan hátt. Latneskur orðskviður segir: Per ardua ad astra, gegnum þrengingarnar til stjarnanna. Guðmunda heldur sinn fyrsta konsert heima á íslandi 29. nóv. 1945 á vegum Tónlistarfélagsins. Og hún kom, sá og sigraði. I einu dagblaðanna stóð: „Nú er okkur að bætast nýr kraftur, sem vonir standa til að geti orðið á heimsmælikvarða, þegar söngkonan hefur lokið námi og náð fullum þroska ...“ Eftir glæsilega konserta og listsigra hér heima á Fróni snýr hún aftur til Danmerkur og þá til framhaldsnáms í sönglistinni. Hún dvelst í París, og enn liggur leiðin á ný til íslands. Hún fer með hlutverk í fyrstu óperunni með nær eingöngu íslenzkum kröftum, sem flutt var á íslandi — óperunni Rigoletto eftir Verdi. Og ennfremur fór hún síðar með hlut- verk í óperunni „Miðillinn" og í ballettinum „Ólafur liljurós". Og það rigndi yfir hana góðum dóm- um. Síðan liggur leiðin til Vestur- heims. Hún kemur fram í sjón- varpi og útvarpi og syngur í garði Hvíta hússins í Washington og þannig má lengi telja. Það skipt- ast á skin og skúrir og alltaf virð- ist þurfa sterkari bein til að þola misjafna daga. Þetta verður löng lífsbók gerð úr sundurleitum þátt- um og endar uppi í Grjót'aþorpi í Reykjavík í gömlu timburhúsi með sál. Kaflinn um Sverri og söngkon- una mun halda áfram að óma í eyrum eins og söngur hennar — söngurinn um lífið. Og lífsbókin hennar Guðmundu heldur áfram og lifir eins og ástin. stgr. hjá þeim íslendingum sem taka þátt í starfi félagsins. íslendingafélagið hefur verið starfandi í New York alla tíð síðan á stríðsárunum, en að sögn Krist- jáns hefur starfsemi þess nokkuð fylgt umsvifum Loftleiða (og síðar Flugleiða) hér. Til að mynda var Sigurður Helgason, núverandi for- stjóri Flugleiða, formaður félagsins um árabil og dafnaði félagið mjög undir hans stjórn. Annars sagði Kristján að mjög erfitt væri að halda uppi íslendingafélagi í borg eins og New York þar sem miklar samgöngur væru við ísland og mikil umferð íslendinga væri um New York.ii Sveinn la>gi Björnsson Tvö fylgirit með News from Iceland APRÍLÚTGÁFA fréttablaðsins News from Iceland er nýkomin út og að þessu sinni fylgja henni tvö sérblöð. Annað þeirra er „This Month“ og er það sérstaklega ætl- að erlendum ferðamönnum, sem gista Island í aprílmánuði. Hitt fylgiritið er tileinkað Akureyri og flytur það ýmsar almennar fréttir, bæði af atvinnu- og menningarlífi. í This Month er að finna lista yfir matsölu- og skemmtistaði, söfn, kvikmyndahús og aðra þá staði, sem ferðamenn hafa áhuga á. Auk þess er greint frá því helzta sem um er að vera í skemmtana- og menningarlifi. Lamb fannst á Mývatnsfjöllum Á LAUGARDAG fyrir páska fannst lamb útigengið á Mý- vatnsfjöllum, nánar tiltekið á Skeiðfleti. Eigandi lambsins er Jón Ármann Pétursson í Reyni- hlíð. Lambið leit mjög vel út og virðist hafa gengið á góðu landi í vetur. Kristján. AlUa.YSINCiASIMINN ER: 22480 JHorsjmitiIabib þúert á beinni línu til einu sinni í viku Með aukinni strandferðaþjónustu býður Eimskip þér beint samband við Reykjavík, Akureyri og ísafjörð einu sinni í viku. Hálfsmánaðarlega er einnig siglt á Siglufjörð og Húsavík og þannig haldið uppi tíðum og öruggum strandferðum. Við flytjum fyrir þig jafnt stóra vöru sem smáa í gámum eða frystigámum sé þess óskað. Eimskip annast að sjálfsögðu flutning alla leið á áfangastað ef það þykir henta, bæði hérlendis og erlendis. Reykjavík Aöalskrifstofa Pósthússtræti 2 Sími 27100 - telex 2022 Innanhússímar 230 og 289 ísafjörður Tryggvi Tryggvason Aðalstræti 24 Sími 94-3126 Akureyri Eimskip Oddeyrarskála Slmi 96-24131 -telex2279 Siglingaáætlunin apríl ’82 Frá ReyKjavlk Frá Isaflröi Frá Akureyrl Frá Siglufirði Frá Husavik Tll Reykjavikur 3Æ 4/5 6/5 7/5 9/5 10/5 11/5 13/5 14/5 16/5 17/5 18/5 20/5 21/5 23/5 24/5 25/5 27/5 28/5 30/5 1/6 2/6 3/6 4/6 6/6 7/6 8/6 10/6 11/6 13/6 14/6 15/6 18/6 16/6 20/6 21/6 22/6 24/6 25/6 27/6 28/6 29/6 1/7 2/7 4/7 5/7 6/7 8/7 9/7 11/7 12/7 13/7 15/7 16/7 18/7 19/7 20/7 22/7 23/7 25/7 26/7 27/7 29/7 30/7 1/8 Vörumóttaka i Reykjavík: A-skáli, dyr 2 til kl. 15.00 á föstudögum. Siglufjörður Þormóöur Eyjólfsson hf. Sími 96-71129 Húsavík Kaupfélag Þingeyinga Simi 96-41444 Alla mánudaga frá Reykjavík Á Akureyri alla miðvikudaga Alla leið meö EIMSKIP SIMI 27100 Ef þió eruó ekki enn búin aó ókveóa fermingargjöf ina œttuóþióaólesaþetta: Við hjá Heimilistækjum h.f. eigum mikið úrval hagnýtra og skemmtilegra hluta sem eru tilvaldar fermingargjafir jafnt fyrir stúlkur og drengi. Philips útvörp. Fyrir rafhlöður og 220 volt, mono og Sambyggð eða lausir I sterío, lítil og stór. Philips útvarps og kassettutæki. Steríoupptakajnnbyggðir hljóðnemar og útvarp með FM bylgju. Philips rakvélar. Einfaldar og litlar eða stórar og fullkomnar, en allar^tflb framtíðarvélar. hitaburstar og hárblásarasett, - öll tæki Philips hársnyrtitæki. Hárblásarar, sem þarf til hársnyrtingar. Philips vasadisco. Litlu kassettutækin sem alla unglinga 60 Philips Morgunhaninn. morgnana með hring dreymir um að eignast. Utvarp og vekjaraklukka í einu tæki, sem vekur þig á ingu eða Ijúfri tónlist. Hjá okkur fáió þió veglega g jef á vœgu verði! heimilistæki hf. HAFNARSTRÆTI 3 - 20455 - SÆTÚNI 8 -15655

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.