Morgunblaðið - 20.04.1982, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.04.1982, Blaðsíða 8
40 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1982 Guttormur Brynjólfsson, 11 ára, sem nýlega varð þrefaldur Austurland.s meistari í Alpagreinum i flokki 11 og 12 ára. Egilsstoðir: Stórbætt aðstaða til skíðaiðkana Kgilssltxlum, IB. apríl. HKR á Kgilsstöðum hefur áhugi manna á skíðaiðkunum hvers konar stóraukist hin siðari ár — eins og raunar víðast hvar á landinu. Tii þessa hefur þó aðstaöa til skíða- iókana hér verið nokkuð á þann veg að heldur hefur hamlað ástundun íþróttarinnar en hitt. Úr þessu hefur nú ræst — ekki síst fyrir tilstuðlan hins ötula skíðaráðs íþróttafélagsins Hattar. I Egilsstaðaþorpi hefur verið komið fyrir upplýstri togbraut, sem ætluð er byrjendum og til kennslu skólanemenda. í lok góu var síðan tekin í notkun ný skíöa- lyfta í skíðalandi Egilsstaðabúa á Fagradal. Þessi nýja skíðalyfta eða togbraut er að sögn hin full- komnasta, 450 m að lengd og getur flutt um 700 manns á klukku- stund. Hún er keypt frá Þýska- landi og mun hafa kostað hingað Skiðaráð Hattar: Ásgrímur Ásgrimsson, Brynjólfur Guttormsson, Ari Sigur- björnsson og Hjálmar Jóelsson (á myndina vantar l>órhall Eyjólfsson). komin og upp sett hartnær 200 þúsund krónur. Egilsstaðahreppur fjármagnaði kaupin að mestu, en skíðaráðið annast rekstur lyftunn- ar. Þá hefur eldri lyfta og smærri verið betrumbætt og færð til fyrir þá sem hægar vilja fara sér í svigi og bruni. Um páskana voru að jafnaði 80—100 manns í lyftunum á Fagradal að sögn Hjálmars Jóelssonar, eins skíðaráðsmanna Hattar. Þá hefur ennfremur ótal- inn hópur manna stundað skíða- göngur á Dalnum og Fjarðarheiði að sögn Hjálmars. Þá telja þeir skíðaráösmenn víst að skíöaiðk- endum fjölgi enn á Dalnum með hækkandi sól, en snjór er enn nægur og skíðafæri hið besta — eins og sjá má af meðfyigjandi myndum, sem teknar voru í Fagradal um páskana. Ólafur. Raforkuframleiðslan jókst um 3,5% í fyrra Kaforkuframlciðslan mæld í gíga- vattstundum jókst um rúmlega 3,5% á síðasta ári miðað við fyrra ár, en þar af jókst almenn notkun um 7% en notkun stóriðju aðeins um 1%. Þessar upplýsingar koma fram i nýrri þjóðhagsspá Þjóðhagsstofnun- ar. Ástæðurnar fyrir lítilli aukn- ingu í stóriðju má fyrst og fremst rekja til orkuskömmtunar Lands- virkjunar. Ætla má, að án orkusk- ömmtunar hefði orkuþörf stórið- junnar aukizt um allt að 9% frá árinu 1980 til ársins 1981. Hins vegar varð að takmarka orkusöl- una mun meira í fyrra en árið áð- ur eða sem nam 17—18% af áætl- aðri orkuþörf stóriðjunnar saman- borið við 10—ll%i árið 1980. Þá kom orkuskömmtunin illa við fjárhag Landsvirkjunar, en undanfarin fjögur ár hefur verið halli á rekstri fyrirtækisins. Nem- ur hallinn að meðaltali nær 10%) af heildartekjum. Árið 1978 var ástæða hallans einkum lítil hækk- un gjaldskrár. Árin 1979—1981 hefur gjaldskrá Landsvirkjunar hækkað talsvert umfram verð- lagsbreytingar, en samt sem áður hefur verið halli á rekstri fyrir- tækisins. Ástæðurnar eru einkum tekjutap vegna orkuskömmtunar til stóriðju og mikil aukning vaxtabyrði í kjölfar vaxtahækkun- ar á erlendum fjármagnsmarkaði. Heimkynni fjögurra norskra höfuðskálda og ljóðskáld dals dalanna eftir Ivar Orgland Hvar og hvernig bjuggu Ibsen, Björnstjerne Björnsson, Knut Hamsun og Sigrid Undset? — Hvernig stendur á því, að stærsti dalur Noregs, Guð- brandsdalurinn, hefur verið kallaður mesti aflgjafi norskra ljóðabókmennta? — en ekki að- eins dalur dalanna vegna stærð- arinnar. Ibsen var fæddur í Skien í Þelamörk, en fluttist 8 ára gam- all til bóndabæjar skammt frá bænum, af því að faðir hans varð gjaldþrota. Þar bjó hann í 7 ár og hélt m.a. leiksýningar á efri hæðinni. Sjá má drög að meist- araverki hans, Villiöndinni, frá þessum dögum. Seinna var hann lyfsalanemi í Grimstad á suður- ströndinni og samdi þar fyrsta leikrit sitt, Catilina, undir dul- nefninu Brynjolf Bjarme. Upp- lagið var að mestu leyti eyðilagt, en bókin er ein hin dýrasta á uppboðum í Noregi. — Síðustu ár ævinnar bjó Ibsen í höfuð- borginni, en á daglegum göngu- ferðum sínum í veitingastofuna stillti hann klukkuna eftir úri í háskólabyggingu á Karli Jó- hann, en það gerði hann alltaf Hamsun stundvíslega klukkan 2, svo að nærstaddir gátu stiilt klukkur sínar eftir Ibsen. Björnstjerne Björnson var fæddur í Austurdalnum, en fluttist snemma til Romsdalen, þar sem hann las aðallega Snorra í skólanum. Hann taldi Ibsen sig vera „romsdöl“ — raumsdæl- ing. En um Romsdalsfjörðinn og sveitina þar hefur hann ort eitt bestu kvæða sinna. — Seinna hittum við hann á Sögne á suð- urströndinni, þar sem faðir hans var prestur, en þar giftist sonur- inn Karólínu Reimers, sem var Blönduós: Húnavaka Klönduósi 16. apríl. HIN ÁRLEGA skemmti- og fræðsluvika Ungmcnnasambands Austur-Húnvetninga hófst 18. apr- íl með fjölbreyttri dagskrá. M.a. verður málverkasýning, sýning á verkum átta félaga úr Textilfélag- inu í Reykjavík. Tvö leikrit verða sýnd og tveir kórar munu skemmta. Nokkrar kvikmyndir verða sýndar, dansleikir verða fjögur kvöld og um miðjan dag sumardagsins fyrsta verður dans- leikur fyrir yngstu Húnavökugest- ina. Pétur Behrens verður með málverkasýningu í Snorrabúð, Hótel Blönduósi. Pétur Behrens er þýskur að uppruna, fluttist til íslands 1962 og gerðist síðar íslenskur ríkis- borgari. Hann stundaði nám við Meisterschule fúr Grafik og Hochschule fúr Bildende Kúnste í Berlín. Pétur vann við auglýs- ingateiknun eftir að hann kom til landsins og sem tamninga- maður m.a. á Melstað, V-Hún. á Blönduósi 1973 og á jörðinni Keldnakoti í Flóa. Pétur hefur kennt við Mynd- lista- og handíðaskóla íslands og við Myndlistarskólann í Reykjavík. Hann leggur nú stund á frjálsa myndlist. Viðfangsefni á þessari sýn- ingu eru flest sótt í umhverfið á Blönduósi og ströndina, auk þess eru hér mörg portret. Á sýningunni eru um 35 verk, teikningar, vatnslita- og olíu- myndir. Þær eru flestar málað- ar á þessu ári. Pétur Behrens sýndi í fyrsta sinn myndir sínar á Selfossi 1976, hefur síðan haldið einka- sýningar á Kjarvalsstöðum 1980 í Listhúsinu á Akureyri 1980 og tekið þátt í Haustsýningu FÍM. Þetta er fjórða einkasýning hans á íslandi. Samband austur-húnvetnskra kvenna og Textílfélagið í Reykja- vík mun halda sýningu á verkum félaga í Textílfélaginu í Kvenna- skólanum, Blönduósi. Lista- mennirnir sem verk eiga á sýn- ingunni eru Hanna Ragnars- dóttir, Kristín Jónsdóttir, Guð- rún Auðunsdóttir, Sigrún Guð- mundsdóttir, Eva Vilhelmsdótt- ir, Guðrún Marínósdóttir, Guð- rún Gunnarsdóttir og Anna H. Björgvinsdóttir. leikfélag Blönduóss sýnir Kristnihald undir Jökli eftir Halldór Laxness í leikgerð Sveins Einarssonar Þjóðleik- hússtjóra. Leikstjóri er Svan- hildur Jóhannesdóttir. Leikritið verður ekki sýnt utan Blönduóss vegna mikils sviðsbúnaðar en leikmynd gerði listamaðurinn Steinþór Sigurðsson. Hinsvegar verða sætaferðir víða úr sýsl- unni svo og frá Sauðárkróki á sýningar á Húnavökunni. Leikfélag Skagastrandar mun sýna gamanleikinn Olympíu- hlauparinn eftir Derek Kenfield síðasta vetrardag. Leikstjóri er Ragnhildur Steingrímsdóttir. Húsbændavaka USAH verður á föstudagskvöld. Þar mun Páll S. Pálsson hæstaréttarlögm. rabba við samkomugesti en Páll er húnvetnskur, frá Sauðanesi skammt frá Blönduósi. Ómar Ragnarsson hinn lands- kunni skemmtikraftur sér um gamanmál en einnig verða flutt skemmtiatriði af heimamönn- um. Kynnir á vökunni verður Sigmar Jónsson. Harnaskcmmtun USAH verður kl. 17.00 á föstudag en þar kem- ur Ómar Ragnarsson fram, verðlaun verða afhent í skóla- móti USAH o.fl. verður á dagskrá. Á sumardaginn fyrsta verður 1982 fjölbreytt dagskrá fyrir börn og unglinga. Kl. 11.00 verur æsku- lýðs- og skátamessa í Blöndu- ósskirkju. Kl. 14.00 hefst árleg sumarskemmtun Grunnskóla- nemenda, Blönduósi, en þar munu koma fram um 130 nem- endur undir stjórn kennara sinna. Áður en sumarskemmt- unin hefst leikur Lúðrasveit Blönduóss nokkur lög undir stjórn Jóhanns Gunnars. Strax og skemmtun skólans er lokið verður dansleikur fyrir yngstu sýslubúa og leikur Upplyfting fyrir dansi. Um kvöldið verður leiksýning og að lokum ungl- ingadansleikur fram á nótt. Sióasta dag Húnavöku koma í heimsókn Söngfélag Skaftfell- inga og Kór Rangæingafélagsins í Reykjavík og verða með dagskrá kl. 14.00 í Félagsheimil- inu. I þessum kórum munu syngja um 80 manns á Húna- vökunni. Sex kvikmyndir verða sýndar á Húnavökunni. Islenska myndin „Rokk í Reykjavík" verður frumsýnd á Norðurlandi á þriðjudaginn kl. 17.00. Hinar myndirnar eru: Loðni Saksókn- arinn fjölskyldumynd frá Walt Disney, Olíupallaráðin, Brubak- er, Superman II og Bláa Lónið. Dansleikir á Húnavöku verða fjórir og mun hljómsveitin Upp- lyfting sjá um Húnavökufjörið þetta árið og á öllum dansleikj- unum. Hótel Blönduós hefur mat og kaffi á boðstólum alla daga Húnavökunnar en boðið er sér- staklega upp á veisluborð þrjá daga. Aðkomufólk getur fengið gistingu á hótelinu. Hótel Blönduós og Arnarflug munu bjóða uppá hagstæðar ferðir og gistingu alla Húnavökuna. Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.