Morgunblaðið - 20.04.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.04.1982, Blaðsíða 14
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1982 SUSEMIHL steypuhrærivélar HARALD ST. BJÖRNSSON UMB0ÐS0G HEILDVERZLUN SÍMI 85222 LÁGMÚLA 5 PÓSTHÓLF 887 Glasgow-Kaupmannahaftiarflug- Flugleiða hafið á nýjan leik Víkingar með alvæpni ruddust út úr dugvélinni strax eftir lendingu og létu ófriðlega. Reyndar voru hér á ferðinni þeir Hilmar B. Jónsson og Hlöðver Olafsson og skosku stúlkurnar starfandi hjá Servieair en það fyrirtæki afgreiðir Flugleiðavélarnar i Glasgow. ÁÆTLUNARFLUG á leiðinni Kena- vík/Glasgow/Kaupmannahöfn hef- ur nú verið tekið upp að nýju og fóru Flugleiðir sina fyrstu ferð föstudag- inn 2. apríl. í fyrstu verður flogið tvisvar í viku, á mánudögum og fostudögum, en frá 26. mai bætist þriðja ferðin við, á miðvikudögum. f sumar verða 37 ár liðin frá fyrsta farþegaRuginu á þessari leið, segir i frétt Flugleiða. í frétt Flugleiða segir ennfrem- ur: í tilefni af enduropnun þessarar áætlunarleiðar og vegna sam- starfs sem nú hefur tekist með Flugleiðum, breska Ferðamála- ráðinu, skoska Ferðamálaráðinu og Ferðamálaráði Norður-Skot- lands var haldinn blaðamanna- fundur í Glasgow eftir komu Flug- leiðavélarinnar þangað föstudag- inn 2. apríl. Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, Lord Brook Evans, forstjóri breska Ferða- málaráðsins, Norman C. Cumley frá skoska Ferðamálaráðinu og Ian Macakill frá Ferðamálaráði Norður-Skotlands skýrðu frá þeirri samvinnu sem nú hefur tek- ist um Skotlandskynningu milli ofangreindra aðila bæði í Banda- ríkjunum og á Norðurlöndum. Flugleiðir eru nú eina félagið sem flýgur milli Chicago og Skotlands Borgarstjórinn i Glasgow, Dr. Michael Kelley og Sigurður Bjarnason, sendi- hcrra íslands i Bretlandi heilsast í móttöku á Glasgow-flugvelli er Flugleiðir hófu að nýju flug milli Keflavikur, Glasgow og Kaupmannahafnar. TOPPSTAL • Plötulengdir eftír óskum kaupenda • Viö klippum og beygjum slétt efni í sama lit á kanta í þakrennur, skotrennur o.fl. • Viðurkennd varanleg PVF2-huð í lit • Hagkvæmt verö • Afgreiðslutími 1—2 mán. • Framleitt í Noregi Fjárfesting jókst hér á landi um 2% í fyrra 'B BREIÐFJÖRÐS BLIKKSMIÐJA HF Leitió nánari upplýsinga aö Sigtúni 7 Simi; 2 9022 í FJÁRFESTINGAR- og lánsfjár- áætlun fyrir árið 1982 voru settar fram spár um þróun fjármunamynd- unar árin 1981 og 1982 og gerð grein fyrir horfunum i þeim efnum. Var þá gert ráð fyrir, að fjármunamyndunin drægist saman um 4% á árinu 1981 og var það svipuð niðurstaða og í þjóðhagsáætlun þess árs, en fyrir ár- ið 1982 var spáð um 6% samdrætti. Niðurstöður bráðabirgðatalna fyrir árið 1981 sýna hins vegar allt aðra niðurstöðu. í stað samdrátt- ar, þykir nú sýnt að um aukningu er að ræða. Er fjárfesting sam- kvæmt þjóðhagsspá talin hafa SINDRA STALHF aukizt um 2% eftir tæplega 9% aukningu árið 1980. Breytinguna frá haustspánni má einkum rekja til aukningar í fjárfestingu at- vinnuveganna í stað þess sam- dráttar, sem reiknað var með á síðasta hausti, segir í þjóð- hagsspá, sem birt var fyrir skömmu. Að öðru leyti felst þessi breyt- ing í innflutningi fjárfestingar- vöru umfram fyrri áætianir, en aukning vöruinnflutnings síðustu mánuði ársins var langt umfram það sem spáð var á liðnu hausti. Fjárfesting atvinnuveganna er nú talin hafa orðið um 6% meiri á árinu 1981 en á árinu 1980, en í fyrri áætlun hafði verið gert ráð fyrir töluverðum samdrætti, eða 12,5% í lánsfjáráætlun og um 8% í þjóðhagsspá sl. haust. Ymsir lið- ir voru vanáætlaðir í fyrri spám, ekki sízt innflutningur flutninga- tækja. Mikið var keypt til landsins af flutningatækjum á árinu 1980 og því fremur búizt við að úr drægi á árinu 1981, enda virtist innflutningur þeirra á fyrri helm- ingi ársins benda til þess. Síðari hluta árs var raunin hins vegar allt önnur en búizt hafði verið við, og nú er þessi liður talinn hafa aukizt um 12%. Svipuðu máli gegnir um inn- flutning ýmiss konar véla og tækja, en hann jókst afar mikið á árinu 1980 og var af þeim sökum búizt við minni eftirspurn á síð- astliðnu ári. Fyrirliggjandi i birgðastöð ÁLPLÖTUR (ALMg3) Sæ- og seltuþolnar. Hálfhart efni í þykktum frá 0,8 mm — 6,0 mm. Plötustærðir 1250 mm x 2500 mm. Borgartúni31 sími27222 Lokubúnaður Sultartangastíflu: Tilboði Framleiðslu- samvinnufélags iðnað- armanna var tekið „STJÓRN Landsvirkjunar hefur ákveðið, að taka tilboði frá Fram- leiðslusamvinnufélagi iðnaðarmanna, sem jafnframt var lægsta tilboðið, sem barst,“ sagði Jóhann Már Maríusson, yfirverkfræðingur hjá Landsvirkjun, 1 samtali við Mbl., er hann var inntur eftir gangi mála varðandi tilboð i loku- búnað Sultartangastíflu. Kostnaðaráætlun Landsvirkjunar vegna þessa verkþáttar var að sögn Jóhanns um 10 milljónir króna, en tilboð Framleiðslusamvinnufélags- ins hljóðaði upp á um 8 milljónir króna. Alls bárust 16 tilboð í verkið og það hæsta hljóðaði upp á liðlega 13 milljónir króna. „Við vorum mjög ánægðir að sjá þennan mikla fjölda tilboða, sérstaklega var athyglisvert hversu mörg íslenzk fyrirtæki tóku þátt í þessu útboði," sagði Jóhann Már ennfremur. Aðalfélögin í Framleiðslusam- vinnufélagi iðnaðarmanna eru Rafal og Stálafl. „Þessir aðilar hafa unnið mikið hjá okkur bæði við Hraun- eyjafoss og Kröflu á sínum tíma og hafa því hlotið ákveðna reynslu. Smíðin verður hins vegar að mestu leyti í höndum finnska fyrirtækisins Tampella, sem er þekkt í þessari starfsemi," sagði Jóhann Már. Jó- hann Már sagði að síðustu, að nú væru fengin tilboð í alla verkþætti Sultartangastíflunnar og það væri ánægjulegt, að þau væru öll undir kostnaðaráætlun. « 1 * - \ Vinnupallar — Körfubilar Pfumfl/on &v(u//on Klapparstíg 16 S:27745 is _ 27922 á 1 Léttar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.