Morgunblaðið - 20.04.1982, Page 11

Morgunblaðið - 20.04.1982, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1982 43 hnökrótt, óskýr upptaka af lagi Donnu Sommer „Love to Love You, Baby“. Hann spilar það í tíma og ótíma, vinum hans til hryllingsblandins unaðar, því í hinum langdregnu blossastunum Donnu Sommer virðist þeim kom- ið sjálft táknið fyrir kitlandi vest- ræna spillingu. að var verið að spila segul- bandið með Donnu Sommer í gærkvöldi, þegar við sátum við borðið hjá Grigoríj. Hann hafði breitt rósóttan vaxdúk á borðið og sett fram tekönnu, vodkaflösku og risastóra klístruga köku frá bakaríinu niðri á jarð- hæð. Það er farið að færast meira líf í tuskurnar en reyndin var kvöldið, sem við komum. Þetta kvöld virtust næstum allir glugg- arnir á háhýsisturninum vera opnir. Neðan af annarri hæð heyrðust slitur af spænskum söngvum frá hópfagnaöi Kúbu- manna; fáeinum hæðum fyrir ofan okkur voru einhverjir ungir menn að raula rámri röddu vísu á ensku við diskólagið „Dancing Queen". A fimm til tíu mínútna fresti heyrð- ist hátt brothljóð, þegar stúdentar hentu tómum flöskum út um gluggana. Á stúdentagarðinum er óleyfilegt að hafa áfengi um hönd. Tilkynninga-töflurnar niðri í and- dyrum hússins eru alþaktar til- kynningum, sem lýsa hinum öm- urlegu örlögum stúdenta á borð við „Tatianu M, sem baráttuliðar gegn drykkjuskap fengu rekna og útilokaða frá háskólanámi". En samt eru allir sífellt að hella í sig — jafnvel hann Grigoríj — og svo er vodkapytlunum og ölflöskunum einfaldlega hent út um gluggann til þess að eyðileggja öll sönnun- argögn. Háskólayfirvöld gera tvær til þrjár babúsjkur út af örkinni í dagrenningu á hverjum morgni til að sópa upp glerbrotahaugana. að sér og lokka til sín. „Dýrt, sögð- uð þið? Lítið bara í kringum ykkur — hvergi betra verð!" „Varstu að koma til að skoða eða kaupa?" „Bragðið á þessari peru, smakkið bara á henni — sykur og hunang!" Þrátt fyrir sveitasniðið á klæðn- aðinum, er margt þetta fólk snyrtilegar og mun betur klætt en margur Moskvubúinn. Þetta fólk kemur sunnan úr hlýju loftslagi með ávexti og grænmeti í fórum sínum, og þetta er allt selt með óhemju hagnaði. Fyrir sumt af gróðanum kaupir þetta fólk sér munaðarvöru í Moskvu, sem ófáanleg er í heimahéruðum þess — svo sem skófatnað, tízkuföt, hljómplötur — og selur þennan varning svo aftur fyrir geipiverð á heimaslóðum. Rússnesk fyndni er full af bröndurum um stórauðuga Georgíubúa. Ólíkt hinum heimsvönu Moskvubúum, heilsar þetta fólk útlendingum með mestu hrifn- ingu. „Hvaðan eruð þér?“ spurði armensk kona, sem var að selja perur. „Frá Bandaríkjunum?" Hún greip beinlínis andann á lofti, þegar hún endurtók heiti landsins eins og hún ætlaði ekki að geta sagt orðið til enda af eintómri undrun. Það varð smávegis uppþot í okkar horni markaðsins, þegar sölufólkið tók að teygja úr hálsun- um til að virða okkur fyrir sér eða hvöttu okkur til að kaupa eitt- hvað. Gömul svartklædd kona frá Moldavíu bar klafa um herðar sér, sem í héngu þurrkaðir sveppir þræddir upp á strengi, kom í hum- átt til okkar og spurði: „Er lífið virkilega betra þar?“ Þegar við tókum að nefna henni dæmi með og á móti, batt hún skyndilega enda á samtalið með handahreyf- ingu. Bandaríkin urðu að vera á sínum stað í hugarheimi fólksins með hið fyrirheitna, hálofaða land sem sína stóru bíla og ódýru galla- buxur; við höfðum áður orðið vör við þessa afstöðu hérlendis. Við erum rík í þessu landi, ríkari en ég hefði nokkurn tíma getað látið mig dreyma um. Mér varð þetta fyrst ljóst þarna á markaðnum, en núna er þetta vitneskja, sem mér er ljós sérhvert andartak. Við eigum það, sem allir vilja eiga: ameríska doll- ara, föt, sérstaklega gallabuxur, bækur, hljómplötur, snyrtivörur, alls konar smádót. Hvar, sem ég fer um, virðir fólk fyrir sér hinn hversdagslega klæðnað minn með áfergjulegri athygli og reynir að kaupa fötin utan af mér. Nýlega dró kona nokkur mig afsíðis og spurði mig lágri röddu, hvað ég setti upp fyrir peysuna mína. „Af hverju langar þig í hana,“ spurði ég, „hún er ekki falleg." „Hún er úr ull,“ sagði hún. „Hér áður fyrr vorum við vön að geta keypt ull, en hún er defisitnii núna.“ Defisitnii er eitt af þýðingar- mestu orðunum, sem ég hef lært eftir komuna til Moskvu: það þýðir illfáanlegt og er almennt notað til þes að lýsa stöðugum skorti á mat- vöru og hversdagslegustu hlutum, sem litið er á í Rússlandi eins og hvern annan sjálfsagðan hluta hversdagslífsins. Ég ætla mér ekki þá dul að þykjast skilja hinar býs- önsku fléttuflækjur sovézks efna- hagslífs, en ég geri mér fulla grein fyrir merkingu orðsins defisitnii, þegar ég þarf að fínkemba alla króka og kima í Moskvu í leit að einhverju jafn lítilfjörlegu og hár- greiðu, eða þegar ég kem inn í mjólkurbúðina fimm daga í röð, bara til þess að komast að raun um, að egg og mjólk eru horfin af opna markaðnum, a.m.k. um stundarsakir, eins og í síðustu viku. Við Tom getum, þegar þann- ig stendur á, gripið til þess ráðs að kaupa þessar vörur fyrir svimandi hátt verð á búvörumarkaðnum eða tekið með leynd einn miða af okkar litla safni á verzlunarmið- um til þess að verzla í hinum földu búðum, velfylltum með alls konar vörum, sem Rússar reka fyrir er- lent sendiráðsfólk. Venjulegur Rússi með minna fé milli hand- anna og engin sambönd verður einfaldlega að vera án þessara vara. Tómleikinn, skorturinn og öm- urleikinn í hinum opinberu verzl- unum í Sovétríkjunum hefur kom- ið af stað feikistórum svörtum markaði, sem þrífst með ágætum og er orðinn órjúfanlegur hluti af lífsvenjum allra þeirra Rússa, sem við höfum hitt. Sem útlendingar höfum við álíka mikið aðdráttar- afl á svartamarkaðsbraskara eins og þroskaðir ávextir laða að sér geitunga og randaflugur. í gær, þegar ég var ein inni í herberginu, bankaði einhver á dyrnar. Ég opnaði og sá, að fyrir utan stóð rússnesk kona, Olga að nafni, sem ég hafði kynnzt í gegnum banda- ríska vini. Þessir vinir mínir höfðu lýst henni sem fartsovtsjitsa, stórbraskara í smyglvörum, sem aðallega var í gallabuxnabransan- um — aðaltekjulind sovézka svarta markaðsins — og í sölu er- lends gjaldeyris. Heimur fartsovtsjiks er undarleg skuggatilvera, þar sem mest af ólöglegum munaðarvörum — eins og dollarar, hljómplötur, galla- buxur — koma erlendis frá, hljóta öll viðskipti na Ijevo, orðré‘t „vinstri handar sala“, eða utan við hið ríkisrekna efnahagskerfi, — að tengja austur og vestur stöðugt saman. Sumir fartsovtsjiki eru á vakki nálægt gistihúsum fyrir út- lendinga; aðrir, eins og t.d. Olga, eiga fastan kunningjahóp og hafa sambönd meðal útlendinganna. Það er áhættusamt fyrirtæki að vera fartsovtsjik, en Olga virðist njóta sérstakrar friðhelgi gegn handtöku eða yfirheyrslum hjá lögreglunni, af því að hún er flokks-skvísa, dóttir mjög hátt- setts embættismanns í Úral. Eftir að við höfðum drukkið einn bolla af tei, spurði hún mig, hvort hún mætti líta inn í fata- skápinn minn. „Ef þér finnst það áhugavert," sagði ég. Hún rak upp dálítið kuldalegan hlátur. „Það er svo miklu, miklu meira en bara áhugavert," sagði hún og leit á mig með augum, sem voru skyndilega orðin dekkri og full ákefðar. „Ég á kunningja, sem myndu selja sig á fæti fyrir að fá tækifæri til þess að líta inn í fata- skáp Ameríkana og skoða fatnað- inn.“ Eg fór með hana inn í_ svefnherbergið og fann til þess háttar óframfærni, sem oft kemur yfir mann and- spænis óskiljanlegri ástríðu hjá öðru fólki. Á örfáum mínútum tók Olga með litlu, hvítu höndunum sínum og bleiklökkuðu nöglunum á gallabuxunum mínum og á kjól- unum, athugaði saumana og gæði efnisins. Um leið kom hún með heilan straum af athugasemdum, sem fræddi mig meira um svarta markaðinn en ég kæri mig eigin- lega um að vita. „Otsjen krasiva" — mjög fal- legt, sagði hún og lyfti upp galla- jakka. „Þú getur fengið 200 fyrir þennan, kannski 250, ef þetta er selt á réttum tíma.“ „Er sérstakur sölutími fyrir gallabuxur?" spurði ég. Við vorum báðar farnar að tala í hálfum hljóðum, næstum því hvíslandi; allir Rússar, sem ég þekki, eru sannfærðir um að íbúðirnar í há- skólanum séu útbúnar hlerunar- tækjum. Olga hengdi gallajakk- ann aftur á herðatréð með snögg um handtökum og sendi mér breitt, áfergjulegt glott. „Ó, já,“ sagði hún, „verðið hækkar og lækkar. Á sumrin, þegar fólk fer suður til Jalta eða til Sochi na kan- Idag fórum við með rafknúnum strætisvagni til að komast á „rýnok“ — búvörumarkað — í suð-vesturhluta Moskvuborgar. Mestöll sú verzlun, sem fram fer á vegum einkaframtaksins í sovézku efnahagslífi, á sér stað í mark- aðsskálunum, sem allir eru í eigu stjórnarinnar. En ýmsir sovét- þegnar selja þó framleiðslu sína annars staðar. Þann stutta tima, sem við höfum verið í Moskvu, hef ég oftsinnis séð gamlar konur stilla upp með mestu alúð fáeinum glösum með berjum í örlitlar sölu- sýningar rétt við innganga neð- anjarðarbrautarinnar. Við gengum í áttina að aðat- inngangi búvörumarkaðsins, en þar fyrir utan úði og grúði af bab- úsjkum og dédúsjkum, sem voru að selja blóm, höfðu raðað búntum af rauðum og hvítum sverðliljum allt í kringum sig í síðdegissólinni. Rússar á öllum aldri og úr öllum starfsgreinum voru þarna hinir kátustu að virða fyrir sér og kaupa blóm. Alveg eins og Norður- landabúar og önnur fórnarlömb sérlega harðskeyttra og lang- vinnra vetra, virðast Rússar líta á og meta uppskeru híns skamma sumars — ávexti og blóm með allt að því græðgislegri áfergju. Þegar við komum inn á markað- inn kom líka í ljós, er við litum á verðið á grænmeti, hve fágætur og dýrkeyptur slíkur jarðargróður er. Kílóið af gulrótum kostaði þrjár rúblur (kr. 39,-), kílóið af eplum fimm rúblur (kr. 65,-) — og það að sumarlagi í borg, þar sem venju- legur verkamaður vinnur sér inn þetta 150 rúblur á mánuði (um kr. 1950,-). Markaðurinn reyndist vera stór salur, iðandi af fólki; þarna var fullt af söluborðum og loftið þrungið ávaxtailmi. Bak við sölu- borðin stóðu ekki Moskvubúar heldur bændur frá Kákasus og frá héruðunum við Svartahaf, Armen- ar, Georgíubúar, Moldavakonur með eyrnahringi úr kopar og skærlita höfuðklúta og Úzbekar með útsaumaðar kollhúfur. Eins og sölumanna er háttur um heim allan voru þau hávær og höfðu í frammi leikræna tilburði, reyndu hástöfum að draga athygli manna LADA STATION kr. 84.500. LADA TOPAZ kr. 84.800. LADA SPORT kr. 131.000. Ath. verö á Lada-bílum heffur aldrei veriö haa- stæöara. Munið ad varahlutaþjónusta okkar er í sérflokki Bifreiöar og Landbúnaðarvélar hf \ _ 1 - - -1 — l_ ■ I j A • _ _ ■ Aaa I ■ ■■■ jawau Suöurlandsbraut 14 - Simi 38600 Söludeild 31236 brýtur veröbólgumúrinn-besta kjarabótin! Verð kr. 82.000. Cóðir greiðsluskilmálar,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.